Þjóðviljinn - 25.04.1976, Blaðsíða 16
16 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. aprll 1976
Galdramálin
í Salem 1692
LSD í skemmdu korni fékkfólk
til að trúa á spilverk djöfulsins
Árið 1692 kom upp
frægt galdramál í pláss-
inu Salem í Massa-
chusettes í Banda-
ríkjunum. Þorpsbúar
töldu sig sjá djöf ulinn að
verki í ýmsum sam-
borgurum sínum, og svo
fór að 20 þeirra sem
f jandinn hafði hlaupið í,
voru teknir af lífi. Um
þetta mál hefur leik-
skáldið heimskunna
Arthur AAiller skrifað
leikritið „í deiglunni"
þar sem sýnt er hvernig
ýmsar félagslegar og
sálrænar ástæður skapa
andrúmsloft allsherjar-
móðursýki sem gerir
alla fyrirfram seka sem
grunur fellur á.
Nýjar rannsóknir á þessu
gamla máli þykja benda til þess,
að galdraæsingar þessar eigi
rætur að rekja til þess, að þorps-
búar hafi etiö ofskynjunarlyfið
LSD, sem myndast hafi í brauði
þeirra við sérstakar aðstæður.
Sveppur einn er ergot nefndur
og getur hann sýkt rúg og sumar
tegundir af hveiti. Hann getur
myndað i þessu formi efni, sem
við bökun breytist i ofskynjunar-
lyfið LSD. Reyndar notaði sviss-
lendingur sá sem fyrstur manna
bjó til hreint LSD svepp þennan
sem hráefni.
Linda Capocall sem nemur
sálfræði viö Kaliforniuháskóla
telur liklegt at fólkið i Salem
hafi orðið fyrir langvarandi eitr-
un af sveppi þessum i brauöi, og
þessvegna farið að sjá ofsjónir.
Það var hins vegar hinn ofsa-
fengni réttrúnaöur þessa fólks og
útbreidd trú á mátt hins illa, sem
leiddi til þess að sýnir þessar voru
túlkaðar sem viljugt samspil við
andskotann hjá ýmsum þeim sem
verst létu.
Kenning Lindu Capocael byggir
einnig á þvi að skráð hafa verið
dæmi um ergoteitrun t.d. i þorp-
um Evrópu, sem leiddu til fjölda-
móðursýki sem greip um sig.
Frægasta dæmið um slika eitrun
er þaö, þegar Pétur mikli rússa-
keisari lagði af stað með mikinn
her niður i óshólma Volgu með
það i hyggju að sópa tyrkjum burt
úr Evrópu. En skemmt rdgkorn
lamaði her hans með ofsjónum og
vöðvakrampa og þúsundir her-
manna létu lifið. Þar með varð
sveppur þessi, ergot, til þess að
gera nokkurt strik i reikning
mannkynssögunnar.
'ETTjc agonBCTfl ðf tfe gfmkfflUe CPPrlD,_
OBSERVATIONSl
Aj tVfH HiRorical is Tktaforical, upon ihc N ATURE, uy
NliMBER, and the OPERATJONS oíthc
DEVILS
AicoinpiDydwúli.
I, Some Accounts of the Grievoúi MoleíUtions, by DÆ»
MONS and WITCHCRAFTS, whkh have ktcl/
annoy’d the öoumrey; and ihe T i ials of feme emtnent
hUlsfaQotj Exccured úpon occaGon thcreof: wiihíeveral
Remarkablc Curíofuict thereic occurnng.
IL Some Counfils, Direfting a due 1-nprovcmentofthe ter
rible tliincs, btely done, by the ÚrufuaJ óc Amaxúw
RangeofEVlL^SPlRlTS, in OurNíighbourhoodiA-
thc mcthods tó prcs'enc the H’. angí Víhkh thofe EviL*
du£'h may mtcnd againft allfurts ofpeople araons us.
cíþccially in Accuíaiions ol thc Innocent
UI. Some Conjcdfurci. upon the grent EVENTS, likriy
ro bcfall, the WORLD in Gcneral, andNEW EN»
GLAND in Particu'iar; as alíö upon fhe AdvaacK of
thcTiME.wbenwe LMllLt BETTER DAYLS.
IV A íhort Narrative ofa late Outrage commiued by a
knot of WITCHES in SwtAtlmd, vcry much Retem-=
bijng, and fo far Explaining, V.-ut tmdcr whichourparts
or Amtncn have laboui'ed !
V. THE DEVIL DÍSCOVERED: In a Bricf Difiourfc won
thofe TEMPTATIONS, wbich arc tlie uiare Ordiurr Dtvist'
of tbe WnKed Oni.'.______
By Coftcit fpafhe).
BtJvt Printcd fcy £. rj Uerris fcr Sam, 1693,
Blað úr
galdramálsbæklingi frá 1693
Við látum bara rikið set ja |
Iþá i að leggja vegi og skólp-
fræsi, sem við þurfum iika.
