Þjóðviljinn - 01.02.1976, Síða 20

Þjóðviljinn - 01.02.1976, Síða 20
20) SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 1. febrúar 1976. Þess vegna er framkvæmdum haldjö áfram Framhald af bls. 7. Samkvæmt nýlegri áætlun Landsvirkjunar um orkuþörf til störiðju, húsahitunar og allra annarra nota á orkuveitusvæði Suður- og Vesturlands er orku notkunin áætluð i gwst 1976: 2245, 1977 : 2344 og 1978: .2495. Orku- vinslugeta vatnsvirkjana á þessu svæði, áður en Sigölduvirkjun er tekin i notkun, er 2200 gwst á ári. Af þessum tölum er ljóst, að af 800 gwst, sem Sigalda getur framleitt verða ekki seldar frá þessari nýju virkjun nema 144 gwst á árinu 1977og 295 gwst á árinu 1978 sam- kvæmt áætlunum Landsvirkjun- ar. Er ekki augljóst, að þessi virkjun, reiknuð sem einangrað fyrirtæki, hlýtur að safna stór- kostlegum skuldum á fyrstu starfsárum sinum vegna lélegrar nýtni? Þetta er reiknisaðferðin, sem Jónas Eliasson beitir á Kröflu- virkjun til að sýna fram á erfiðan rekstur virkjunarinnar fyrstu ár- in. Hvers vegna skrifar Jónas ekki grein og bendir Landsvirkj- un á, að hyggilegra væri fyrir þá að fresta niðursetningu einnar eða jafnvel tveggja vélasam- stæðna i Sigöldu, þar tii mark- aðurinn þyrfti á þessari miklu orku að halda? Sennilega vegna þess að hann veit, að þetta hefur þegar verið athugað hjá Lands- virkjun (eins og hjá Kröfluvirkj- un) og er ekki talið hafa nema ó- verulegan sparnað i för með sér. Landsvirkjunarmenn meta það meira virði, að hafa örugglega næga orku, ef eitthvaðskyldi bera Ut af við BUrfellsvirkjun. Þetta er einmitt kjarni máls- ins: í fyrsta lagi er það regla, þegar um er að ræða stórar virkj- anir, að fyrst í stað er um mikla áfgangsorku að ræða og þvi erfið- an rdístur, ef virkjunin er skoðuð sem einangrað fyrirbæri. i öðru lagi gildirþað sama um norðlend- inga eins og Landsvirkjunar- menn, að þeir vilji hafa vaðið fyr- ir neðan sig og meta það mjög mikils, aðávallt sé næg orka fyrir hendi. Ef unnt er að koma Kröflu- virkjun i gang að einu ári liðnu, skapar það norðlendingum ólikt meira öryggi i raforkumálum en að verða að treysta á það að fá meiri en helming af notaðir orku eftir byggðalinu, 300 km leið. Jarðvarmavcitur framleiða mesta orku i hörðustu frostum, þegar klakastiflur og þrepahlaup lama vatnsaflsvirkjanir fyrir norðan og sunnan. A miklum frostavetri veitir Kröfluvirkjun ckki aðeins Norðurlandi óhjá- kvæmilegt öryggi heldur orku- veitusvæðinu öllu norðan og sunn- an heiða. Þvi miður er erfitt að segja ná- kvæmlega fyrir um, hver verður orkunotkunin frá Kröflu fyrst i stað. Virkjunin leysir dieselvélar af hólm um allt Norðurland en að öðru Ieyti veltur mest á þvi, hvenær tengilinan til Austurlands verður byggð, og hve rösklega verður gengið fram i rafhitunar- málum. Fyrir fjárhag virkjunar- innar skiptir að sjálfsögðu mestu máli, að hún geti farið að selja orku sem allra fyrst, jafnvel þótt fyrst i stað verði aðeins um að ræða 20-30 mw. Væntanleg hitaveita á Akureyri breytir ekki neinu sem máli skiptir um þörfina á Kröfluvirkj- un, eins og Páll Theodórsson virð- ist imynda sér. Að sjálfsögðu verður Utvegað lánsfé til hita- veituframkvæmda á Akureyri einsog til hitaveitu Suðurnesja og kemur það virkjunarfram- kvæmdum ekkert við. Fullyrt er, að hitaveitan muni losa 8 mega- wött, sem nU eru bundin i rafhit- un. Það er þó óljóst með öllu, hvort rafhitun á Akureyri hverfur með hitaveitunni, þvi