Þjóðviljinn - 25.04.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.04.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 25. apríl 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Um miðjan vetur var orðróm- ur á kreiki hér i borginni um Benny Goodman og Listahátíð- ina i sumar, — nú hafa listrænir leiðtogar staðfest að Goodman sextettinn blæs I Laugardals- höllinni á hátiðatónleikum i júni. Við elliæru jazzarnir sem heyrðum Goodmanbandið blása King Porter á H.M.V. plötunni 1936, og siðan klárir á þvi að Benny er ekki bara fínasti klarinettuleikari heims, heldur lika einn hinna útvöldu jazz- kappa, höfum þvi ckki þurft að biða komu meistarans nema i 40 ár. Hann er sjálfur á besta aldri, — verður67 ára á afmælinu sinu 30. mal i vor. Benny Goodman fæddist i gyðingagettóinu i Chicago. Þau voru 11 systkinin og oft þröngt i búi hjá ættföðurnum, — skraddara sem kominn var til fyrirheitna landsins úr austur- evrópu, þar sem þessi þjóð- flokkur hefur löngum mátt þola sitt af hverju á liðnum öldum, og sjaldan staðið á mannskapn- um að gera ærlegan hasar i gyðingum, þegar landstjórnar- herrum hefur þótt ástæða til að efla sanna þjóðerniskennd ibú- anna. í ameriska þjóðahræri- grautnum horfði málið dálitið öðruvisi við. Goodmanfjölskyld- an ákvað að þrir bræðranna leggðu stund á tónlist, — og Benny var ekki nema 10 ára þegar hann blés fyrst opinber- lega á klarinettu, — þá kafla úr trompetkonsert eftir Haydn. Tveimur árum siðar var hann farinn að vinna sér inn peninga á skemmtistöðum og kabarett- um, og fór um svipað leyti að læra i alvöru á hljóðfæri sitt hjá alvöru kennara, — Franz Scho- epp klarinettuleikara i sinfóniu- hljómsveit Chicagoborgar. Það var þeim báðum mikil lukka, — og okkur öllum — þessi sinfóniublásari var strangur kennari, menntaður á klass- iska visu evrópumanna, — en hafði lika áhuga á hinni einkennilegu nýju amerisku músik, sem fólk var á þessum árum farið að kalla jazz. Nemandinn var samviskusam- ur hæfileikastrákur, lærði allt sem Schoepp kunni i grænum hvelli, og einnig allt sem jazz- spilarar voru að blása þarna i grenndinni. Chicago var um 1920 orðin höfuðborg jazzins, og Benny Goodman orðinn at- vinnumaður 16 ára gamall, — eftirsóttur á böllunum, hljóð- ritaði fyrstu plötur með eigin hljómsveit 18 ára, — og siðan ómissandi i sveitum annarra Chicagoplötuspilara, þegar þeim þótti mikið liggja við að klarinettuleikarinn stæði sig. Benny hafði þess vegna oftast nóg að gera þótt margir aðrir hljóðfæraleikarar stæöu uppi atvinnulausir og allslausir þeg- ar kreppan skall á. Þá var útvarp fyrir löngu búið að leggja undir sig Bandarikin — og það var vist eitthvert siga- rettufyrirtæki sem þurfti að auglýsa betur smókinn um 1934, — og fékk Benny Goodman til að annast tónlistina i dagskrám sinum. Benny fékk þarna tæki- færi til að láta til sin heyra tvisvar eða þrisvar i viku um alla Norður-Ameriku. Hljóm- sveitin var skipuð 12 til 14 úrvals mönnum, — þeir bauluðu auð- vitað vinsælustu dægurlögin, — en flest krydduð á réttan hátt, — þetta voru allt jazzspilarar og iðulega heitir. Eftir nokkra mánuði var Goodmanbandið orðið ein vinsældasta danshljómsveit Bandarikjanna, á vegum nikótinista og margra hinna sem ekki reyktu, — stjórnand- inn fylltist stórhug og fylkti jazzliði sinu til að leggja undir sig afganginn af þjóðinni. Hljómsveitin lagði upp i tón- leikaferð, sigurviss með feikna sveiflu, — en litið gekk. Konsertsalir voru hálftómir, að- sókn á böllin dræm, og það lá við að kapparnir væru að lognast útaf og gefast upp þegar þeir komu á stúdentaballið i Los Angeles i jólafriinu 1934. Þar voru samkomugestir hressir og kátir, — og nú var að duga eða drepast. — Goodmanpiltarnir ákváðu að blása ungu mennta- mennina upp úr skónum I eitt skipti fyrir öll. Það tókst. Frétt- ir af þessu skritna balli þar sem dansarar stóðu æpandi af fögn- urðu fyrir framan hljómsveitar- pallinn i staðinn fyrir að drolla i faðmlögum um gólfið bárust út um landið, — plötuútgefendur kepptust við að ráða Goodman- bandið i vinnu, — það stóð ekki á blásurunum, — og metsölu- plötur