Þjóðviljinn - 17.02.1976, Side 5

Þjóðviljinn - 17.02.1976, Side 5
»í' • V..... 'Ii.'itl.i.r.Vw! '.M.'i :í'i Vi . . Þriöjudagur 17. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 5 Húa Kúó-feng (fyrir miöju) við hátiöahöld, er haldib var upp á 26 ára afmæli kinverska alþýöu- lýðveldisins. Kínversk-sovésk þíða í vœndum? i Peking hafa hundruö diplómata, frcttaskýrenda og „sérfræðinga” frá Vesturlönd- um það fyrir aðalverkefni að spá i það, sem er i þann veginn að gerast i kínverskum stjórn- máium, og venjulega átta þeir sig ekki á neinu fyrr en svo löngu eftir að það er um garð gengið að það hefur ekkert fréttagildi lengur, eða þá að spádómar þeirra standast ekki, frckar en hjá Jeane Dixon. í Hongkong starfar hópur af sama sauðahúsi með svipuðum árangri. Kinverjar hafa aðrar erfðavenjur hvað snertir frétta- þjónustu en vesturlandamenn, og þeim siðarnefndu virðist ekkert ganga að læra að átta sig á þeim venjum. Þegar kappinn og stjórnspek- ingurinn Sjú En-lai safnaðist til feðra sinna luku sérfræðingar vestrænna stjórnmála og fjöl- miðla upp einum munni um það að eftirmaður hans hlyti að verða Teng Hsiaó-ping, fyrsti varaforsætisráðherra og (að sögn erlendra „sérfræðinga” um kinamál) hinn sterki maður kinversku stjórnarinnar um nokkurt skeið. En nú sýnir það sig að hinn nýi forsætisráð- herra er maður, sem „kinasér- fræðingarnir” höföu varla heyrt nefndan og aldrei látið sér detta ihugað kæmi til greinasem eft- irmaður sjálfs Sjú En-lai, sem Kissinger kallaði eitthvert sinn „mesta stjórnmálamann okkar tima.” Húa Kúó-feng Um Húa Kúó-feng, hinn ny- skipaða forsætisráðhen-a Kina (að visu erhann aðeins skipaður til bráðabirgða), er það vitað að hann er á sextugsaldri (og þannig allmiklu yngri en flestir aðrir æðstu ráðamenn lands- ins), fæddur i Ifúnan eins og Maó formaður (og „kinasér- fræðingarnir” eru strax farnir aö ýja aö þvi, að þvi eigi hann upphefð sina að þakka), sér- fræðingur um landbúnað og var, áður en hann var skipaður for- sætisráðherra, varaforsætis- ráðherra og ráðherra öryggis- mála. Þá er Húa talinn heyra til svokölluðum „Sjanghai-hóp” i kinverskum stjórnmálum, en sá hópur kvað vera i róttækari armi kinverska kommúnista- flokksins, á móti þvi að Teng Hsiaó-ping er talinn vera i hæg fara arminum. Upp úr þessu hafa þegar sprottið heilmiklar bollaleggingar meðal marg- nefndra fréttaskýrenda og „sér- fræðinga” um kinversk stjórn- mál. Þeir segjast hafa á tilfinn- ingunni að Maó formaður hafi hér sjálfur um vélt, að formann- inum gamla þyki sem fullmikið hafi stefnt til hægri og frá bylt- ingars jónarm iðum i stefnu stjórnarinnar um skeið og hafi þvi tekið Húa fram yfir Teng. Aðrir þykjast sjá hér ytri merki harðrar valdabaráttu innan KommUnistaflokksins og telja að HUa hafi verið valinn sem maður, sem báðir armar gátu sætt sig við. Sjanghai-hópurinn hafi raunar viljað koma að Sjang Sjún-sjiaó, öðrum vara- forsætisráðherra, sem mikið kvað að i menningarbylting- unni. Þeir benda einnig á að sá árangur Sjanghai-hópsins að fá sinn mann i forsætisráðherra- stólinn þurfi ekki að reynast nema stundarsigur, þar eð HUa teljist skipaður aðeins til bráöa- birgða þangað til bæði forsætis- nefnd flokksins og milliþinga- nefndþjóðþingsinshafa staðfest val hans. Sovétmenn vongóðir Eftirtektarvert er að i Moskvu virðist vai Húa ekki hafa komið svo óskaplega á ó- vart sem i höfuðborgum Vestur- landa. Þetta getur verið áminn- ing um það að