Þá fá verkamenn laun og _
geta keypt plastvörur
1okkar
T
Ja, en hver á
^að borga þeirra
laun? /
J
I J
RIKIÐ, haha. Það er það sniðugaj’
launin verða greidd með sköttum
sem rikið fær. En rikið verður
þá auðvitað að minnka við sig, •
horga minna i barnaheimili,
skóla o.s.Trv. Sama er mér,
ekki tapa ég á þvi.
---------------------1
Afsakið, er þetta það
sem kallað er i
hagræn heildarlausn?j
Einmitt! "'jýZ
XZI
zianzc
1 Þeir sem eiga minnstu •----------,
verksmiðjurnar, þeir þurfa að lokaj
bráðurn hvort sem_er: [ ~TT
Við aörir getum jjÍJeTr ”gera verkfalf
beðiö á meðán. )
af erlendum
bókamarkaði
Germania.
P. Cornelius Tacitus. Bericht
Dber Germanien.
Latcinisch und deutsch. Uber-
setzt, kommentiert und her-
ausgegeben von Josef Lindauer.
Deutscher Taschenbuch Verlag
1975.
Þessi útgáfa verður ekki nóg-
samlega lofuð. Bókin er gefin út á
frummálinu og á þýsku, textarnir
standa öndvert hvor öðrum á
opnu. Agætar skýringar fylgja.
Inngangur fjallar um verkið, höf-
undinn og sögu hans og þess. I
eftirmála er getið annarra fornra
heimilda um efnið og siðari tima
rannsókna þess. Bókaskrár yfir
nýrri rit sem snerta höfund og
viðfangsefni fylgja. Bók þessi ætti
að koma að góðum notum fyrir þá
sem stunda latinunám og aðra
sem stunda norræn fræði og sögu.
Tacitus var á sinni tið- frægur
sagnaritari og þá fyrir sagnfræði-
rit varðandi sögu Rómar, Anna-
les og Historiae.
Álitið er að Tacitusi hafi fremur
gengið til áhyggja um fornar
dyggðir rómverja en áhugi á
norðlægrum villiþjóðum, þegar
hann tók að skrifa Germaniu.
Hann lofar ýmsar dyggðir meðal
germana, sem sárlega skorti
meðal rómverskra borgara á
dögum Tacitusar, og samanburð-
urinn við samtiðarmenn Tacitus-
ar i Róm varð þeim ekki til neinn-
ar fremdar, enda voru reíarnir til
þess skornir. Heimildir höfundar
voru meðal annars frásagnir
kaupmanna, hermanna og emb-
ættismanna, sem kynnst höfðu
germönum (einnig er ekki ólik-
legtað hann hafi dvalið um tima i
Rinarlöndum sem embættismað
ur), ritPoseidoniosar, en þar seg-
ir frá keltum i 30. bók og öðrum
þjóðum, sem gætu samkvæmt
lýsingunni verið germanskar.
Caesar varð fyrstur til að gera
greinarmun á keltum og germön-
um i Gallastriði. Livius getur ger-
manskra hátta i 104. bók róm-
verjasögu sinnar. Plinius eldri
setti saman mikið rit um
Germanastriðin i 20 bókum, en
þau rit eru nú töpuð. Tacitus
hefur þekkt þau. Tacitus notar
allar þessar heimildir og sjálf-
sagt fleiri og hefur þannig unnið
bók sina, fyllt og sleppt úr, leið-
rétt og breytt þegar þurfti.
Tacitus fæddist liklega I Gallíu,
ef til vill i Belgica, 55 eða 56, og
mun látinn eftir eða um valda-
töku Hadrianusar 117.
Die Kreuzzuge aus arab-
ischer Sicht.
Aus den arabischcn Quellen aus-
gewShlt und flbersetzt von Fran-
cesco Gabricli. Deutscher
Taschcnbuch Verlag 1975.
Gabrieli er italskur fræðimaður
um arabiska sögu og bókmenntir.
Rit þetta er safn ritgeröa og rit
kafla eftir 17 arabiska höfunda
um Krossferðirnar, pilagrims-
feröir vopnaðra evrópumanna til
Landsins helga, sem lauk með
dvöl vissra hópa þar austur frá,
en lyktaði með ósigri þeirra full-
komnum eftir tvöhundruð ára til-
raunir til að halda Landinu helga.
Þessir arabisku höfundar votta
skoðanir araba á herhlaupum
evrópumanna austur á bóginn og
lýsa aðferðum þeirra og stjórnar-
háttum. Lýsingin er ekki sérlega
skjallandi fyrir krossferðahetj
urnar. Krossferðirnar urðu ekki
til að auka skilning milli múham-
eðstrúarmanna og þeirra kristnu
og ástæðurnar má lesa um i þess-
um ritgerðum. Ritið kom fyrst út
á þýsku hjá Artemisútgáfunni i
ZUrich 1973, en það fyrirtæki
hefur gefið út margar ágætar
bækur varðandi sögu og menn-
ingu arabaþjóðanna fyrrum