Þjóðviljinn - 25.04.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.04.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. aprfl 1976 Umsjón: Vilborg Harðardóttir © farátta alskra 77 kvenna fyrir frjálsri fóstureyöingu Fasistar i ruminu 77 Nakin, barnshafandi kona á krossinum reyndist einum of mikið fyrir italska ríkið og kaþólsku kirkjuna þegar Italska vikuritið L Espresso fjallaði um fóstureyðingamálið I upphafi kvennaárs. Blaðið var gert upptækt, dreifingarstjóri og Ijósmyndarinn voru ákærðir. Ákæruatriði: guðiast og klám. i desember sl. var haldinn stærsti mótmælafundur italskra kvenna fram til þessa. Aðalkrafa þeirra var frjáls fóstureyðing. Staða konunnar. ttalia er það land i Evrópu þar sem ánauð konunnar er hvað algengust, bæði fjárhagslega og pólitiskt séð. Tæplega 30% vinnufærra kvenna vinna úti. Til samanburðar má geta þess að i Ðanmörku eru það 53% Þetta á sér orsakir i einhliða iðnvæðingu, þar sem litið er á konuna sem einskonar varavinnukraft og að menntun hennar og þátttaka i pólitisku lifi sé óþörf. t italska þinginu eru aðeins 24 konur af 629 þingmönnum. Hugmyndafræði kaþólsku kirkjunnar heltekur allan hugsanagang fólks meira eða minna. t siðustu yfirlýsingu sinni 15. janúar sl. skirrist páfinn ekki við að gefa fólki uppskrift af þvi hverskonar kynlif guði al- máttugum sé þóknanleat: samfarir fyrir giftingu eru að sjálfsögðu fordæmdar, sömuleiðis kynvilla og sjálfs- fróun. Hafi einhver svonalagað um hönd er hann að fótumtroða vilja guðs og kaþólsku kirkjunnar. Arangurinn hefur ekki látið á sér standa; fyrir 8 þúsund krónur getur „spjölluð mey ” endurheimt meydóm sinn á borðinu hjá skurðlækni. Þetta litla dæmi og ótal mörg önnur sýnir hvernig konan á ttaliu er kúguð. Flestar þeirra lenda i óleysanlegum flækjum við það konuhlutverk sem þeim er skipað að leika og er þeim hug- myndafræðilega óeðlilegt. Með lögum er þess krafist að italska konan sé samfélagsleg senditik kaþólsku kirkjunnar og karl- mannsins. 1 skoðanakönnun sem Shell oliuhringurinn lét framkvæma (til að athuga gróðamöguleikana á þvi að fjárfesta i konunni sem vinnukrafti) sýndi sigT að 28% þeirra kvenna sem spurðar voru vildu heldur vera fæddar sem karlmenn. Kvennahreyf ingin. Aukið frelsi konunnar verður fyrst að kröfu þegar árekstrar á milli hugmyndafræði og fjár- magns eru hvað harðastir. Þetta Sex stéttarfélög hafa ákveðið að standa með Hauðsokkahreyf- ingunni að ráðstefnu um störf og kjör kvenna sunnudaginn 16. mai nk. Er ráðstefnan hugsuð sem einskonar framhald ráðstefnunn- ar um kjör láglaunakvenna, sem haidin var i janúar i fyrra og var að margra áliti kveikjan að þvi öfluga starfi sem unnið var af konum hér á kvennaárinu. Félögin sem boða til ráðstefn- gerist einkum i stærri borgum Norður - ttaliu. Kröfur i mótmælunum 6. desember voru ma. þessar: Við ákveðum sjálfar hvernig og hvenær við eigum að unnar eru Verkakvennafélagið Framsókn, • Starfsstúlknafélagið Sókn, ASB, Félag afgreiðslu- stúlkna i brauða- og mjólkurbúð- um, Iðja, félag verksmiðjufólks, Starfsmannafélag rikisstofnana, Verkakvennafélagið Framtiðin i Hafr.arfirði og Rauðsokkahreyf- ingin. Hefur verklýðsfélögum um allt land, sem hafa konur innan sinna vébanda verið boðin þátt- taka, en ráðstefnan verður einnig vera mæður — við eigum okkur sjálfar —• hrossalækningar við fóstureyðingu og atvinnuleysi er vilji auðvaldsins — frjálsar getn- aðarvarnir koma i veg fyrir fóst- ureyðingar — frjálsar fóstureyð- ingar koma i veg fyrir dauða. En þótt staðreyndin sé sú að kröfurnar hafi verið settar fram af best stæðu konum