rússar séu eitt- hvað glöggskyggnari á menn og málefni i Kina en vestmenn og búi þar aö eldri stjórnmálaleg- um og hugmyndalegum tengsl- um við Mið- og Austur-Asiu. Sovéskir ráðamenn virðast heldur hressir yfir upphefð Húa, þar eð þeir telja sig hafa merkt að sumir þeirra fremstu i Sjang- hai-hópnum séu ekki ýkja and- snúnir Sovétrikjunum. Skipun HUa Kúó-feng i embætti for- sætisráðherra gæti, að talið er i Moskvu, verið merki um að Kina sé að stiga skref i þá átt að draga Ur kuldanum i samskipt- unum við Sovétrikin. Andkinversk kvik- mynd: Einn veldur Maó öllu bölvi... Dev Murarka, fréttaritari danska blaðsins Information i Moskvu, skrifar að útlit sé fyrir að ráðamenn þessara stórvelda beggja stefni nú að þvi að draga Ur þeim kulda og fjandskap. sem undanfarin ár hefur ein- kennt samskipti þeirra. SU þiða verði að visu hæg, en greinileg merki sjáist þegar um það að hennar sé von eða að hUn sé jafnvel þegar hafin. Eitt dæmið eru skrif sovéskra fjölmiðla um HUa. Þarlend blöð hafa frekar fátt sagt frá sjálfum sér um þennan eftirmann SjUs, en á hinn bóginn vitnað mikið i um- sagnir, sem bandariska blaðið New York Times birti i leiðara um HUa. Þetta segir þá sögu að sovétmenn vilji ekki snUast ó- vinsamlega við þessum kin- verska framámanni, þvi að eins og alkunnugt er fá kinverskir ráðamenn heldur vinsamleg skrif um sig i bandarisk blöð hin siðari árin. Vissir atburðir i látlausu á- róðursstriði Kina og Sovétrikj- anna þykja benda til hins sama. Fyrir skömmu gekk i Moskvu andkinversk kvikmynd, sem var svar við andsovéskri kvik- mynd, sem sýnd hafði verið i Kina. Það sem vakti einkum at- hygli vestrænna „kremlarsér- fræðinga” við andkinversku myndina var að hún er svo að segja öll áróður gegn Maó for- manni sjálfum og konu hans Sji- ang Sjing. Hinum háaldraða formainni er i myndinni fundið flest til foráttu og meðal annars er honum kennt um að slettist upp á vinskapinn hjá sovét- mönnum og kinverjum. Með þessu vilja fréttaskýrendur i Moskvu meina að sovétmenn séu að segja : Þetta er allt sam- an Maó að kenna persónulega og þvi' er ekkert þvi til fyrir- stöðu að sambUðin geti aftur orðið góð þegar nýir ráðamenn taka við i Kina. Hvaöa áhrif hefði ,,þiðan" annarsstaðar? Þessiþiða (ef það reynist rétt hjá „kina- og kremlarsérfræð- ingum”aðumupphaf þiðu sé að ræða) i samskiptum Sovétrikj- anna og Kina ætti varla að koma mjög á óvart. Hvorugt þessara stórvelda hefur hag af þeirri ó- vináttu, sem nU rikir i sam- skiptum þeirra, nema siður sé. Sterkar likur benda á hinn bóg- inn til þess að þeim gæti báðum verið i' hag að semja sátt sin á milli. SU sáttargerð hefði að öllum likindum mikil áhrif á gang mála annarsstaðar i heiminum. t Afriku eru byltingarsinnuð sósialisk viðhorf i sókn, og ef sovétmenn og kinverjar kæmu þar og viðar fram sem banda- menn i stað þess að andæfa hver öðrum eins og nú, er liklegt að sósialiskar hreyfingar þriðja heimsins fengju nýjan byr undir vængi. Auðvaldsrfki vestursins. sem beðið hafa margan skellinn siðustu árin, yrðu þá trUlega gripin nýrri kaldastriðs- hysteriu, sem sennilega yrði enn illkynjaðri en sú, sem við þekkjum frá eftirstriðsárunum. Valdbeitingarhugmyndir Kiss- ingers gegn vestur-evrópskum kommúnistum og fasistiskar hræringar, sem aldrei eru djúpt undir yfirborðinu hægra megin i stjórnmálunum, væru þá likleg- ar til að koma upp á yfirborðið i þeirri mynd, sem heimurinn þekkir til dæmis frá Grikklandi og