Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 13
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. júni 1976 Fimmtudagur 17. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 13 Hvaðan stafar sjálfstæði íslensku þjóðarinnar mest hætta? Baldur Óskarsson, ritstjóri Vinnunnar, Reykjavík 1. Frá þeim mönnum islenskum sem eru i gróðatengslum við út- lent peningavald og hafa jafn- framt pólitiska lykilaðstöðu i landinu. 2. Að vinnandi fólk til sjávar og sveita stórefli sósialiskan stjórn- málaflokk sem i samvinnu við verkalýðshreyfinguna tryggi þjóðfrelsi og varanleg alþýðu- völd. Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi 1. Að við missum trúna á það að við getum sjálf ráðiö örlögum þjóðar okkar. Aö við missum trúna á það að atvinnuvegir þjóöarinnar til lands og sjávar geti staöið undir efnahagslegu og menningarlegu sjálfstæði þjóðar- innar. Að við leggjum lif okkar og barna okkar i hendur erlendu hervaldi og auðvaldi. Viö sem erum fullviss um aö i þessu sé aðalhætta okkar is- lendinga fólgin verðum að finna oröum okkar stað. Stór hluti þjóðarinnar hefur verið blekktur til að skrifa undir boöskap Varins lands. Ég segi blekktur þvi að sannleikurinn hefur verið að koma 1 ljós. Þessu sama fólki er smátt og smátt að skiljast að Bandarikjaher er ekki hér okkur til verndar. Við erum ekki i Nató okkur til öryggis heldur er litið á land okkar sem ósökkvandi móðurskip fyrir Nató og Banda- rikin. Þetta tilkynna þeir heims- byggðinni berum oröum. En þó heíur komið fram ennþá hættu- iegri blekking sem hefur fengið þó nokkurn hljómgrunn. Fyrst þeir þurfa að nota okkur þvi þá ekki að láta þá borga, rétta við fjárhag rikisins, koma okkur úr skuldafeninu, bjóða land okkar falt, það náttúrulega á heims- markaðsverði hæstbjóðanda, móöurskip fyrir herveldi sem býður gull, börn okkar og barna- börn boðin upp sem fallbyssu- fóður. Býður nokkur betur, fyrsta annaö og þriðja sinn. 2. Að við sem erum fuilviss að I þessu hugarfari sé aöalhættan fólgin verðum að halda vöku okk- ar, vera ævinlega á verði, færa rök fyrir okkar máli, söguleg rök fyrir fortiöog fella þau að nútið, hætta aldrei að sýna fram á þann sannleika að stórveldi lita aðeins á landokkar sem herstöð, auölindir okkar sér til hagnaðar hvort sem það eru fiskimiðin okkar eða vatns- og hitaorka. Ekkert stórveldi mun halda á frelsisfána okkar. Þaö getum við aðeins sjálf. Efnahagslegu sjálf- stæði veröum við aö halda uppi með afli hugar og handa okkar sjálfra. Virðingufyrir þjóð okkar, fyrir menningu okkar veröum viö sjálf að varðveita og þetta veröur alþýða landsins fyrst og fremst að standa vörð um. Það er valda- og gróðastéttin sem metur meira veru okkar i Nató og bandariska herinn en fólkið i landinu. Valdastéttin metur meira stuðning sinn viö Nató en lif islenskra sjómanna sem verja landhelgi okkar. Það sýndu þeir berlega i siöasta þorskastriðiokkar við breta ognú við sföustu samningagerð um fiskveiöar viö strendur landsins, sem svo sannarlega eru gerðir gegn vilja þjóðarinnar og gegn hagsmunum hennar. Við þessu er aðeins eitt ráð sem dugar. Það er að ýta spilltri gróða- og valdastétt frá og aö alþýðan taki sjálf völdin og ráði örlögum sinum. Elísabet Þorgeirsdóttir, kennari, ísafirði 1. Aö vera sjálfstæð þjóð, tel ég vera, að þora aðstanda fyrir si'nu, þora að standa uppi meðal annarra þjóða án þess aö skriöa undir pilsfald einhverrar þeirra og gangast þar meö undir áhrifa- vald hennar. Maður er talinn sjálfstæður ef hann myndar sér sjálfur sinar skoðanir og túlkar þær og ef hann velur sér félaga að eigin vild. Það sama gildir um þjóðir. Þess vegna finnst mér sjálf- stæði islensku þjóðarinnar stafa mest hætta af þeim islendingum sem skynja ekki afieiðingar þess að vera ieppriki