Þjóðviljinn - 25.04.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. aprll 1976
DJOÐVILJINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
GUÐMUNDUR KJÆRNESTED HEILSAÐI SUMRI
Það hefur ekki verið að sjá að Island
ætti i striði við Stóra-Bretland þessa
siðustu daga, þar til á sumardaginn fyrsta
er Guðmundur Kærnested rauf múr
aðgerðarleysisins um margra vikna skeið
og eyðilagði veiðarfæri þriggja breskra
sjóræningja. En áður en til þeirra aðgerða
kom hafði litið sem ekkert gerst. Forsætis-
ráðherra landsins hefur ekki heyrst né
sést vikum saman en málgagn hans og
fasteign, Morgunblaðið, hefur hrópað á
samninga við breta dag eftir dag og meðal
annars lagt blátt bann við þvi að
islendingar sigruðu breta: bretar yrðu
endilega að „halda andlitinu”. Þögnin
hefur þvi ekki verið alveg einráð þvi að
hennar hátígn bretadrottning hefur
fengið um sig veglegar afmælisgreinar og
ótalmyndir i einu stjórnarmálagagnanna.
Að undanförnu hefur yfirstjórn land-
helgisgæslunnar, forstjóri hennar og yfir-
menn dómsmálaráðuneytisins, greinilega
gætt þess vandlega að ekki kæmi til átaka
á miðunum. Fyrirmælunum til varð-
skipanna virðist ekki hafa verið breytt, en
hins vegar hafa varðskipin verið svo
dreifð að þau hafa ekki getað i sameiningu
gert leifturárásir á bresku sjóræningjana.
NEITUN BANDARIKJAMANNA
Hitt er annað að neitunin á Ash-
villebátunum er til marks um það við-
horf sem bandarikjastjórn hefur til land-
helgisdeilunnar: hún stendur þar með
bretum og Nató gegn islendingum.
Neitunin þýðir ekkert annað en það að
bandarikjastjórn hefur opinberlega tekið
afstöðu gegn islenskum málstað i
landhelgismálinu. Slikt kemur
þjóðviljanum að sjálfsögðu ekki á óvart,
en þeir eru engu að siður margir, skipta
þúsundum, islendingarnir sem telja
neitun bandarikjamanna enn nýja sönnun
fyrir gagnsleysi herstöðvarinnar hér og
aðildarinnar að NATO. Bandarikjamenn
voru fúsir til þess að senda vopn og mann-
skap fyrir miljarða til þess að berja á
fátækum bændum i Indókina og Kissinger
ferðast um Afriku til þess að bjóða gull og
græna skóga afturhaldsöflum álfunnar
En á sumardaginn fyrsta heilsaði
Guðmundur Kærnested upp á bretana
með fyrrgreindum afleiðingum.
Þrátt fyrir þögnina og aðgerðarleysið
um hrið er alveg augljóst að islendingar
geta unnið þorskastriðið ef þeir aðeins
vilja það. Vist er að meirihluti lands-
manna vill sigra i þessu striði, en fámenn
klika i kringum forsætisráðherrann vill
ekki sigra. Það er þessi klika sem fagnar
þvi nú þessa dagana að bandarikjamenn
skyldu neita islendingum um báta til land-
helgisgæslunnar.
þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þannig
eru bandarikjamenn reiðubúnir til þess að
leggja málstað ofrikisins og ranglætisins
lið en þegar litil þjóð heyr baráttu upp á lif
og dauða fyrir framtið sinni þá sleppir
áhuga bandarikjamanna og vináttunni við
Island. Þá sýna þeir með hverjum þeir
standa.
—s.
UPPSÖGN VESTUR-ÞÝSKU SAMNINGANNA
Fyrir fimm mánuðum voru gerðir
samningar við vestur-þjóðverja um
veiðar innan islensku landhelginnar.
Samkvæmt þessum samningum fengu
þjóðverjar heimild til þess að veiða hér
allt að 60 þúsund tonnum á ári til tveggja
ára. Þetta þýddi að þjóðverjar fengu leyfi
til þess að veiða hér skv. samningum
sama afla og þeir fengu á sl. ári og
samningurinn þýddi 50% meira
veiðimagn handa vestur-þjóðverjum á ári
en þeir höfðu sjálfir gert ráð fyrir að ná á
árinu 1976.
