Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Kimmtudagur 17. júni 1976 J ARÐST Ö£ í ÞÁGU HVERS? SIÐARI HLUTI •* 'Æ& IV. Heimsvaldastef na Bandaríkjanna: Skipulögð yfirtaka fjarskipta bann 17 ágúst 1962 voru sett lög i Bandarikjunum um fjarskipti um gervihnetti (Communications Satellite Act). Markmið þessara laga var, að settur skyldi upp, eins fljótt og unnt væri og i samvinnu við önnur lönd til almennra fjarskipta („commercial communicati- ons”). Þetta fjarskiptakerfi átti skv. markmiðsgrein þessara laga, að ná yfir allan heim. 1 lögunum er og sérstaklega tekið fram að kerfið ætti einnig að „þjóna þróunarlöndum”. Til þess að auðvelda þróun sliks kerfis, var gert ráð fyrir að stofnað yrði sérstakt hlutafélag, undir vissu opinberu eftirliti, sem hefðu fyrir hönd Bandarikjanna frumkvæði að þessari alþjóða samvinnu. t framhaldi af og i samræmi viö þessa lagasetningu, var fyrir- tækið COMSAT (Communication Satellite Corporation) stofnað. 50% af stofnfé COMSAT var til einkað hinni alþjóðlegu hlið starfseminnar. Af þessum hluta stofnfjár lögðu eftirfarandi bandariskir auðhringir fram : AT&T 29%, IT&T 10,5%. General Telephone 3,5% RCA 2,5% og aðrir 4,5%. Hin 50% átti að selja á verðbréfamarkaði (hvar svo sem þessi 50% lentu svo á endan um). Stærstu hluthafar i COMSAT þ.e. AT&T, IT&T, GTC og RCA höfðu og hafa allir mikla hag: muni að gæta á sviði fjarskipta RCA framleiðir alls kvns fjar- skipta- og fjölmiðlunartæki og rekur risastórt fjölmiðlunarfyrir- tæki (NBC). AT&T er bæði stærsta fyrirtækjasamsteypa i heimi, með um eða yfir 40 milljarða dollara ársveltu og einnig stærsti framleiðandi fjar- skiptabúnaðar. IT&T hefur al- þjóðleg itök á fjarskiptasviði en sem kunnugt er hefur IT&T stuðlað að valdatöku fasis'a stjórnar i Chile vegna eigin viðskiptahagsmuna. bvi næst varð að komast i sam- band við póst- og simamála- stjórnir um heim allan til þess að kynna þeim hugmyndina og koma alþjóðlegu „samvinnunni” af stað. Fulltrúar COMSAT byrjuðu að ræða við fulltrúa eftirfarandi landa: Astraliu, Japans og Kanada, væntanlega vegna þess að þessi iðnaðarlönd höföu þá ekki aðstöðu til að þróa sam- keppnishæfa tækni á við Banda- rikin og höföu ekki heldur mikilla hagsmuna áð gæta á sviði hefð- bundinna alþjóðlegra fjarskipta. begar viðræður áttu sér stað við póst- og simamálastjórnir Evrópulandanna, lögðu fulltrúar COMSAT megináherslu á tækni- legarhliðar þessa máls til þess að koma i veg fyrir tortryggni Evrópumanna i garð þessarar stórfenglegu áætlunar. Þeir lögðu samtimis mikla áherslu á nauðsyn tafarlausra aðgerða i þessum málum og fengu þvi loks framgengt að samið yrði um bráðabirgðaskipan á rekstri þessarar alþjóðlegu „samvinnu” um fjarskipti með gervihnöttum. Fyrirtækið var skirt INTELSAT. Vegna yfirburði bandariskra fyrirtækja á sviði geimtækni og vegna frumkvæðis þeirra i þessu máli, var COMSAT veitt sú óvenjulega sérstaða i stofnsamn- ingum þessa alþjóðlega „sam- starfs” að hafa með höndum stjórnun og rekstur INTELSAT. Þessa samningsbundna sér- stöðu COMSAT geta menn kynnt sér með þvi að fletta upp I XII gr. samningsins um alþjóðastofnun fjarskipta um gervihnetti INTELSAT, sem Alþingi stað- festi fyrir Islands hönd þann 27 jan. 1975 (samningur um aðild Is- lands að INTELSAT). INTELSAT var og valið aðset- ur i Washington, höfuðborg Bandarikjanna, væntanlega til hagræðis fyrir framkvæmdaaðila þessa COMSAT... og fyrir banda- riska utanrikisráðuneytið. (Þetta minnir á aðra svokallaða alþjóða stofnun, sem hefur með fjármál einstakra landa að gera. Hún er einnig staðsett I Washington og jí i<'v.i ýmsir islenskir embættis- mei.n vafalaust kannast við iiuii.! I ). i ■ phaflega hlutafé einstakra ai’. arlanda að INTELSAT var: Bandarikin (þ.e. • COMSAT).............61,0 % • Fngland ............ 8,4 % • Frakkland .......... 6,1 % • Vestur-Þýskaland.... 6,1 % • Kanada.............. 3,75% • Astralia............ 