Þjóðviljinn - 25.04.1976, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 25.04.1976, Blaðsíða 18
18SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 25. apríl 1976 Rómantíkin Framhald af bls. 9. samskipa. að hann kveikti i 0all- inum. Átta hásetar brunnu inni. Misrétti og uppreisn Allra verst er þó andrúmsloftið þar sem áhöfnin er ..blönduð” — m.ö.o. þar sem no,kkrir eða all- margir skipsmanna eru frá þriðja heiminum. Til dæmis Bangladesh eða Gilberteyjum. Mjög oft fara skipsfélagar þeirra þýskir eða evrópskir með asiumennina eins og þeir væru annars flokks fólk eða þaðan af verra. Ekki bætir það heldur úr sambúðinni. að skipafélögin gera slikt hið sama. bað er mjög algengt að asiubú- arnir eru ráðnir upp á þriðjung þess kaups sem evrópumennirnir hafa. Skipafélögin segja það sér til málsbóta. að þau fylgi þeim töxtum sem gildi hjá verklýðsfé- lögum i viökomandi landi. Allra verst er þó hlutskipti þeirra þeldökkra farmanna sem sigla á skipum sem skráð eru undir fána Liberiu. Singapore. Kýpur, Panama. býskir og aðrir útgerðarmenn fela sig bak við þessa ..ódýru fána” til að komast hjá sköttum, öryggisreglum. tryggingum og ti! þess að hafa möguleika á að greiða enn lægri laun en tiðkast á skipum sem þó sigla undir ..skikkanlegum” fána. A þessum skipum eru yfir- mennirnir einatt litt hæfir og enn hneigðari en kollegar þeirra, sem undir sæmilegum fána sigla, að beita undirmenn sina allskonar hrottaskap. Enda kemur stund- um til stórátaka um borð. Frægt dæmi varð um slik stórslys á þýska skipinu Mimi i fyrra. A siglingu skammt frá Florida gerðu filippseyingar um borð uppreisn, drápu skipstjórann, stýrimanninn og tvo yfirmenn aðra og sökktu siðan skipinu. Moravia Framhald af bls 8. endurreisn kaþólskunnar, og svo fasisminn — endurreisn borgara- stéttarinnar. bað hefur aldrei komið til byltingar á ítaliu. Kemur til byltingar? — Og kemur aldrei? — bað getum við aldrei veriö viss um. bað getur einnig komið til byltinga i löndum sem ekki eiga sérbyltingarhefð. Enégheld frekar, að i besta falli gerist hæg- fara þróun, umbótaþróun, með tilstilli meira lýðræðis. En ef að til efnahagslegrar kreppu kemur, sem er sýnu alvarlegri en sú sem við búum við nú, þá geta orðið til fjöldahreyfingar sem stefna að alræði. Ef að fólk er gripið ör- væntingu getur svo farið að það leiti slikrar lausnar. Ef að krepp- an nær þeim mæli sem við þekkj- um frá Suður-Ameriku er ómögu- legt að segja fyrir hvað getur skéð Ég veitekki hvort það er rétt að tala um aö mikill dapurleiki hafi gripið um sig á ítaliu i bland við vonleysi. Italia er reið, bitur, fremur en döpur. Af tveim ástæð- um: vegna þess að stjórn hinnar rikjandi stéttar er hin vesældar- legasta, og vegna þess að enn hafa menn ekki komið auga á færa leið út úr þeim vesaldómi. (áb tók saman) Rannsóknir Framhald af bls. 11. bvi tel ég æskilegt, að við Rb væri aöstaöa til timabundinna rannsóknarstarfa slikra starfs- krafta. Ég er þeirrar skoðunar, að rannsóknarstyrkir á vegum stofnunarinnar gætu orðið þjóð- inni til mikils gagns. bá vil ég leggja áherslu á, að starfskraftar Háskóla tslands og Tækniskóla tslands þyrftu að fléttast inn i starfsemi stofnunarinnar. Rann- sóknarstörf prófessora og kenn- ara á þeim sviðum, er byggingar- starfsemina snerta, tel ég að ættu að vinnast við stofnunina að svo miklu leyti sem unnt er. — byrfti ekki breytingu á upp- byggingu stofnunarinnar til þess að af þessu gæti orðið? Sjálfsagt er að skoða allar hlið- ar á þvi máli. T.d. skal þess getið hér, að Rb heyrir undir iðnaðar- ráðuneytið, en i nágrannalöndun- um heyra samsvarandi stofnanir undir félags- eða húsnæðismála- ráðuneyti. Vert