Þjóðviljinn - 06.04.1976, Side 14

Þjóðviljinn - 06.04.1976, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 6. april 1976. Spánn Fjöldahandtökur um helgina Barcelona 5/4 rcuter — Um hclg- ina var efnt til mótmælaaðgerða viða um Spán. Lögreglan svaraði þeim af hörku og handtók hátt á þriðja hundrað manns en sleppti sumum þeirra aftur. f Barcelona söfnuðust viða saman smáhópar fólks i gær, sunnudag, og dreifði lögreglan þeim með reyksprengjum, gúmmikúlum og kylfum. Nokkrir voru handteknir og aðrir fóru slasaðir á sjúkrahús. Á öðrum stað fóru fylgismenn stjórnarinn- ar i mótmælagöngu sem lögregl- an lét i friði enda hafði hún hlotið leyfi yfirvalda. í Madrid söfnuðust þúsundir manna saman og hrópuðu vigorð gegn stjórn Juan Carlosar kon- ungs. Lögreglan beitti mótmæl- endur mikilli hörku og handtók yfir hundrað þeirra. Meðal hinna handteknu voru tveir framámenn stjórnarandstöðunnar og sitja þá sex leiðtogar andstöðunnar i fangelsum. Mótmælin héldu áfram i Barce- lona i dag en ekki fréttist af nein- um handtökum. Hins vegar tilkynnti innanrikis- ráðuneytið i dag að það hefði handtekið 50 félaga og stuðnings- menn sjálfstæðishreyfingar baska, ETA, og yrðu þeir leiddir fyrir herrétt. Þetta eru mestu handtökur sem átt hafa sér stað i baskahéruðunum siðan Franco leið. Þær gerast á sama tima og ETA hóta að lifláta iðjuhöld einn sem hreyfingin hefur haft i haldi frá þvi i siðasta mánuði, verði fjölskylda hans ekki við þeirri kröfu að greiða fyrir 200 miljónir peseta i lausnargjald. V-Þýskaland Framhald af bls. 5. dylja raunverulegar ástæður kreppunnar. Skrifaði gegn lýðræði Valdbeitingarlögin eru aöeins einn liðurinn i mörgum stjórnar- farslegum aðgerðum gegn vinstri sinnum i Vestur-Þýskalandi. Þetta hófst fyrir allmörgum árum með lögum um neyðar- ástand (Notstand) og á sl. ári var tekið að efna til skipulegra of- sókna gegn vinstri róttæku fólki i opinberri þjónustu (Berufs- verbot). Þaðer þvi engin furða að ýmsir þjóðverjar telja einstak- lingsfrelsi og lýðræðisskipulagi stefnt i hættu i landinu. Og sú hætta stafi ekki frá neinum smá- hópum i valdaránshugleiðingum heldur frá skrifstofuvaldi rikisins sjálfu. hj— Borgar sig Framhald af bls. 1. voru: Arnar AK 55, Friöril Sigurðsson ÁR 17, Skálafell AR 20, Búrfell AR 40, Guðfinna Steeinsdóttir AR 10, Gissur AR 6, Guðrún Magnúsdóttir VE 69, Skúmur GK 22, Freyr KE 98 og Harpa RE 242. Skýrsla skipherra um töku bátanna er væntanleg i dag og verða málin þá tekin fyrir i héraði. Siöan mun saksóknari taka ákvörðun um málshöfðun. Sektir við brotum sem þessum nema frá 10 þúsundkrónum upp i eina miljón króna. — úþ Kina Framhald af bls. 1. kinverja sem reyndu að skapa glundroða og berðust gegn bylt- ingunni.” Sagði hann að óeirðun- um væri beint gegn Maó formanni og miðstjórn kommúnistaflokks- ins og að baki þeim væru menn sem höfðu valið „leið kapitalism- ans”. Þetta siðastnefnda er'bein skirskotun til Teng Hsiao-ping. Þrátt fyrir hvatningu borgar- stjórans um að fólk sneri til sins heima voru enn þúsundir manna á torginu þegar myrkur skall á. Meðan á óeirðunum stóð reyndu