að ekki er vist að breytingin svari kostnaði, og Kröfluvirkjun mun einmitt vera fær um að selja tiltölulega ó- dýra næturhitun i stórum stil. 1 jarðgufuvirkjun þarf ekki að spara næturkeyrslu eins og i vatnsmiðlunarvirk junum. Hins vegar er það nú að koma i ljós, þegar norðlendingar eygja það loksins að losna Ur rafmagns- sveltinu, að ýmsir stórir notendur gefa sig fram, sem ekki var reiknað með, t.d. kemur nú til greina aðseljaverksmiðjumSISá Akureyri 10 mw, sem nU eru framleidd með oliu. Hér er um að ræða framleiðslu á háþrýstri gufu, svo að hitaveitan kemur ekki að gagni. Annar notandi hef- ur verið nefndur, sem kynni að þurfa 15 mw. Ekkcrt af þessu er þó meðtalið i orkuspám. Margt bendir til þess, að orkunotkun á Norðurlandi muni vaxa miklu hraðar cn nokkurn órar fyrir, þegar loksins er að fá nægilegt rafman gn. 4. gagnrýni: Framkvæmdir þrátt fyrir náttúruhamfarir Allir, sem komið hafa nærri undirbUningi Kröfluvirkjunar, hafa að sjálfsögðu gert sér grein fyrir, að virkjunin er á eldfjalla- svæði og með þvi er tekin nokkur áhætta. Háhitasvæðin á íslandi eru öll á virkum jarðeldasvæðum og beinlínis tengd megineldstöðv- um. Þó liða oftast mörg hundruð ár milli gosa. Á þessum forsend- um komust jarðfræðingar svo að orði i skýrslum Orkustofnunar i jUni 1972 um hættu á gösi: „1 Mý- vatnseldum fyrir tæpum 250 ár- um voru aðal gosin á Kröflusvæð- inu. Þetta var allmikið gos og má e.t.v. álykta, að hlé verði á gosum um nokkrar aldir þar eftir”. NU hefur orðið gos i næsta ná- grenni virkjunarinnar, samfara miklum jarðskjálftum. Gosið stóð ekki lengi, en siðan um miðjan janUar hefur jarðskjálftavirkni aukist að mun i grennd við Leir- hnjUk og hafa jarðfræðingar talið liklegt, að nýtt gos væri i' aðsigi. Að þessu tilefni hafa nokkrir jarð- fræðingar sent iðnaðarráðherra bréf og skorað á hann að stöðva allar aðrar framkvæmdir við Kröflu en þær, sem beinlínis væru ætlaðar til að íijarga verðmætum. Siðan heyrist þessi spurning Ur öllum áttum, hvers vegna i ó- sköpunum sé áfram unnið að full- um krafti við Kröfluvirkjun. Fáir virðast gera sér grein fyrir þvi, þrátt fyrir skýringar iðnaðarráð- herra i fjölmiðlum, að einu fram- kvmdirnar, sem unnið er að við Kröflu þessa mánuðina, er bygg- ing stöðvarhUssins. Ennþá er þetta hUs aðeins fjórir veggir, 20 metra háir og 70 metra langir á annan veginn, svo og hálfklárað þak. Meðan þak, innveggir og milligólf hafa ekki verið steypt er hUsið ekki nægilega traustbyggt til að þola allra hörðustu jarð- skjálfta. HUsið hefur þó ekkert látið á sjá við þá skjálfta sem enn hafa komið. Þess vegna er gifur- lega mikilvægt, að haldið sé á- fram af fullum krafti að vinna við stöðvarhUsið, en fullsteypt á hUs- ið að þola jarðskjálfta, sem eru meira en 7 stig á Richterkvarða, en það munu vera allra sterkustu skjálftar, sem orðið hafa hér á landi svo vitað sé. Staðreyndin er aðsjálfsögðu sU, að staðarval Kröfluvirkjunar og hönnun er ákveðin með hliðsjón af hugsanlegum eldgosum, þakið á að þola gjóskuskafla allt að 2 metrum á þykkt og talsverðir möguleikar eru fyrir hendi til að varna þvi, að hraun renni niður i Hliðardalinn, þar sem stöðvar- hUsið stendur. En að sjálfsögðu getur enginn sagt með 100% vissu, hvar gos kemur upp á þessusvæði og hvaða afleiðingar það hefur. Sumir visindamenn hafa varað við sprengigosi, en þau verða vegna þess að hraun- kvika kemur upp á miklu vatna- svæði og veldur snöggri