Þjóðviljinn - 06.04.1976, Side 16
VOÐVIUINN
Þriðjudagur (i. april 1976.
Karlsefni
bilaður
Það kom fram i rikisfjölmiðlum
um helgina, að togarinn Karlsefni
lægi bundinn við bryggju vegna
þess, að ekki fengist mannskapur
til þess að hægt væri að leysa
landfestar.
Þjoðviljinn spurði Ragnar
Thors teins son, framkvstj.
Karlefnis hf. að þvi i gær, hvað
hæft væri i' þessari frétt.
Sagði hann hana með öllu
ranga. Togarinn lægi bundinn við
bryggju vegna þess, að hann hefði
i siöasta túr fengið vir i skrúfuna,
og hafði hann skemmt öxul
skipsins.
Reiknaði Ragnar með, að
togarinn kæmist ekki á veiðar
fyrr en að mánuði liðnum af
þessum sökum. -úþ
Riffilskot
í líkinu
Tuttgu og átta ára gamall
a k u r e y r i n g u r , Guðbjörn
Tryggvason, fannst látinn
skammt frá heimili sinu uin
klukkan sjö á sunnudagsmorgun.
Fundust riffilkúlur f hinum látna.
Skammt frá þeim stað, sem
Guðbjörn heitinn fannst, fannst
siðan riffill, sem skotunum virðist
hafa verið hleypt úr. Var brotist
inn i skotfæraverslun þar i fæ um
nóttina, og er riffill sá, sem fyrr
greinir, talinn vera sá sem stolið
var úr versluninni.
t gær var verið að yfirheyra
fólk, og verið var að grafast fyrir
um ferðir þess umrædda nótt.
Guðbjörn heitinn skilur eftir sig
eiginkonu og tvö börn.
-úþ.
M i kilvægar ræktunar
tilraimir stöðvast
/Vrið 1971 ákvað Þróunar-
sjóður Samcinuðu þjóðanna að
styrkja mikilvægar ræktunar-
tillögur hér á landi með þvi að
veita hingað einni miijón
dollara í þvi skyni. Á si. sumri
varð samkomulag um það milli
islenska rikisins og sjóðsins að
rannsóknirnar héldu áfram
næstu ár. Þróunarsjóöurinn
liefur nú lent i mikluni fjár-
kröggum og ákveðið að draga til
baka fjárveitingar til ýmissa
landa þ.á.m. íslands. Björn
Sigurbjörnsson forstöðumaður
Kannsóknarstofnunar land-
búnaðarins sagði að þetta hefði
komið eins og þruma úr lieið-
skiru lofti og tjónið sem af
þessu hlytist yrði miklu meira
en sem nemur upphæðinni, sem
dregin er til baka, vegna fjár-
festinga i hálfkláruðum til-
raunum.
Þeir sem einkum hafa stýrt
Þróunarsjóður
SÞ hœttir
umsömdum
fjárveitingum
fyrirvaralaust
þessum rannsóknum eru Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri,
Halidór Pálsson búnaðarmála-
stjóri og Björn Sigurbjörnsson.
Hér er um að ræða beitar-
rannsóknir, tilraunir til
ræktunar grasfæs, til upp-
græðslu og túnræktar og til yl-
ræktar. Björn Sigurbjörnsson
sagði i samtali við Þjóðviljann
að þvi hefði verið marglýst yfir
að þessum verkefnum yrði
haldið áfram og okkur væri
brýn nauðsyn á sérfræðiaðstoð.
T. d. hefði komið hingað til
lands sérfræðingur i beitar-
rannsóknum alls 6 sinnum og
þyrfti hann að koma oftar til að-
stoðar, en nú væri loku skotið
fyrir það.
Um ástæður þess að hætt er
við fjárveitingar sagði Björn að
Þróunarsjóðurinn væri i
miklum fjárhagskröggum núna
og inn i rannsóknirnar hafa bæst
við fleiri verkefni en upphaflega
var gert ráð fyrir. Þá sagði
Björn að islenska rikið skuldaði
Þróunarsjóðnum og hefði auk
þess látið i það skina að við
værum svo rikir og vel þróaðir
að við þyrftum ekki á aðstoð að
halda. Þess vegna væri eðlilegt
að fyrst væri skorið niður við
okkur. Hann sagði að i þau 11 ár
sem hann starfaði við FAO hefði
svona niðurskurður á um-
sömdum tilraunum aldrei orðið.