þjóðfélagsins, túlka þær samt vilja allra italskra kvenna, þó að undanskildum þeim auðkonum sem geta greitt háar fjárupp- hæðir til að tryggja örugga fóstureyðingu. Þessar kröfur voru ekki settar fram i nafni neinnar skipulagðrar kvennahreyfingar, þar sem hún er ekki til á ttaliu. Að baki þeirra stóðu ýmis samtök og félög sem mörg hver höfðu karlmenn sem félaga. En það voru samt eingöngu konur sem voru leiðandi i mótmælunum. Félagar í stéttar- baráttunni — Fasistar i rúminu Fjöldi vinstrisinnaðra félaga- samtaka gerði sér grein fyrir mætti þessarar óskipulögðu kvennahreyfingar. Konurnar sjálfar skildu ekki þá stórkost- legu vitundarvakningu og ögrun sem fólst i þvi að þær sjálfar áttu frumkvæðið. En þó voru ekki allir á einu máli. Ein af þeim samtökum sem viðurkenndu ekki frumkvæði kvennanna var LOTTA CONTINUA, hreyfing sem varð til i verkföllunum miklu haustið 1969. Um 1000 karlmenn úr þessari hreyfingu ruddust inni hóp kvennanna og hrópuðu að þeim slagorð einsog: Karlmenn og konur saman i stéttar- baráttunni — engan klofning á meðal v'erkafólks! Kom til handalögmála milli kynjanna, en konurnar svöruðu fullum hálsi: „Félagar i Framhald á bls. 18. opin öllum sem áhuga hafa. Hafa þegar nokkur félög úti á landi boðað að þau muni senda fulltrúa til ráðstefnunnar. Þeiraðilar sem að ráðstefnunni standa hafa tilnefnt fulltrúa i undirbúningsnefnd, sem tekin er til starfa og verður væntanlega sagt nánar frá tilhögun ráðstefn- unnar og málaflokkum sem ræddir verða i fréttum á næst- unni. Láglaunaráöstefna kvenna 16.5. Megum við kynna: Þórdis Rikhardsdóttir, höfundur ljóðsins „Óður til eiginmanna” hefur áður komið fram á siðum Þjóðviljans og ljóð hennar vakið athygli. Reyndar lætur hún sér ekki nægja að yrkja, heldur semur lika lög og er prýðis söngvari og gitarleikari, eins og m.a. kom i ljós i kvennaverkfallinu 24. október er hún kom fram i „opnu húsunum” og i dag- skrá útvarpsins. Þórdis er 24 ára, kennari að mennt, útskrif- aðist 1972, vann siðan i tvö ár sem ritari Æfingaskólans en er nú starfandi kennari við Mýrarhúsaskóla. Hún hefur verið að yrkja meira og minna siðan á barnaskólaaldri — byrjaði með niðvisum um kennarana! Sem oft má sjá á yrkisefnum Þórdisar hefur hún mikinn áhuga á jafnréttisbaráttunni, enda virk I Rauðsokkahreyfingunni. ÓÐURTIL EIGINMANNA Eftir Þórdísi Ríkharðsdóttur hefurðu tekið eftir því hvað það er dásamlegt að kúra undir sæng á köldum morni þegar konan þín verður að fara á fætur með hroll i sér flýta sér hita kaffi, rista brauð spæla egg handa þér og draga þig loks útúr rúminu hefurðu tekið eftir því hvað það er notalegt og skemmtilegt að kalla í konuna önugur og spyrja: hvar eru sokkarnir mínir ég þarf hrein nærföt ekki sé ég skyrtuna mína pressaðirðu fötin mín af því að hún er nú konan þin hefurðu tekið eftir því hvað þú ert hlýlegur sætur í þér og sexí við morgunverðarborðið skóflandi í þig matnum, kvartandi undan köldu kaffi — og konan enn óklædd — kjamsar og tyggur gráðugur og lítur ekki uppúr dagblöðunum hefurðu tekið eftir því hvað stelpan á hæðinni fyrir ofan er falleg og æðisleg þegar konan þín sem fæddi f jórða barn þitt í sumar er „of sein” með kvöldmatinn ógreidd og ílla fyrir kölluð og gleymir að færa þér blöðin inní stofu hefurðu tekið eftir því hvað þú varst myndarlegur hér áður hávaxinn og herðabreiður og mikill donsjúan standandi nú fyrir framan spegilinn fölur af svefnleysi svínfeitur af ofáti með sígnar axlir og sveittur undir höndunum sennilega um fertugt hefurðu tekið eftir því?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.