Nú er komin reynsla á þessa samninga,
slæm reynsla. Islenskir sjómenn eru æfir
vegna samninga þessara og hafa þjóð-
verjar sýnt hvað eftir annað að þeir eru
jafnvel reiðubúnir til þess að virða
samninginn að vettugi á grófasta máta
samanber fréttir Þjóðviljans i gær.
Þessi samningur var gerður án þess að
þjóðverjar viðurkenndu 200 milna land-
helgina og án þess að þeir tryggðu
islendingum tollafriðindi i Vestur-
Þýskalandi sem samið var um fyrir
mörgum árum. Hin alræmda bókun 6
innan Efnahagsbandalagsins hefur þvi
verið framkvæmd af vestur-þjóðverjum
sem öðrum EBE-rikjum, þrátt fyrir
samninginn.
En i honum var ákvæði sem fól i sér að
unnt væri að segja samningnum upp strax
eftir 5 mánaða tima hefði bókun 6 ekki
verið numin úr gildi gagnvart vestur-þ jóð-
verjum, en greinilegt er þegar að rikis-
stjórn Geirs Hallgrimssonar ætlar ekki að
beita þessari uppsagnarhótun. I staðinn
hefur hún staðið i samningamakki við
vestur-þjóðverja um að þeir borgi sig inn i
landhelgina með þvi að endurgreiða
tollana af islenskum fiski til vestur-
Þýskalands. Þetta dæmalausa samninga-
makk hefur nú staðið i nokkrar vikur og
niðurstaðan er ekki sjáanleg. En það er
ljóst sem verða má, að afstaða islendinga,
yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar er
sú, að segja beri samningnum upp strax
og til þess er tækifæri strax á morgun
þegar fimm mánuðir eru liðnir frá stað-
festingu samningsins.
—s.
Framleiðsla án úrgangs-
efna —er það mögulegt?
Af öllum þeim hráefn-
um og náttúruauðlind-
um, sem unnið er i
heiminum, nýtast ein-
ungis 5—10 af hundraði
til framleiðslu. Af-
gangurinn er úrgangs-
efni. Skýrslur um þetta
mái eru ógnvekjandi,
ekki bara vegna þeirrar
sóunar, sem i þessu
felst, heldur einnig með
tilliti tii vaxandi
mengunar umhverfis-
ins.
Er mögulegt að gripa til rót-
tækra ráðstafana til að bægja
þessari hættu frá og stuðla að
aukinni nýtingu verðmæta?
Ný tækni, sem þróuð hefur
verið, gerir einmitt ráð fyrir þvi,
uppiýsir Boris LASKORIN, með-
limur Sovésku Visindaakademi-
unnar. Lausnin á þessu vanda-
máli er ekki fólgin i þvi að hreinsa
úrgangsefnin, heldur að koma i
veg fyrir aö þau myndist með þvi
að þróa aðferðir, sem fullnýta
hráefnið.
Nú er verið að reyna nýjar
leiðir i Sovétrikjunum, sérstak-
lega i nýju iðnaðarhéruðunum i
Sibiriu, sem eru fólgnar i þvi, að
skipulagðar eru verksmiðju-
keðjur, þar sem úrgangur einnar
er notað sem hráefni þeirrar
næstu o.s.frv.
Fullkomin tæki til hreinsunar
úrgangsefna eru mjög dýr og
nema oft allt að 40% af fjár-
festingarkostnaði sjálfrar verk-
smiðjunnar. En jafnvel slikur
tækjabúnaður tryggir engan veg-
inn, að fullkomlega sé hægt að
fyrirbyggja mengun. Jafnvel þó
að i smáum skömmtum sé, safn-
ast mengunarvaldurinn saman og
orsakar spjöll á umhverfinu.
Vatnsnotkun
En það tekur sinn tima og
peninga að söðla yfir á nýjar
framleiðsluaðferðir, sem ekki
hafa úrgangsefni i för með sér.
Eitt dæmi um slikt er hreinsun
frárennslisins verksmiðjunar.
Aður fyrr veittu menn vatnsnot-
kun fyrirtækjanna litla athygli.
Einatt voru sömu mistökin gerð: i
stað þess að hreinsa frárennslið
eftir hvert framleiðslustig til að
fjarlægja strax hin skaölegu efni,
var allt vatniö leitt I eitt frá-
rennsli. Niðurstaðan varö sú, að
siðan þurfti að hreinsa allt vatnið
með flóknum og kostnaðarsöm-
um aðferðum.
