Þjóðviljinn - 17.06.1976, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Qupperneq 15
Fimmtudagur 17. júni 1976 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 15 1873 Þingvallafundur samþykkir mjög róttækar tillögur þar sem lögð er áhersla á aö konungs- samband sé hið eina samband islands og Danmerkur. 1874 Konungur setur islendingum stjórnarskrá. Með henni fær Alþingi löggjafarvald og fjárfor- ræði. í stjórnarskránni eru ákvæði um trúfrelsi, fundafrelsi,, félagsfrelsi og framfærslurétt. 1875 Hægri maðurinn Estrup varð forsætisráðherra dana og stóð hann gegn róttækum framfara- öflum bæði i heimalandi sinu og á íslandi fram undir aldamót. 1881 Benedikt Sveinsson leggur til að stjórnarskráin verði endur- skoðuð. Næstu ár einkennast af endurskoðun arbará ttu nni. 1882 Kaupfélagshreyfingin kviknar i Þingeyjarsýslum. Jón Sigurðsson, leiðtogi íslendinga í baráttu f yrir póli- tísku og efnahagslegu sjálfstæði. 1916 Atvinnurekendur á Islandi græða á heimsstyrjöldinni meðan almenningur sveltur. Alþýðu- samband tslands stofnað og stéttarbarátta setur aukin svip a islensk stjórnmál. 1917 Bretar og frakkar neyða islend- inga til að selja helminginn af hinum myndarlega togaraflota sinum. 1918 tsland verður frjálst og full- valda riki i konungssambandi við Danmörku. Orslit heims- styrjaldarinnareiga mikinn þátt i þessari þróun. Með fullveldinu er lýst yfir ævarandi hlutleysi. 1920 Hæstiréttur stofnaður. tslend- ingar hefja landhelgisgæslu. 1930 Alþingishátiðin er eins konar styrkleikayfirlýsing islendinga gagnvart erlendum þjóðum. Heimskreppan mikla skellur yfir landið. 1895 1937 Valtýr Guðmundsson boðar tillögur sinar um að islendingur verði ráðherra tslandsmála með búsetu i Kaupmannahöfn og hafi hann ábyrgð fýrir Alþingi á stjórnarathöfnum sinum. 1901 Þingræöi kemst á i Danmörku. Vinstri menn taka við stjórnar- taumum. 1902 Róttæk hreyfing, Landvarnar- flokkurinn, skýtur upp kolli á tslandi. Hann vill ganga lengst i sjálfstæðismálum. 1904 tslendingar fá heimastjórn. Hannes Hafstein veröur ráðherra meö búsetu i Reykjavik. 1906 Ný alda stjórnmálaáhuga gri'pur um sig á íslandi. Hið svo- kallaða Blaðamannafrumvarp vekur mikla athygli en i þvi segir að tsland skuli vera frjálst sambandsriki við Danmörku. Ungmennafélagshreyfingin stofnuð. tsland kemst i sifnasam- band við útlönd. 1907 Þingvallafundur samþykkir tillögur þar sem tæpt er á algjör- um skilnaði við Danmörku. Fyrsti al-islenski togarinn veldur timamótum fyrir islenska atvinnuvegi. 1908 Sameiginlegar tillögur islensk-danskrar nefndar (upp- kastið) um samband rikjanna felldar i almennum kosningum. Þar var kveðið á um að hermál og utanrikismál skyldu vera sameiginleg og óuppsegjanleg. Skúli Thoroddsen i fararbroddi þeirra sem vilja gera hinar fyllstu kröfur. 1913 Danskirsjóliðar taka bláhvitan fána af báti i Reykjavikurhöfn. Af þessu verða miklar æsingar i Reykjavik. 1914 Með stofnun Eimskipafélags tslands kemst meginhluti siglinga i islenskar hendur. 1915 tslendingar fá sérstakan þjóð- fána. Einar Pétursson með bláhvíta fánann á Reykjavikur- höfn 1913. Danskir sjóliðar gerðu fánann upptækan Barátta gegn bandarísku hervaldi. Kef lavíkurgangan í mai 1976. Stærsti erlendi markaðurinn, Spánarmarkaðurinn, lokast vegna borgarastyrjaldar. tslendingar auka frystiiðnað verulega. 1938 Stórveldin fara að renna hýru auga til tslands vegna komandi striðsátaka. Þjóðverjum er neit- að um lendingaraöstööu fyrir flugvélar. 1940 Bretar hernema tsland og þjóö- verjar Danmörku. Við þaö rofna tengslin milli landanna. Hernám breta veldur miklum breytingum á atvinnuháttum og þjóðlifi landsmanna. tsland veröur skyndilega mikilvæg herstöö i alfaraleið. Við það hefst nýtt andóf, ný sjálfstæðisbarátta gegn hættulegri óvin en danir voru, gegn engilsaxnesku her- og auðvaldi, og hefur sú barátta staðið óslitið siðan. 