Þjóðviljinn - 09.05.1976, Page 9
Sunnudagur 9. mai 1976. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 9
Farþeginn
Farþeginn (The Passenger)
eftir Michelangelo Antonioni.
Leikarar: Jack Nicholson,
Maria Schneider, Jenny Runacre
Að visu mun ekki ætlast til að
lesendur Þjóðviljans leggi leið
sina i Gamla bió — forráðamenn
þess sjá ekki ástæðu til að aug-
lýsa i blaðinu — en ég gat ekki
stillt mig i þetta sinn. Ég hafði
ekki séð mynd eftir Antonioni
siðan ég sá Rauðu eyðimörkina i
gamla daga, missti bæði af Blow-
up og Zabriskie Point. A þessum
árum hafði minningin um eldri
myndir hans dofnað i huga min-
um og ég hugsaði stundum um
Antonioni sem „borgaralegan
nöldursegg sem gerir myndir um
lifsleiða fina fólksins.”
Endurfundirnir við Antonioni
nú urðu mér undrunar- og
fagnaðarefnii Reyndar er hann
ennþá að taia um það sama: firr-
inguna. Hann hefur ekki fundið
lausn á neinum vanda. En ég var
rækilega minnt á þá staðreynd,
sem ekki verður umflUin, að An-
tonioni er einn af snillingum sam-
tiðarinnar. Lokasenan i Far-
þeganum verður áreiðanlega
sýnd i kvikmyndaskólum fram-
tiðarinnar sem dæmi um þann
galdur sem aðeins kvikmynda-
vélin getur framið.
Af öllum firrtum nútimamönn-
um eru þeir sennilega firrtastir
sem fást við fréttamennsku og
fjölmiðlun Uti hinum stóra heimi.
Menn eins og David Locke, aðal-
persónan i Farþeganum (leikinn
af Jack Nicholson). Einhvern-
tima var hann það sem kallað er
„góður fréttamaður,” en nú er
hann uppurinn, kominn Ur sam-
bandi. Hann þvælist um Afriku i
leit að efni i kvikmynd án þess að
komast nokkurntima til botns i
þeim veruleika sem umlykur
hann. Gjaldþrot hans sem
manneskju er á næsta leiti, og
hann veit það sjálfur. Þessvegna
gripur hann tækifæri sem honum
gefst til að gerast farþegi i annars
manns lifi, flýja frá sjálfum sér,
og þykjast vera annar. Tilraunin
er dæmd til að misheppnast —
enginn getur flUið sjálfan sig — i
staðinn fyrir að hefja nýtt lif fær
Locke aðeins örstuttan gálga-
frest. Endalók Lockes verða
svipuö og Robertsons, mannsins
sem hann þóttist verá. Báðir gefa
þeir upp öndina i hótelræksnum
sem eru eins og kalkaðar grafir
mitt i eyðimörkinni, annar i Af-
riku, hinn á Spáni, en báðir deyja
Utlendingar, báðir hafa lifað sem
Það kemur i ljóst að þetta er
hættulegur leikur. Robertson var
nefnilega ekki allur þar sem hann
var séður. Erindi hans til Afriku
var að selja skæruliðum vopn.
Stundum er m.a.s. látið i það
skina að hann hafi trUað á baráttu
skæruliðanna. Fyrir tilstilli
minnisbókar hins látna Robert-
sons kemst Locke i samband við
fulltrUa skæruliðanna og fær hjá
þeim peningafUlgu. Fundir þeirra
verða þó ekki fleiri, þareð full-
trUarnir lenda i höndunum á Ut-
sendurum stjórnar þeirrar i Af-
riku sem þeir berjast gegn. Locke
veit ekkert um það og heldur
áfram að mæta samviskusam-
lega á öllum stefnumótum, sem
Robertson hafði skráð i minnis-
bókina sina. A þessu tilgangs-
lausa flakki sinu kynnist hann
ungri stUlku nafnlausri, en leikinni
af Mariu Schneider. HUn er sam-
bland af hippa, heimskonu og
barni, og gagnrýnendur segja að
hUn komi með lifið til Lockes, það
Utlendingar. Við kynnumst Ro-
bertson ekki mikið — hann deyr i
upphafi myndar — og ironian i
öllu saman er, að Locke kynnist
honum ekki heldur, ekki einu
sinni við að „leika hlutverk
hans”. Firring Lockes er full-
komnuð þegar hann hefur af-
neitað eigin persónuleika og flæk-
ist um heiminn I gervi annars
manns, manns sem hann þekkir
ekki og skilur ekki.
