Þjóðviljinn - 01.02.1976, Side 7
Sunnudagur 1. febrúar ÞJÓDVILJINN — StÐA 7
Staöarval stöövarhússins og hönnun er miðuö viö hugsaniegt eldgos og
hörðustu jarðskjálfta. Mikiö glapræði væri að fella nú niður fram-
kvæmdir við húsið, án þess að styrkja það frekar. Það er hins vegar
mikið verk og raunar það eina, sem fyrirhugað var að gera við Kröflu
nú á næstu mánuðum.
ingu Kröriuvirkjunar var flýtt,
gat hins vegar komið til álita að
fresta byggingu byggðalinunnar.
eftir að framkvæmdir við hana
höfðu auk þess tafist um eitt ár,
en ákvörðun um byggðalinuna
var að sjálfsögðu ekki mál
Kröflunefndar.
Hlutverk byggðalinunnar er að
jafna orkuafganga milli lands-
hluta og þannig mun hún standa
vel fyrir sinu. Hún er óhjákvæmi-
legur þáttur i dreifingu orku lil
rafhitunar og nauðsynleg
öryggisráðstöfun. Byggðalinan
var komin vel á veg, þegar að-
stæður breyttust, og þvi þótti
sjálfsagt að ljúka henni. Það tel
ég, að hafi verið rétt ákvörðun.
Hins vegar er það staðreynd, að
undirbúningur að rafhitun húsa,
sem ekki munu njóta jarðvarma,
hefur gengið miklu hægar en
æskiiegt hefði verið; ekkert bólar
á stofnlinu til Austíjarða, upp-
bygging dreifikerfisins viða um
land gengur allt of hægt til að
unnt sé að hraða nýtingu húsa-
hitunarmarkaðarins, eins og von-
ir stóðu til fyrir 2 árum. Viðast
hvar um land er ekki einu sinni
lariðað ræða við sveitarstjórnir á
þeim þéttbýlisstöðum, sem
væntánlega eiga að njóta raf-
hitunar. Þvi er nú svo komið. að
bersýnilega er um að ræða tals-
verða umframorku frá Sigöldu og
Kröfluvirk.jun á árunum 1977-
1979 og þá einkum hér syðra.
Er þa rett að stöðva byggingar-
framkvæmdir við Kröfluvirkjun
af þeirri ástæðu? Menn verða aö
gera sér grein fyrir, að það væri
hæpinn sparnaður, að ekki sé
meira sagt. Þegár hafa verið
gerðir bindandi samningar um
kaup á 94% af verði véla og
búnaðar til virkjunarinnar. Eina
verulega fjárlestingin, sem unnt
er að stöðva. er gerð borhola og
smiði gululeiðslna frá holunum.
Fyrir þá. sem vilja draga úr
orkuframkvæmdum er áreiðan-
lega vitlegra að snúa sér frekar
að byggðalinunni og fresta við-
bótarfjárfestingum. sem nema
myndu a.m.k. 500 milj. kr., ef
linan ætti algjörlega að koma i
stað Kröfluvirkjunar næstu ár,
sem hún að visu getur ekki, ef
ætlunin er að sinna húsahitunar-
markaðinum af fullum krafti.
Staðreyndin er sú, að fyrir einu
ári var nokkuð rætt um að fresta
kaupum á siðari vélinni til
Kröfluvirkjunar um eitt eða tvö
ár. en frá þvi ráði var horfið,
vegna þess að mönnum sýndist.
að á móti vaxtasparnaðinum
kærni margvislegt óhagræði og
aukakostnaður.“1 Siðan hafa að-
stæður verið að breytast, og nú er
urn seinan, að velja þann kostinn.
Hins vegar má fresta talsverðum
kostnaði með þvi að reka stöðina
á þriðjungs eða hálfum afköstum
fyrst i stað.
3. gagnrýni:
Reksturinn veröur
óhagkvæmur
í ágætri grein i Dagblaðinu nú
fyrir skömmu setur Jónas Elias-
son fram útreikninga, sem eiga
að sýna, að rekstur Kröflu-
virkjunar verði mjög erfiður
fyrstu árin vegna ónógrar orku-
nýtingar. Ég vefengi ekki talna-
legar niðurstöður Jónasar, en út-
reikningar af þessu tagi segja
ekki alla söguna.
