Þjóðviljinn - 06.04.1976, Síða 1
DJOBVIUINN
Þriðjudagur 6. april 1976—41. árg. — 77. tbl.
Bretar œtla
að flytja sig
39 breskir togarar voru á
Hvalbakssvæðinu i gær. Land-
helgisgæslan hafði komist að
þvi, að skipstjórar 15 þeirra
hygðustum miðnætti leggja af
stað þaðan á Vestfjarðamið.
Tveir teknir
fyrir smygl
Sænskir tollverðir fundu
hátt i 300 flöskur af 75% vodka
i islenska skipinu Sögu sem lá
iKungsholm. Tveir skipverjar
eru nú i gæsluvarðhaldi i Ude-
valla i Sviþjóð vegna málsins.
EITT
VARÐ-
Pólitísk átök í Kína:
ÓEffiÐIR
í PEKING
10 bátar teknir við netaveiðar
Borgar sig
að veiða í
landhelgi?
Peking 5/4 reuter ntb — Hin póli-
tiska barátta innan Kinverska
kom múnistaflokksins braust i
dag út i götuóeirðum á Torgi hins
himneska friðar i Peking. Þar
söfnuðust tugir þúsunda stuðn-
ingsmanna Teng Hsiao-ping fyrr-
um forsætisráðherra saman og
kveiktu m.a. i húsi og nokkrum
bílum.
Astæða óeirðanna, sem sagðar
eru þær mestu siðan i menningar-
byltingunni fyrir 10 árum, virðist
hafa verið sú að yfirvöld létu i
gærkvöld fjarlægja blómsveiga
sem lagðir höfðu verið á torgið til
minningar um Sjú en-læ hinn ný-
látna forsætisráðherra. Stuðning-
ur við Sjú er nú talinn jafngildur
stuðningi við Teng sem hefur ver-
ið harðlega gagnrýndur að und-
anförnu af leiðandi mönnum i
flokknum, þ. á m. Maó formanni.
Þegar þetta spurðist tók fólk að
safnast saman á torginu fyrir
framan Höll alþýðunnar. Voru
embættismenn úthrópaðir sam-
timis þvi sem fólk endurnýjaði
blómsveigana. Hélt fólkið á lofti
myndum af Sjú En-læ. Eftir
nokkra stundstefndi fólkið i átt að
anddyri Hallar alþýðunnar þar
sem það virtist ætla að afhenda
mótmælaskjal. Ekkertvarð þó úr
þvi þar sem átök hófust á leiðinni.
Fyrst var einum bil velt við mikil
fagnaðarlæti en svo var tekið til
við að kveikja i bilum. Urðu þrir
bflar fyrir þeim örlögum, þ. á m.
einn sem tilheyrði hernum.
Nokkrir voru teknir og lúbarðir,
þ.á m. stúdent frá Tsinghúa há-
skólanum þar sem herferðin gegn
Teng hófst.
Eftir nokkurra stunda þóf á
torginu brutust mótmælendur inn
i byggingu eina sem sögð er hýsa
öryggisþjónustu landsins og
kveiktu í henni. Nokkrir ungling-
ar fóru inn i húsið, ruddust inn á
skrifstofur þar sem þeir fundu
skjöl sem þeir fleygðu á bálið fyr-
ir utan.
Þá gerist það að hátalarar eru
settir i gang um allt torgið. Or
þeim barst rödd borgarstjóra
Peking, Wu Teh, sem fordæmdi
aðgerðirnar á torginu harðlega og
kvað þær vera skemmdarverk
„framgjarnra illmenna”. Að
þeim stæði „örlitill minnihluti
Framhald á bls. 14.
Hér sér i skut logarans Vers
frá Akranesi sem er i slipp i
lieykjavik.
Þannig er nú haldið á mál-
efnum landheigisgæslunnar
að aðcins eitt varðskip er á
miðunum að glima við bret-
ann. Er það varðskipið /fgir,
skipherra er Þröstur Sig-
tryggsson.
í Reykjavik liggja tvö varð-
skip og tilvonandi varðskip i
slipp: Týr og Ver. Eitt varð-
skip lá við hafnargarðinn i
Reykjavik i gær, Baldur.
Fjórða varðskipið lá inni á
Seyðisfirði. Óðinn. Höfðu verið
teknar upp fóðringar i vél Óð-
ins og stímplar.
i.andhelgisgæslan hefur
sem kunnugt crtekið togarann
Ver á leigu og kostar skipið 3
miijónir á mánuði.
