Þjóðviljinn - 06.04.1976, Side 11
Þriðjudagur 6. april 1976. þjóÐVILJlNN — SttíA 11
íslandsmeistaramótið í badminton
Sigurður tekinn við
hlutverki Haraldar
hann varó meistari bæói i emlíöa og tvílióaleik —
— Haraldur tapaöi öllum þremur íslandsmeistaratitlunum
— Lovisa varö þrefaldur íslandsmeistari
Það urðu heldur betur sviptingar á íslandsmótinu i badminton uppá
Akranesi um siðustu helgi og má hiklaust telja þetta sögulegasta badmin-
tonmót sem fram hefur farið um langt árabil. Haraldur Korneliusson sem
verið hefur algerlega ósigrandi í badminton hér á landi um langt árabil
varð að sjá af öllum titlum sinum að þessu sinni og það er greinilegt að
Sigurður Haraldsson er tekinn við hlutverki hans sem besti badmintonleik-
ari landsins, hann sigraði bæði i einliða og tviliðaleik á mótinu. Haraldur
hefur verið íslandsmeistari 5 ár i röð og það bæði i einliða og tviliðaleik og i
fyrra varð hann þrefaldur meistari. Sigurður hefur undanfarin ár fylgt hon-
um eins og skugginn en ekki tekist að komast á toppinn fyrr en i vetur, en
það gerði hann fyrst er hann sigraði Harald i Rvikurmótinu á dögunum og
svo nú er hann bar sigur úr býtum bæði i einliða og tviliðaleik.
Lovisa Sigurðardóttir TBR
vann það afrek að verða þre-
faldur íslandsmeistari á þessu
móti og er hún nú i algerum sér-
flokki badmintonkvenna hér á
landi. En litum þá á úrslit móts-
ins.
Sigurður sigraði eins og fyrr
segir i einliðaleik, þar sigraði
hann Harald i úrslitum 18:15 og
15:9, fyrri lotan var jöfn en i
þeirri siðari hafði Sigurður yfir-
burði.
1 tviliðaleik sigraði Sigurður
ásamt hinum unga og stórefni-
lega badmintonleikara Jóhanni
Kjartanssyni, sem er aðeins 17
ára gamall. Þeir sigruðu þá Ottó
Guðjónsson og Sigfús Ægi i úrslit-
um 15:13 og 15:8, en áður höfðu
Sigurður og Jóhann unnið Harald
Korneliusson og Steinar Petersen
i undanúrslitum.
Lovisa Sigurðardóttir sigraði i
einliðaleik kvenna, hún sigraði
Hönnu Láru Pálsdóttur i úrslitum
11:1 og 11:1 og i tviliðaleik
sigruðu þær Lovisa og Hanna
Lára, þær Svanbjörgu Pálsdóttur
og Ernú Franklin 15:8 og 15:5.
I tvenndarleik sigruðu þau
Steinar Petersen og Lovisa þau
Harald og Hönnu Láru 18:8 — 9:15
og 18:17.
1 A-flokki urðu úrslit þau að
Sigurður Kolbeinsson sigraði i
einliðaleik karla, Ingólfur Jóns-
son og Friðrik Arngrimsson i tvi-
liðaleik, Anna Njálsdóttir sigraði
i einliðaleik kvenna og þær Lilja
Viðarsdóttir og Ásdis Þórarins-
dóttir i tviliðaleik. I tvenndar-
leik sigruðu Asdis Þórarinsdóttir
og Friðrik Arngrimsson og i
öldungaflokki, tviliðaleik sigruðu
þeir Gisli Guðlaugsson og Ragnar
Haraldsson.
Bragðdauft Reykjavíkurmót í frjálsum:
íslandsmet Láru og
Þórdísar gnæfðu uppúr
Valbjörn Reykjavíkurmeistari með 1,70 m. í hástökki!
Sigurður Haraldsson tekur hér við islandsineistarabikaruuin i
fyrsta sinn.
Islandsmet Láru
Sveinsdóttur í 50 m.
grindahlaupi var hið eina
sem upp úr stóö á
Reykjavikurmeistara-
mótinu í frjálsum íþrótt-
um, sem fram fór um
helgina. Hún hljóp vega-
lengdina á 7.2 sekúndum
og bætti met Ingunnar
Einarsdóttur frá
Meistaramótinu um dag-
inn. Það var upp á 7.3
sekúndur, einu sekúndu-
broti lakara en tími Láru.
