Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Ráðstefna um byggða þróirn og landbúnað á Norðurlandi Fjórðungssamband Norölend- inga gengst fyrir ráðstefnu urn landbúnaðarmál og byggða- þróun, i samstarfi við búnaðar- samböndin á Norðurlandi, stofn- anir landbúnaðarins, heildar- samtök bænda, Framkvæmda- stofnun, landbúnaðaráætlana- nefnd og landbúnaðarráðuneyti. Kaffisala Hjálp- ræðishersins Eins og undanfarin ár efnir Hjálpræöisherinn til kaffisölu 17. júni, og geta þreyttir veg- farendur komið inn i sam- komusalinn, hvilt þreytta fæt- ur og drukkið hressandi kaffi frá kl. 2 eftir hádegi alveg til miönættis. Börnin geta fengið gos, og einnig er úrval af ljúf- fengum kökum og pönsum að gæða sér á. Agóöinn af kaffi- sölunni fer til styrktar starfi Hjálpræðishersins meðal barna og fullorðinna hér i borg. Frétt frá Hjálpræðishernum. Ráöstefnan verður haldin á Blönduósi, 21. og 22. júni, n.k. og hefst fyrri daginn kl. 1 e.h. og lýkur fyrir kvöldverð siðari dag- inn. Ráðstefnugestir þurfa að panta gistingu á Hótel Blönduósi eða sumarhótelinu i Kvennaskól- anum. Kvöldverður, fyrri ráð- stefnudag, verður i boði land- búnaðarráðherra. Samvinnu- félögin á Blönduósi bjóða til hádegisverðar siðari fundardag, sem jafnframt verður land- búnaðarvörukynning. Blönduós- hreppur býður til kaffidrykkju siðari fundardag. Fyrir ráðstefnunni liggur við- tæk upplýsingasöfnun um stöðu landbúnaðarins á Norðurlandi og þýðingu hans fyrir þéttbýlið þar. Þessikönnun verður m.a. kynnt i framsöguerindum Jóhannesar Sigvaldasonar, um stöðu landbúnaðarins, Egils Bjarna- sonar. um félagslega aðstöðu til búsetu i sveitum og i erindi Hreiðars Karlssonar um áhrif landbúnarins á þróun þéttbýlis á Norðurlandi. Gunnar Guð- bjartsson, formaður Framleið- sluráðs landbúnaöarins, mun ræða um stefnumótun i fram- leiðslu- og markaðsmálum. Ketill Hannesson búnaðarhagfræðingur ræðir um hagkvæmnisathuganir i búvöruframleiðslu og búskapar- hætti. Guðmundur Sigþórsson, formaður landbúnaðaráætlana- nefndar, ræðir um skipulag og áætlanagerö i landbúnaði og strjálbýli. Hjörtur Eiriksson, framkvæmdastjóri, ræðir um ullar og skinnaiðnað i iðnþróun á ^Norðurlandi. Halldór E. Sigurðs- 'son, landbúnaðarráðh., . mun flytja ávarp og ræða um stefnu- mótun stjórnvalda i landbúnaðar- málum. A ráðstefnunni liggja frammi margþættar upplýsingar, sem snerta þróun landbúnaðarins á Norðurlandi. Sérstakir starfshópar munu vinna á ráðstefnunni og skila áliti siðari fundardag. Ráðstefnan er opin öllum, með tillögurétti og málfrelsi. Þeim málum og til- lögum, sem fram koma á ráð- stefnunni er visað til land- búnaðarnefndar Fjórðungssam- bands Norðlendinga, sem undir- býr samræmda tillögugerð fyrir næsta Fjórðungsþing. Þessi ráð- stefna er liður i þeirri starfsemi Fjórðungssambands Norðlend- inga að leita eftir sem breiðustu samstarfi við áhuga- og hags- ■munaaðila i mótun þeirra mála, sem hafa þýðingu fyrir mótun byggðastefnu og byggðaþróunar i fjórðungnum. —mhg flucfélac LOFTLEIÐIR ISL/WDS Félöa beirra sem feróast Góóa ferö tíl Grænlands Til Kulusuk fljúgum við 5 sinnum í viku meö Fokker Friendship skrúfuþotum okkar. Ferðirnar til Kulusuk, sem er á austur- strönd Grænlands, eru eins dags skoöunarferöir, lagt er af staö frá Reykja- víkurflugvelli, aö morgni og komiö aftur aö kvöldi. í tengslum við feröirnar til Kulusuk bjóðum við einnig 4 og 5 daga ferðir til Angmagssalik , þar sem dvaliö er á hinu nýja hóteli Angmagssalik. Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á vesturströnd Grænlands, er flogiö 4 sinnum í viku frá Keflavikurflugvelli með þotum félaganna eöa SAS. Flestir þeir sem fara til Narssarssuaq dvelja þar nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl ef vill. I Narssarssuaq er gott hótel með tilheyrandi þægindum, og óhætt er aö fullyröa aö enginn veröur svikinn af þeim skoöunarferöum til nærliggjandi staöa, sem í boöi eru. I Grænlandi er stórkostleg nátturufegurö, og sérkennilegt mannlif, þar er aö finna samfélagshætti löngu liöins tima. Þeir sem fara til Grænlands i sumar munu örugglega eiga góöa ferö. Erum fluttir á Rauðarárstíg 1 sími 2o8 2o Seljum stöðluð eyðublöð, skrifstofuvörur, umslög og pappír í miklu úrvali. Sjáum um hönnun og prentun eyðublaða. J EYÐUBLAÐATÆKM L IJTBOIK. HITAVEITA SUÐURNESJA ÖSKAR EFTIR TILBOÐUM I LAGNINGU DREIFIKERFIS í GRINDAVÍK 2. AFANGA. ÖTBOÐSGÖGN VERÐA AFHENT A SKRIF- STOFU HITAVEITU SUÐURNESJA, VESTURBRAUT 10 A, KEFLAVÍK OG A VERKFRÆÐISTOFUNNI FJARHITUN H.F. ALFTAMÝRI 9, REYKJAVÍK GEGN 10.000 KR. SKILATRYGGINGU. TILBOÐIN VERÐA OPNUÐ A SKRIF- STOFU HITAVEITU SUÐURNESJA ^MIÐVIKUDAGINN 30.JUNÍ KL. 14—. fHITAVEITA SUÐURNESJA" Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk- ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi 28035. ■umHmmmmMMmm^^nemmm^ Blikkiðjan Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 Verslunin hættir Nú er tækifæriö að gera góö kaup. Allar vörur seldar meö miktum afslætti. Alit fallegar og góöar barnavörur. Barnafataverslunin Rauðhetta Iönaöarhúsinu v/Hallveigarstig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.