Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.05.1976, Blaðsíða 16
Myndina tók Einar I hdsakynnum atvinnumiðlunarinnar I gærmorgun, en þá var starfsemin aö fara i gang. Menntaskóla- nemar með atvinnumiðlun DWÐVIUINN Þriðjudagur 11. maí 1976 Stjórn Yængjaslitur samninga við flugmenn Stjórn Vængja hefur ákveöið aö slita samningum viö flugmenn. Ekki á aö ráöa aöra flugmenn, en stjórnin hefur samþykkt aö halda uppi þeirri þjónustu sem stjórnarmenn sjálfir geta annast. Einnig hefur stjórnin ákveöiö aö athuga leigu eöa söiu á véiakosti félagsins til innlendra aöiia. Ástæöan fyrir þvi að ákveöið er aö slfta samningum við fiugmenn er sem fyrr deilan um það, hvort flugmennirnir eiga að hafa rétt til þess að tilheyra slnu stéttarfélagi eða ekki. Kjartan Óiafsson. Barátta verkalýðs og ríkisstjórnar 1 kvöld kl. 20.30 hefst félags- fundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik i Tjarnarbúð. Þar hef- ur Kjartan Ólafsson, ritstjóri, framsögu um efnið: „Barátta verkalýðshreyfingar og ríkis- stjómar. A fundinum verður einnig kosin uppstillinganefnd til stjórnar- kjörs i félaginu. Milli fimmtán- og átján hundruð menntaskóianemar ganga atvinnuiausir um þessar mundir og hafa þeir sett á fót at- vinnumiölun, sem hefur þaö verkefni að útvega þeim vinnu ef nokkur kostur er á. Sögöu starfs- menn atvinnumiölunarinnar i gær aö fyrir marga væri sumar- vinna homsteinn alls vetrar- námsins og án hennar væri fyrir- sjáanlegt aö margir yröu hrein- lega aö hætta námi sökum fjár- skorts. Alls fékkst 300 þúsund króna styrkur frá menntamálaráðu- neytinu til þessarar starfsemi menntskælinga en þeir höfðu beðiðum 450 þúsund og töldu það lágmarksupphæð til starfrækslu miðlunarinnar i átta víkur. Var reiknað með að um 350 þúsund krónur færu i auglýsingakostnað, en herferð þeirra i fjölmiðlum er þegar hafin. Atvinnumiðlun menntskælinga hefur verið starfrækt frá þvl árið 1969 að tveimur árum undan- skildum, en þá var næga vinnu að fá. Hefur hún yfirleitt skilað mjög góðum árangri og oftast séð öllum fyrir vinnu, sem til hennar hafa leitað. Simi atvinnumiðlunarinnar er 8269fl og er hún staðsett I austur- álmu Menntaskólans við Hamra- hllð. Eru atvinnurekendur hvattir til þess að láta I sér heyra ef þeir hafa not fyrir einhvern mann- skap. Sömuleiðis eru menntskæl- ingar beðnir að hringja I þennan sima ef þeir óska aðstoöar,—gsp Réttargœslumenn: Bíða átekta — Við réttargæslumenn fjór- menninganna sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi vegna Geir- finnsmálsins — höfum enn ekki tekið neina ákvörðun um hvort fariö verður I skaöabótamál vegna gæsluvaröhaldsins, enda er mðlinu ekki lokið og ekki timabært að taka neinar ákvaröanir fyrren svo er, sagöi Jón Ólafsson, hæstarréttarlög- maður sem var réttargæslu- maður eins þeirra manna, sem sætt hefur gæsluvaröhaldi vegna Geirfinnsmálsins. Jón sagði að fordæmi væri fyrir þvi hér á landi að menn fengju dæmdar miskabætur, ef þeim hefur verið haldið i gæslu- varðhaldi saklausum. Um rannsókn málsins og málsmeðferð alla sagðist hann ekki vera tilbúinn að tjá sig um á þessu stigi. Hann sagðist eiga eftir að kynna sér fréttatil- kynningu þá sem rannsóknar- lögreglan sendi frá sér i gær og ef eitthvað kæmi þar fram, sem hann væri ekki ánægður með myndi hann láta frá sér heyra. Frekar vildi Jón ekki tjá sig um málið. — S.dór. 17 breskir á miðunum Tiöindalaust var á miðunum fyrir austan land I gær. Þar voru þá 17 breskir veiðiþjófar sem reyndu veiöar I m jög þéttum hópi og á annan tug verndarskipa slógu skjaldborg um togarana þannig aö nær ógerlegt er fyrir varöskipin aö komast aö þeim en um leið nær ógerlegt fyrir bretana aö veiöa. Mjög mikil óánægja er rikjandi meöal togaraskipstjóranna og sjómannanna. 1 gær greiddu þeir atkvæði um það að halda á Vestfjarðamið, 7 voru þvl hlynntir, 9 andvigir og einn sat hjá og verður flotinn þvi um kyrrt fyrir austan. Togararnir hafa lltið sem ekkert aflað undanfarið og þeir fá engar tjónabætur. Sjó- mennirnir eru sammála um aö svona geti þetta ekki gengið leng- ur og veröur fróðlegt að fylgjast með framvindu mála — s.dór. Varnarlið íslands er á v arðs kipunum Aðalfundur Verkalýðsfélags tslands, sem haldinn var á sunnu- daginn, sendi varðskipsmönnum kveðjur með þakklæti og virðingu fyrir karlmannlega og einarða framgöngu. í ályktun fundarins segir að varðskipsmenn hafi með starfi sinu sannað að varnarlið islendinga sé á varðskipunum en ekki á Miðnesheiðinni. Þá segir að i ljósi siðustu atburða á miöun- um og vegna afstöðu bandarikja- manna I landhelgismálinu skori fundurinn á stjórnvöld að endur- skoða afstöðu slna til herstöðvar bandarikjamanna á íslandi og til NATÓ með það fyrir augum að segja upp samningum við þessa aðila. Lúðvík Jósepsson um Hafréttarráðstefnuna: 200 mílna efnahagslögsaga viðurkennd af nœr öllum Mikill sigur fyrir stefnu íslendinga Lúðvik Jósepsson, alþingis- maöur, sem siðustu vikur hefur setiö fundi Hafréttarráöstefn- unnar i New Vork kom heim um helgina. Við leituðum frétta hjá honum og spurðum hvert væri mat hans á niðurstööum þeim, sem nú liggja fyrir. — Lúðvik sagði: Þegar litið er sérstaklega til hagsmunamála okkar íslend- inga, þá tel ég, að sú niðurstaða sé markverðust, að á þessum fundi var enn á ný viðurkennd sú meginstefna, að strandrlki skuli hafa rétt til 200 milna auð- lindalögsögu og eigi að hafa allan lögsögurétt á þvi svæði; að strandrikið geti sjálft ákveðið hvað heimilt skuli að taka mikinn heldarafla af hverjum fiskistofni innan 200 milna markanna, og að strandrikið ákveði einnig algerlega á eigin spýtur, hvað það sjálft telji sig geta veitt mikið. Um þessa meginstefnu hefur náðst svo víðtæk samstaða, að ástæðulaust er, að gera nokkuð úr andstöðu við hana. Nær allar þær þjóðir, sem upphaflega reyndu að standa þarna á móti hafa nú fallist á þessa grundvallarstefnu, má þar nefna breta og fleiri Vestur- Evrópuþjóðir, Bandarlkin og Sovétrikin. — Er þá ekki fengin, lagalega séð, sú viðurkenning, sem ætti að nægja okkur islendingum til þess, að bretar hætti yfirgangi sinum hér? — Jú, það er einmitt mitt álit. Ég tel það algera þversögn hjá bretum, að viðurkenna þessa stefnu á Hafréttarráðstefnunni, og gera einnig kröfur á grund- velli hennar innan Efnahags- bandalagsins fyrir sjálfa sig, en halda eigi að siður áfram herskipavaldbeitingu sinni hér gegn okkur. Vissulega gátu bretar um það leyti, sem við færðum út I 50 milur reynt að afsaka valdbeit- ingu með áliti