Þjóðviljinn - 17.02.1976, Page 3
Þriðjudagur 17. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Þingsályktunartillaga komin fram á Alþingi
Bann við kjarnorkuvopnum á Islandi
Tveir þingmenn, þau Svava
Jakobsdóttir og Magnús Torfi
Ólafsson, hafa lagtfram á Alþingi
tillögu til þingsályktunar um
bann við geymslu kjarnorku-
vopna á islensku yfirráðasvæði og
lendingu flugvéla sem flytja
kjarnorkuvopn. 1 tillögunni er
kveðiö á um að Alþingi feli rikis-
stjórninni að undirbúa löggjöf
varðandi þessi atriði og að islend-
ingar annist eftirlit til að tryggja
að lögin verði virt.
I greinargerð með þingsálykt-
unartillögunni segir m.a. að allir
islendingar muni vera sammála
um að hér skuli ekki vera kjarn-
orkuvopn enda slikt stórhættulegt
fyrir lif og öryggi þjóðarinnar.
Nýlegar umræður um hugsanleg
kjarnorkuvopn á Islandi sýni
hversu berskjaldaðir islendingar
standi gagnvart hernaðarumsvif-
um bandarikjamanna hér á landi.
Bandarisk yfirvöld neiti að gefa
upp hvort hér séu kjarnorkuvopn
eða ekki og islenskir ráðamenn
eigi ekki annars kost en flytja
yfirlýsingar sem þeir hafa sjálfir
engin tök á að sannreyna að séu
réttar.
bá segir i greinargerðinni að
eftirlitmeð þvi að bann við kjarn-
orkuvopnum verði virt þurfi sér-
menntaðir islendingar að annast
sem hefðu i þvi skyni allan nauð-
synlegan aðgang að herstöðinni.
—GFr
Geymsla kjarnorkuvopna I Kefla-
vík byði heim kjarnorkuárás I
striði.
Listi fráfarandi stjórnar
tapaði Iðjukosningunum
Bjarni Jakobsson formaður Iðju Reykjavik
Kosningin i Iðju félagi verk-
miðjufólks I Reykjavik fór
þannig að A-Iisti, listi Bjarna
Jakobssonar og Guðmundar Þ.
Jónssonar hlaut 594 atkvæði, en
B-listinn 356 atkvæði. A kjör-
Kópavogsbær tekur
milj. króna erlent lán
Hluti þess fer i húsakaup á miðbæjarsvæðinu
50
Bæjarstjórnarmeirihluti i
Kópavogitók þá ákvörðun á fundi
13. febrúar aö taka erlent lán að
upphæð 50 mlljónir króna með
fullri gengisáhættu. Minnihluti
bæjarstjórnar lagði til að ákvörð-
un yröi frestað og kannað betur
við umræður um fjárhagsáætlun
hvort hyggilegt væri að ráðast i
lántökuna og þá einnig i hvað
íslenska stjórnin:
íhugar við-
urkenn-
ingu á
MPLA
Nú eru ríkisstjórnir Norður-
landa aö búa sig undir að
viöurkenna stjórn MPLA i
Alþýöulýðveldinu Angólu. Svi-
ar hafa þegar ákveðið að gera
það i vikunni, spurst hefur að
finnar séu i þann veginn að
gera slikt hið sama.
Danir hafa lýst þvi yfir, að
þeir muni ekki biöa þess að
önnur aðildarriki EBE viður-
kenni stjórn MPLA, heldur
hafa um þaö samráð við hin
Noröurlöndin. Þá kvaðst
norska stjórnin hafa rætt þetta
mál i gær og hafi verið ákveðið
aö biða átekta og hafa samráð
við Norðurlöndin.
Pétur Thorsteinsson ráðu-
neytisstjóri i utanrikisráðu-
neytinu sagði i viðtali við blað-
ið að þetta mál hafi verið rætt i
ráðneytinu i gær og er haft um
það samráð við hin Norður-
löndin. Pétur sagði að sviarnir
virtust ákafastir i að viður-
kenna stjórn MPLA, en spurn-
ingin væri sú hvort öll Norður-
löndin ættu að gera það sam-
timis.
— Þaö er regla islensku
stjórnarinnar að viðurkenna
enga stjórn fyrr en ljóst er að
i hún ræður öllu landinu sem
hún stjórnar, sagði Pétur.