2,75% • italia ............. 2,2 % • Japan............... 2,0 % • Sviss............... 2,0 % • Norðurlöndin til samans.............. 1,5 % • önnur lönd.......... 4,2 % Þess ber að geta, að hlutföll einstakra landa hafa breyst veru- lega siðan. Atkvæðisréttur einstakra aðildarlanda I stjórn INTELSAT fer i aðalatriðum eftir hlutafé við- komandi lands. Ofangreindar upplýsingar má draga saman á eftirfarandi hátt: 1. INTELSAT er samsteypa sem á rætur i löggjöf Bandarikj- anna. 2. INTELSATer rekið af fulltrú- um stærstu bandariskra hags- munaaðila á fjarskiptasviði. . 3. Stærsti hluthafi i INTELSAT hefur verið frá upphafi og er enn COMSAT, fulltrúi banda- riskra auðhringa. V. Meira um INTELSAT 1 gegnum árin hefur aðildar- rikjum INTELSAT fjölgað veru- lega. Þessa fjölgun má þakka sölumennsku stjórnunar- Elías Davíðsson kerfisfræðingur skrifar á vegum starfshóps um auðhringi samningshafa INTELSAT, öðru nafni COMSAT. Vegna þessara fjölgunar, hafa eignarhlutföll innan INTELSAT breyst nokkuð. En þótt COMSAT sé ekki lengur meirihluta eignar- aðili, er COMSAT enn stærsti hluthafi, með rúml. 30%. COMSAT nýtur auk þess ennþá samningsbundinnar sérstöðu sinnar innan þessa alþjóða „sam- starfs” hvað stjórnun, rekstri, rannsóknum, þróun og eftirliti viðkemur. Sérstaða COMSAT innan INTELSAT mun liklega haldast á næstu árum, enda koma tillögur þar að lútandi fram i meiriháttar skýrslu ráðgjafafyrirtækis, sem lögð var fyrir stjórn INTELSAT i október s.l. Þessi skýrsla leggur drög að varanlegu skipulagi INTELSAT, en INTELSAT er enn rekið skv. bráðabirgðaskipulagi sem rennur út i febrúar 1979. bessi skýrsla visar mönnum þvi i hvaða átt þetta umfangsmikla fyrirtæki, INTELSAT, mun væntanlega þróast. INTELSAT, eins og lög Bandarikjanna gerðu upphaflega ráð fyrir átti að verða aðalfjarskiptafyrirtæki heimsins, hvorki meira né minna! Skv. tillögum sem koma fram i téðri skýrslu, á að auka fram- kvæmdavald INTELSAT en minnka afskipti hluthafa, þ.e. af- skipti rikja, af rekstri, stjórnun og tækniþróun. bessari aukningu framkvæmdavalds eiga að fylgja ýmsar ráðstafanir, sem gera munu INTELSAT i auknu mæli að hreinu „business” fyrirtæki. Loks gera tillögurnar ráð fyrir ráðn- ingu yfirmanns, sem að öllum likindum kæmi frá COMSAT! Þessar endurskipulagsaðgerðir myndu gefa fulltrúum hags- munaaðila, sér i lagi fram- ieiðendum tæknibúnaðar, aukið svigrúm til áhrifa á stefnu INTELSAT án þess að þessi áhrif brjóti i bága við samninga INTELSAT við aðildarríki og án þess að aðildarriki geti I raun fylgst með umfangi þessara áhrifa. Ahrifun slikra framleiðenda á stefnu INTELSAT hefur ætíð verið beitt i skjóli tækniþekkingar og rannsóknarstarfsemi. Verði farið eftir tillögum skýrslunnar, mun COMSAT halda lykilaðstöðu sinni við að móta stefnu INTEL- SAT. Hér er dæmi um áhrif tækni- legra valkosta á stjórnmálalega þróun: I grein sem birtist I timaritinu „Telecommunications” sept. 1975 og er samin af Wilbur L. Pritc- hard, fyrrv. forstjóra hjá COMSAT, telur hann að hag- kvæmasta þróun á sviði gervi- hnatta muni vera sú, að fjölga tæknihlutum i gervihnöttum en fækka i staðinn tæknihlutum i jarðstöðvum. Með þessu móti, segir Pritchard, ætti að vera kleift að lækka kostnað við jarð- stöðvar. Hann færir að sjálfsögðu ýmis rök fyrir máli sinu, sem virðast skynsamleg og næstum þvi sjálfsögð. En þetta er nú ekki svona einfalt. í fyrsta lagi fylgja ýmis tækni- vandamál samþjöppun tækni- búnaðar I fjarlægum gervihnött- um. Þvi flóknari gervihnettir eru, þvl meiri likur á bilunum, sem hafa þá miklu viðtækari af- leiðingar, heldur en bilun ein- stakrar jarðstöðvar getur haft i för með sér. 1 öðru lagi er ekki augljóst hvernig hagkvæmnin er reiknuð út, hve mikil hún er og i hverju hún er fólgin. En hvers vegna mælir þessi fyrrv. forstjóri COMSAT einmitt með þessari tæknistefnu? Það er nefnilega svo að samkeppni um byggingu jarðstöðva er talsverð þar sem bygging jarðstöðva er á færi margra aðila viða um heim. Allt öðru máli gegnir um bygg- ingu gervihnatta og sendingu þeirra á braut. Eingöngu fáir aðilar i heiminum hafa það bol- magn og þá tækniþekkingu, sem til þarf, en fáeinir bandariskir aðilar ráða hér algerlega ferðinni (þ.