Þjóðviljinn - 17.02.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.02.1976, Blaðsíða 16
Ilannes Jónsson. Neitaði að taka á móti WÐVIUINN Þriöjudagur 17. febrúar 1976 breska sendi- herran- um Moskvu 16/2 Þorskastriðsins milli islands og Bretlands varö vart i Moskvu i dag. islenski ambassadorinn Hannes Jónsson neitaöi að hitta breska amb- assaborinn þar i borg, Howard Sinith og neitaöi aö koma i boö til sendiherrans. Þetta kemur fram i fréttum frá NTB i dag. Breski sendi- herrann sem er aö hefja starfs- féril sinn i Moskvu sendi persónulegt bréf til Hannesar eins og annarra sendiherra i borginni. Frá Hannesi barst hins vegar ekkert svar við þessu boði og þá óskabi hann eftir að mega koma við i islenska sendi- ráðinu i Moskvu. Einnig þessu hafnaði Hannes og lét sovéskan ritara sinn hringja og skýra frá þvi að meöan bretar hefðu her- skip innan islensku landhelginn- ar tæki hann ekki á móti sendi- herra breta i islenska sendiráð- ið i Moskvu. Hannes sendi i dag fréttatil- kynningu um mál þetta. Fréttastofa isl. rikisútvarps- ins hafði það eftir ráðuneytis- stjóranum i utanrikisráðuneyt- inu i gærkvöld að Hannes heföi tekið þessa afstöðu til boðs sendiherrans án samráðs við utanrikisráðherra. Sakna þess að sjá ekki áhuga hjá ráðherrum V Blaðamaöur spuröi forseta ASt Björn Jónsson að þvi hvort ráö- herrar væru meö eitthvaö af fót- um sinum á Loftleiöahótelinu þar sem samningaviöræöur fara fram. Björn svaraði þvi neitandi. ,,Er það til bóta frá þvi sem veriðhefur”, spurði blaðamaður? „Nei”, svaraði Björn. Ég sakna þess aö sjá ekki áhuga fyrir gerö kjarasammninga hjá ráö- herrum iikt og hjá ráöherrum vinstri stjórnarinnar.” Hollt er að minnast þess, að yfir fáu óskapaðist Morgunblaðið meirvið gerö kjarasamninga i tið vinstri stjórnarinnar en þvi að ráðherrar sæjust á samninga- fundum! -úþ Bretar sýna hnefa En Geir hvílir rótt í fangi NATO Það eru liðnir 11 dagar siðan ný herskipainnrás var gerð inn í íslenska f isk- veiðilandhelgi. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar og Ólafs Jóhannessonar hefur látið vera, að svara þessari svívirðilegu árás með nokkrum marktækum mótaðgerðum. j Bresk NATO-herskip eru send á Islandsmið til að vernda veiðiþjófnað þrefalt stærri tog- araflota, en bretar eru vanir að halda úti hér við land á þessum árstima. — Rikisstjórn Islands svarar með þögn og aðgerðaleysi. 0 Bresk NATO-herskip eru send á tslandsmið til að vernda veiðiþjófnað á alfriðuðum smáfiskaseiðum, þar sem breskir togarar moka upp smáfiski, þannig að aðeins 1—2% aflans eru kynþroska fiskur. — Rikisstjórn íslands svarar með þögn og aðgerðaleysi. Bresk NATO-herskip eru send á tslandsmið, þar sem þeim er ætlað að gera varðskip okkar óvirk með beinum ásiglingum, nú siðast þannig, að ekki fór milli mála, aðum beina tilraun til manndrápa var að ræða, þegar Diomeda sigldi með stefnið beint á skuttogarann Baldur, sem gegnt hefur gæslustörfum að undanförnu. — Rikisstjórn tsiands svarar með þögn og aðgerðarleysi. Mál er að þessari þögn linni. Þaö er ekkert annað en höfuðlygi, að bænakvak til NATO dugi til að knýja fram okkar mál. Það eina sem upplýst hefur verið um fundi NATO-Luns og breskra ráðherra i siðustu viku, er að bretarnir hafi boðið hernað- arbandalaginu að eiga sérstaka fulltrúa um borð í freigátunum svo sem til að geta vitnað meö breska sjóhernum um, að auðvit- að séu þaö þeir Guðmundur Kjærnested, Höskuldur Skarp- héðinsson og Helgi Hallvarðsson, sem alltaf séu að reyna aö sökkva hinum bráðsaklausa og hvit- þvegna breska flota. Þetta tilboð bretanna hæfir NATO sannarlega vel. „Örfáa daga, örfáa daga enn,” segja foringjar Framsóknar skjálfandi á beinunum, þegar rætt er um stjórnmálaslit viö breta, og Geir Hallgrimsson, sem er alger bandingi NATO, þorir ekkert skref að stiga, nema með samþykki sinna erlendu hús- bænda. Krafa okkar er tafarlaus stjórn- máiasiit viö breta og aö NATO verði settir þeir úrslitakostir sem duga, strax I dag. sammnganefndar sjómanna Sjómannaverkfallið: Sáttatillaga ekki í forvaðinu — Sáttatillaga verður ekki lögð fram á þessum fundi og hún er ekki í