Þjóðviljinn - 06.04.1976, Síða 4

Þjóðviljinn - 06.04.1976, Síða 4
4 SíÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. april 1976. DIQÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans l•'ramkvænldastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafSson Svavar Gestsson Kréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. VILLULJÓS Eins og kunnugt er var Sjálfstæðisflokk- urfnn andvigur útfærslu landhelginnar i 12 milur á sinum tima. Flokkurinn beitti sér i kjölfar þeirrar útfærslu fyrir samningum um að ekki yrði af frekari stækkun islensku landhelginnar i bráð nema með samþykki útlendinga og þar með fórnaði flokkurinn, — með stuðningi Alþýðu- flokksins — hluta af sjálfsákvörðunrrétti þjóðarinnar i hendur erlends valds. öll valdaár rikisstjórna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins var ekkert að gert til þess að undirbúa stækkun landhelginnar. Þvert á móti snerust þessir stjórnarflokk- ar hart gegn útfærslunni i 50 sjómilur á vorþingi 1971, ráðherrar rikisstjórnar þessara tveggja flokka kölluðu tillögur Alþýðubandalagsins i landhelgismálinu siðlausa ævintýrapólitik. Þær tillögur sigruðu þó um siðir og landhelgin var færð út i 50 milur og þjóðin var losuð af klafa nauðungarsamninganna frá 1961. En þrátt fyrir þetta barðist Sjálfstæðis- flokkurinn i rauninni alltaf gegn útfærslu i 50 sjómilur meðal annars með þvi að láta blöð sin, einkum Morgunblaðið hamast gegn islenskum málstað. Það muna til að mynda allir eftir þvi frá þessum árum þegar Morgunblaðið fór hamförum gegn söfnun i Landhelgissjóð. Vinstristjórnin samþykkti lagagrund- völl fyrir 200 milna útfærslu og Sjálf- stæðisflokkurinn neyddist til þess að fara að þeirri samþykkt en forvigismenn flokksins höfðu lýst almennum stuðningi við útfærslu i 200 milurnar sem stjórnar- andstæðingar. En þrátt fyrir útfærslu i 200 sjómilur hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf verið andvigur raunverulegri útfærslu. Morgunblaðið hefur hamast gegn raun- gildi útfærslunnar með þvi að krefjast sifellt samninga við útlendinga um veiðar innan landhelginnar. Eftir þvi sem Nató- herskipin hafa gengið harðar fram i of- beldi sinu gagnvart islensku varðskipun- um hefur lofgjörð Morgunblaðsins um Atlantshafsbandalagið orðið háværari. En i fyrsta sinn um áratugaskeið hefur Morgunblaðinu mistekist að móta athafn- ir stjórnvalda og viðbrögð almennings. Þar er fyrir að þakka einarðri afstöðu þjóðarinnar, sem hefur neytt rikisstjórn- ina til athafna ma. til eflingar landhelgis- gæslunnar og til slita á stjórnmálasam- bandi við breta. Nú er svo komið að bretar eru að gefast upp. Þess sjást ný merki daglega bæði i taugaveikluðum viðbrögð- um bresku freigátumannanna og i yfirlýs- ingum breskra blaða um að floti hennar hátignar ráði ekki við þorskastriðið. En þegar þessi uppgjafamerki verða augljós- ust þá lýsir Morgunblaðið þvl enn einu sinni yfir að það eigi fyrir alla muni að semja við breta. Kórónan á undansláttar- skrifum Morgunblaðsins um landhelgis- málið er Reykjavíkurbréf þess sl. sunnu- dag. Þar er ráðist gegn eflingu landhelgis- gæslunnar, beðið um að togararnir Baldur og Ver verði sendir á fiskveiðar strax, ekkert þýði að bæta við skipum I gæsluna. Sagt er að breta megi ekki sigra með nokkru móti, það verði að gefa þeim kost á þvi „að halda andlitinu”. Samninga er krafist á þeirri forsendu að skapa eðlilegt ástand á erlendum fiskimörkuðum fyrir afurðir okkar — bráðabirgðasamningi við breta verði að ná. Þegar Morgunblaðið varð til i upphafi var það kallað i alþýðumáli „danski Moggi”, hin óþjóðlegu einkenni þessa blaðs hafa fylgt þvi frá upphafi og það er enn trútt þeirri afstöðu. Hið alvarlegasta við undanhaldsyfirlýsingar Morgunblaðs- ins er þó hættan á þvi að bretar tækju mark á þeim, og gengju enn lengra fram i ofbeldisverkum sinum. En bretum skal sagt það að afstaða Morgunblaðsins i landhelgismálinu er engin heimild um viðbrögð og viðhorf þjóðarinnar. Tækju bretar stefnu eftir þvi ljósi sem Morgun- blaðið sýnir væru þeir að sigla i villuljós, skipbrot yrði fljótt óumflýjanlegt. Þögnin um leyni- skýrslurnar tslensku dagblöðin gera tals- vertaf þvi að úthúða hvert öðru fyrir allskonar „þagnir”. Oft er það hinn skemmtilegasti