Ekki má þó gleyma stórgóðu
afreki Þórdisar Gisladóttur i
hástökki, en þar setti hún nýtt
islandsmet og stökk 1.65 m, en
hún átti einnig góða tilraun við
1.70 m, en snerti rána ofurlitið,
nóg til þess að hún féll i gólfið
en Þórdis hefur nógan tima, hún
er ung og efnileg og ekki vafi á
að hún flýgur skjótt yfir 1.70 m.
Annað markverl gerðist ekki
á þessu móti, sem margra hluta
vegna var bragðdauft. Margir
okkar bestu frjálsiþróttamanna
voru fjarverandi, sumir er-
lendis og aðrir frá einhverra
annarra hluta vegna. Bjarni
Stefánsson KR mætti ekki á
mótið fremur en á önnur mót i
vetur og helsti keppinautur hans
Sigurður Sigurðsson dútlaði
bara i langstökki i stað þess að
hlaupa 50 metrana án nokkurr-
ar keppni.
Albert Imsland, ellefu ára
strákur vakti athygli i 1500
metra hlaupi og fékk timann
Lára Sveinsdóttir — lslni. i 50 m.
grindahlaupi.
5.29.1 min. sem er frábær
árangur hjá ekki eldri iþrótta-
manni.
Ranghildur Pálsdóttir kom
einnig ágætlega frá sinu 800
metra hlaupi á timanum 2.34.1
og Asa Halldórsdóttir sigraði i
langstökki (5.25) og einnig i
kúluvarpi með 10.48.
Annað er vart hægt að tiunda
frá þessu móti. Einna helst er
Bikarkeppni HSÍ:
Valur tryggði sér sæti i úrslit-
um bikarkeppni HSÍ á sunnu-
dagskvöldið með þvi að sigra
Viking i undanúrslitum 26:23.
Ilinn leikurinn i undanúrslitun-
um, leikur FH og KU fer fram i
llafnarfirði nk. miðvikudag.
Valur hafði nokkra yfirburði i
leiknum gegn Vikingi tók for-
ystuna i byrjun og hélt henni út
allan leikinn. Mestu.r var
munurinn 11:5 en i leikhléi var
kannski að geta þess, að Val-
björn Þorláksson varð Reykja-
vikurmeistari i hástökki og fór
yfirhæðina 1.70 metra, sem svo
sannarlega hefur ekki til þessa
þótt afrek sem verðskuldaði
meistaratign. Elias Sveinsson
felldi byrjunarhæð sina i há-
stökkinu.
—gsp
staðan 12:10 Val i vil.
i siðari hálfleik munaði nær
alltaf 2-3 mörkum Val i vil en i
lokin fóru Vikingar illa að ráði
sinu. misnotuðu 3 vitaköst, sem
hefðu getað jafnað leikinn ef
þau hefðu tekist.
Sjálfsagt munu flestir spá þvi
að FH sigri KR og að það verði
þvi V’alur og Fll sem leika (il úr-
slita i bikarkeppninni 13. april
nk. i Laugardalshöllinni.
íslensku
stúlkurnar
uröu í 4.
sæti á NM
íslensku stúlkurnar höfnuðu i
4. sæti i NM stúlkna i hand-
knattleik, sem fram fór i
Karlstad i Sviþjóð um helgina.
Sviar sigruðu. danir urðu i 2.
sæti og norðmenn i 3.
trslit leikja hjá islensku
stúlkunum urðu segir: sem hér
lsland—Sviþjóð 11:20
island—Noregur 12:17
island Danmörk 14:20
island—Finnland 14:8
Lokastaðan i mótinu varð þessi:
Sviþjóð 4 4 0 0 69:47 8
Danmörk 4 3 0 1 76:42 6
Noregur 4 2 0 2 61:57 4
islantl 4 1 0 3 51:65 2
Finnland 4 0 0 4 37:83 0
Valur í úrslit
sigraöi Víking í undanúrsiitum 26:23