1941 Bretar taka islenskan alþingis- mann og ritstjóra Þjóðviljans höndum og flytja þá i fangabúðir til Bretlands. Bandaríkjamenn taka við hernámi Islands. 1944 Lýðveldi lýst yfir á tslandi. Bandarikjamenn eru með áætlanir um að fá hér varanlegar bækistöðvar og taka þar af leið- andi ákvörðun um að styðja lýð- v e 1 d i s s to f n u n i n a . Með Nýsköpunarstjórninni hefst atvinnuleg uppbygging tslands eftir langvarandi kreppu og strið. 1945 Þó að styrjöldinni ljúki sýna bandarikjamenn ekki á sér farar- snið. Um haustið fara þeir fram á 3 herstöðvar til 99 ára. tslending- ar hafna þvi eindregið. 1946 Mótmælaalda hefst gegn þrásetu bandaríkjamanna eftir strið. Meirihluti Alþingis tekur samt sem áður upp þá stefnu að veita þeim áframhaldandi rétt til Keflavikurflugvallar um 6 ára skeið (Keflavikursamningurinn). 1948 tslendingar taka við miklu gjafafé frá bandarikjamönnum (Marshallaðstoð) með ákveðnum skilmálum og veikir það fjár- málalegt sjalfstæði tslands. Alþingi samþykkir ályktun um rétt islendinga til landgrunnsins alls. 1949 Meirihluti Alþingis ákveður aðild tslands að hernaðarbanda- lagi Vesturveldanna án þess að þjóðin fái tækifæri til að greiða atkvæði um hana. Verkamenn, menntamenn og stúdentar eru i fararbroddi öflugra mótmæla og verður mikill pólitiskur órói i landinu. 1951 tsland hernumið af bandarikja- mönnum á ný skv. margra ára áætlun. Hvorki Alþingi né þjóð gert viðvart. 1952 Landhelgin færð út i 4 milur. Bretar setja löndunarbann á islenskan fisk. 1956 Baráttan um brottför hersins er aðalmál alþingiskosninga og fá þeir flokkar sem styðja hana meirihluta og mynda vinstri stjórnina fyrri. Ekki er samt látið til skarar skriða þráttfyrir úrslit kosninganna. 1958 Landhelgin færð út i 12 milur. Bretar senda herskip til styrktar ólöglegum veiðum breskra tog- ara og hefst þá þorskastriðið fyrsta. 1960 Stofnuð eru samtök hernáms- andstæðinga og efna þau til Keflavikurgöngu til mótmæla við setu bandarisks herliðs á landinu. 1961 Hægri stjórn gerir samninga við breta um fiskveiðiréttindi sem binda hendur islendinga um frekari útfærslu við úrskurö Alþjóðadómstólsins. 1966 Erlendu fjármagni er hleypt inn i islenskt atvinnulif af fullum krafti með samningium álver i Straumsvik. Bandarisku her- mannasjónvarpi heíur lika smám saman verið laumað inn á islend- inga og setur baráttan gegn þvi svip á menningarumræður 7. ára- tugsins. Sú barátta ber að lokum þann árangur að sjónvarpið er bundið við hermennina eingöngu að mestu leyti. 1971 Hægri stjórn biður afhroð i kosningum og við tekur ný vinstri stjórn sem hefur það að mark- miði að erlent herlið hverfi héðan á brott i áföngum 1972 Landhelgin færðút i 50 milur og annaðþorskastrið hefst við breta. 1973 Ölafur Jóhannesson forsætis- ráðherra gerir samninga við breta og Alþýðubandalagið gengst nauðugtinn á hann vegna væntanlegrar brottfarar hersin en hún bregst lika vegna óheí, inda. 1975 Fiskstofnarnir við tsland eru i mikilli hættu og landhelgin er færðút i 200milur. Þriðja þorska- striðið við breta og þeir sýna nú fáheyrt hernaðarofbeldi á miðun- um. Augu þeirra sem áður höfðu ekki séð opnast nú fyrir þvi að bandariskur her er hér ekki til að verja tsland. 1976 Herstöðvaandstæðingar fara stærstu Keflavikurgöngu frá upp- hafi. Kaupsýslumannastjórnin sem er við völd gerir samninga við breta um að þeir veiði hér allt upp að 20 milum aflamagn sem tekið verður af islenskum afla þó að alþjóðleg viðurkenning á 200 milna fiskveiðilandhelgi sé á næstu grösum. —GFr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.