Haagdómstólsins og þeim „rétti”, sem þeir töldu sig hafa samkvæmt landhelgis- samningi viðreisnarstjórnar- innar frá 1961, En nú getur deilan við þá ekki lengur staðið um þessi atriði, þvi að i raun er nú þegar fengin alþjóðleg viður- kenning á stefnu, sem staðfestir allar gerðir okkar isiendinga. — Nú hafa þessar greinar, sem okkur varða mestu, náð að haldast óbreyttar frá uppkasti þvi, sem lagt var fram i lok Lúövik Jósepsson fundarins I Genf i fyrra, — en hvað er að segja um tilraunir landluktra rikja til að fá þeim breytt og takmarka réttindi strandrikja? — Jú, það er rétt, að hópur landluktra rikja og nokkurra annarra rikja, sem litið sem ekkert fá i sinn hlut út úr 200 milna reglunni, reyndi að tryggja sér nokkurn rétt innan 200 mllna markanna hjá strand- rikjunum. Þetta bar þó engan sýnilegan árangur svo sem ljóst er af þeim texta, sem fyrir lá nú i lok þessa fundar. Hitt er þó enn mikilvægara og jákvæðara fyrir okkur islendinga, að nær öll þau riki, sem haldið hafa uppi þessum kröfum þau hafa þó tekið fram, að þau telji eðlilegt, að riki eins og Island, sem hafa fiskveiðar að meginuppistöðu þjóðarbúskapar, haldi samt sem áður öllu sinu að fullu, þótt landlukt riki fengju nokkurn rétt hjá öðrum strandrikjum. Þvi er það, að jafnvel þótt landluktu rikin kynnu að fá eitt- hvað fram á lokastigi ráðstefnunnar, þá á okkar mál þó ekki að vera i neinni hættu. Rétt er að geta þess, að úr hópi hinna svokölluðu landluktu rikja voru það t.d. sviar og austur-þjóðverjar og margir fleiri, sem tóku mjög skýrt fram að sjálfsagt væri, að islendingar héldu öllu slnu. — Nú er nýr fundur ráðstefn- unnar ákveðinn I New York dagana 2. ágúst — 17. september I sumar, svo ekki er ráðstefnunni nú lokið enn. — Nei málum er ekki form- lega lokið, vegna þess að sú stefna hefur verið rlkjandi að hnýta saman aila þætti þessara hafréttarmála, þ.e.a.s., þann þáttinn, sem snýr að efnahags- lögsögu (200 milurnar), þann þáttinn sem snýr að mengunar- málum og siðast en ekki sist þann þáttinn, sem varðar nýtingu hafsbotnsins utan 200 milna markanna. Og það er sér- staklega þessi siðasti . þáttur, varðandi hafsbotnssvæðið, sem tefur endanlegar ákvarðanir ráðstefnunnar. Um þau atriði er enn talsverður ágreiningur; þar eru annars vegar hin auðugu tæknivæddu stórveldi og hins vegar þróunarríkin, sem eiga að njóta góðs af arðinum frá þeim verðmætum, sem hafsbotninn kann að geyma. — En er nú samt ekki hægt að reikna með, að óðum styttist i það, að ráðstefnunni ljúki? — Jú, i lok þessa fundar nú var lekin ákvörðun um hvaða vinnubrögð skyldu viðhöfð á næsta fundi, og gert ráð fyrir, að aðeins 2—3 fyrstu vikurnar færu i samingaumleitanir nú i sumar, en siðan tæki við timi ákvarðana. Það er þvi vissulega gert ráð fyrir þvi að á næsta fundi, nú i ágúst/september geti orðið um aö ræða loka- ákvarðanir. En það, sem ég vil sérstak- lega leggja áherslu á i sam- bandi við störf Hafréttaráð- stefnunnar er þetta: Að minum dómi hcfur I raun tekist samkomuiag, þó enn sé þaö ekki staðfest formiega, um alla þá hætti þessara mála, sem varða okkur islendinga sérstak- lega. Práttur á ákvörðunum um önnur efni má ekki skyggja á þetta aðaiatriði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.