Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. júni 1976 ÞJOÐVILJINN — SIDA 5 Ródesía HYAÐ GERIR KAUNDA? Átök blakkra þjóð- frelsissinna og hersveita hvitu minnihlutastjórnar- innar í Ródesíu (sem á máli innfæddra heitir raunar Zimbabwe) færast stöðugt i vöxt. Fréttir berast nær dag- lega af nýjum afrekum þjóðf relsissinna og skæruliðar skjóta upp kollinum á æ fleiri stöðum i landinu. Ian Smith og aðrir talsmenn stjórnarhersins eru kokhraustir og segjast hafa i fullu tré við skæruliöa. Samt er það svo að tölur þær sem hernaðaryfirvöld birta um mannfall i bardög- unum hafa breyst mjög undan- farna mánuöi, skæruliðunum i vil. I fyrra var hlutfallið 12 skæruliöar á móti einum stjórnarhermanni en um þessar mundir er það 3 á móti 1. Vafa- laust eru þessar tölur fegraðar og gefa ekki rétta mynd af sann- leikanum en þær eru samt visbending um þróunina. Fréttamenn halda þvi fram að skæruliöar hyggi á stórsókn inn i Zimbabwe i nóvember á þessu ári þegar regntiminn hefst og markmiðið sé að gera lokahriðina að Salisbury i april á næsta ári. Talið er að nú séu aöeins 1.200 skæruliðar innan landamæra Zimbabwe en 14 þúsund til viðbótar njóti þjálf- unar sovéskra kinverskra og kúbanskra hernaðarráðgjafa i herbúðum i Mósambik. Það sem menn greinir á um er ekki hvort stjórnarhernum tekst að standa skæruhernaðinn af sér — allir viröast sammála um að á þvi séu litlar sem engar likur. En hve lengi getur hann andæft? I þvi dæmi eru margar stærðir og sumar alls óþekktar enn sem komið er. Ródesíuher er „teygöur" til hins ýtrasta Að Ródesiu liggja fjögur lönd: Suður-Afrika, Botswana, Sambia og Mósambik. Tvö þau siðarnefndu hafa lýst þvi yfir að ekki sé lengur önnur leiö fær til að tryggja meirihlutavöld blökkumanna i Zimbabwe en sú vopnaöa. Bæði hafa þau lokað landamærum sinum fyrir út- flutningi frá Zimbabwe en aðeins Mósambik hefur opnað þau fyrir skæruliðum. Landamæri Zimbabwe og Mósambik eru löng og auk þess eru skæruliðarnir langflestir i Mósambik. Fram að þessu hefur stjórnarhernum tekist að halda aðstreymi skæruliða nokkuð i skefjum og árásir þeirra siðarnefndu eru dreifðar og einkum til þess ætlaðar að vekja skelfingu hvitra ibúa landsins (það hefur tekist vel þvi þeir streyma úr landi og væru eflaust farnir flestir ef gjaldeyrisiög kæmu ekki i veg fyrir útflutning fjármuna þeirra). En fréttamenn eru sammála um að þessi landa- mæri séu stjórnarhernum nógu erfið. Hann er svo „teygður” eins og þeir segja að litlu má muna að ekki brotni i hann skörð hér og þar. Möguleikar á fjölgun i stjórnarhernum eru fremur litlir og hafa flestar leiðir verið farnar i þeim efnum. Almennt herútboö hefur verið látið ná til æstærrihópa, þám. 40 þúsund manna varaliðs, en það gengur ekki til lengdar. Fyrirtæki i landinu kvarta undan þvi að herútboðið dragi svo mjög úr framboöi á vinnuafli að af þvi hljóti að leiða samdráttur i íramleiðslunni. Þess eru dæmi að helmingur hvitra starfs- manna fyrirtækja hafa verið kvaddir i herinn. Það sér það hver maður að erfitt er fyrir þjóðarbrot sem aðeins telur 280 þúsund að halda úti 50 þúsund manna her. Kaunda i úlfakreppu Hvað gerist þá ef Kenneth Kaunda forseti Sambiu opnar sin landamæri fyrir skæru- liðana? Og hverjar eru likurnar á að hann geri það? Flestir efast um að stjórnarherinn þoli það álag sem fylgja mun opnum þeirra landamæra. Kaunda á við mikla erfiöleika að striða jafnt heimafyrir sem á alþjóðavettvangi. Hann hefur aldrei verið neinn ofstopamaður og atburöir siðustu missera hafa ekki orðið til að efla kjark hans. Djúptæk efnahagskreppa hrjáir land hans. Koparinn sem er aðalútflutningsvara Sambiu hefur hraðfallið i verði undan- farna mánuði og striðið i Angólu og viðskiptabannið á Ródesiu hefur lokað tveim helstu útflutningsleiðum landsins. Alþjóðleg veröbólga og léleg uppskera i landbúnaði rak svo endahnútinn á tiltölulega frjáls- lynda og róttæka utanrikis- stefnu Kaunda. Vegna uppskerubrestsins