Hann sagði að liklegt væri að
islenska stjórnin myndi fylgja
hinum Noröurlöndunum eftir i
þessu máli en vildi ekki full-
yrða neitt i þvi sambandi þar
sem enn hefði ekki gefist timi
til að bera þetta mál undir
ráðherra. — ÞH
réttast væri að peningarnir
rynnu. Væntanlega hefur verið
sótt um lániö á þeim forsendum
aö féð yrði notað til gatnagerðar
en fengist hefur staðfest að veru-
legur hluti þess mun renna i kaup
á húsnæði fyrir tómstundastarf-
semi.
1 tilefni af þessari lánssam-
þykkt var haft samband við Ólaf
Jónsson, bæjarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins i Kópavogi. Hann
sagði þetta hafa verið lengi i bi-
gerö hjá meirihluíanum. Ljóst
væri að féð yrði notað að hluta til
kaupa á kjallara og hæð I húsi á
rniðbæjarsvæðinu, sern nú er i
srniðurn. Þar væri fyrirhugað að
korna upp aðstöðu fyrir tórn-
stundastarf og þá einkum i sarn-
bandi við dagvistun og föndur-
vinnu fyrir aldraða.
— Það lá fyrir siðasta bæjar-
st jórnarfundi tillaga um að
heimila bæjarstjóra undirritun
lánssamnings, sagði Ólafur. Rök
okkar fyrir þvi að athuga máliö
betur voru eftirfarandi:
t fyrsta lagi hafði verið
samþykkt að næsta fundi á undan
þessum að taka á leigu til fimm
ára húsnæði undir sömu starf-
semi. Þaö húsnæði er i eigu
Stefnis Helgasonar bæjarfulltrúa
sjálfstæðisflokksins. Þótti okkur
sem erum i minnihluta að
einkennilega væri að málum
staðið, er ekki liða nema nokkrir
dagar frá undirritun leigusamn-
ings þar til samþykkt er að kaupa
fyrir mikið fé annað húsnæði fyrir
sömu starfsemi.
1 öðru lagi töldum við brýnt að
húsnæði i eigu bæjarins á mið-
bæjarsvæðinu yröi, ef eitthvað
yrði keypt, notað undir fleira en
tómstundastarfsemi eingöngu og
vildum láta kanna möguleika á
þvi, aö Heilsuverndarstöð Kópa-
vogs og læknastofur fengju þar
einnig inni. Slik starfsemi gæti
hentað mjög vel undir sama þaki
og aðstaða fyrir aldrað fólk, sem
gæti þá hugsanlega fengið ýmsa
þjónustu i
gæslunnar.
samþykkt af
janúarmánuði
færi fram, en
ákvörðun,
húsakynnum heilsu-
Það hafði verið
bæjarstjórninni i
að slik könnum
þarna var tekin
sem gerir ekki ráð
fyrir sameiningu þessara tveggja
þátta. v
I þriðja lagi verður fjárhags-
áætlun til umræðu á næsta fundi
bæjarstjórnar. Okkur fannst
óeölilegt að taka ákvörðun um
svona mikla lántöku áður en aðrir
þættir i fjárhagsáætlun höföu ver-
ið skoðaðir i samhengi.
A þessar röksemdir okkar var
hins vegar ekki hlustað og
ákvörðunin tekin i snarhasti.
Umræður urðu þó allharðar og
deildum við i minnihlutanum fast
á þetta ráðleysi og þau vinnu-
brögð, að láta með verulegum til-
kostnaði innrétta leiguhúsnæöi tii
fimm ára á sama tima og
samþykkt er að kaupa aðstöðu
annars staðar, sagði Ólafur að
lokum. —gsp
skrá voru 2297, atkvæði greiddu
'963.
B-listinn sem undir varð i
kosningunni var skipaður frá-
farandi formanni i efsta sætið
og var sá listi borinn fram af
- stjórn og trúnaðarmannaráði.
Er langt um liðið siðan listi
stjórnar og trúnaðarráðs hefur
tapað kosningu i verkalýðsfé-
lagi.
— Þessi úrslit voru mjög i
samræmi við það sem við höfð-
um gert ráð fyrir, sagði
Guðmúndur Þ. Jónsson, vara-
formannsefni A-listans, er Þjóð-
viljinn ræddi við hann i gær. Viö
vorum nokkuð sigurvissir allan
timann, sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði að með
þessum úrslitum hefði félagið
fengið betri og starfhæfari
stjórn eh áður. í stjórninni væri
nýtt og áhugasamt fólk, sem
hefði sýnt vilja til þess að efla
félagið.
Fyrsta verkefni okkar nú er
verkfallið sem hefst á morgun,
þriðjudag. Við verðum með
verkfallsvaktir á öllum vinnu-
stöðum eins og veriö hefur.
Okkar meginviðfangsefni nú er
að leiða verkfallið til lykta.