á.m. eigendur COMSAT). Þess vegna hefur aukin sam- þjöppun tæknihluta i gervihnött- um og samsvarandi einfjöldun tæknihliðar jarðstöðva stjórn- málalegar afleiðingar: Þessi tæknilega stefna leiðir ihjá- kvæmilega til aukinna yfirráða bandariskra auðhringa á aiþjóð- legu fjarskiptakerfi! VI Innlendir hagsmuna- aðilar: Milliliðastéttin Hingað til hefur þessi grein einungis lýst erlendum hags- munaaðilum, sem hafa skamm- tima eða/ og langtima hag af auknum fjarskiptum islendinga (og annarra þróunarlanda), eink- um i gegnum INTELSAT. A Islandi fyrirfinnst einnig einn skilgreindur hópur hagsmuna- aðila, sem hagnast mundi á bætt- um fjarskiptum við útlönd: Það er innflutningsverslunin. Það er reyndar réttara að kalla þá menn, sem fást við innflutning og dreifingu erlendrar framleiðslu sölumenn. Innflutningsaðilar vinna meira eða minna eftir leiðbeiningum erlendra fram- leiðenda, fá ráð um markaðsöflun og fé til auglýsinga og hafa fyrst og fremst eitt markmið: Að selja eins mikið af framleiðslu erlendu iðnaðarfyrirtækjanna og þeir geta. Það er mikið kappsmál fyrir sölumenn erlendu fyrirtækjanna hér að hagræða samskiptum sin- um við erlendu fyrirtækin. Telex- og simasamband við útlönd er lif- taug slikra sölumanna. Sam- keppnisaðstaða innflutningsfyrir- tækja hér batnar að sjálfsögðu við lækkun á fjarskiptatöxtum. Þvi fylgir hins vegar, að aðstaða inn- lendra framleiðenda, einkum þeirra sem framleiða fyrst og fremst fyrir innlendan markað, versnar hlutfallslega við hvers kyns aukið hagræði, sem erind- rekar erlendra afla hér ná fram. Þess vegna mega islendingar ekki lita á aukin og endurbætt fjárskipti við útlönd, sem einangrað tæknilegt fyrirbæri, jafnvel þó að málið virðist I fljótu bragði hagkvæmt. Það er nauðsynlegt að skoða þetta mál i samhengi við aðstöðu þjóðlegra atvinnuvega, langtfma hagsmuni islenskrar alþýðu og varðveislu innlendrar menningar. VII. Lokaorð og áskorun I þessari grein hefur verið sýnt hvaða erlendir og innlendir hags- munaaðilar eru sistuðlandi að notkun gervihnatta INTELSAT til aukinna fjarskipta. Einnig hefur verið sýnt, hvers vegna fjöiþjóða fyrirtæki sækjast eftir auknum fjarskiptum (og samskiptum) landa á milli. Það er þvi augljóst að sjálfstæði Islands eykst ekki að mun við það að ánetjast fjarskiptasam- steypunni INTELSAT, sem er i raun og veru stjórnað af banda- riskum auðhringum. Áhættan af slikum samskiptum er hins vegar veruleg, sé tekið mið af eðli og langtima markmiðum þeirra afla, sem að baki INTELSAT standa. Þótt eðlilegt sé að endurskoða óhagstæða samninga, sem virð- ast hafa verið gerðir við Mikla norræna ritsimafélagið, er nauðsynlegt að athuga máliö gaumgæfilega frá stjórnmálalegu og menningarlegu sjónarmiði. Það hefur ekki verið gert! Flestum Islendingum er ekkkljóst að sú fjarskiptastefna, sem verið er að „selja” almenningi i nafni hagræðis og tækniframfara, leiðir hægfara tortimingu yfir innlenda menningu og innlenda atvinnu- vegi. Það er þvi lágmarkskrafa, að ákvörðun stjórnvalda um að stefna að notkun jarðstöðvar á Is- landi, verði endurskoðuð með til- liti til langtíma afleiðinga, eins og þeim hefur verið lýst hér að framan. Þótt þeir sérfræðingar og embættismenn, sem fjalla nú um málið á lokuðum fundum séu allir af vilja gerðir, geta þeir ekki einir metið þær stjórnmálalegu og menningarlegu afleiðingar, sem fjarskiptastefna þeirra myndi leiða af sér. Ég vara þvi þessa heiðursmenn við og bið þá að hugleiða þá sögulegu ábyrgð, sem á þeirra herðum hvilir: Verði reist jarðstöð mun ekki aft- ur snúið! Ég skora á alla þjóðlega is- lendinga og á þá, sem taka þátt i Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.