Hvernig væri að Jónas gerði
samsvarandi útreikninga um
rekstur Sigölduvirkjunar fyrstu
árin og reiknaði þá dæmið fyrir
Sigölduvirkjun, einangraða frá
öðrum orkuverum Lands-
virkjunar?
Framhald á 20. siðu.
2) 1 bréfi ráðgjafarverkfræðinga
til Kröflunefndar, dagsett 4. mars
1975 og undirritað áf Sigurði Sig-
fússyni hjá Verkfræðiskrifstofu
Sigurðar Thoroddsen segir m.a.
orðrétt : ..Samkvæmt beiðni
nefndarinnar höfum við athugað
áhrif þess aö byggja virkjunina i
tveim áföngum i stað eins, eins og
gert hefur verið ráð fyrir. Niður-
staða okkar er sú, að slikt sé mjög
óhagkvæmt, þar sem i fyrsta lagi
gefi orkuspá til kynna þörf fyrir
seinni álanga mjög fljótlega, i
öðru lagi verður rekstraröryggi
fyrsta áfanga litið, þar sem ekki
et' varaafl fyrir hendi og enn-
fremur minnkar greiðslubyrðin
tiltölulega litið þó þetta sé gert."
t bréfinu er þessi niðurstaða
siðan rökstudd i löngu máli. Áætl-
að er, að kostnaður við mannvirki
ogvélar, sem flytja mætti á siðari
áfanga tvö ár fram i timann, yrði
aðeins um 165 milj. kr. en á móti
kæmi ýmiss kostnaðarauki vegna
áfangaskiptingar, sem gerði það
að verkum. að ávinningurinn
væri óverulegur. t bréfinu var
hins vegar ekki fjallað um þann
sparnað, sem felst i minni gufu-
öflun fyrst i stað, enda er sá hluti
verksins á vegum Orkustofnunar.
og auk þess má ákveða siðar, hve
margar holur verða boraðar á
fyrsta og öðru starfsári virkjun-
arinnar.
Framkvæmdum við stöðvar
húsið verður að halda áfram,
en niðursetning véla og vinna
við borun mun varla hefjast,
fyrr en jarðskjálftahrinunni
hefur slotað.
Jón
Hjartarson
skrifar:
SPARA,
SPARA...
Nýstignir upp frá skatta-
skýrslunni eru menn alvarlega
þenkjandi um efnahagsfárið og
aðra leiða kvilla ýstrusam-
félagsins. — Spurt er: Hvernig
tókst eiginlega að koma ölium
þessum aurum i lóg, þannig að
þeirra sér hvergi stað?
Dýrtið er vond tið og dýrtið
hefur verið hér á landi svo lengi
elstu kerlingar muna. Þessu
veldur króniskt og illgreinan-
legt innanmein i efnahagskerf-
inu. Þetta kerfi er orðiö i hugum
manna að óttalegri ófreskju,
illvigri og öldungis óhöndlan-
legri, likastri þjóðsögulegu
tryllitæki, oliuknúinn Þorgeirs-
boli — Þetta stóra ljóta skrimsl
er einatt lasið, haldið þembu og
uppdráttarsýki i senn, silalegt
og þrútið á kroppinn, vagandi á
brauðfótum eins og langdrukk-
inn fylliraftur, ofurþungt og
skvapmikið af of miklu rudda-
áti.
Góður bóndi myndi reyna að
láta slika skepnu á beit, fá hana
til að rjátla af sér spikið, gefa
henni svo kjarngóða tuggu, ekki
illa verkaðan rudda. (Ef hann
myndi þá nokkurn tima setja
hana á). Góður búrekstur bygg-
ist ekki sist á þvi að jafna gjöf-
inni sem best, ofala ekki kálf-
ana, láta rollurnar hafa sem
jafnastá garðann, drýgja heyin
með hæfilegri beit, spara fóður-
bætinn. Kikisbúskapurinn fer
öðru visi áð.
