Þjóðviljinn - 06.04.1976, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. april 1976.
Skrifiö
eöa
hringið.
Sími: 17500
Venjuleg helgi
Útvarpshlustandi hafði
samband við bæjarpóstinn og
lýsir ánægju sinni með leikrit
Þorsteins Marelssonar i út-
varpinu s.l. fimmtudagskvöld.
Hann segir: „Leikrit þetta,
"Venjuleg helgi”, var mjög
eðlilegt og gaf raunsanna
mynd af athöfnum fjölda fólks i
Reykjavik og raunar viðar um
venjulega helgi. Það er byrjað
að drekka og haldið áfram að
drekka. Afsakanirnar liggja á
lausu, "þetta er nú ekki nema
rétt að kikja i glas” o.s.frv. Og
svo biðum við bara eftir vorinu
og þá verður allt gott — allt gott.
(Það er þá bara að sólin sjáist
Þakkir til
Þorsteins
Marelssonar
fyrir
raunsanna mynd
einhverntima á sumrinu!).
Þetta er sá hringur sem fólk
setur sig inn i og kemst ekki út
úr þar sem það kærir sig ekki
um það, hve hátt sem það lætur
um löngun sina til þess. Söku-
dólgurinn getur aldrei verið
maður sjálfur, heldur er öllu
skellt á samfélagið i þessu til-
felli. En þá má spyrja: Erum
ekki við sem sköpum sam-
félagið og erum það?
En sem sagt: Hér er komið á
framfæri þökkum til Þorsteins
Marelssonar fyrir góða svip-
mynd. Hahn sýndi það með
þessu leikriti sinu, að hann hefur
gott auga fyrir umhverfinu, og
ekki siður gott eyra, fyrir þvi
sem fer fram i kringum hann.
Það má hlakka til þegar
Þorsteinn kemur með nýtt verk
fram á sviðið, eins og hann
segist nú stefna að”.
Framfarir í
lœknisfrœði
Hér er einn sannur: Þegar hér vaFkomið stóð upp
Rússi og bandarikjamaður maður sem setið hafði skammt
sátu á veitingastað og mátust á frá og heyrt á tal mannanna. Sá
um ágæti þjóða sinna. Þar kom kynnti sig og sagðist vera
að framfarir i læknisfræði bar á islendingur. Siðan sagði hann:
góma. Bandarikjamaðurinn -Þetta sem þið voruð að segja
sagði: finnst mér nú ekki merkilegt.
-Hjá okkur i U.S.A. eru þeir Heima i Reykjavik var maður
orðnir svo slyngir i læknis- sem fór svo illa i bilslysi, að
fræðinni, að þeir græddu hönd á hausinn fór alveg i köku, og það
mann sem missti hana i slysi. var ekki nokkur lifsins leið að
Það er ekkert hægt að sjá, sem koma honum saman. En
bendir til að eitthvað hafi komið læknarnir okkar gáfust ekki
fyrir hann. upp. Þeir fengu sér kálhaus og
-Þetta er nú ekki merkilegt, græddu hann á mannin.
sagöi rússinn. Hjá okkur var -Og lifir maðurinn enn? sögðu
einn sem missti hausinn i rússinn og bandarfkjamaðurinn
sprengingu. Læknarnir græddu einum rómi.
hann aftur á og maðurinn er al- - Já, hann er forsætisráðherra
gerlega eðlilegur. núna!
Lítið bréfkorn
til Einars Ag.
Kæri Einar Agústsson!
Upp á gamlan kunningsskap
skrifa ég þér linu og hvet þig til
þess að hverfa af villu þins
vegar. Af minni reynslu ert þú
alltof góður drengur til þess að
það megi þig henda að spillast
af frekari sambúð við ihaldið.
Skildu við það, og hættu að
snúast i kringum forystusveit
ihaldsins. t þeim hópi átt þú
ekki heima
Það er lika alveg vist að
Framsóknarflokkurinn mun
ekki verða atkvæðasæll i næstu
kosningum ef sambuðin verður
öllu lengri. Það ætti að vera
metnaður þinn að taka nú upp
hanskann fyrir það
Framsóknarfólk, sem enn
heldur tryggð við flokkinn, og
berjast á móti öllum ihaldsráð-
stöfunun, sem eru nú að koll-
sigla landið.
Þinn
Jósep Hclgason.
molar
Nú herma fregnir, að unnið sé
að þvi bak við tjöldin að koma
tveim ráðherrum frá störfum.
Eru þetta þeir Gunnar
Thoroddsen og Matthias A
Mathiesen. Hvers vegna þessir
tveir? spyrja menn Er ekki
sama vitleysan hjá þeim öllum
átta rikissljórnum sem sitja?
Svarið kann að vera jákvætt, en
hinum sex rikisstjórnunum og
stuðningsmönnum þeirra mun
þó finnast öfremdarástandið i
fjármálunum og orkumálunum
keyra lengst úr hófi.
Visir segir frá þvi á föstu-
daginn að yfir standi i Húna- 1
þingi málaferli vegna neitunar
Björns bónda á Löngumýri að
baða fé sitt tvisvar svo sem
nágrannar hans hafa gert.
Hefur Björn kært úrskurð sýslu-
manns um böðun með fógeta-
valdi til Hæstaréttar.
Dagblaðið bendir á það i
leiðara s.l. föstudag, að full-
trúar stjornarflokkanna geri nú
allt sem þeir geti til að skapa
"samningaandrúmsloft. Sögur
af samningaumleitunum bak
við tjöldin hafa hingað borist
bæði frá Kaupmannahöfn og
New York. Það eru heimamenn
einir sem ekkert vita. Kannski
að ferðir þingmannanna til
NATO á dögunum hafi verið
einn liðurinn i samningaundir-
búningi?
I
|Orðsending til Halldórs E.
sumar.lágu þar ein 25 skip, sem
lagt hafði verið vegna þess að
ekkert var fyrir þau að gera.
Flest voru þetta tankskip frá
100.000 og upp i 480.000 tonn,
sem flytja allskonar fljótandi
efni.
Að svo mæltu bið ég þig vel að
lifa.
Arni Jón Jóhannsson, vélgæslu-
maður i Aburðarverksmiðju
rikisins i Gufunesi.
Mig langar rétt til að benda
þér á, að i stað þess að sá gras-
fræi i flagið á Grundartanga
væri miklu nær að byggja þar
ammóniakverksmiðju. Það er
allsstaðar mikill skortur á
ammóniaki, bæði hér á landi og
út um heim, ekki sist i þriðja
heiminum, hjá sveltandi
þjóðum eins og indverjum og
fleiri. Og nú fer orkan frá
Sigöldu og viðar að komast i
gagnið. Þessa verksmiðju ætti
að reisa i samráði við Norsk
Hydro eða önnur álika fyrir-
tæki, sem hafa mikla sérþekk-
inguá þessu sviði. Norsk Hydro
á einar þrjár ammóniakverk-
smiöjur að þvi að ég best veit.
Það er lika mikiðatriði i þessu
sambandi að við Grundartanga
gæti orðið ágæt hafnaraðstaða.
Það verða varla heldur nein
vandræði með aðútvega skip tii
að flytja framleiðsluna. Þegar
ég kom til Uddevalla i Sviþjóð i
J