Hörður Bjarnason hjá utan-
rikisráðuneytinu staðfesti þaö
að um vanskil væri að ræða hjá
islenska rikinu gagnvart
þróunarsjóðnum. Skv.
samningi sé gert ráð fyrir 9%
framlagi á móti aðstoðinni en
það hafi hreinlega gleymst að
gera ráð fyrir þessum fjár-
munum i fjárhagsáætlunum
viðkomandi ráðuneyta. Nú sé
hins vegar unnið að þvi að fá
aukaframlag frá islenska
rikinu. Ekki taldi Hörður þó að
þetta ylli stöðvun fjárveitinga
heldur fyrst og fremst f járþröng
Þróunarsjóðsins og hann legði
þess vegna áherslu á aðstoð við
þær þjóðir sem hafa mestar
þarfir .
Sveinbjörn Pagfinnsson
ráðuneytisstjóri i landbúnaðar-
ráðuneytinu sagði furðulega að
þessu staðið að hálfu Þróunar-
sjóðsins og fráleitast að stökkva
frá verkefninu i miðjum kliðum.
Hann sagði að leitað væri að
lausn á málum. —GFr
Frá nýbyggingu Hraðfryslihúss Patreksfjarðar (Ljósm.GFr.)
Framburði breta
mótmœlt í
öryggisráðinu
NEW YORK 5/4 — íslendingar
lögðu i dag fram bréflega kæru til
íorseta öryggisráðs sameinuðu
þjóðanna vegna yfirgangs breta
á islandsmiðum. Segir i bréfinu
að aðgerðir bretanna séu eins
miklar og ágengar og áður.
Ambassador fslands hjá SÞ
Ingvi Ingvason sagði i bréfinu,
sem var afhent forseta öryggis-
ráðsins Huang Hua frá Kina, að
aðgerðir bretanna hefði farið
harðnandi að undanförnu.
1 bréfinu var ekki farið fram á
aðgerðir að hálfu öryggisráðsins,
en almennt kvartað undan yfir-
gangi breta.
t bréfinu lýsir sendiherrann að-
gerðum bretanna að undanförnu
nokkru nánar, en bréfinu var að
ósk hans dreift sem opinberu
skjali öryggisráðsins.
Vegna vanefnda fiskveiðisjóðs ma. verður bygging hraðfrystihúss áPatreksfirði
Tveim árum eftir áætlun
Tveir drengir
drukknuðu
A lostudagsnóttina fundust i
vök i Bakkatjörn á Seltjarnarnesi
lik tveggja drengja, sem 4-500
manns höfðu leitað þá um
kvöldið. Drengirnir hétu Geir
Jóhannsson, átta ára, og Kristinn
Geir Þorsteinsson, sjö ára og
voru þeir bræðrasynir.
Drengirnir höfðu farið að
heiman frá sér um miðjan dag.
Erþeir komu ekki heim til sin um
kvöldmatarleytið var farið að
leita að þeim. Um kl. hálftvö um
nóttina fannst vettlingur annars
drengsins á fioti i tjörninni og
Nýbygging Hraöfrysti-
húss Patreksfjaröar mun
tef jast um amk. tvö ár ma.
vegna vanefnda fiskveiða-
sjóðs, en frá þvi var skýrt i
Þjóðviljanum fyrir helgi
að hann gæti ekki staðið við
þau loforð um f jármögnun
hraðfrystihúsa sem gefin
hafa verið.
undir þak nema frystigeymslan,
sem þó er að mestu uppsteypt
orðin, en meiningin, úr þvi sem
komið er, að byggja siðar.
í svonefndri frystihúsaáætlun
var ætlunin að fiskveiðasjóður
greiddi 60% af þvi, sem til upp-
byggingar húsanna færi,
byggingasjóður 25% og eigendur
húsanna 15%.
-Þetta klikkaði nokkuð á siðasta
ári, sagði Jakob. Byggðasjóður
hefur alveg staðið við sitt, en það
vantar nokkuð frá fiskveiðasjóði,
en siðan vantar mikið meira fé i
áframhaldandi framkvæmdir.
Það, sem setur okkur i mestan
vanda nú, er það, að við erum
búnir að selja gamla frystihúsið,
kaupfélagið keypti það til þess að
gera úr þvi sláturhús, og þvi á að
breyta nú strax eftir vertið.Okkar
starfsemi stöðvast þvi að vertið
lokinni, og það hefur óneitanlega
uggvænleg áhrif hér.
Við erurn orðnir ári á eftir
áætlun, við ætluðum að vera
komnir inn i húsið núna.
