Þjóðviljinn - 17.02.1976, Qupperneq 6
6 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. febrúar 1976
Olía til
fiskiskipa:
25,30 kr.
í stað
5,80 kr.
Nú, eftir að uliusjóöurinn hef-
ur veriö iagöur niöur, hækkar
verö á hverjum litra af oliu til
fiskiskipa úr kr. S.80 i kr. 25.30.
Oiíuliterinn kostaði raunveru-
iega 29 kr. en var greiddur niöur
úr oiiusjóöi, sem útgeröarmenn
og sjómenn héidu uppi, i kr.
5,80.
Nú kostar literinn aftur á móti
30.40 kr. en til fiskiskipa 25.30
kr. Munurinn 5 kr. á liter, er
vegna þess aö söluskattur hefur
verið felldur niöur af oliu til
fiskiskipa. Þess fjár sem þannig
tapast, sem er taliö vera 580
milj. kr. á ári, verðuraflaö með
hækkun á allri annarri oliu, en
gasoliu til fiskiskipa svo og
bensini. Þannig er talið að hægt
veröi að afla 580 milj. kr. á ári.
Talið er að fiskiskip noti um
36% af allri gasoliu sem flutt er
til landsins, en þaö munu vera
um 300 þúsund tonn á ári, en all-
ur oliuinnflutningurinn nemur
420 þúsund tonnum á ári. Hér er
þvi ekki um neinar smátilfærsl-
ur á fjármagni að ræða.
—S.dór
Mikil umræðaum
nýja álsamninginn
þingsjá
i gær var í Neðri deild al-
þingis framhald annarrar
umræðu um stækkun ál-
verksmiðjunnar í
Straumsvík og var henni
ekki lokið. Jóhann Haf-
stein og Ingólfur Jónsson
mæltu með samþykkt
frumvarpsins, en Lúðvik
Jósepsson lagði til að það
yrði fellt.
Jóhann Hafsteinkom með allar
gömlu röksemdirnar um gagn-
semi hinnar erlendu álverk-
smiðju sem hann flutti á árunum
þegar hann var sjálfur iðnaðar-
ráðherra en vék litt að viðbótar-
samningnum Sem nú á að gera.
Lúövik Jósepssonsagði m.a. að
megintilgangur viðræðna við for-
svarsmenn álverksmiðjunnar um
viðbótarsamning hefði verið að
koma á leiðréttingu á hinu lága
raforkuverði og fá ákvæðum um
skattgjald breytt. Reikningar ál-
verksmiðjunnar hefðu verið færð-
ir upp með allmiklu tapi og þess
vegna hefði hún i reynd verið þvi
næst skattfrjáls. Nú ætti með
þessum samningi að selja um 20
mw á ári á hálfvirði miðað við
framleiðslukostnaðarverð. Þar
að auki væri hér um að ræða orku
sem við sjálfir þurfum á að halda
og getum hagnýtt okkur. Það
hefði þvi komið harla litið út úr
þessum viðræðum og þessi nýi
samningur væri enn verri en sá
gamli miðað við allar kringum-
stæður.
Nú kæmu sennilega önnur iðn-
aðarfyrirtæki i kjölfarið og krefð-
ust þess að fá keypta orku á hlið-
stæðan hátt. Það væri stórmerki-
legt hvernig samninganefndar-
menn okkar lyppuðust niður fyrir
erlendum aðilum. Þá sneri annaö
upp en við innlenda menn.
Ingólfur Jónsson tók næstur til
máls en fékk ekki lokið ræðu sinni
og verður þvi ekki skýrt frá henni
að sinni.
Lúövik
Jóhann
Herdís Olafsdóttir:
Leiðrétting
Guðmundur J. Guðmundsson
form. Verkamannasambands fs-
landshefur látið hafa það eftir sér
að heildarsamningarnir hafi
byrjað fljótt og vel með þvi að
kauptryggingarsamningurinn
fyrir starfsfólk i fiskvinnu hafi
leyst vel og lukkulega, fyrstur af
öllum þeim málum sem til úr-
lausnar hafi verið tekin. Honum
láðist að geta þess að samningur-
inn leystist ekki fyrir alla, þvi
ágreiningur varð um samkomu-
lagið og verkalýðsfélag Akraness
ásamt fleiri félögum stóð ekki að
þvi samkomulagi sem gert var og
rekið var i gegn án samráðs viö
verulega mörg verkalýðsfélög,
sem vilja verja hagsmuni félaga
sinna sem eru konurnar i fisk-
vinnunni þvi þetta snýr eingöngu
að þeim. Verkamenn eru ekki
beittir þessu uppsagnarákvæði
sem er notað i sifellu á konurnar
þar sem ekki er nóg hráefni.
Þegar slitnaði upp úr einingu
innan Verkamannasambands-
nefndarinnar sem um þetta
fjallaði lagði Verkalýðsfélag
Akraness fram sérkröfur um
breytingu á samningnum sem
voru kynntar fyrir Vinnuveit-
endasambandinu, sáttasemjara
og sáttanefnd. Svo rangt er farið
með af hendi formanna Verka-
mannasambandsins að málið sé
leyst.