1 Sovétrikjunum i dag hefur
verið komið fyrir i mörgum
iðnaðargreinum lokuðu vatns-
kerfi, þar sem vatnið er hreinsað
eftir hvert framleiðslustig. Þetta
hafði viða i för með sér, að vatns-
þörfin minnkaði stórum og sums-
staðar varð ekkert frárennsli.
Efnaiðnaðurinn, sem er mesti
mengunarvaldur allra iðngreina,
var ein af fyrstu framleiðslu-
greinum sem tók upp þessa að-
ferð. Áður þurfti 10—15
rúmmetra aí vatni við vinnslu á
einu tonni af oliu. 1 þeim oliu-
hreinsunarstöðvum,sem byggðar
voru á siðustu árum, var vatns-
notkunin minnkuð niður i 0.12
rúmmetra og i þeim fyrirtækjum,
sem nú. eru á teikniborðinu,
verður meira að segja ekkert frá-
rennsli.
Við framleiðslu á fosforsýru er
sú aðferð notuð, að vatnið er haft i
lokaðri hringrás og er hreinsað
jafnóðum. Svipaðar aðferðir eru
notaðar i pappirs- og trjákvoðu-
iðnaði.
Með mörgum þeim tækniaö-
ferðum, sem viðhafðar eru i dag,
er þetta nýja vatnskerfi of dýrt til
að framleiðslan geti verið arð-
bær. Nauðsynlegt er að breyta al-
gjörlega til um tækniaðferðir. t
þvi sambandi er um að ræða tvær
megin-kröfur: lágmarksnotkun á
vatni og lofti og lokaðar og sam-
virkjandi framleiðslurásir.
Atómiðnaður
Það virðist mótsagnakennt, en
er þó staðreynd, að nýjustu og
hættulegustu iðnaðargreinar,
eins og t.d. iðnaður, knúinn atóm-
orku, valda minnstri mengun, en
ástæðan er sú, að þegar við skipu-
lagningu verksmiðjunnar er gert
ráð fyrir sérstökum tækjabúnaði,
sem tekur á móti og eyðir eða
hreinsar úrgangsefnin. Viö upp-
byggingu úraniumiðnaðarins var
strax I upphafi lögð mikil áhersla
á það að safna saman úrgangs-
efnum og eyða hinum skaðlega
hluta úr frárennslisvatni með þvi
að koma fyrir hreinsitækjum i
lokaðri hringrás.
Hringrás
Sem dæmi um þróun nýrra
samvirkjandi iðnaðarheildar,
sem fullnýta viðkomandi hráefni,
má nefna málmvinnsluna i borg-
inni Novolipetsk, þar sem koks-
og köfnunarefnisgas, sem mynd-
ast, þegar súrefnið er tekið úr
VÍSINDI OG
SAMFÉLAG
loftinu, er notað til framleiðslu á
áburöi þ.e.a.s. tvö mismunandi
úrgangsefni eru nýtt til fram-
leiðslu á nýrri verðmætri vöru.
Efnaverksmiðjan, sem er verið
að reisa i Pervomaisk i úkrainu,
er sennilega sú eina sinnar teg-
undar i heiminum, þar sem hug-
myndin um iðnað án úrgangsefna
mun verða framkvæmd á óska-
verðan hátt. Hér verður allt hrá-
efnið nýtt, þannig að engin úr-
gangsefni verða eftir, og frá-
rennslisvatnið er leitt aftur inn i
framleiðslurásina eftir að kemisk
efni hafa verið skilin frá.
Aður en framkvæmd við bygg-
ingu þessarar verksmiðju gat
hafist, átti sér stað umfangsmikil
og kostnaðarsöm undirbúnings-
vinna, en kostnaðurinn var rétt-
lætanlegur með hliðsjón á þvi, að
bygging og rekstur dýrra tækja til
að hreinsa skaðleg efni varð
óþörf.
Mengandi efni eru kemiskar
samsetningar, sem af manna-
völdum lenda þar, sem þau eiga
ekki heima i náttúrunni. A grund-
velli þessarar tæknilegu heim-
speki mun vera hægt að leysa
mengunarvandann i heiminum.
( L. Maximova — APN)