for- vaðinu/ sagði Geir Gunnarsson, alþingismað- ur, um stöðuna í kjaradeilu sjómanna og útgerðar- manna, en hann á, eins og kunnugt er, sæti í sátta- nefnd. Verkfall sjómanna hefur staðið siðan á laugardaginn. Mestan timann hefur verið bræla á mið- unum, svo ekki er ljóst hvort eitt- hvað verður um verkfallsbrot eða ekki. Við heyrðum ofan i samninga- nefndarmenn i gær. Ingólfur Ingóifsson, vélstjóri, sagði: Það hefur ekkert gerst, sem gagn er i ennþá. Þvi er nú andskotans verr. Verkfallsbrot eru litil enn sem komið er. Afla þeirra, sem verk- fallsbrot fremja á að gera upp- tækan. Sigfinnur Karlsson:Tilboð það, sem útgerðarmenn sendu frá sér i gær, er ekki hægt að skilja á ann- an veg en þann.að veriðsé að gera grin að samninganefnd sjó- manna. Sjómönnum er boöið upp á minna en þeir hafa nú. Samninganefndarmenn báðu að þess yrði getið, að samsetning samninganefndarinnar sé slik, að þar séu fulltrúar frá Sjómanna- sambandinu, frá Alþýðusam- bandi Vestfjarða, Alþýðusam- bandi Austfjarða og Farmanna- og fiskimannasambandinu. Þá var og beðið um þau skila- boð til þeirra sjómanna, sem veiðarfæri eiga i sjó, að heimilt sé að sækja þau þótt verkfall sé skollið á. Þá var blaðið beðið að geta þess, aö sá sjómaður, sem Morg- unblaðið vitnar til i leiðara sl. sunnudag, Örn Erlingsson, er út- gerðarmaður jafnframt þvi að vera skipstjóri. Mikið hefur borist til samn- inganefndarinnar af undanþágu- beiðnum, beiðnum um að fá að flytja skip milli hafna til að mynda. —úþ Ein sérkrafan undirrituð Búið er að afgreiða eina sérkröfu i vinnudeilunni að þessu sinni. Er hún viðkomandi kauptrygg- ingu verkafólks í fiskiðn- aði. Þeir Guðmundur J. Guömundssonog Þórir Daniels- son skýrðu fréttamanni svo frá að fólk ætti rétt á, eftir nánaðar- starf I fiskvinnslu að fara á kauptryggingu. Fólk fengi þá þrjá atvinnuleysisdaga greidda i viku hverri. Frá og með 1. mars veröa greiddir atvinnu- leysisdagar I viku 4 og fimm frá og meö 1. mars 1978. Kauptryggingarsamningi er hægt að segja upp méð viku fyrirvara þegar fyrirsjáanleg er vinnslustöðvun. Eftir að vinnsla hefst á ný nýtur fólk sjálfkrafa áður áunnins réttar. 60% greiddra atvinnuleysisdaga eru endurgreidd af atvinnuleysis- tryggingarsjóði. Stjórn sjóösins hefur æðsta úrskurðarvald i miskliðarmálum, sem vegna kauptryggingarinnar risa. Hefur hún td. úrskurðað, aö sá sem ekki gerir ráöningasamn- ing, eftir aö hann hefur öölast rétt til þess, fái engar bætur greiddar. Til þessa tima hefur verið ágreiningur um það hvernig skilja beri þá afmörkun, sem „viku” uppsagnarfrestur á kauptryggingu felur i sér. Nú hefur náðst samkomulag um það, að sú umdeilda vika nái til hvaöa sjö daga timabils sem er. Þá hefur og náðst sam- komulag um það, að uppsögn á kauptryggingarsamningi skuii gerö skrifleg gagnvart hverjum einstökum starfsmanni fisk- verkunarhúsa. Eftir sem áður gengur samningurinn sjálfkrafa igildi eftirað vinnsla hefst á ný. Sagði Þórir að með þessum sérsamningi nú væri nánast ein- vörðungu veriö aö staðfesta framkvæmdaatriöi samnings- ins um kauptryggingu verka- fólks i fiskiönaöi frá 26.2. 1974. -úþ. ASÍ: Farið fram á löndunarbann á íslenska togara í Þýskalandi Þaö mun vera ætlun Ut- gerðarmanna islensku togar- anna aö láta þá ekki koma til islenskra hafna meðan á verk- falli sjómanna stendur, þvi þá stöövast minni togararnir um lcið. Ekki cr boðaö verkfall á stærri togurunum, cn þeir stöövast vegna verkfalls verkafólks ef þeir koma til hafnar hér á landi. Þvi er þaö ætlunin aö láta islcnsku togar- ana halda áfram veiöum og sigla meö aflann. Alþýðusamband tslands hefur þegar sent beiðni til verkalýðssambandsins i V- Þýskalandi um að það sjái til þess að islenskir togarar verði ekki afgreiddir i þýskum höfn- um og reyna þannig að koma i \raa fvrir hefla hraí?ð út- geröarmanna. Taldi ólafur Hannibalsson skrifstofustjóri ASt mjög lik- legt aö v-þýska verkalýðs- hreyfingin yrði við þessum til- mælum og eins sú belgiska ef reynt verður að landa úr isl. togurum i Belgiu. Svar frá Þýskalandi er væntanlegt mjög fljótlega. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.