Enda munu konur þær sem
reynt hafa að verjast þvi að at-
vinnurekendur fengju að eyði-
leggja þennan samning berjast
Sækja um
dómara
embætti við
Hæstarétt
Nýiega rann út umsóknarfrest-
ur um embætti dómara við
Hæstarétt.
Umsækjendur um embættiö
eru: Bjarni Kr. Bjarnason, borg-
ardómari, Elias I. Eliasson,
bæjarfógeti, Halidór Þorbjörns-
son, yfirsakadómari, Jóhann Sal-
berg Guðmundsson, sýslumaður
og bæjarfógeti, Sigurgeir Jóns-
son, bæjarfógeti, Sigurjón
Sigurðsson, lögreglustjóri og Þór
Vilhjálmsson, prófessor.
enn til þrautar fyrir þvi, enda þótt
forusta Verkamannasambands-
ins hafi samþykkt með þessum
samningi að stórskemma hann
frá þvi sem hann var upphaflega
hugsaður og gerður i febrúar-
samningunum 1974 og eftir þvi
sem hann hefur verið fram-
kvæmdur á hinum ýmsu stöðum
alla tið siðan, enda þótt oft hafi
staðið deilur og styrr um hann á
timabilinu, en hugmyndin var nú
að lagfæra hann og endurbæta
eftir kröfum verkakvenna. En sú
lagfæring sem forysta Verka-
mannasambandsins lét sig hafa i
þessu máli var að breyta
samningnum frá upphaflegri
mynd sinni mjög verulega eftir
óskum atvinnurekenda.
Hvort að takast megi þrátt fyrir
hina lurðulegu forystu Verka-
mannasambandsins i þessu máli
að lagfæra samninginn svo hann
skemmist ekki frá upphaflegri
hugmynd sinni og verði gerður
framkvæmanlegur með góðu
móti fer eftir þvi hvemig konur
sjálfar á þeim stöðum sem reynt
hefur á samninginn tekst að lag-
færa hann áður en upp er staðið.
„Þetta er
rafmagns
fyrirbæri”
Um helgina gekk yfir suðvest-
urlandiö þrumuveður meö til-
heyrandi eldingum og ólátum.
Geröist þetta á aöfaranótt
sunnudagsins og aö sögn
Markúsar Einarssonar var til-
kynnt um veöriö á Reykjanesi,
Snæfellsnesi, Búrfelli og á skipi,
sem statt var út af Fagurhóls-
mýri.
Markús sagði að miðað við
nágrannalönd okkar væri
þrumuveður hérlendis fátitt.
Það kæmi vegna spennumis-
munar i lofti, sem oft myndaðist
i kjölfar háreistra skúra- eða
éljaskýja. Spennumunurinn
væri ýmist milli einstakra skýja
eða þá á milli skýja og yfirborðs
jarðar.
— Þetta er þvi rafmagnsfyrir-
bæri, sagði Markús, sem kemur
stundum að vetrarlagi og þá
annað hvort með öflugum skil-
um eða iköldum loftmassa, sem
oft kemur með útsynningi.
—gsp
FULLTRÚARÁÐSFUNDUR ABRl RÁÐ
Fyrsti fundur
nýkjörins fulltrúaráðs
ABR verður haldinn
laugardaginn 21. og
sunnudaginn 22.
febrúar n.k. að Hótel
Loftleiðum,(kristalsal).
DAGSKRÁ:
Laugardagur 21. febr. kl.
13.30:
1. Setning fundarins.
2. Svavar Gestsson, ritstjóri:
Stjórnmálin og viðbrögö Al-
þýðubandalagsins.
3. Þröstur ólafsson, hagfræð-
ingur: Kreppurnar tvær, —
efnahagsvandinn og úrræði
stjórnarinnar.
Svavar
Þröstur
Sigurjón
Svava
Sunnudagur 22. febr kl. 10—12:
Nefndastörf. Kl. 13.30:
1. Sigurjón Pétursson borgar-
ráðsmaður: óstjórn og auk-
inn meirihluti. Stjórn Sjálf-
stæðisflokksins á Reykja-
víkurborg.
2. Svava Jakobsdóttir, al-
þingismaður: Frá alþingi.
3. Nefndarálit, umræður og
afgreiðsla tillagna.
Almennar umræður
verða um hvern
dagskrárlið fyrir sig.
Fulltrúaráðið skipa 63
aðalmenn, að meðtalinni
stjórn félagsins. Aðal- og
varamönnum hefur verið
send tilkynning um kjör
þeirra ásamt dagskrá, og
eru þeir hvattir til þess að
mæta vel og stundvíslega
samkvæmt ofanritaðri
dagskrá, en tilkynna ella
forföll til skrifstofu fé-
lagsins síma 28655.
Á skrif stof unni geta
menn nálgast lista yfir
fulltrúaráðsmenn, svo og
allar aðrar upplýsingar.
VERÐUR HALDINN 21. OG 22. FEBRÚAR AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM