Þjóðviljinn - 11.05.1976, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 11.05.1976, Qupperneq 3
Þriðjudagur n. mat 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Oft var þörf en nú er nauðsyn —- Oft var 'þörf en nú er þetta beinlfnis nauðsyn, að menn sýni hug sinn, — sagði Stefán Jóns- son, alþingismaður, þegar viö spurðum hann álits á fyrir- huguðum mótmælaaðgerðum gegn hersetu bandarikjamanna hér á laugardaginn kemur, Kefla vikurgöngu og útifundi. Og Stefán bætti við: — Ég ætla aö ýmsir, sem trúðu þvi 1949 og 1951, að viö — segir Stefán Jónsson, alþingis maður um Keflavíkur- gönguna yröum að ganga i NATO og þola erlendan her i landi okkar, þeir trúi þessu ekki lengur. Ég hef staöfastan grun um að þeir séu nú miklu færri sem þvi trúa, að erlend herseta og þátttaka i hernaðarbandalagi sé óhjá- kvæmileg. Það væri verðugt, að sem flestir hinna mörgu, sem nú hafa séð i gegnum blekkingarn- ar, launi þeim sem lugu að þeim meö þviaösýnahug sinn i göng- unni á laugardaginn kemur. Ég býst að visu ekki við að Geir Hallgrimsson, og aðrir slikir eilifir augnakallar NATO á Islandi láti sjá sig i nánd við gönguna eða útifundinn, en hitt finnst mér, að hver einasti maður, sem nokkuð hefur fundið til vegna framferðis breska NATO flotans hér á miðunum aö undanförnu, hljóti að nota tækifærið, sem nú gefst til að sýna NATO hug sinn. Þeir aðilar, sem nú standa að Keflavikurgöngunni tala annars sama tungumál, bera fram hin sömu rök og borin voru fram gegn Keflavikursamningnum 1946, gegn inngöngunni i NATO 1949 og gegn komu ameriska hersins 1951. — Þau rök eru öll enn i fullu gildi og ný hafa bæst við. Mér finnst ástæða til að ætla að andstaðan gegn hersetunni og þátttöku i NATO sé nú á ný Stefán Jónsson orðin svo mikil innan stjórnar- flokkanna sem hún hefur mest verið áður, og trúlega meiri. Stefnu okkar Alþýöubandalags- manna þekkja allir, og hina fjöl- mennu hópa ungra róttækra manna mun ekki þurfa að eggja. Adda Bára Tillaga öddu Báru Sigfúsdóttur um 3ja mánaða fæðingarfri þeirra kvenna, sem hjá borginni vinna hlaut jákvæðar undirtektir á borgarstjórnarfundi sl. fimmtu- dag, en siðari umræða um til- löguna fer væntanlega fram á næsta borgarstjórnarfundi og fátt, sem bendir til annars en hún veröi þá samþykkt. 1 umræðum um tillöguna sagði Adda Bára, aö 90 daga fæðingafri væri réttlátt og oröin almenn regla og hefði ma. verið í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna i tuttugu ár og taka til allra kvenna, sem hjá hinu opinbera starfa, hvernig sem ráðningarskilmálum þeirra er háttað, hafi þær föst laun. Er það ekki háð neinum skuldbindingum eftir á, heldur viðurkennt sem áunninn réttur þeirra, sem föst laun þiggja. Hjá borginni er þessu á annan ,veg farið. Þar njóta konur ekki þessara sjálfsögðu réttinda nema þær hafi verið i þjónustu hjá borginni i amk eitt ár, og skulu þær halda starfi áfram amk. i þrjá mánuöi eftir barnsburðarfri. Lausráðnir starfsmenn borgar- innar fá veikindafri aðeins til hálfs við þá, sem fastráðnir eru, og lausráönar konur þvi aðeins hálft barnsburðarfri eða i 45 daga og með þeim skilyrðum, að þær vinni áfram eftir barnsburð amk. i þrjá mánuði. Sagði sig úrAlþýðu- flokknum Hreppsnefndarfulltrúi krata á Selfossi hefur sagt sig úr Alþýðu- flokknum, en hann var i efsta sæti lista krata og óbundinna, sem skirður var Iisti jafnaðarmanna til franiboðs vorið 1974. Brynleifur H. Steingrimsson, héraðslæknir á Selfossi, sagði blaðamanni í gær, að hann væri ekki genginn i neinn flokk, og ,,i hvaða flokk ég geng fer algerlega eftir þvf hvernig kaupin gerast á eyrinni”, sagöi hann. Neitaði hann þvi, sem flogið hefur fyrir, að hann hefði boðið Framsóknarflokknum að taka þriðja sæti á lista hans i Suður- landskjördæmi við siðustu al- þingiskosningar og jafnframt þvi að hann hyggðist ganga i Sjálf- stæðisflokkinn. — úþ Tillögu öddu Báru vel tekið í borgarstjórn 90 daga fæðingarfrí án skilyrða um áframhaldandi vinnu Eftir að starfsmaður hefur unnið hjá borginni i ár og er ekki orðinn fastráðinn á hann rétt á aö fá úrskurð um hvort hann veröi fastráðinn eða ekki. Adda Bára skýrði frá þvi, að mörg dæmi væru þess, að konur væru ekki fastráönar fyrr en eftir nokkur ár i starfi hjá borginni og meöan þær væru það ekki nytu þær aðeins hálfs barnsburðarfris. Oft er þetta vegna þess, að kon- urnar vilja sjálfar ekki láta fast- ráða sig, ma. vegna þess að þær vita ekki um hvernig þeim muni takast að fá gæslu fyrir börn sin, og þá ekki sist þau, sem yngst eru og fædd hafa verið i fæðingarleyfi hjá borginni. 1 tillögu öddu Báru er gert ráð fyrir þvi, að fastráðnar konur i starfi hjá borginni fái full laun I 90 daga vegna barnsburöar án nokk- urra skuldbindinga, eftir þriggja mánaða starf veröi greiddir veikindadagar til hálfs við það, sem fastráðnir starfsmenn hafa, en eftir aö starfsmenn borgar- innar hafa unnið þar i 6 mánuöi skuli þeir njóta sömu veikinda- fria, sem fastráðnir starfsmenn, og hið sama gildi þá um barnsburðarfri, og sé það veitt án skilyrða um vinnu að frii loknu. Borgarstjóri, Birgir tsl. Gunnarsson, tók vel i tillögur öddu Báru, og sagði það ekki ætlunina, að starfsmenn borgar- innar hefðu verri ráðningarkjör en starfsmenn hins opinbera. Þar sem um breytingar á reglugerðum fyrir borgina yrði aö ræða ef tillögur þessar yrðu samþykktar, mun fara fram önn- ur umræða um þær, og verður hún væntanlega fimmtudaginn 20. mai. — S.dór Trúnaðar- menn í járn- iðnaði á námskeiði Um síðustu helgi, laugardag og sunnudag, gekkst Félag járniðnaðarmanna fyrir nám- skeiði fyrir trúnaðarmenn sina á vinnustað. Það voru 20 menn sem sóttu námskeiðiö og tókst það i aiia staði mjög vel að sögn Guð- jóns Jónssonar formanns félagsins. A laugardeginum var farið yfir kjarasamningana og einnig lqg og Myndin hér að ofan er frá námskeiði þvi sem Fél. járniðnaðarmanna gekkst fyrir um siöustu helgi. (Ljósm. EK) samninga um aöbúnað á vinnu- stað. A sunnudeginum hélt Baldur óskarsson erindreki ASt erindi sem hann nefndi „Verka- lýðsfélögin og þjóðfélagið”, og siðan voru almennar ■ umræður um það mál. Járniðnaðarmenn hafa áður haldið svona námskeið fyrir trúnaðarmenn sina, og hafa þau tekist vel og verið til góðs. — FRAMLEIÐUM HENTUGAR, LAUSAR, SORPLYFTUR Á VÖRUBlLSPALLA ER ALLT í RCrc, Framleiðum ýmsar tegundir sorpgrinda A, i mismunandi verðflokkum. Munum fúslega kynna yður okkar HAGSTÆÐÁ verð og afgreiðslutíma. /J NQRMI VÉLSMIÐJA Lyngási 8 Simi 5-38-22 FRAMKVÆMUM ALLSKONAR MÁLMSMlÐI — GERUM TILBOÐ I VERK — HEITZINKHÚÐUM

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.