risavaxins striðsveldis. Á örfáum árum tókst að svæfa þá þjóðernisvitund sem ólgaöi meðal islendinga (að þvi mér er sagt) og náöi hámarki rigningar- daginn 17. júni 1944. Á árum sjálf- tæöisbaráttunnar voru is- lendingar stoltir afþvi að vera lit- il þjóð i einu fallegasta landi heims, með járnharðan vilja til samstöðu og til aö hrinda af sér oki þeirrar þjóðar sem kúgað hafði þá i aldaraöir. Baráttan stóð i áratugi og fyrir hana lögðu margir islendingaralltlsölurnar. Að lokum tókst að ná takmarkinu. En það dýrkeypta sjálfstæði stóð ekki lengi. Peningar og striðsótti blekktu og islendingurinn I valda- mönnum okkar týndist. Siðan þetta geröist eru liðin þrjátiu ár. Á ekki lengri tima hefur fólk sætt sig við smánina og gleymt þeim mönnum, öfum sin- um ogömmum, sem börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar i þessu landi. Það er frá þessu fólki sem ekki skilur og ekki vill skilja, sem ekki þorir og sem búið er aö gleyma hvaö það á og hvers virði er að eiga þetta land einir, sem mér finnst sjálfstæði islensku þjóðar- innar stafa mest hætta af. Jóhannesúr Kötlum hefur talaö til þessa fólks i ijóði sinu ,,Þú leggst I grasiö” og vil ég taka undir með honum: Þvi allt i einu sérðu þína sök, er sveitir dauðans stigu hér á land og réðust yfir hraun og heiði ogsand á hugsjón föður þins og dýpstu rök. Þú beygðir þig og sættist hverju sinni á svikinn málm, gegn betri vitund þinni. 2. Brýnustu varnaraðgerðir tel ég, eins og i öðrum strföum, að fá fólki vopn i hönd. Þau vopn sem ég á við eru ekki hriðskotabyssur eða vetnissprengjur heldur trúin á landiö og viljinn til að hrinda af sér smáninni sem við erum ofur- seld. Þeirri smán að vera óbeinir aðilar að fjöldamoröum og kúgun þjóöa sem við eigum frekar sam- leið meö en hitt. Þeirri smán að hafa erlendan her á tslandi. Þegar búið er aö vigbúa meiri- hluta islendinga þessari trú og þessum vilja, er sigurinn tæpast langt undan. Þá getur enginn islenskur valdamaður staðiö uppréttur og svikið þjóðina i hendur stórveldis. Honum yrði fljótlega vikið frá. En enn er takmarkið langt und- an, þar sem brúöguminn hefur sofið svo lengi i sinni himinsæng. Þaö er vinna og aftur vinna sem Frelsisbarátta smárrar þjóðar tekur aldrei enda og kannski er okkur íslendingum aldrei brýnna en nú að standa vel á verði. Þess vegna ákvað Þjóðviljinn að leggja spumingar, sem hver maður verður sifellt að hugleiða, fyrir nokkra ein- staklinga, og fara svör þeirra hér. þarf til að vekja svo sofandi þjóð á ný og fá hana til að lita i kring- um sig og hugsa sitt mál. Fá hana til að taka afstöðu og breyta þar með „hinum þögla meirihluta” i striðandi fylkingu. Þá getur vel verið aö upp renni sá sólardagur, aö við getum sungið ættjarðarsöngva okkar af sannfæringu og sagt, án þess að biikna að við séum sjálfstæð þjóö, engum öðrum háö. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli „Munum að sagan oss dæmir til feigöarþáfyrst, er frelsi og rétti vors lands stendur ógn af oss sjálfum.” Svo segir Tómas. Hólmfriður Gunnarsdóttir hefur veriö að lesa i útvarpið bókarkafla eftir Viktor Frankl I Vinarborg til að kynna lifsspeki hans. Frankl legguráhersluá að andleg velferð og hamingja mannssémjög við það bundin að eiga sér takmark og finna til þess að lífið eigi sér tilgang. Manni er eðlislæg nauðsyn að finna sig bera ábyrgð, hafa skyldur, sem enginn annar getur gegnt á sama hátt. Slikt fór ekki milli mála þegar fátækt aiþýðufólk átti stöðugt i tvisýnni baráttu til að afla sér og börnum sinum frum- þarfa lifsins. Nærri liggur að segja megi að þjóðinni stafi nú mest hætta af drykkjuskap. Ofdrykkja veldur þvi að uppeldi er vanrækt og mörg börn verða gæfulitil þess vegna. En heimsspeki Frankls á mörg svör viö þvi hversvegna