neyddist Kaunda til aö flytja inn korn frá Ródesiu og Suður- Afriku. Ráðastétt landsins tók mjög aö linast i stefnu sinni gagnvart kynþáttastjórnum þessara landa. I fyrra þegar nýlendur portúgala i Afriku voru að falla og þjóöfrelsis- sinnum i Zimbabwe óx ásmegin setti Vorster forsætisráðherra Suður-Afriku fram sina eigin ,,detente”-stefnu fyrir sunnan- verða Afriku. Vorster þessi er raunsær og sá að ef áfram yröi haldið fullum fjandskap við riki blökkumanna i norðri, gæti það lyktað með stórsókn blökku- manna i Suður-Afriku sjálfri. Hann gerði þvi Kaunda og öðrum leiðtogum nálægra rikja það tilboð að stjórn Suður-Af- riku veitti þeim efnahagsaðstoð gegn þvi að þeir létu af stuðn- ingi sinum við þjóðfrelsis- hreyfingar Zimbabwe, Namibiu og Suður-Afriku. Klofningur þjóðfrelsissinna Þetta tilboð hafði Kaunda ekki efni á að hundsa. Hann hóf viðræður við Vorster og um leið Kaunda tók hann að skipta sér af þróun mála innan þjóðfrelsishreyf- ingar Zimbabwe sem er snar- klofin. Hann hlóð undir sátt- fúsari arm ANC, ZAPU, sem lýtur forystu Joshua Nkomo, út- vegaði honum ráðgjafa og liðk- aði fyrir viðræðum hans viö Smith og félaga. 1 mars i fyrra var einn helsti leiðtogi ZANU — herskárri arms ANC — myrtur i Lusaka. Margt bendir til þess að þetta morð hafi verið framiö að undiriagi Kaundas en hann not- færði sér það til að berja á vinstriöflunum i ZANU sem mjög eru hvetjandi þess að lagt verði til vopnaðarar atlögu við stjórn Smiths. Margir framá- menn þeirra voru handteknir og æfingastöðvum skæruliða lokað. Með stuðningi Kaunda og stjórnarinnar i Suður-Afriku tókst Nkomo að fá sinn arm viðurkenndan á ýmsum stöðum sem eina löglega fuiltrúa hins blakka meirihluta i Zimbabwe. En það gildir aðeins út á við. Baráttan hefur hins vegar þjappað óbreyttum félögum beggja arma ANC saman og i herbúðum rikir eining þótt leið- togararnir rifist. Þar eru menn ákveðnir i að berjast til sigurs og þegar Nkomo hefur látið sjá sig i herbúðunum hefur honum iðulega verið varpað á dyr. Hans timi er lika óðum að renna út, honum hefur ekki tekist að ná samkomulagi við Smith og hans lika, en i sliku samkomu- lagi virðist hans eina von um pólitiska framtið vera fólgin. Hlutur sovétmanna og kinverja Hlutur hinna sósialisku stór- velda i þessu máli er nokkuð flókinn. Opinberlega styðja sovétmenn þann flokk sem vill fara samningaleiðina en samt hafa þeir veitt skæruliðum tölu- verða hernaðaraðstoð, td. berjast þeir með SAM 7 eld- flaugum sem hafa náb miklum vinsældum i skæruhernaði Þeir njóta einnig tilsagnar sovéskra hernaðarráðgjafa. Kinverjar styðja hins vegar hina vopnuðu baráttu af fullri einlægni og fara ljótum orðum um opinbert samþykki sovét- manna á „detente” og friðsam- iegri sambúð Vorsters. Sé þessi afstaða borin saman við at- burðina i Angólu og afstöðu rikj- anna til MPLA sést greinilega að kinverjar miða sinar gerðir fyrst og fremst við afstöðu sovétmanna. Þeir siðarnefndu eru hins vegar seinþreyttir til vandræða og vilja halda „detente” til streitu en þeim er um leið umhugað um að halda sinum áhrifum i Afriku og haga þvi seglum eftir vindi. En þvi ber að fagna að kinverjar hafa nú veðjað á réttan hest, þeir hafa kannski dregið einhvern lærdóm af Angólu. ÞH Hernámslið- inu skemmt Ný kvikmynd um samvinnu frakka við þýska hernámsliðið kemur óþœgilega við kaun fortíðarinnar Danskur kvikmyndahöfundur og ísl. listmálari: Kvikmynd um þekktasta svartlistarmann dana Lang mest umtalaða kvikmynd i Frakklangi um þessar mundir er Chantons sous l’occupation (Syngjum hernumdir), gerð af André Halimi, fyrrum blaða- manni. Myndin er samsafn af úr- klippum úr kvikmyndum frá ár- unum 1940-1944 og sýnir frægustu leikara, söngvara og aðra slika listamenn frakka á þeim árum að störfum. Má þar meðal annarra nefna leikara eins og Maurice Chevalier og Fernandei og söngvara a borð viö Edith Piaf og Mistinguett. Þetta ætti nú út af fyrir sig ekki aö vera neitt sérstakt, en inn á milli atriðanna meö þessum heimsfrægu listamönnum er skotið öörum atriðum nokkuð skuggalegri. 