Þjóðviljinn - 25.04.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.04.1976, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. apríl 1976 1 Viötal við Alberto Moravia * um stjórnmál og menningu Alberto Moravia er einn fremsti rithöfundur ítaliu. Eins og flestir merkisberar italskrar menn- ingar er hann mjög gagnrýninn á samfélag sitt og ráðamenn þess, valdakerfi kristilegra demókrata. Hér fer á eftir endursögn á viðtali við hann um nauðsynjar á róttækum breytingum á itölsku sam- félagi—og um samhengi menningar og stjórnmála. Ef illa fer, þá geng ég út á götuvígin... Alberto Moravia: Þeir einu sem hafa áhuga á menningu eru kommúnistar og róttækir... Kreppa Eftir fall fasismans, segir Moravia, hóf hinn stóri valda- flokkur kristilegra demókrata feril sinn sem lýöræðislegur flokkur. Akvarðanir og lög stjórnarinnar áttu sér skýrar or- sakir sem menn skildu. Það var visst samband milli stjórnar og almennings. En smám saman hefur þetta breyst og upp hefur komið pólitisk staða sem lýsa má þannig, að ákvarðanir eru teknar án þess að valdhafar ráðfæri sig við fólkið, hvort sem það gerist um blöðin, í þjóðaratkvæða- greiðslum eða á þingi. Til hefur orðið afleitt valdakerfi sem stjórnar illa.og þessi óstjórn kemur best fram i þeirri efna- hagslegu kreppu sem við nú bú- um við. ítalskur sósíalismi Menningarstarfsemi ýmiskon- ar hefur að minu viti ekki haft mikil áhrif á efnahagslegar eða pólitiskar kreppur. Það hefur komið fyrir I sögu Evrópu að menning hefur staöið með blóma mitt I slikum kreppum. Menning og list stóð meö blóma i Weimar- lýðveldinu þýska, meöan Þýska- land var á leið inn i nasismann. Bókmenntir náöu mikilli full- komnun siöasta ártug keisara- veldis i Rússlandi. — En hvað um mikla og virka þátttöku manna eins og yðar i kappræöu þeirri sem fram fer um þjóöfélagsmál? — Þar erum þaö að ræða, að ég gegni minum skyldum sem sam- félagsþegn. Menntamönnum ber skylda til að vera nær staddir með sina gagnrýni þar sem hlutirnir eru að gerast. En það er ekki það sama og pólitisk af- skipti. Pólitik felur i sér skuld- bindingu til athafnar. En þetta tvennt getur að visu farið saman. Ef að sú staða kem- ur upp á ítaliu að hætta sé á að al- ræðisstjórn komist á, þá geng ég út á götuvigin með granna min- um. Svo einfalt er það. — Það er vitað að italskt menn- ingarlif er mjög tengt kommúnistaflokknum, enda þótt ýmsir hafi þar um fyrirvara og kjósi að kalla sig róttæka sósial- ista. Hver mundi afstaða yðar sem menningarfrömuðar verða ef að kommúnistar verða aðilar að rlkisstjórn? — Þar með væri komin upp ný staða, sem ekki ætti sér fordæmi i sögu Evrópu. Það væri skynsam- legt að fara að öííu meö varúð, einmitt vegna þess að við höfum engar fyrirmyndir. Það þyrfti að smiða nýjan, séritalskan sósial- isma. Sá sósialismi ætti að minu viti að vera þannig, að hann reyndi ekki að kveða vandamálin niður, heldur að leysa þau án þess að af- neita þeim andstæðum sem til eru i samfélaginu. Maó segir reynd- ar, að andstæðurnar séu stál- fjaðrir veruleikans. Fyrir mina parta litur málið þannig út, að ef að ekki eru virt öll lýðréttindi hinnar borgaralegu frönsku byltingar, þá er mér sama um allt sósialiskt efnahagslif. Sumt hefur tekist Um italska menningu nú má segja það, að hún hefur nærst á þvi frelsi sem hún hlaut eftir að fasismanum var steypt. Ýmislegt jákvætt hefur gerst. Nýja