gufu- myndun, sem sprengir upp jarð- veginn á stóru svæði. Þannig myndaðist Viti fyrir 250 árum skammt þar frá, sem borholur Orkustofnunar eru, og til þess eru vitin að varast þau. Aðrir telja litlar likur á sliku gosi i nánd við Kröflu, og margir jarðvisinda- menn telja, að Kisiliðjan og Bjarnarflagsfyrirtækin séu i meiri hættu vegna jarðelda en Kröfluvirkjun. Guðmundur Sig- valdason, eldfjallafræðingur, tel- ur meiri hættu af völdum jarð- skjálfta en eldgosa á Kröflusvæð- inu. I eldfjallalandi erum við alltaf að taka áhætu, en varla getur verið ágreiningur um það meðal þeirra sem til þekkja, að rétt sé að halda framkvæmdum áfram við Kröflu fyrst um sinn og styrkja stöðvarhúsið, eins og er unnt. Hitt er annað mál, að hæpið virðist að hefja niður- setningu véla eða vinnu við bor- un, fyrr en jarðskjálftahrinunni hefur slotað. Mikilvægustu á- kvarðanirnar um framkvæmdir við Kröflu verða þvi ekki teknar fy rr en síðar i vetur eða með vori, og verðum við að vona, að þá hafi betur skýrst, hvort úr þessu verð- ur nýtt gos eða ekki. Verði þessi umbrotdottin niður i vor,hljótum við að halda áfram við virkjun- ina. Það er sama áhættan og tekin er i Vestmannaeyjum. Sumir segja að visu, að Mývatnseldar standi lengi, eins og sjá megi af seinasta gosi fyrir hálfri þriðju öld. Hæpið virðist þó, að draga of miklar ályktanir af þessu eina stóra gosi, sem orðið hefur á þessum slóðum á sögulegum tima, en talið er vist, að á sein- ustu 3000 árum hafi aðeins orðið fimm gos i grennd við Kröflu. 5. gagnrýni: Óvíst um gufuöflun Kröfluvirkjun á einnig gagn- rýnendur, sem hafa annað i huga en málefnaleg rök. Þetta er sund- urleitt lið en einkum má nefna heitustu talsmenn Laxárvirkjun- ar frá tið Laxárdeilunnar frægu og þar með Alþýðuflokksmenn á Akureyri og viðar svo og ýmsa andstæðinga Gunnars Thorodd- sen i Sjálfstæðisflokknum, sem leita eftir að finna á honum snöggan blett, einkum Visis- menn. Meðal þeirra, sem skrifað hafa um Kröfluvirkjun, er þó einn, sem sker sig Ur fyrir óvandaðan málflutning. Þetta er einn af frambjóðendum Alþýðuflokksins Ur seinustu kosningum, Vilmund- ur Gylfason, sem reynir nU að vekja á sér athygli, (og drýgja tekjur sinar) með þvi að fjalla um hneykslismál i hverri viku á sið- um Visis. "Það er þarfaverk að skrifa um hneykslismál enda af mörgu að taka ,enhitt er verra, ef menn eru flumbrarar og ekki dUs við sann- leikann. Eitt dæmi af mörgum, sem nefna mætti, eru skrif hans um gufuöflun Orkustofnunar við Kröflu. t nýlegri skýrslu Orkustofnunar er frá þvi greint, að engin trygg- ing sé fyrir þvi, að i árslok 1976 verði tilbúið gufumagn fyrir 30mw raforkuframleiðslu fyrir annan rafal virkjunarinnar. eins og þó hefur verið vonast til. Þess- ar upplýsingar gripur Vilmundur feginshendi og gerir Ur þeim heil- siðugrein, enda telur hann sig þar með hafa sannað, að ,,allur þessi ástæðulausi flýtir (sé) sviðsettur og byggður á upplognum rök- semdum, sem Orkustofnun hefur aldrei skrifað undir”. Að sjálfsögðu vita það allir, sem eitthvað hafa kynnt sér Kröfluvirkjun, að jafnvel aðeins hálf afköst annarrar vélarinnar, þ.c. 15 mw, myndu gjörbreyta viöhorfum i orkumálum norð- lendinga á næsta vetri.Til þess að ná þvi marki þarf kannski ekki til viðbótar þvi, sem komið er nema Framhald á 21. siðu. Við Jónas höfum fundið vél sem getur fyllt sjSlífígskur 1 nar, 50 á timann

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.