Okkar hugmynd nú, til þess að
bjarga þvi, sem bjargað verður,
er að ljúka við hluta af húsinu,
sleppa allri frystingu i bili, en
stefna að þvi, að vinna saltfisk og
skreið. Við erum að vona, að
fáum við þær fjárveitingar, sem
til þessa þarf, þá komumst við inn
Eg held samt að þetta sé algert
hámark bjartsýninnar.
Það er hætt við því, að við
verðum amk. tveimur árum á
cftiráætlun þegar upp verður
staðið.
Á Patreksfirði eru tvö
frystihús. Hraðfrystihús þetta
hefur skapað 60—70 manns
fasta viniiu allt árið.
Auk þess hefur það tekið við
nokkrum hluta skólafólks yfir
sumarmánuðina. Þá bætast
húsinu smábátar yfir sumar-
mánuðina en annars hefur það
gert út tvo stóra báta allt árið um
kring. Er það álit Jakobs, að hitt
frystihúsið gæti ekki annað þvi,
sem þetta hefur haft undir, þótt
Bresku herskipin láta ekki af
dólgshætti sinum á miðunum. Á
laugardaginn sigldu þau á varð-
skipið Óðinn út af Hvalbak.
Skemmdir urðu óverulegar og
slys á mönnum engin.
Herskipið Bacchante varnaði
Óðni að komast að breskum
togurum, sem á laugardaginn
voru að veiðum um 24 sjómilur
frá Hvalbak. Seinna um daginn
komst varðskipið samt sem áður
að togurunum, sem þegar hifðu
inn vörpurnar. Herskipið
Bacchante og „aðstoðarskipið”
Silla ásamt dráttarbátnum
Euroman voru þarna nærstödd og
sigldu á fullri ferð að varðskipinu
menn þar væru allir af vilja
gerðir.
-Ég er þeirrar skoðunar, sagði
Jakob, að það sé þó nokkuð áfall
fyrir marga hér, að húsið skuli
þurfa að stoppa. Sjórinn er lifæðin
héreins og viða annars staðar, og
þótt hér séu fleiri verkunar-
stöðvar en þessi, þá hefur þetta
samt sem áður sin slæmu áhrif.
og var svo þröngt á þingi, að svo
virtist, sem breski flotinn myndi
lenda i einni bendu. Bökkuðu þá
skipin á fullri ferð og lentu sjó-
liðar, sem voru á dekki herskip-
sins i einni kös á þilfarinu. Stuttu
siðar keyrði svo Silla utan i varð-
skipið.
Umtalsverðar skemmdir urðu
ekki á varðskipinu, en einhverjar
meiri á herskipinu.
39 breskir togarar voru að
veiðum á þessum slóðum i gær.
Voru þar þá 6 herskip úr
NATÓ-flota hennar hátignar, 2
dráttarbátar og tvö „aðstoðar-
skip”. —úþ
voru pa Kaiiaoir a vettvang
kafararsem fundu lík drengjanna
fljótlega. Dýpi i tjörninni er um
háifur annar metri þar sem vökin
er.
Að sögn Jakobs Helgasonar,
framkvæmdastjóra Hraðfrysti-
húss Patreksfjarðar, er
nýbygging fyrirtækisins nú komin
Bílnúmerin
verða óbreytt
I gær ákvað neðri deild alþingis
að fella brott úr frumvarpi til um-
lerðaiaga ákvæði um skráningu
bila sem fólu það i sér að sami
hillinn skyldi bera sama auð-
kennisnúmer alla notkunartið
sina. Verður þvi skráning bila og
umdæmisnúmer áfram óbreytt
frá þvi sem veriö hefur.
Málið sem er stjórnarfrumvarp
var til framhalds 2. umræðu i
fyrri þingdeildinni i gær. Deildu
þingmenn nokkuð um frumvarpið
og tóku sér góðan tima til að setja
fram skoðanir sinar. Allsherjar-
nefnd deildarinnar hafði fyrir sitt
leyti ekki fallist á nýju
skráningarákvæðin, en dóms-
málaráöherra varði frumvarpið i
sinni upphaflegu myndog fékk til
fulltingis við sig þingmenn úr
stjórnarandstöðu ekki siður en
stjórnarliði.
Önnur ákvæði frumvarpsins
um breytingu á umferðarlögum
voru ekki umdeild og náðu fram
að ganga. Fer nú frumvarpið til
3ju umræðu og siðan til efri
deildar. Nánar verður skýrt frá
umræöunni siðar.
Siglt á Oðin
um helgina
39 breskir veiðiþjófar i landhelgi