skáld- sagan. ttalskar kvikmyndir eru með þeim bestu I heimi, þrátt fyr- ir ýmsa galla. Það hefur verið merkileg kappræða um hug- myndir i blöðum og timaritum. En það sem illa gengur það er póiitikin. Hinir pólitisku valdhaf- ar eru gatslitnir eftir 30 ára stjórnarsetu. Meðalmennskan lekur af þeim. Flestir italskir stjórnmála- menn eru menningarsnauðir. Á ttaliu eru það aðeins tveir flokkar sem hafa áhuga á menningu, kommúnistar og þeir róttæku úr mannréttindahreyfingunni. Aðrir hafa i reynd ekkert samband viö menninguna. Allra sist kristilegir demókratar. Enda þekki ég enga kristilega demókrata. Ég þekki aðeins kommúnista og róttæka. Grundvallar- breytingar Þegar ég segi að gera þurfi grundvallarbreytingar á sam- félaginu, þá á ég við það, aö það þarf að láta ljósiö skina á þau öfl sem við teljum góð og nýtileg og hafna hinum. A ttaliu eru til sterkir valdahópar, sem hafa hag af þvi að óbreytt ástand haldist, og þeir veita harða mótspyrnu gegn breytingum. Hér á ég við það fólk sem kalla má rikis- borgarastétt, eða skriffinnsku- borgara, sem eru mjög öflugir. Annað sem gerir breytingar erfiðar er það, að ítalia er ekki byltingarland. ttalir hafa ekki haft áhuga á sannleikanum. held- ur fegurðinni. Menn hafa ekki nægilega i huga þá staðreynd að ttalia er ihaldssamt land. Tveir stærstuatburðir isögu okkar hafa verið andóf gegn siðbótinni — Framhald á 18. siðu. ORÐ, ORÐ, ORÐ... Rjúkandi ráð Það var á dögunum að siarfs- menn i ágætri vélsmiöju hér i borginni hringdu á Þjóðviljann og vildu fá að vita, hvað orðin vinstri og hægri þýddu I raun og veru. Var það að undra þótt menn- irnir spyrðu? Þarna eru komin tvö af þeim orðum sem áreiðan- lega eru bæði ofnotuö og misnot- uð uns enginn veit sitt rjúkandi ráð. Ekki nóg meö það sé erfitt að vita t.d. hvað vinstri og hægri þýðir þegar menn eru að slást á Torgi hins himneska friðar i Peking. Skýrleikinn er ekki alltof mikill hér heima, næst okkur, heldur. Ef við reyndum að nota orðin sem einskonar mælikvarða á afstöðu til óbreytts ástands (sem virðist standa einna næst), þá gætu menn sjálfsagtsagt sem svo, að sjálfstæðismenn séu til hægri, en sóslalistar til vinstri. Þó myndi það ekki gilda nema að nokkru. Ihaldsmenn geta t.d. verið fylgjandi litt breyttri eignaskipan, og þar með ,,hægrimenn”,en þeir geta verið haldnir kapitaliskri alþjóða- hyggju sem krefst I reynd mik- ils endurmats á þýöingu gamallrar islenskrar þjóðernis- hyggju. Eru þeir þar með orðn- ir til „vinstri” i alþjóöamálum? Eða eru þá sóslalistar, sem reyna að ,,halda i” verðmæti tengd þjóöernishyggju, þá orðn- ir með .vissum hætti „hægri- menn”? Kapitalismi — sósíal- ismi Sem sagt: það er hægur vandi að nefna dæmi um mikla rugl- andi I meðferð pólitiskra hug- taka. Höfundur Reykjavikur- bréfs Morgunblaðsins á pálma- sunnudag gefst alveg upp á þvi að vita hvað sósialismi þýöir eöa þá kapitalismi. Hann vitnar til bandarisks blaðamanns sem hefur kallað tsland sósialiskt riki, finnst það að visu hæpin skilgreining en þó ekki með öllu út I hött. Aftur á móti er hann sárreiður yfir þvi, að i Þjóð- viljanum hafði verið sagt að ísland „byggöi á kapitalisku hagkrefi”. Þetta er dálitið merkilegt. Eins og óvart finnst þessum ritstjóra hægriblaös heldur þægilegur eða a.m.k. meinlaus keimur af orðinu sósiaiismi, en kapitalismi er tengdur einhverju sem neikvætt er. Tilfellið er líklega best kom- ið