1 hinni nýju stjórn Iöju eru:
Bjarni Jakobsson, formaður,
Guðmundur Þ. Jónsson, vara-
formaður, Jón Björnsson.
Gunnlaugur Einarsson, Sigriður
Skarphéðinsdóttir, Guðmundur
Guðni Guðmundsson og Unnur
Ingvarsdóttir. t varastjórn eru
Asdis Guðmundsdóttir, Magnús
Guðjónsson og Ólafur Þor-
björnsson.
Rannsókn að hefjast á meintu misferli Sigfinns Sigurðssonar
Bæjarfógeti vék sæti
og bað um setudómara
Rannsókn á meintum afbrotum
fyrrverandi bæjarstjóra i Vest-
mannaeyjum, Sigfinns Sigurðs-
sonar, er enn ekki hafin, þar eð
bæjarfógeti vék að eigin ósk úr
sæti og bað urn að dómsmála-
ráðuneytið skipaði setudómara i
málið. Taldi fógeti sig hafa flækst
um of i málið er hann reyndi án
árangurs að leita sátta hjá deilu-
aðilum.
Að sögn Þórðar Björnssonar
rikissaksóknara sendu fjórir
bæjarfuiltrúar minnihlutans til
hans bréf fyrir allnokkru og báöu
um rannsókn á tilteknum meint-
urn afbrotum Sigfinns. Saksókn-
ari fól bæjarfógetanum i Vest-
mannaeyjum rannsóknina i bréfi
dagsettu 30. jan. Sagðist hann
siðan hafa lesið það i blöðum
tveimur dögum siðar að Sigfinni
hefði veriö sagt upp störfum
vegna vanskila á sarnskotafé, en
það var þó ekkert minnst i bréfi
áðurnefndra fjögurra bæjarfull-
trúa.
Þórður sagði að fógeti hefði
strax óskað eftir þvi að vikja úr
sæti og fá setudómara i sinn stað
til þess að annast rannsóknina.
Þjv. hafði i gær samband við
Kristján Torfason bæjarfógeta.
Hann sagðist hafa reynt án
árangurs að leita sátta og við það
flækst nægilega inn i málið til
þess að telja óvarlegt aö taka aö
sér umbeðna dómsrannsókn.
Sagðist hann hafa vikið úr sæti 2.
febrúar og sent bréf þar að lút-
andi skömmu siðar.
Hjá Ólafi Stefánssyni i dóms-
málaráðuneytinu fengust þær
upplýsingar að enn hefði ekki
verið skipaður setudómari. Sagði
ólafur að beiðnin lægi hjá sér á
skrifborðinu og yrði áreiðanlega
sinnt fljótlega. Ekki sagðist hann
hafa kannað hvort hægt væri að
finna mann i starfið meðal vest-
mannaeyinga. Um hugsanlegan
hraða rannsóknarinnar sagðist
hann ekkert geta sagt, slikt væri
ávallt mismunandi. Er niður-
stöður dómsrannsóknar liggja
fyrir er það hlutverk Saksóknara
rikisins að taka ákvörðun urn,
hvort fyrrverandi bæjarstjóri
verður sóttur til saka fyrir lög-
brot.
Samband sveitarfélaga i Suður-
landi hefur enn ekki beðið um
opinbera rannsókn á störfum Sig-
finns i þess þágu, en þar mun
hann einnig hafa verið staðinn að
óeðlilegum fjármagnstilfæring-
um.
Greinargerð
I greinargerð frá bæjarstjórn
Vestmannaeyja vegna fyrirvara-
lausrar uppsagnar Sigfinns
Sigurðssonar segir rn.a. að
ástæðan hafi verið sú, að er Sig-
finnur var starfsmaður
Sambands sveitarfélaga á Suður-
landi hafi hann tekið við sam-
skotafé frá tuttuguogtveirnur
sveitafélögum, sem send voru
vegna jarðeldanna. Lagði hann
féö i banka á sérstakan reikning.
Athugun á endanlegum skilum
gjafaf jár i árslok 1975 leiddi i ljós.
að enn var óskilað af gjafafjár-
reikningi kr. 476.734.—. Þremur
dögum eftir að ákvörðunin um
uppsögn Sigfinns var tekin lagði
hann upphæðina ásamt vöxtum
inn á reikninginn. Telur bæjar-
stjórnin þó, að ekki sé þar um
fullnaðaruppgjör að ræða, þar eð
vextir séu minni en annars hefðu
fengist.
Gefið er i skyn i greinargerð-
inni að bæjarstjórn eigi margt
annaö óuppgert við Sigfinn eftir
starf hans i þágu bæjarins.
—gsp