Callaghan
formaður Verka
man n afl o k k s i n s
— sjá bls. 3 og 6
Sektir fyrir landheigisbrot eru
það lágar, að vafalitið borgar það
sig fjárhagslega, sé til skamms
tima litið, fyrir útgerðarmenn og
skipstjóra, að fiska i iandltelgi
upp á þá von að sleppa hér eftir
se'ui hingað til, en greiða sektir ef
illa tekst til.
Þetta virðist vera sá skilningur
sem skipstjórar og útgerðar-
menn leggja i' mál þetta þessa
stundina ef marka má af sókn is-
lenskra báta inn ilandhelgisvo og
inn á alfriðuð svæði.
1 gærmorgun stóð varðskipið
Þór 10 islenska netabáta að
meintum ólöglegum veiðum á
friðuðu svæði á Selvogsbanka.
Svæði þetta er friðað fyrir öllum
veiðum á timabilinu frá 20. mars
til 15. mai samkvæmt reglugerð
útgefinni 19. janúar i ár.
Veiðar inet á fyrrgreindu svæði
varða sektum. en ekki upptöku
afla né veiðarfæra.
Bátarnirsem teknir voru i gær-
morgun að ólöglegum veiðum
Framhald á bls. 14.
Bretar í túnfœtinum
— Við liöfum bretana hér
alveg i túnfætinum, og þcir eru
að drepa okkur, sagði Jóhann K.
Sigurðsson, framkv.stjóri út-
gerðar Sildarvinnslunnar i
Neskaupstað, er blaðantaður
lial'ði tal af honum i gær.
Sagði Jóhann, að afli norð-
fjarðarbáta væri tregur. Tveir
netabátar væru að búa sig á
veiðar og nokkur hugur væri
kominn i trillukarlana.
— En er bretinn liggur bara
hér á Austfjarðarmiðum, sagði
hann, — og þetta er að drepa
okkur, og list okkur ölium jafn
illa á, sjómönnum sem land-
verkafólki. Togarar okkar þurfa
að fara vestur fyrir land. Með
þessu verða túrarnir að sjálf-
sögðu lengri og fiskurinn lé-
legri.auk þess sem minni fiskur
bers t á la nd en ven ja h efur ve ri ð
til.
Þess má geta að bæjarstjórnir
i Neskaupstað og á Seyðisfirði
hafa gert ályktanir vegna þess
ástands, sem skapast hefur
vegna rányrkju breta á miðum
austfjarðabáta.
Þá er og þess að geta, að skut-
togarinn, Barði kom i gær úr 11
daga veiðiferð, fyrst norður
fyrir land og siðan suður fyrir,
með lOOtonn, og þá þess, að 100
tonna afli var ekki óalgengur
hjá austfjarðartogurum eftir
viku útivist á heimamiðum fyrir
það, að bretar einokuðu miðin
þar eystra. —úþ
Á að selja
fiskiskip
úr landi
Mikið er nú um það rætt, að
fyrir dyrum standi að selja
mikilvirkustu atvinnutæki
landsmanna úr landi. Þannig
var gefið i skyn i rikisfjöl-
miðlum um helgina, að til
stæði að selja togarann Engey
úr landi.
Að visu var og þess mögu-
leika getið að togarinn yrði
leigður. Var talað um að
norðmenn vildu fá hann.
1 einu siðdegisblaðanna i
gær var á þetta minnst, og
haft eftir framkvæmdastjóra
útgerðar Engeyjar, að ekkert
væri ákveðið i þessum málum
og ekkert leyf i hefði fengist til
þess hjá opinberum aðilum, en
eins og kunnugt er þarf rikis-
stjórnarleyfi til þess að selja
togara úr landi.
Einnig hefur verið um það
rætt, að-stærri nótaskip okkar
verði von bráðar seld úr landi
vegna verkefnaskorts. Sifelld-
lega er um það rætt, að skapa
þurfi þessum skipum verk-
efni, og er þá rætt um kol-
munnaveiðar og eða
spærlingsveiðar i stórum stil.
Þó er litið sem ekkert gert til
þess að efla rannsóknir á
hegðun og háttarlagi þessara
fiska og þvi greinilegur verk-
efnaskortur framundan hjá
stórum nótaskipum, nema þau
verði send til veiða i öðrum
heimsálfum. —úþ