óvopnaðir hermenn og félagar úr varnarsveitum verkalýðs að halda uppi röð og reglu en undir kvöldið vopnuðust þeir lurkum og leiddu mótmælendur út af torginu og sáust hverfa með þá inn i hinn eldfoma lokaða borgarhluta. Var allt með kyrrum kjörum þegar siðast fréttist og Torg hins him- neska friðar stóð undir nafni. Nokkur orð Framhald af 13. siðu. freyjan gripur i harmonikkuna milli þess sem þau svara spurn- ingum ókunns ferðamanns. Það er langt á milli Möðrudals og Stranda, en Árna tókst ágæt- lega að færa sig á milli staða, og gefa Stefáni frá Möðrudal kost á að njóta sin i sinni einlægu frá- sögn, jafnframt þvi að skýra myndir sinar. En öllu gamni fylgir nokkur alvara og hún var svört i þetta sinn. Saga skemmtanaiðnaðarins — italskur myndaflokkur — Ja — þvilik skemmtun. Mætti ég biðja um fleiri gesti i heimsókn eða. hvetja menn til að loka fyrir framhald viðlika þátta. Það er ekki ætlunin hér að skrifa langan dóm um útvarp og sjónvarp. Þó skal á enn eitt drepið: Jón Þ. Þór flytur nú röð hádegiserinda um þætti úr nýiendusögu. Efnið er forvitnilegt um margt og Jón virðist geta komið þvi sæmilega á framfæri. Þó er eitt atriði sem ég tel aðfinnsluvert hjá honum, smá- atriði aö visu, en þó nokkurs vert. • Jón er of bundinn heimildum sinum (enskum?) er hann nefnir staði sem eiga sér nöfn sem hafa verið islenskuð. Ég hefði kunnað betur við að heyra hann tala um Kastiliu, Aragóniu og Daviðssund t.d. en fá enskuna t.d. i Deivis- sund.” Hvers vegna ekki „Deivis- streit” úr þvi nafn Daviðs var ekki islenskað? erl ALÞÝÐUBANDALAG Alþýðubandalagið i Rvik Málfundur verður haldinn á Grettisgötu 3, mið- vikudaginn 7. april kl. 8.30. Rætt verður um kjördæmaskiptinguna og fjölda þingmana. Málshefjandi verður Svavar Gestsson, ritstjóri. Félagar Alþýðubandalagsins eru hvattir til að mæta. — Stjórnin. Neskaupstaður Alþýðubandalagið heldur félagsfund i Egilsbúð miðvikudagskvöldið 7. april kl. 20.30. Dagskrá: 1. Bæjarmálaráð — kosning fulltrúa og starfs- hættir ráðsins. 2. Atvinnumál i Neskaupstað. Framsögu hefur Ólafur Gunnarsson. 3. önnur mál. — Stjórnin. ilÞJÓOLEIKHÚSIfl SPORVAGNINN GIRND miðvikudag kl. 20. Siðasta sinn. FIMM KONUR Frumsýning fimmtudag kl. 20. 2. sýning sunnudag kl. 20. CARMEN föstudag kl. 20. NATTBÓLIÐ laugardag kl. 20. KARLINN A ÞAKINU laugardag kl. 15. Litla sviðið: INUK 185. sýning i kvöld kl. 20,30. Fáar sýningar eftir. Miðasala 13,15 — 20. Simi 1-1200. IKFÉIAfi! YKJAVÍKUlð Já, en kvennaárinu er lokið, elskan. SKJALDHAMRAR i lvöld. — Uppselt. SAUMASTOFAN miðvikudag. — Uppselt. EQUUS fimmtudag kl. 20,30. SKJALDHAMRAR föstudag. — Uppselt. VILLIÖNDIN laugardag kl. 20,30. KOLRASSA sunnudag kl. 15. EQUUS sunnudag kl. 20,30. Miðasalan I Iðnó er opin kl. 14 til 20,30. Simi 1-66-20. Aðalfundur Lögmannafélagsins: Fordæmir ofbeldi gegn lögmönnum og dómurum Aðalfundur Lögmannafélags tslands var haldinn föstudaginn 26. mars si. A fundinum var sam- þykkt svofelld ályktun: „Aðalfundur Lögmannafélags tslands haidinn 26. mars 1976 telur það forsendu fyrir þvi að lögmenn og dómarar hvarvetna i heiminum geti sinnt skyldu- störfum