lestur þegar verið er að leiða getum að þvi af hverju þessi eð hin „þögn- in” stafi. Klippt og skorið vill fyrir sitt leyti vekja athygli á þögninni kringum bandarisku trúnaðarskýrslurnar frá 1949. Það er að visu afskaplega virðingarvert aö Morgunblaðið skyldi hafa byrjað birtingu á þessum plöggum. Einhvern bakþanka virðast þó ráðamenn þar hafa fengið þvi nú á laugar- daginn birtist aðeins hluti af skýrslunum sem blaðið hafði viku áðurlofað aðprenta iheild. Það er lika virðingarvert að utanrikisráðherra hefur lofað að beita sér fyrir þvi að islensk- ar trúnaðarskýrslur frá sama timabili varðandi samskipti bandariskra og islenskra stjórnvalda verði birtar, hvernig sem honum gengur að koma þvi gegnum rikisstjóm- ina. En þá er „hinu virðingar- verða” lokið. Ekkert annað blað en Þjóðviljinn hefur séð ástæðu til þess að fjalla um efni þessara skýrslna og draga af þvi ályktanir. Þessi þögn er að mörgu leyti eðlileg, þvi að skjöl- in sanna svo ekki verður i efa dregið, að islenskir sósialistar hafa alla tið haft rétt fyrir sér hvað snertir tilganginn með hersetu bandarikjamanna hér. Frá upphafi var ætlunin að ná varanlegri hernaðaraðstöðu á Islandi. Frá upphafi unnu for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins að þvi að tryggja bandariska hagsmuni á íslandi og um leið hagsmuni islenskrar auðstéttar i baráttuni við sósialista. Frá upphafi léku þeir tvöfalt hlut- verk: Annarsvegar þurftu þeir að sannfæra almenning á Is- landi um að vegna hernaðar- ástandsins i heiminum og varnarhagsmuna islendinga þyrfti að veita bandarikja- mönnum hernaðaraðstöðu hér um stundarsakir. Hinsvegar unnu þeir bak við tjöldin að þvi að „ala upp” islensku þjóðina fyrir Bandarikjastjórn og að þvi að tryggja varaniega hersetu. Bjarni fór á bak við Eystein Það er mjög athyglisvert að Eysteinn Jónsson, fyrrv. for- maður Framsóknarflokksins, segir i viðtali við Þjóðviljann, að Bjarni Benediktsson, utan- rikisráðherra árið 1949, hafi far- ið á bak við samráðherra sina i samningum um inngönguna i NATÓ. Það sýna bandarisku trúnaðarskjölin. Það er ekki ósennilegt að Morgunblaðið telji „hernám hugarfarsins” á tslandi svo al- gjört að það geti ekki skaðað að birta upplýsingar um blekkingavefinn kringum inn- gönguna i NATÓ og samningana um varanlega hersetu Banda- rikjanna hér. Hvað sem þvi liður má telja vist, að á næstu misserum muni það fást skjalfest að skilgrein- ing isl. sósialista á hernáminu og blekkingum Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins i sambandi við „öryggismálin” hafí i meginatriðum verið rétt. Og einnig sú skoðun (sbr. ummæli Eysteins) að siöarnefndu flokkarnir tveir hafi verið dregnir á asnaeyrunum út i her- náms- og NATÓ-fenið. Bjarni Þora stjórn- málaflokkarnir Með þetta i huga er ósenni- legt að núverandi stjórnarflokk- ar hafi þor til þess að birta leyndarskjöl áratugsins milli 40 og 50. Ekt er vist að þegar Bandarikjastjórn fór þess á leit árið ’65 að fá aðbirta trúnaðar- mál frá 1945. (Texta svars isl. stjórnv. við ’99 ára beiðn- inni) lagðist þáverandi utan- rikisráðherra, Guðmundur I. Guðmundsson, gegn ótimabærri birtingu allra leyndarskjala varðandi samskipti tslands og Bandarikjanna. Astæðan: Það gæti ýft upp gömul sár innan- lands. Ætli ráðherrann hafi ekki verið hræddastur um sina eigin æru i þessu sambandi. Klippt og skorið litur þannig á málið, að æra isl. stjórnmála- manna skipti engu máli i þessu sambandi. Það er ekki hollt að lifa á lyginni tii frambúðar. Eysteinn Þessvegna er það skýlaus krafa að islenska þjóðin fái að sjá i gegnum blekkingarvefinn. Og svona i framhjáhlaupi: Mikið verða ævisögur isl. stjórnm álamanna hlægileg lesning þegar búið verður að birta bæði Isl. og bandariskar leyniskýrslur um samskipti ts- lands og Bandarikjanna frá striðsárunum eg fram yfir ’52. Uppgffl Nú ætlar Morgunblaðið að gera bráðabirgðasamkomulag við breta til skamms tíma. Til hvers : Til þess meðal annars að bjarga samningnum við vestur-þjóðverja sem rennur út 1. mai. Með þessu er sú samningapólitik að einangra breta runniii út i sandinn. Hún hefur þá reynst gagnslaus. Þannig hrynur hver hornsteinn- inn eftir annan úr stjðrnarstefn- unni. ---ekh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.