Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Erlendar fréttir í stuttu máli Suður-Afríka: Sjö drepnir í óeirðum JÓHANNESARBORG 16/6 Reuter— Að minnsta kosti sjö manns voru drepnir og margir tugir særðir I dag i miklum óeirðum, sem urðu i Soweto, útborg frá Jóhannesarborg þar sem um miljón blökkumanna býr. Óeirðirnar hófust i sambandi við mótmæli barna og unglinga á aldrinúm 13-18 ára, sem gert höfðu skóla- verkfall til að mótmæla þvi að i skólunum er eingöngu kennt á afrikaans, máli náskyldu hollensku, sem hollenskættaðir suður- afrikumenn (búar) tala. Krefjast börnin og unglingarnir þess að enska og tungumál blökkumanna séu notuð i skólunum. Fréttum ber ekki fullkomlega saman um hverjir áttu upptökin aö óeirðunum, er þær hófust er um 10.000 blökk börn og ungling- ar fóru i mótmælagöngu um götur Soweto. Slógust fljótlega margir fullorðnir i lið með þeim. Hrópuðu unglingarnir meöal annars: „Við erum afrikumenn, ekki búar.” Samkvæmt Reuter- frétt skaut lögreglan á mótmælafólkið og samkvæmt sömu frétt voru þeir drepnu þrir hvitir menn, tveir svartir lögreglumenn og tvö blökk skólabörn. Eru þetta blóðugustu óeirðir, sem orðið hafa i Suður-Afriku siðan I september 1973, þegar lögregla skaut til bana tólf svarta námumenn við gullnámuna við Charleton- ville. Um 300 hvitir námsmenn við Witwatersrand-háskólann söfn- uðust i nótt saman i Jóhannesarborg miðri og lýstu yfir stuðningi við börnin og unglingana i Soweto. Ambassador USA í Líbanon myrtur BEIRtJT, WASHINGTON 16/6 NTB-Reuter— Haft er eftir heim- ildum i Hvita húsinu að ambassador Bandarikjanna i Libanon, Francis Meloy, efnahagslegur ráðunautur sendiráðsins og lib- anskur bilstjóri þeirra hafi fundist drepnir I Beirút. Fyrr i dag hafði frést að ambassadornum hefði veriö rænt. I frétt frá Beirút segir að aðilar að borgarastriðinu I Libanon hafi samþykkt friðaráætlun þá, sem Arababandalagið hefur lagt fram. Samkvæmt þeirri áætlun eiga sýrlendingar að létta um- sátri sinu um Beirút, Sidon og Tripóli og draga liö sitt til baka austur i Bekaa-dal og til Akkarhéraðs nyrst I landinu, en friðar- gæslusveitir Arababandalagsins eiga að taka við á þeim svæð- um, sem sýrlendingar yfirgefa. Mikil andstaöa kvað vera i Sýrlandi gegn innrás sýrlenska hersins I Libanon. Fjöldafundur, sem Baþ-flokkurinn, ráðandi stjórnmálaflokkur i Sýrlandi, efndi til, leystist upp vegna mót- mæla ihlutunarandstæðinga og haft er eftir palestinskum skæru- hermönnum að sýrlenskur herflokkur hafi neitað að hlýða skip- un um að fara inn til Libanon. Jórdaníukonungur hugleiðir eldflaugakaup í Sovétríkjunum AMMAN 16/6 NTB-Reuter — Hússein Jórdaniukonungur fer á morgun til Moskvu þeirra erinda meðal annars að ræða um vopnakaup við sovéska framámenn. Hann kvað loftvarnir rikis sins alls ófullnægjandi og sagði að vel kæmi til greina að hann festi kaup á loftvarnareldflaugum i Sovétrikjunum. Bandarikin hafa að sögn hótað að draga úr efnahagsaðstoð sinni við Jórdan- iu ef Hússein kaupi eldflaugarnar af sovétmönnum, en þær hót- anir kveðst kóngur láta sem vind um eyru þjóta. Jórdania hafði áður pantað loftvarnareldflaugar af Bandarikj- unum, en ekki gekk saman þar eð bandarikjamenn verðlögðu flaugarnar of hátt, að dómi jórdana. Aðstoða norðmenn víet- nama við olíuleit? OSLÓ 16/6 NTB — Vietnamar hafa að sögn mikinn áhuga á samningum við norðmenn um tækniaðstoð til oliuleitar og er lik- legt að endanlegir samningar um þetta verði gerðir milli rikj- anna i sumar. Ekki er tekið fram i fréttinni hvar oliuleitin eigi aö fara fram, en áður hefur oft heyrst að mikið magn af oliu muni vera undir hafsbotninum undan ströndum Vietnams. Einnig hafa vietnamar mikinn áhuga á þvi að fá aðstoö norð- manna við vatnsvirkjanir svo og til uppbyggingar sjávarútvegs og skipasmiðaiðnaðar. Norðmenn búast við miklum olíugróða OSLÓ 16/6 NTB-Reuter — Noregur fær liklega 60.000 miljónir norskra króna i tekjur af oliuvinnslu sinni út af ströndum lands- ins á næstu tiu árum, að þvi er Bjartmar Gjerde, iðnaðarmála- ráðherra Noregs, sagði i dag. Hann sagði jafnframt að þótt tekjur norðmanna af oliu og jarðgasi yrðu gifurlegar, yrði að gæta fyllstu varfærni i þeim málum og reynsla siðustu ára hefði sýnt, að nauðsyn væri á vandlega skipulögðu efnahagslifi til að tryggja að oliutekjurnar kæmu að fullum notum til að tryggja næga atvinnu, stöðugt verðlag, jafnvægi I efnahagslifinu og fjár- festingu i þvi skyni að skapa nýja atvinnumöguleika. Það er okkar höfuðverkur að standa við áætlanirnar sem lagðar voru til grundvallar, er „lausnargjald” Union Carbide var ákveðið, segir Gunnar Sigurðsson — Það er okkar vandamál að standa við allar þær áætlanir sem gerðar voru þegar skaðabætur Union Carbide voru ákveðnar en það verður ekki annað sagt en að við séum ánægðir með samkomu- lagið sem náðist eftir mikið samningaþjark við þessa menn, sagði Gunnar Sigurðsson stjórnarformaður islenska járn- blendifélagsins, á blaðamanna- fundi i gær. Eins og frá er skýrt á forsiðu blaðsins eru allar likur á þvi að samkomulag hafi náðst við norska fyrirtækið Elken Spiger- verket a/s um að taka við hlut- verki Union Carbide i f jármögnun járnblendiverksmiðju á Grundar- tanga og er gert ráð fyrir þvi að eignaraðildin verði óbreytt, þ.e. 55% islenzk eign og 54% eign erlenda aðilans, I þessu tilfelli norðmanna. Gunnar forðaðist að nefna ákveðna dagsetningu á þvi hven- ær verksmiðjan færi hugsanlega i gang eftir þær tafir sem orðið hafa vegna brotthlaups UC. Hann sagði aðeins að stefnt væri að þvi að hefja framkvæmdir strax I haust og ef af þvi yrði mætti reikna með að nauðsynlegt vinnu- afl yrði um 50 manns. Frá þvi sl. haust hefur Union Carbide nefnt þær áhyggjur sinar æ oftar að sölutregða og lækkandi verðlag ylli siminnkandi rekstrarmöguleikum fyrir islenska járnblendiverksmiðju. 1 janúar sl. kom siðan fram sú ósk félagsins að draga sig I hlé og nokkrum vikum siðar þótti til- gangslaust að reyna frekar að fá þá ofan af þeirri ákvörðun. Var þá haft samband við norðmenn, sem áður höfðu sýnt starfsemi á islenskri grund áhuga, og bendir allt til þess að viðræðurnar beri árangur. Verð á afurðum járnblendi- verksmiðju er aðeins að rétta úr kútnum eftir mikla hrakninga niður á við og er það nú um 600 dollarar fyrir tonnið á evrópu- markaði. Afkastageta verksmiðj- unnar var upphaflega áætluð 50 þúsund tonn á ári og arður verk- smiðjunnar um 15 prósent. Ekki treysti Gunnar sér til þess að spá um væntanlega afkastagetu þess fyrirtækis, sem sett yrði á lagg- irnareftir norsku „uppskriftinni” en hún er um margt frábrugðin þeirri, sem hingað til hefur verið miðað við. Vonast er til þess að meirihluti starfsmanna við uppsetningu verksmiðjunnar verði Islenskur en þó er ljóst að sérhæft vinnuafl frá Noregi verður töluvert. Gert er ráð fyrir að um 140 manns muni starfa i verksmiðjunni er hún verður komin i fullan gang. Um samningaviðræðurnar við Union Carbide um upphæð „lausnargjaldsins” vildi Gunnar sem minnst ræða og vildi hann ekki nefna þá upphæð, sem islenskir aðilar gerðu að kröfu sinni til þess að samþykkja samn- ingsrof. Ekki fékkst hann heldur til þess að nefna fyrsta tilboð Union Carbide en sagði að sam- komulag hefði tekist eftir miklar umræöur. Hluti upphæðarinnar hefur þegar verið greiddur i hlutabréfum, annar hluti dregst frá vegna verkfræðivinnunnar sem unnin hefur verið ytra en það sem eftir er verður siðan að greiðast i beinhörðum peningum. Stofnkostnaður járnblendiverk- sniiðjunnar er áætlaður 68 miljónir bandarikjadala og er ekki ennþá talin ástæða til þess að reikna með verulegum frávikum. Norðmennirnir óska ekki eftir þvi að fá að breyta eignarhlutföllun- um, þeir sækjast að sögn ekki eft- ir þvi að fá meirihluta hlutabréfa til sin. Fyrirtækið er ekki alþjóð- legur auðhringur heldur nær ein- göngu starfrækt með norsku fjár- magni. —gsp Megas í Tiarnar- bæ í dag I dag, 17. júni þjóðhátiðardag islendinga, efnir Stúdentaráð Há- skóla Islands til tónleika i Tjarnarbæ sem áður hét Tjarnar- bió. Kl. 17 mun ljóðskáldið, tón- skáldið og söngvarinn Megas hefja þar upp raust sina fyrir þá ' sem mættir verða. Þetta er I annað skiptið sem SHÍ gengst fyrir tónleikum þar sem Megas kemur fram. Þeir fyrri voru snemma á liðnum vetri og tókust með eindæmum vel. Siðan hefur Megas farið um byggðir landsins ásamt öðrum vondum listaskáldum og núna á Listahátið kom hann fram á popptónleikum Krumma. Eftir þá tónleika hófust upp miklar deilur i dálkum Dagblaðsins um það hvort Megasi leyfðist að halda þvi fram að Jónas Hallgrimsson hafi dáið úr syfilis. Núna gefst fólki kostur á að hlýða á þennan merka listamann I Tjarnarbæ og sennilega verður enginn svikinn af lagavalinu, það verður eflaust allt hið þjóðlegasta i fullu samræmi við sögulegar hefðir. Kannski flytur Megas okkur eitthvað af þvi efni sem hann hyggst setja inn áplötu sem byrjað verður að taka upp núna upp úr 20. júni. Eins og áður segir hefjast tón- leikarnir kl. 17 en aðgangseyrir er kr. 300 (sem er ekki mikið miðað við að það kostaði 1.500 kr. inn á poppkonsert Listahátiðar). X —ÞH Magnús Þór Jónsson, ööru nafni Megas. MISMUNUR UPP I 15 LAUNAFLOKKA segir Starfsmannafélag rikisstofnana Starfsmannafélag rikisstofn- ana hefur sent frá sér ýtarlega greinargerð þar sem fram kemur að félagið telur gifurlegan mun á kjörum rikisstarfsmanna annars vegar og þeim kjörum sem tiðk- ast á svokölluðum almennum vinnumarkaði. Kjör iönaöarmanna, tæknimanna og fleiri t greinargerð Starfsmanna- félags rikisstofnana segir um kjör iðnaðarmanna, tæknimanna og fleiri að munurinn á töxtum rikis- starfsmanna og þeim launum sem greidd eru á almennum vinnumarkaði séu sem svarar 9 launaflokkum. í samanburðinum er annars vegar miðað við laun iðnaðar- manna á sl. ári skv. útreikningum kjararannsóknarnefndar að við- bættum 7,5% hækkun vegna samninga sl. vor og 6,0% hækkun- inni siðar eru meðallaun iðnaðar- manna á „almennum markaði” nú 101.867 kr. á mánuði en iðnaðarmenn fá nú skv. samningum BSRB 76.495 kr. á mánuði. Iðnaðarmenn fá nú kr. 100.069 á mánuði skv. rikisverksmiðju- samningunum, en samkv. gild- andi samningi SFR 74.783 kr. Mismunur 9 launaflokkar. Iðnaðarmenn með verkstjórn fá 122.539—129.304 kr. á mánuði en á vegum SFR fá þeir 82.640 kr. á mánuði. Mismunur 12 launa- flokkar. Þá eru laun skv. samningum SFR borin saman við laun hjá Isal. Þar kemur fram að iðnaðar- maður hjá Isal hefur 128.760 kr. á mánuði, en iðnaðarmaður sem tekur laun eftir samningum SFR fær 80.020 kr. á mánuði skv. 18 launaflokki. Hér munar 15 launaflokkum. Þá eru borin saman laun bankamanna og félaga SFR. Aðalféhirðir eftir samninum bankamanna fær 144.166 kr. á mánuði en aðalféhirðir II hjá rik- inu fær 100.222 kr. á mánuði. 1 greinargerð rikisstarfsmanna er lögð mikil áhersla á saman- burðinn við samninga vegna starfsfólks i rikisverksmiðjunum, en þar er að sjálfsögðu um sama launagreiðandann að ræða og hjá starfsmönnum SFR. Áhugamenn 1 dag 17. júni verður opnuð i tþróttahúsinu i Garðabæ sýning á verkum áhuga- mannamálara, sem undan- farin tvö ár hafa unnið saman að hugðarefnum sinum. A sýningunni eru 55 myndir eftir 12málara. t fyrra var á sama tima haldin sýning svipaðs sýna eðlis i Garðabæ og þótti hún takast vel. Kennari áhuga- fólksins i Garðabæ i vetur hef- ur verið Eirikur Sigtryggsson, listmálari. Sýningin veröur opin i dag og á morgun og væntanlega einnig um helg- ina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.