sinum i starfi, að þeir geti sinnt þeim óhindraðir af valdhöfum i landi sinu og lögmenn og dómarar geti i hvi- vetna i starfi sinu tekið afstöðu án þess að eiga á hættu að sæta of- sóknum af hálfu valdhafa. Þvi fordæmir fundurinn það of- beldi sem lögmenn og dómarar hafa sætt viða um heim vegna starfa sinna og skoðana og birst hafa m.a. i þvi að lögmenn og dómarar hafa verið fangelsaðir og pyntaðir eða jafnvel horfið sporlaust. Þá fordæmir fundurinn ekki siður þær þvinganir, sem lögmenn og dómarar hafa sætt á annan hátt, svo sem með missi stöðu eða starfréttinda vegna þess að þeir hafa ekki viljað beygja sig fyrir valdhöfum. Fundurinn Iýsir þvi yfir, að hann styðji þá baráttu, sem hefur þegar verið hafin i þeim tilgangi að vekja athygli á ofsóknum þeim, sem lögfræðingar hafa sætt viða um heim vegna starfs sins eða skoðana og vonar, að bar- áttan leiði til þess, að sem viðast fái dómarar og lögmenn að gegna starfi sinu án þess að eiga á hættu að lenda i fangelsi eða sæta öðrum afarkostum af hálfu vald- hafa.” Úr stjórn félagsins gengu Páll S. Pálsson hrl., sem verið hefur formaður félagsins s.l. þrjú ár og Ragnar Aðalsteinsson hr., vara- formaður félagsins. Voru þeim þökkuð vel unnin störf. Núverandi stjórn lögmanna- félagsins skipa: Guðjón Stein- grimsson hrl, formaður, Jón Finnsson hrl, varaformaður, Gylfi Thorlacius hdl, gjaldkeri. Hjalti Steinþórsson hdl., ritari og Brynjólfur Kjartansson, hdl„ meðstjórnandi. & S KI PAUTGt RÐ RIKISINS M/s Hekla fer frá Reykjavik mánudaginn 12. þ.m. austur um land i hring- ferð. Vörumóttaka: mið- vikudag, fimmtudag og til hádegis föstudag til Austfjarðahafna, Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akureyr- ar. Athugasemdir vegna Kröfluviðtalsins i viðtali við Þorleif Einarsson jarðfræðing, sem birtist hér i blaðinu s.l. fimmtudag, voru nokkur atriði óljós eða brengluð i prentun. Fyrst má telja að óþarflega sterkt var að orði komist um að jarðskjálfti hefði nær iagt Kópa- sker i rúst á dögunum. Jarð- skjálftinn var að visu sterkur og olli mikli tjóni, en þetta orðalag (sem er blaðamannsins) er of sterkt. 1 öðru lagi mun það hafa valdið misskilningi hjá sumum, að þar sem taiað var um 500-1000 MW afl, sem farið hefði út i gosinu, var litið á það sem orku. Orkuna má hins vegar finna með þvi að margfalda saman aflið og timann. (þ.e. hversu lengi hefur útstreymi gufunnar staðið). Þar sem talað er um hitastig og hlutfall milli gufu og vatns hafi veriðóþekkt, á það alls staðar við það sem upp úr borholunum kæmi. (Þær höfðu sem kunnugt er ekki verið boraðar). Loks má svo geta þess, að á næstunni mun væntanleg áætlun um virkjun Bessastaðarár frá verkfræðistofunni Hönnun h.f. Mun i þeirri áætlun gert ráð fyrir mjög stórum miðlunarlónum fyrir virkjunina til að gera hana hagkvæmari. — erl BLAÐBERAR Vinsamlega kornið á afgreiðsluna og sækið rukkunarheftin. ÞJÓÐVILJINN BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi F ossvog Seltjarnarnes Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna — sími 17500. ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.