væri að kanna, hvaða áhrif þetta atriði hefur. — Ég er ekki viss um það. Upp hafa komið á siðari árum hug- myndir um að sameina rann- sóknarstofnanir þær, sem vinna að framgangi á sviði iðnaðar og byggingarstarfsemi. Að baki þeim hugmyndum eru vafalaust stofnanir, sem fyrirfinnast I ná- grannalöndunum en við höfum ekki getað komið upp enn, svo- nefndar tæknistofnanir, sem hafa ASalumboBiB Vesturveri Verzlunin Neskjör, Nesvegi 33 SjóbúSin við Grandagarð B.S.R. Verzlunin Roði, Hverfisgötu 98 BókabúSin Hrisateig 19 BókabúB Safamýrar Háaleitisbraut 58—60 Hreyfill, Fellsmúla 24 Paui Heide. Glæsibæ Hrafnista, skrifstofan Verzl. Réttarholt, Réttarholtsvegi 1 Bókaverzlun Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7 Arnarval, Arnarbakka 2 Verzl. Straumnes. Vesturberg 76 i KÓPAVOGI: Litaskálinn, Kársnesbraut 2 BorgarbúSin, Hófgerði 30 f GARÐABÆ: Bókaverzl. Gríma, Garðaflöt 16—18 í HAFNARFIRÐI: Skipstjóra- og stýrimannafélagiS Kári. Strandgötu 11 —13 moguite(.föi SALA Á NÝJUM MIÐUM ER HAFIN, EINNIG ENDURNÝJUN ÁRSMIÐA OG FLOKKSMIÐA á hendi bæði rannsóknir og fræðslu fyrir iðnað viðkomandi landa. A siðasta kjörtimabili var á döfinni frumvarp til laga um sameiningu stofnana í þessu skini og heyrst hefur að von væri á svipuðu frumvarpi nú, þótt það sé ekki komið fram á þinginu. Er þar rætt um að sameina Rann- sóknarstofnun iðnaðarins, Iðn- þróunarstofnunina og Rb. Ég held að fara verði varlega i sakirnar i þessum efnum, þvi ekki má gleyma þvi, að bygg- ingariðnaðurinn hefur á margan hátt sérstöðu, þvi, eins og ég hef minnst á hér að framan, spannar hann yfir mörg önnur svið en það tæknilega eitt saman, og nýting fjármuna til byggingar húsnæðis nær langt út fyrir takmörk iðnað- arins. Ég held að það sé vafa- samt að fara blint út i samein- ingu. Aukinni fræðslustarfsemi, sem fyrst og fremst ætti að nást með slikri sameiningu, væri einn- ig hægt að ná með aukinni sam- vinnu, án sameiningar stofnana. bað er hætt við að þær bygg- ingarrannsóknir, sem þarf að efla, húsnæðisrannsóknir, kostn- aðarrannsóknir og rannsóknir á skipulagi, yrðu einmitt útundan við slika sameiningu, sem verið er að hugsa um. —úþ Fasistar Framhald af bls. 2. stéttarbaráttunni—fasistar i rúminu.” Uppúr þessum atburðum spruttu miklar umræður um til- gang mótmælanna og eðli. Ollu þær miklu róti innan flestra félagasamtaka á ttaliu. En það sem etv. hefur vakið hvað mesta athygli er þögn kommúnista- flokks ttaliu. Málgagn hans hefur aldrei minnst á þessi mótmæli og ekki séð á blaðinu að þau hafi nokkurntimann átt sér stað. Samt voru margar konur frá flokknum við þessi mótmæli með áletruð spjöld sem á stóð: Ég er i komm- únistaflokknum og við stöndum saman. Framtíðarhorfur. ttalska þingið hefur til með- ferðar þessa dagana þingsályktun frá kommúnista- flokknum og Kristilegum demó- krötum. t henni felst að leyfa beri fóstureyðingar i sárafáum til- felium þe. ef móðirin er i lifs- hættu, ef hún er i hættu likamlega eða andlega og ef hætta er á að barnið fæðist vanskapað. Ekkert af þessu hefur áður veriö leyfilegt á ttaliu...og er ekki enn, þvi þingið hefur þetta aðeins til með- ferðar. Nægilegt á að vera að einhver einn læknir á viðkomandi sjúkra- húsi skeri úr um hvort konan eigi að fá fóstureyðingu, og er ekki gert ráð fyrir að hann kynni sér á einn eða neinn hátt félagslegt eða andlegt ástand konunnar áðuren hann kveður upp úrskurðinn. t dag stendur yfir 117. stjórnar- kreppan á ttaliu vegna þess að sósialistar hafa sagt sig úr stjórnarsamstarfi. Ástæðan fyrir þvi er framkomið frumvarp um fóstureyðingar sem þeir eru mjög á móti. Sósíalistar báru fram til- lögu um frjálsar fóstureyðingar, en um hana náðist engin sam- staða. 