Efnahagsmál eru klén upp-
lyfting. h’lestum finnst þau
fremur ógeðfellt umhugsunar-
efni og botná litið i þeim mönn-
um.sem endast i slikum málum
árið út og inn — Og vist þarf
kjark til þess að vera sérfræð-
ingur og stjóri i peningamálum
og koma árlega (kannski oft á
ári) fram fyrir alþjóð til þess að
rekja raunarollu um hrapaleg
mistök (enginnveit hverra mis-
tök). Ástandið er ævinlega
verra en reiknað hafði verið
með og þó hefur þróunin kennt
'mönnum hæfilega svartsýni.
Gamla hagspekin liðónýt, erfitt
að finna nýja. Þótt gömlu ráðin
dugi skammt, er þeim samtalla
tið beitt til þess að leysa vand-
ann. sem þau skapa.
Þeir sem bi'ða og vona að bylt-
ing verði á tslandi innan tiðar.
trúa þvi varlega. að rikisstjórn
Geirs Hallgrimssonar komi til
með að liðka til fyrir henni
(nema óvart). Aftur á móti hafa
tryggustu fylgjendur þessarar
stjórnar eðlilega gert ýmsar
kröfur til hennar, en fyrst og
siðast biðja þeir stjórn sina i
guðsbænum að spara. — Vinstri
stjórnin hélt veislu, segja þeir,
þessi stjórn á að spara, sýna
ábyrðgartilfinningu, draga úr
rikisútgjöldum. treysta at-
hafnalifið á grundvelli hins
frjálsa framtaks. — Það er von
að heittrúaðir ihaldsmenn tárist
yfir þvi hvernig til hefur tekist.
Þessi stjórn hefur sparað mjög
óverulega og auk þess valdið sér
óvinsæla og óheppilega sparn-
arliði. almannatryggingar, elli-
laun o.þ.u.l., einna helst sparað
við þá, sem minnst mega missa.
Þetta er seinheppin sparnaðar-
stjórn. — Nú er svo komið að
verkalýðsforustan getur ekki
lengur á sér setið, skriður úr
bosinu, möglar og vill
kauphækkun. Það endar með
þvi að við verðum bara að hóta
verkfalli strákar, segja þeir.
Nýlega hitti ég einn af skær-
ustu menningarvitum landsins.
Sú stétt manna er alla jafna
skekin af þeim andlegu hrær-
ingum, sem eiga sér stað i
menningarl ifinu og leiða
hugann ógjarna að þyrrkings-
legum spekúlasjónum efna-
hagslifsins, það er ekki þeirra
svið. Þeir eru ekki i þvi að yfir-
fara rikisbókhaldið, heidur
stunda fagurfræðilega úttekt á
einni faktúru þess, menningar-
neyslunni. Manni bregður
óþyrmilega, þegar slikir andans
postular fara að predika pen-
ingamál. — Þessi ágæti viti var
svó gagntekinn af ógn og kkelf-
ingu efnahagsöngþveitisins. að
hann eirði hvurgi við andlegt
strit og kúltúr og mátti naumast
um annað tala en finans og hag-
fræði.
Svona nokkuð hlýtur að bera
vott um mjög snúið ástand i
peningamálum — og verður að
litastalvarlegum augum eins og
l'leira. Ef menningin færi nú að
vasast i efnahagsmálum, væri
það þá ekki álika og að bakarinn
tæki sig til og hengdi smiðinn
(svo hann verði ekki hengdur
sjálfur). Það er vitlaus hug-
mynd að setja menningarvitana
yfir efnahagsmálin, hún er að
minnsta kosti nógu vitlaus til
þess að maður trúir á hana,
jafnvel fremur en rikjandi efna-
hágsstefnu.
Spara, segja þeir, spara! Gott
ogvel.séum við f^rin að lifa um
efni fram, þvi þá ekki aö spara,
sjálfsagt mál. — t stað þess að
ktfpa eína ögnins hér og aðra
þar af opinberum framkvæmd-
um og þjónustu, mætti ekki allt
eins hugsa sér sparnað, sem
kæmi sáralitið við nauman
efnahag almennings, snerti fáa
nema þá kannski fáeina inn-
flytjendur og umboðssala. (Nú
já, tertubotnarnir, enska kexið
rétt einu sinni. hugsa menn þá
liklega).