komu á markaðinn með stuttu millibili. Auglýsinga- snápar kölluðu þetta swing- music, — rétt eins og sveiflan væri eitthvaö alveg nýtt I jazzin- um, — og Benny Goodman var sæmdur konungstign: King of Swing. Eins og nærri má geta var ekki nema brot af þvi sem hljómsveitin spilaði ósvikinn jazz, — allt þó meira og minna meö jazzbragöi, —og svo annaö veifið innan um ósviknar perlur, * sem glitra með saraa sveiflu- ljóma enn þann dag i dag. Og allt sem Goodman léf frá sér fara var fágað af vandvirkni og nákvæmni, — Benny var strangur við sjálfan sig og pilt- ana, fylliraftar, letingjar og skróparar komust ekki upp með neitt múður, og liklega hefur aldrei i nokkurri jazzhljómsveit rikt annar eins agi og reglu- semi. Fyrir bragðið var hljóm- sveitin dáð og virt hvar sem hún kom, — meira að segja I röðum æðstu unnenda tónlistar heyrð- ust raddir um að nú væri vel blásið, — og að sjálfsögðu fóru hljómsveitir út um allan heim aðstæla Goodmanbandið. Ungir klarinettublásarar töldu það skyldu sina að spila nákvæm- lega eins og Benny. I Bandarikj- unum mátti um skeið likja þessu við massahisteriu, — samkvæmt viðskiptaskrám plötuútgefenda seldust 50 miljónir hljómplatna i USA 1938, þar af eru 17 miljónir undir liðnum swingmusic, og ein miljón þeirra One o’clock jump Goodmanhljómsveitar- innar, — og Benny hafði fengið útsetninguna aö láni hjá Count Basie ári áður. Það er óþarft að geta þess að allur hamagangur- inn i kringum Benny Goodman varð til þess að vekja athygli á jazzmúsik almennt, og nutu margir góðs af,- — en það er önnur saga. Framan af öldinni var jazz- músik fyrst og fremst alþýðu- tónlist bandarikjanegra, — þeir eru yfirleitt ekki hátt skrifaðir þar i sveit, þrátt fyrir allt elsku hjartans lýöræðið, frelsið og mannréttindin. 1 jazzheimi leið- ir af sjálfu sér aö kynþáttamis- munun, — að ekki sé nú talað um kynþáttahatur, — þekkist ekki. Snemma fóru þvi hvitir og svartir að blása saman, — þó ekki opinberlega, — það hefðu kynþáttabullur ekki látið 'bjóða sér og ekki dregið úr hömlu að æra nógu marga vitleysinga til óhæfuverka, og þar með opin- berra afskipta, sem ævinlega gera illt verra. En Benny Good- man er enginn smákall, — þeg- ar hann komst að raun um að honum tókst aldrei betur upp en þegar hann var að djamma með Teddy Wilson og Lionel Hampt- on, réði hann þá umsvifalaut i hljómsveit sina, hvað sem hver sagði. Og þegar honum var boð- ið að spila á úrslitakeppninni i samkvæmisdönsum á Savoy Ballroom i Harlem 1937, fór hann þangaö með sina mislitu hjörð og blés til skiptis við hljómsveit Chick’s Webbs. Hinn siðarnefndi átti þarna heima, — hafði leikið fyrir dansi á Savoy um árabil, og þótti flestum harlemurum litiö varið i böllin þegar Chick Webb bandið var fjarverandi. Þó fór svo þarna i úrslitakeppninni að harlem- negrar gengu hinum hvita sveiflukóngi á hönd og hylltu hann að lokum snöggtum ræki- legar en gamla svingdýrlinginn sinn Chick Webb. Til þess að átta sig fyllilega á þvi sem þarna gerðist þarf maður helst að hafa séð úrslitakeppnina i samkvæmisdönsum á Savoy Ballroom i Harlem. Þeim sem verður fyrir slikri reynslu þykir siðan litið til annarrar danslist- ar koma, — á Savoy er nefnilega hvorki stiginn pas de deux né heldur trums de la tramps, Svo var það árið 1938 að Benny Goodman opnaði viröu- legustu hl jóm leikahöll Bandarikjanna upp á gátt fyrir jazzleikurum — Carnegie Hall I New York. Þar höfðu áður ráðið rlkjum ArturoToscaniniogþeir frændur, — og þótti nú mörgum af Siníónluhliöarættinni syrta i álinn. Benny Goodman hafði vandað mjög undirbúning allan, og boðið til einleiks með sér frægum köppum úr ýmsum áttum, — þar á meðal nokkrum úr hljómsveit Ellingtons, sem þáðu þennan heiður með þökk- um. Duke afþakkaði samt boðið kurteislega og sagði: Ég er að hugsa um að koma sjálfur seinna. Hljómsveitin tók sér stöðu á sviðinu, — allt heimsfrægir meistarar, samstillfir og sér- þjáifaðir, — húsið troðfullt af aðdáendum, — en þó voru menn dálitið taugaóstyrkir, — þetta var fyrsti jazzkonsertinn I Carnegie Hall. Harry James sagði löngu seinna: mér leið eins og