Jack Nicholson og Maria Schneider i hlutverkum sinum i Farþeganum.
sé bara of seint. Hvort sem hUn
táknar „lifið” eða bara einhvern
möguleika er það rétt til getið að
hUn kemur of seint, hUn getur
engu bjargað. En hvað um hana
sjálfa? A hUn sér framtiö? Mér
virðist Antonioni svara þeirri
spurningu neitandi, þegar hann
leggur gömlum manni i .munn
þessi orð: „Annað fólk horfir á
börn og ímyndar sér nýjan heim,
en ég sé gamla harmleikinn byrja
uppá nýtt. Það er leiðinlegt”.
Eins og venjulega þegar lista-
verk eru annars vegar, megna
engin orð að lýsa Farþeganum.
Myndmálið er svo sterkt að
hversdagsleg orð hljóta að detta
niður máttlaus i samanburði.
Sem kvikmynd er Farþeginn
næstum þvi fullkominn. Kvik-
myndasagan hefur eignast enn
einn gimsteininn.
Vilji hinsvegar einhver spyrja:
Hvað hefur Antonioni sagt okkur
nýtt með þessari mynd? — getur
verið að okkur vefjist tunga um
tönn. Einn ágætur kvikmynda-
maður, kUbanskur, komst eitt
sinn svo að orði: „fullkomin kvik-
myndalist er afturhaldssöm” og
átti þá við að þeir sem i raun og
veru vilja breyta heiminum hafa
yfirleitt ekki efni á að gera „full-
komna” mynd. Antonioni er ekki i
þeirra hópi. Hann lýsir þvi skelfi-
lega villidýri, vestræna milli-
stéttarmanninum, á trUverðugan
hátt, en af samUð. Hann sér fyrir
endalok þessarar dýrategundar,
en býður ekki uppá neitt i staðinn.
Enda býst enginn við þvi af
Antonioni að hann breyti heimin-
um.
Hitt er svo annað mál, að manni
finnst stundum napurlegt að allir
þessir hæfileikar og allir þessir
peningar skuli ekki notaðir betur.
Hugsið ykkur mynd, sem að list-
rænum gæðum jafnaðist á við
Farþegann, en sem hefði það
frammyfir Farþegann að segja
okkur allan sannleikann og benda
okkur á leið UtUr ógöngunum.
Þá fyrst yrði nU gaman að fara i
bió. Ingibjörg Haraldsdóttir.
STYRKIR
til Noregsfarar
Stjórn sjóðsins Þjóðhátiðargjöf Norð-
manna hefir ákveðið að fyrsta úthlutun
styrkja úr sjóðnum fari fram á þessu ári.
Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur
sjóðsins ,,að auðvelda íslendingum að
ferðast til Noregs. I þessu skyni skal veita
viðurkenndum félögum, samtökum, og
skipulögðum hópum ferðastyrki til Noregs
i þvi skyni að efla samskipti þjóðanna t.d.
með þátttöku i mótum, ráðstefnum, eða
kynnisferðum, sem efnt er til á tvihliða
grundvelli. Ekki skal úthluta ferða-
styrkjum til einstaklinga eða þeirra sem
eru styrkhæfir af öðrum aðilum.”
1 skipulagsskránni segir einnig, að
áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem
renna til beins ferðakostnaðar, en um-
sækjendur sjálfir beri dvalarkostnað i
Noregi.
Hér með er auglýst eftir umsóknum frá
þeim aðilum, sem uppfylla framangreind
skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær
ferð, verður farin, fjölda þátttakenda og
tilgangfararinnar. Aukþess skal tilgreina
þá upphæð, sem farið er fram á.
Umsóknir óskast sendar til stjórnar
sjóðsins, Forsætisráðuneytinu, Stjórnar-
ráðshúsinu, Reykjavik, fyrir 25. mai n.k.
Dvöl í
Orlofshúsum löju
Iðjufélagar, sem hafa hug á að dvelja i
orlofshúsum félagsins að Svignaskarði i
sumar, verða að hafa sótt um hús eigi
siðar en þriðjudaginn 18. mai n.k. kl. 12 á
hádegi, á þar til gerð eyðublöð. Þeir
félagar, sem dvalið hafa i húsunum 2
undanfarin sumur, koma þvi aðeins til
greina, að ekki sé full-bókað.
Pöntunum er ekki veitt móttaka i sima.
Dregið verður úr umsóknum sem borist
hafa á skrifstofu félagsins 18. mai kl. 17.,
og hafa umsækjendur rétt á að vera við-
staddir.
Stjórn Iðju.