Það sem riður baggamuninn á
viðskiptahalla okkar við útlönd.
eru oliu- og bensinkaup. Ég
kann ekki tölur i þvi sambandi,
enda eru þær svimháar. —
Mætti ekki hugsa sér að miða
sparnaðaráætlanir fyrst og
fremst við þennan dýrasta
orkugjafa. sem þekkist i a 11-
mennri notkun? - Gætum við
ekki hafið skipulagða útrým-
ingu á oliunotkun, þar til svo
verður komið að við brúkum
þetta fljótandi gull ekki á annað
en þær maskinur, se’m ófáan-
legar eru til að ganga fy rir öðru
— og brúkum þá sparlega.
Vinstristjórnin sáluga haföi
uppi veikburða tilburði i þá veru
að sameina oliufélögin, að
minnsta kosti gekk Þjóðviljinn
með þá hugsjón og gengur sjálf-
sagt enn. að sameina oliufélögin
i einu opinberu innflutnings-
fyrirtæki. Þessi þrjú isl. úti-
bú frá oliuauðhringunum stóru,
sem hér versla hvert á sinu
homi, selja hvorteð er öll sömu
oliuna og rikið sér um að kaupa
hana fyrir þau — i Rússlandi.
Húgmyndin um þessa samein-
ingu varö aldrei meira en fal -
legtfyrirheit eins og sumt ann-
að, af þvi sem vinstristjómin
lagði upp með i veganesti i
árdaga (meðan Ólafur brosti
enn, búralegur og kankvis).
Þess i stað jókst gróðavon oliu-
hringanna hér á landi verulega i
tið þeirrar stjórnar með óhóf-
legum innflutningi bila.
Núverandi stjórn hefur siöan
haldið áfram að greiða blikk-
beljunni veg á alla lund, þó
minna sé kannski flutt inn af
henni núna vegna almennra
blankheita, auk þess sem bila-
smiðjur sáu við oliukóngum og
hækkuðu prisana eins og þeir.
bara dálitið meira (og Geir
glottir við tönn).
t framhaldi af hagspekihug-
leiðingum menningarvitans
mætti hugsa sér sparnað, sem
útlegðist eitthvað á þessa ieið:
— Oliukynding húsa verði af-
lögð hið snarasta á tveimur
árum). Oliustyrkurinn (sem
fæsta mimai' neitt um) verði
notaðursem startfé til hitaveitu
— eða hitaraflagna i hús.
— Orkufreki’r einkabílar
verði ofurseldir sértegri stig-
hækkandi skattlagningu, uns
þeir verða koinnir undir græna
torfu (eða brotajárn). —
Gegndarlaus áróður verði
hafinn fyrir notkun almennings-
vagna og afnámi einkabila.
Sigarettuauglýsingar eru
bannaðar. Biilinn er eins og allir
vita skaðræðisgripur, mengar
lot'tiö og grandar fleiri manns-
lifum en styrjaldir og náttúru-
hamfarir. — Bilaauglýsingar
verði bannaðar. (Til þess að
létta enn írekar á ágengni aug-
lýsingafargansins við almenn
ing mætti raunar setja
einhverjar skorur við auglýs-
ingaflóði I fjölmiðlum, til (læmis
með strangari siðareglum.
banna hreina blekkingarstarf-
semi, sem oft á sér stað, til
dæmis i sjónvarpsauglýsingum.
Þetta hel'ur viða verið gert i
löndum, sem eru fyrirmyndir
ok kar um marga hluti. til dæmis
i Bandarikjunum)
— Oliu verði ekki eytt i að
ú t r ý m a f i s k s t 0 f n u n u m .
Skynsamleg oliunotkun fiski-
skipa verði metin i réttu hlut-
lalli við margumtalaða skyn-
santlega nýtingu fiskistofna.
— Vélsleðar og annað
maskinusportidióti verði aflagt
(skátainir verða bara að
ganga).
— Kinverjar verði fengnir til
þess að kenna okkur hjólreiða-
menningu. Greitt verði fyrir
hjólreiðttm á alla lund.
— Olia verði blönduð meö
vatni, hvar sent þvi veröur við
kontið.
— Kfnahagsófresk jan fái
góðan skainmt af laxeroiiu.
Auk þess legg ég til að
menntam álaráðherra verði
gerðtir að fjárntálaráðherra.
ekki sist þar sem hann er
hagsvnn bóndi að austan.
Fjármálaráðherra verði lagðtir
á menningarhilluna.