I djúpsálarfræöinni, og má hún eiga þaö. Um þessi tvö orð er það annars að segja, að best fer á þviað láta þau merkja hagkerfi, en reyna að losna við sem mest af þeim tilfinningamálum sem þeim fylgja. Sem betur fer hefur sú tilhneiging kapitalista sjálfra að reyna aö hræra saman, setja jafnaðarmerki á milli „kapital- isma” og „frjálsheimur”, mjög látið á sjá að undanförnu. Kapitalismi er blátt áfram hag- kerfi (getur vissulega verið meira eða minna „blandað”), og þar með á ekkert að vera sagt til eða frá um frelsi eða þá lýðræöi i viökomandi samfélagi. Chile er kapitalskt fasistariki, Bretland er kapitalskt þing- ræðisriki. Eins verðum við vist að fara meö sósialismann, láta þaö heiti ná yfir vissa grund- vallarþætti efnahagskerfis. Það verður þvi meira aðkallandi, sem sósialisk samfélög gera sig likleg til að verða ekki síður fjölbreytileg, en hin kapltalisku, einnig að þvi er varöar ýmisleg mannréttindi. Ef menn vilja endilega halda þvi til streitu, aö „sóslalismián lýðræðis” sé ekki margra fiska virði, þá er það auðvitað ágætt sjónarmið, en ætti ekki að auka aö óþörfu á geðshræringar i sambandi við orösnotkun. Lýðræóið allrabest Já, vel á minnst: lýðræöið. Engu orði er nauðgað jafn, mikið,nema ef vera kynni frels- inu. Sú þróun er satt best að segja iskyggilega langt komin, að orðið verði rúið allri merk- ingu — vegna firnalegrar eftirspurnar. Þeir valdhafar eru sunnudags [pflsööOD varla til I heiminum, sem eru ekki að keppa að allrabestu lýö- ræði. Og allir láta lýðræði fylgja einhvern þann skilning sem nær út fyrir tiltekin formleg ein- kenni — leynilegar kosningar, réttur til að bjóða fram til þings o.s.frv.), Til eru þeir hægri- menn sem telja lýöræðið komið hálfa leið til andskotans um leið og ósköp venjulegra kratiskra rlkisafskipta af efnahagsmálum fer að gæta i tilteknu landi. Og allskonar vinstrisinnar geta sameinast um að lýsa þvi yfir, aö lýðræði sé ómark nema að kapitaliskur eignaréttur sé af- numinn. Stundum hallast maður að þvi, aö „lýðræði” væri best að útlista I oröabók á þann hátt, að það sé óskmynd hvers og eins af pólitiskum veruleika samtiðar sinnar, eða þá framtiðar. Staðleysur Égskaljátaá mig þá synd, að ég er einn af þeim, sem ófáan- iegur er til að einangra spurn- ingu um lýðræði frá spurningu um e&iahagslegt misrétti, for- raaði yfir innrætingartækjum (skólar, fjölmiölar). Framhald af þeirri afstöðu væri þá það, að lýðræöi, sem rls fyllilega undir nafni, sé ekki til. Lýðræði i kapitalisku hagkerfi nýtur si'n ekki nema að nokkru vegna þess efnahagslega misréttis sem kerfinu fylgir. Þau sósialisk riki, sem til eru, eiga ekki rétt á aökallastlýðræðisleg (þau gera tilkall til þess I nafni ýmissa lifskjarabóta), vegna þeirrar skerðingar á tjáningu og gagn- rýni sem þau hafa iðkað. Þar með er lýöræðisvonin færð yfir I Útópiuna, staðleysuna; það er beðið eftir þvi að franska bylt- ingin og hin sósiallska gangi I hjónaband. Og Útópiur eru alls ekki eins skaðlegar og stundum er vera látið (ég hef m.a. I huga langa grein úr nýlegri Eimreið, „Leikmaður spjallar um lýð- ræði”). Útóplur geta verið ágætar til hvatningar. En þá fyrst mega menn fara að vara sig, þegar þeir lýsa þvl yfir, að nú sé Útópian, staðleysan, orðin að staðreynd. Þar með væri bú- ið að setja hatt á þróunina, og það er áreiðanlega lýgi. Árni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.