1 þeim sjást til dæmis þýsk herfyiki marséra eft- ir Champs-Elysées, hakakross- fáninn er sýndur blaktandi á Eiffel-turni og þýskir hermenn giápandi á nektardansmeyjar i næturklúbbnum Lido. Enn eitt atriðið er frá þvi er um 13.000 gyðingum var safnað saman i Vélodrome d’Hiver, en þaðan voru þeir fluttir i útrýmingarbúð- ir nasista. Skemmtikraftar landráða- menn? Hér er um heimildakvikmynd að ræða, og meginatriði hennar mun vera sú staðreynd, að fræg- ustu listamenn og skemmtikraft- ar Frakklands á striðsárunum voru mjög athafnasamir við að skemmta þáverandi valdhöfum landsins, þýska hernámsliðinu. 1 Naud, lögfræðing sem gat sér frægðarorð fyrir afrek i and- spyrnuhreyfingunni gegn nasist- am. Hann segir þar að þeir, sem skemmtu þýska hernámsliðinu og veittu þvi þannig siöferðilegan stuðning hafi ekki verið siður landráðamenn en þeir,sem hjálp- uðu þjóðverjum um vopn og mat- væji. Naud segir að visu að i einstaka atriðum hafi höfundar kvikmynd- arinnar gengið full langt og ekki farið alveg rétt með. Þannig hafi sú góðkunna söngkona Edith Piaf sungið einfaldlega til þess að vinna fyrir sér og söngur hennar hafi oft verið uppörvandi fyrir þjóöina þessi ljótu ár. Þá afsökun hefur ekki leikkonan Danielle Darrieux, sem i kvikmyndinni sést stiga upp i járnbrautarlest á leið til Þýskalands, lék á striðsár- unum i þýskum kvikmyndum og fór i herbúðir nasista til að skemmta hermönnum þeirra. I hanastél hjá Abetz. En i myndinni er skeytunum ekki einungis beint að listamönn- um og skemmtikröftum, heldur er þar einnig atriði frá Maxim, einu dýrasta veitingahúsi Paris- ar, og sést að það er troðfullt af frönskum kaupsýslumönnum og þýskum herforingjum, sem sitja þar saman i mesta bróðerni. Þá sjást franskir hástéttarmenn og Framhald á bls. 22 Ilanski kvikmyndagerðar- maðurinn 11 a ns-11 end r ik Jörgensen og islenski listmálar- inn Tryggvi Ólafsson hafa gert kvikmynd um svartlistar- meistarann og málarann Sören Hjorth Nielsen og verður hún frumsýnd i Danmörkuinnan tiðar. Kvikmyndin er í litum og tæplega tuttugu minútna löng. Minerva Film stendur aö gerö myndarinnar en Statens Film- central ntun dreifa henni. Hjorth Nielsen, eða Hjorten, einsog vinir hansog kunningjar kalla hann, er þekktasti svart- listarmaður dana og verður 75 ára á þessu sumri. Hann hefur teiknað og málað frá ungum aldri og gegndi einnig prófessorsembætti við dönsku listaakademiunai áratugi. Hafa fjölmargir islenskir mynd- listarmenn verið nemendur hans, þar á meðal Tryggvi Ólafsson, og af öðrum islensk- um nemendum Hjorth Nielsens má nefna Alfreð Flóka, Elias B. Halldórsson, Eyjólf Einarsson og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. A afmæli Hjorths Nielsen mun listasafnið i Silkiborg opna sýningu á hátt i þúsund verka Tryggvi Ólafsson - átján fuli- komuar minútur hans: einnig er væntanleg á vegum safnsins ný bók um lista- manninn eftir listfræðinginn Troels Andersen. Verður sú bók hin sjötta, sem út kemur um þennan merka listamann og kennara. Með myndinni um Hjorth Nielsen hefur Hans-Hendrik Jörgensen gert kvikmyndir um fjóra myndlistarmenn, sem hann hefur sérstakar mætur á, en hinar þrjár fjalla um þá Preben Hornung, Ole Schwalbe og Robert Jacobsen. Sú siðast- nefnda var sýndi Norræna hús- inu á sinum tima, en tónlistin við hana er eftir Leif Þórarins- son. Þessi kvikmynd þeirra Hans-Hendriks og Tryggva Ólafssonar hefur hlotið óvenju- mikið lof i dönskum fjölmiölum, en hún var sýnd fréttamönnum og gagnrýnendum nú i vor. Meðal annars skrifar Pierre Lubecker i Poiitiken að myndin sé svo góö, að betur verði ekki gert. ,,Hún er hlýleg, sönn og skipuleg, eins og „Hjorten” er. og myndatakan og sam- setningin er eins góð og hann á skilið. Þetta er lofræða frá Minerva-film, átján fullkomnar minútur.” dþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.