Chile. -*dþ. CIA játar: Hefur blaðamenn á mála til að koma villuupplýsingum í fjölmiðla WASHINGTON lí/2 — Georgc Bush, hinn nýi forstjóri CIA, fyrirskipaði i dag að leyni- þjónustan skyldi héðan af hætta að hafa bandariska blaðamenn og fréttamenn i þjónustu sinni sem launaða starfsmenn. Bush gaf þessa yfirlýsingu, scni kom nokkuð á óvart, i aðalstöðvum CIA i Langley i Virginiu. Hann sagi einnig við þetta tækifæri að það væriósatt mál að bandariskir prestareða trúboðar væru á laun- um hjá CIA scm njósnarar eða að leyniþjónustan hefði gert nokkra leynilega samninga þar að lút- andi. Það vakti athygli fréttamanna að Bush Utilokaði ekki að CIA hefði framvegis i þjónustu sinni og á launum fréttamenn, sem vinna fyrir erlenda fjölmiðla, enda neitaði hann að gefa frekari skýringar, þegar hann var spurður út i það atriði. 1 skýrslunni segir að hér sé átt við fréttamenn sem vinni fullan vinnudag eða að nokkru leyti hjá fréttastofum dagblöðum, timarit- um, Utvarpi og sjónvarpi. William Colby, sem Ford forseti vék nýlega Ur starfi sem forstjóra CIA, hafði áður haldið þvi fram að leyniþjónustan væri hætt að nota blaðamenn, sem væru fast- ráðnir hjá fjölmiðlum, en myndi halda áfram að hafa gagn af laus- ráðnum fréttamönnum, sem selja fréttagreinar fyrirtækjum þeim, ■ er fjölmiðlum ráða. Ákúrur frá þingnefnd Bush tók fram aö CIA myndi héreftir sem hingað til taka fegins hendi við upplýsingum, sem blaðamenn og prestar byðu fram „ótilkvaddir”, þótt svo að þeir væru bandariskir og hét þvi að nöfn þeirra yrðu aldrei gefin upp. Með þessari yfirlýsingu hefur CIA staðfest að hUn hafi blaðamenn á sinum snærum sem njósnara og til þess að koma vill- andi upplýsingum, sem CIA telur hagstæðar Bandarikjunum, inn i fjölmiðla. Virðist svo sem að CIA sé með yfirlýsingunni að reyna að telja almenningsálitinu trU um að hUn sé að draga saman þennan þátt starfsemi sinnar, þótt hæpið sé að ætla að svo verði gert i raun og veru. Siðan upp komst að CIA hefði blaðamenn, innlenda og er- lenda, i þjónustu sinni i þessum tilgangi, hefur stofnunin sætt hörðum ákúrum fyrir það athæfi og hefur rannsóknanefnd fulltrúadeildar bandariska þings- ins um njósnamál krafist þess að bannað sé að nota blaðamenn i nefndum tilgangi. Falskar fréttafrásagnir Bandariska stórblaðið New York Times hefur haft eftir fyrr- verandi starfsmönnum CIA frá- sagnir af þvi, hvernig leyni- þjónustan fer að þvi að koma fölskum fréttafrásögnum inni er- lend blöð. Eru þessar fölsku frá- sagnir ætlaðar til þess að rugla andstæðinga Bandarikjastjórnar i riminu. Til þess að tryggja að slikar „fréttir" fengjust birtar kom CIA gjarnan Utsendurum sinum fy-rir sem fréttamönnum á hinu ýmsu blöðum. Á sjötta ára- tugnum hafði CIA beinlinis heil blöð á snærum sinum erlendis. en að sögn téðra heimildarmanna er nU sá háttur hafður á að einstakir blaðamenn eru ráðnir til að gegna erindum CIA á ritstjórnum blaða. 1 yfirlýsingu sinni sagðist Bush CIA-forstjóri ekki sjá neitt at- hugavert við „takmarkaða not- kun” leyniþjónustunnar á mönn- um i tengslum við bandariska fjölmiðla. kirkjufélög eða trUboðsstofnanir. Margir þessara manna, sagði Bush, hefðu unnið með CIA af einskærri föðurlands- ást og meira að segja án þess að taka grænan eyri fvrir. CIA neitaði nýlega að gefa nefnd öldungadeildar Bandarikjaþings urn njósnamál upp nöfn blaða- manna. sem unnið hafa fyrir leyniþjónustuna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.