1 augnablikinu er þvi þingmeirihluti fyrir fyrrgreindri þingsályktun sem styöst við þing- menn kommúnista, fasista og kristilegra demókrata. En þau jákvæðu áhrif sem mót- mælin ollu hafa gefið hug- myndinni um sameiginlega kvennahreyfingu byr undir báða vængi. bessa dagana er unnið hörðum höndum að þvi að skipuleggja itölsku kvennahreyfinguna i eina samfylkingu, þar sem karl- mönnum er einnig leyfileg innganga. Hjjfuðmál þessara nýju samtaka verður aö svara þeim spurningum, hvernig hægt sé að ná til kvenna á sem breiðustu þjóðfélagsstigi og hvernig mögu- legt sé að draga stöðu konunnar inni verkalýðsfélögin og skapa þar iimræður um þau öfl sem brett hafa uppfyrir olnboga og eru reiðubúin að taka þátt í stétt- arbaráttunni. Afl sem aldrei hef- ur verið beislað á ítaliu og enginn veit hve mikla orku geymir. Kon- an. Guölaugur Arason þýddi úr „Klassekampen”. EINAR BRAGI: Um börn á Grænlandi í Grænlandi hefur lengi verið litið á börn sem gjöf frá sjálfum máttar- völdunum til þeirra, sem þau hafa velþóknun á. Menn gáfu þeim til heilla nöfn látinna ættingja eða vina og trúðu því, að með nafninu tæki sál hins framliðna sér bólstað í barninu. Þess vegna var öllum Ijúft og skylt að vera börnum góðir, sýna þeim umhyggju og virð- ingu. Líkamsrefsingar þóttu óhæfa. Að setja í brýrnar eða vera með fýlusvip þótti og þykir ruddaháttur. , Þetta er auðskilið. Að flengja barn sem bar naf n ömmu sinnar, svo dæmi sé nefnt, hefði verið sama og flengja ömmuna sjálfa. Virðing fyrir hinum eldri var mönnum innrætt frá blautu barns- beini, og þar við bættist mikillótti viðhina dauðu. Grænlendingi hefði því aldrei dottið í hug að flengja látna móður sína eða tengdamóður eða slá hana utan undir, ekki einu sinni að hasta á hana. Sú gamla hefði getað tekið það óstinnt upp og hreinlega f arið f rá sliku pakki, en það jafn- gilti því að barnið dæi. Þegar Evrópumenn fóru að skipta sér af fornum átrúnaði græn- lendinga og skíra þá til kristins siðar, létu þeir sér ekki minna nægja en svipta þá ágætum græn- lenskum fornöfnum og gefa þeim evrópsk skrípi í staðinn. Við það komst mesti ruglingur á hinar gömlu góðu nafngiftar- venjur. Þannig var fyrsti fullorðni grænlendingur- inn, sem skírður var, látin kasta sínu stutta og laggóða grænlenska naf ni Poq og hét nú allt í einu Christian! Helsti afmælis- fagnaður í lífi hvers mannsvar haldinn, þegar hann hafði náð sex mánaðaaldri, og nefndist kiterkútok. Meðan heilsu- gæsla var á lágu stigi, var ungbarnadauði ákaflega mikill á Grænlandi eins og á íslandi. Ef þau komust yfir fyrstu sex mánuðina, var stóraukin von um að þau næðu full- orðinsárum, og því bar að fagna með myndarlegri veislu. Þegar evrópskir hval- veiðimenn tóku að leggja leið sína til Grænlands á 17. og 18. öld, reyndu þeir eftir föngum að pretta grænlendinga í við- skiptum og lokka út úr þeim dýrustu skinn fyrir ódýrar glerperlur. Græn- lendingar voru hrekk- lausir og sáu ekki við þeim f yrst í stað. En þeir eru svo listfengir í sér, að þeir voru ekki lengi að sjá, að úr þessum verð- litlu perlum mátti gera gullfallega hluti með því að raða þeim skemmti- lega saman. Þannig varð til ein höfuðprýðin í hátíðarbúningi græn- lenskra kvenna á vestur- ströndinni, þar sem hval- veiðimennirnir leituðu einkum fanga. Á myndinni er lítil stelpa i slíkum búningi. Því miður sést ekki, hve perlurnar eru marglitar og munstrið fallegt. En kannski sjáið þið græn- lenskum stúlkum bregða fyrir í svona búningi, ef þið farið á grænlensku vikuna, sem hófst í Norræna húsinu í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.