Þjóðviljinn - 09.05.1976, Síða 19

Þjóðviljinn - 09.05.1976, Síða 19
Sunnudagur 9. maí 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Umsjón: |Vilborg Dagbjartsdóttir Fuglshjartaö Ég hef haldið á fugli fuglinn hélt að hendur mínar væru hreiður á grein Ég hef haldið á fugli því er erfitt að trúa Fuglshjartað sló og sló augað glitrandi skein dökkt eins og óttinn Þá reis hann upp til að fljúga og dó Svo kom myrkrið stjörnurnar og nóttin. Lamb er fætt Lamb er fætt — svart og lítið undrandi skjögrar það í grasinu en bak við vegginn liggur lambsins litli hvíti bróðir svo líflaus og smágerður með augað opið kyrrt Aldrei getur þú hugsað þér nokkuð meira kyrrt Og ég jarða litla bróður og læt moldina hrynja niður á mjúka hrokkna skinnið og yfir augað breiði ég lauf því hann gleymdi að loka því. Einhvern tíma munum við deyja Einhvern tima munum við deyja þú og ég Allir menn munu deyja BARBRO LINDGREN: FIMM LJÓÐ UM DAUÐANN Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi og öll dýr og öll tré munu deyja og blómin á enginu en ekki öll í einu heldur smátt og smátt svo varla tekst eftir því. Gráttu ekki af því aö ég er dáin Gráttu ekki af því að ég er dáin ég er innra með þér alltaf Þú hefur röddina hún er í þér hana getur þú heyrt þegar þú vilt Þú hefur andlitið likamann Ég er í þér Þú getur séð mig fyrir þér þegar þú vilt Allt sem er eftir af mér er innra með þér Þannig erum við alltaf saman. Flugan hljóöar Flugan hljóðar heyr heyr liggur á bakinu brýst um heyr heyr er eitruð og dofin hljóðar dálítið meir og deyr. Á þriójudag veróur dregió í 5.flokki. 9.000vinningar aó fjárhœó 118.350.000.00 / A mánudag er síóasti endurnýjunardagurinn. 5.flokkur: 9 á 1.000.000 kr. 9.000.000 kr. 9 - 500.000 — 4.500.000 — 9 - 200.000 — 1.800.000 — 315 - 50.000 — 15.750.000 — 8.640 - 10.000 — 86.400.000 — 8.982 117.450.000 kr. Aukavinningar: 18 á 50.000 kr. 900.000 — 9.000 118.350.000.00

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.