vinnukonu sem komin er á háskólabailið með rektornum. Þegar dirigentinn birtist meö klarinettu sina var honum fagn- að innilega, — siðan fór jass- bandið i gang og þar með var allur taugaóstyrkur úr sögunni, — og áður en lauk nötruðu vegg- ir hallarinnar og munaði minnstu að þakið fyki af. Þetta er allt til á plötum, og það er svakalega gaman að hlusta á þær i góðum félagsskap viðkvæmra jazzgeggjara. Benny Goodman hélt áfram að hljóðrita, og lagði megin- áherslu á jazzinn i trióum, kvartettum, kvintettum og sex- tettum, — sennilega hefur hon- um alltaf tekist best upp i þess- um smáhljómsveitum sinum, — ævinlega einvalalið, samstillt að leika sér, án þess að nótna- lestur hái neinum að ráði. Mörgum nútimahöfundum finnstþófáir klarinettuleikarar lesa betur nótur sinar en Benny Goodman, — Bela Bartók, Copeland, Hindemith, — ekki er að efa að Mozart, Weber, Debussy, Brahms og þeim körl- um þætti það lika, — og stjórnendur frægustu sinfóniu- hljómsveita heims verða ekki sist himinlifandi þegar þeim tekst að klófesta Benny Good- man. Hann hefúr lika gaman af þessu sjálfur og ólatur að túlka verk stórmeistaranna. En það er eins og skáldið segir: his heart is in th* highlands, — og allt fram á þennan dag hefur Benny Goodman verið að stofna hljómsveitir, hljóðrita, — og á sifelldum tónleikaþönum um viða veröld með jazzspilara sina. Þegar bandarikjastjórn vill hafa mikið við i menningar- samskiptum við aðrar þjóðir er kallað á Benny. Undirritaður varð illilega fyrir barðinu á þessari kúltúrpólitik þegar hann fór á Alþjóðajazzhátiöina i Washington 1962. Kennedy for- seti var framkvæmdastjóri hátiðarinnar. og þá nýlega orð- inn einkavinur Krútsjoffs upp á nýtt eftir Kúbudeiluna. Benny Goodman var þvi sendur i friðarskyni austur i Sovét að blása hlýrri jazzsveiflu á rússa, fór þar borg úr borg og blés allt um koll, og Krútsjoff faðmaði hann grátandi i Bolsjoj. Það var svo sem ágætt, og kremlverjum hefur áreiðanlega ekki veitt af þessu, — en fyrir bragðið misstu hátiðargestir i Washing- ton af sveiflukónginum. Og ekki nóg með það. Undirritaður hafði gert alveg sérstakar ráðstafanir i sálarlifi sinu vegna tónleika sem Gerry Mulligans Concert Jass Band átti aö halda á 'fyrr nefndri hátið. Þeir voru aldrei haldnir. Ég hitti Mulligan úti i porti á bak við hljómleikasal nokkurn i Washington — hann stóð þar einsamall og var að drekka kók. Hvar er konsert- bandið? spurði ég. They bought it, — svaraði hann. Hverjir? spurði ég aftur. — The depart- ment boys, — sagði hann. What department? spurði ég enn. — State department, — sagði Mulligan. Siðan bauð hanr. mér upp á kók, og það var það eina sem ég hafði upp úr honum á Alþjóðajazzhátiðinni i Washing- ton, vegna þess að utanrikis- ráðuneytið hafði keypt hljóm- sveitina hans til að fara meö Goodman til að spila fyrir æðstaráðið á Rauða torginu. Ég er nú ekki búinn að fyrirgefa þetta ennþá, — en þó er bót i máli að Benny kemur hingaS í júni til að spila fyrir Lista- hátiðargesti i Reykjavik. Hann hefur verið að fylla Carnegie Hall trekk i trekk undanfarið, — þar er alitaf slæðingur af æsku- fólki fyrristriðsáranna sem enn er á meðal vor, en þó meira af æskufólki nútimans. — sem þykir gott að mega hlusta á músik án þess að þurfa að standa i lifshættu af 220 volta háspennumögnurum upp á 150 desibel. Benny Goodman notar ekki slikar græjur og kallar þær amplified junk. Gagnrýnendur New York blaðanna skrifa mik- ið um þessa tónleika. — sumir þeirra segja: Bennv is still upp in the King Porter clouds. Og það eru engir magasleðar i för með honum i sextettinum. — valinkunnir sómamenn: Slam Stewart, Hank Jones. Connie Kay, A1 Klink, Peta Appleyard, Bucky Pizzarelli. Urbie Green og hvað þeir nú heita gæjarnir sem Benny hefur á sinum snær- um um þessar mundir. — og nú er maður farinn að hlakka til að fara i Laugardalshöllina á Goodmankonsertinn, — þótt það væri ekki nema til að sýna gamla meistaranum örlitinn þakklætisvott fvrir allar þær stundir fegurðar og gleðf sem hann hefur aukið við lif manns. — JMA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.