þjóðin er svo flöt fyrir drykkju- skapnum sem rauner á Almennt trúleysi á lifið og manninn veldur tómleika og leiöindum og brýtur niður siðferðiog lifsþrótt. Glöðum manni veröurgottaf öllu en ólund er eitur i beinum, segir Sirak. Þegar ábyrgöartilfinning og vitund um skyldu er horfin situr krafan um skemmtun og munað I fyrirúmi. Þá magnast lausung, brigömælgi, sviksemi og alls- konar óvöndun. Sá sem svfkur hittir sjálfan sig fyrir. Engu má treysta. Hvað helst sé til ráöa? Þvi er þegar svarað aö nokkru. Nýtt lifsviöhorf sem byggist á ábyrgöartilfinningu. Þjóöræknis- kennd, sem veit að viö erum ábyrg fyrir landi og menningu Tilfinning fyrir þviaðlifið er eilift og við erum að móta fram- haldið. ,,Með hverju þvi sem þú lætur saklaust barn sjá eða heyra ert þú að skrifa i heilaga bók,” sagði sr. Halldór Kolbeins. Jón úr Vör, skáld, Kópavogi Á okkar öld hefur timinn farið svo hratt, að flest þýðingarmestu orð og hugtök hafa breytt um merkingu. Markvisst hefúr veriö unnið að þvi að rugla dómgreind fólks, svo að á vissum sviöum vitsmuna- og tilfinningalifs vita menn ekki lengur sett rjúkandi ráð. Þessvegna má spyrja: Hvað er raunverulegt sjáifstæöi? Er það aðeins gamalt þjóðréttarlegt hugtak? Hin einfaida staðreynd er þessi: tsland veröur sjálfstætt riki 1918, lýöveldi 1944. Þaö vill nú svo til að min kynslóö er nokkurnveginn jafngömul fuil- veldinu, manndómsár okkar rétt hafin, þegar lýðveldið er stofnað. Við þekkjum lika þessa sögu, vonargleöi og sætleika skamm- vinnra sigra, niðurlægingu áframhaldandi hernáms, sem nú er kaUaö hervernd, peningaflóöiö og mangið, hvernig mikiU hluti þjóðarinnar hefur látiö hrædda innlenda og útienda stjórnmála- menn blekkja sig. Vissulega er lltil þjóð alltaf i Ufshættu i heimi, þar sem vopn og ofbeldi geta öllu ráðið. Það er engin tilvUjun að þessi tvö merkisár i sögu þjóðarinnar ber upp á lok tveggja heimsstyrj- alda. En þetta eru Uka sigurár kommúnismans i heiminum. 1 fyrra sinnið meö stofnum Sovét- r&janna. t seinna skiptið stendur hann yfir höfu&svöröum fas- ismans og leggur undir sig drjúgan hluta Evrópu. Nokkru siðar ná fylgismenn sömu stefnu völdum i Kftia. Bretland er ekki lengur stórveldi. Bandarlkin, rik- asta og tæknivæddasta riki heims, er meöal sigurvegara siðari heimsstyrjaldarinnar, hefur nú afneitað einangrunar- stefnu sinni, en tekið forystuna i baráttunni gegn heimskommún- ismanum. Þegar hér er komiö sögunni er tsland, sem áður var þýöingarUtið eyriki i Atlants- hafinu, oröiö að ódulbúinni her- stöð. Strax i striöslok hafa bretar og Bandar. hóað saman nokkrum smárfkjum tilþess aömynda meö sér svokallaö varnarbandalag. tsland er i fremstu varnarUnu. Valdastétt landsins heldur uppi alþjóölegu gjálifi og þjóðin er látin Ufa um efni fram, foringjar alþýðunnar taka jafnvel þátt i óhófslífinu og heimta æ meiri hlut fyrir hönd sinna skjólstæöinga. Getur þjóð, sem er i slikri stöðu verið sjálfstæð nema að nafninu tU? Ég held varla. Sjálfstæðis- hugtakið er orðiö annaö en það var I lok slðari heimsstyrjaldar. Hér er hvorki tfini eöa rúm til þessaögera nákvæma grein fyrir stöðu okkar og mistökum I sjálf- stæðisbaráttunni síöustu 30 árin, enda óþarft. Nú hafa flestir gert sér grein fyrir þvi, hvernig högum okkar er komið. Land okkar er oröiö að varðstöð fyrir Bandarikin og önnur auövaldsr&i Ameriku, þar meö talin rómönsku ógnar- og fasista- löndin, sem Ufa i skjóli Banda- rikjanna, þótt óþarft sé taliö að skipa þeim i Adantshaísbanda- lagiö. Reynsla okkar I þorska- striöinu og ummæli æðstaprests Natós, dr. Luns, sem stjómmála- menn kalla vin okkar, um þýðingu okkar fyrir Bandarikin hafa loks svipt hulunni frá augum margra islendinga. Nú sjá flestir að bandarikjamenn eru hér ekki okkar vegna og að við höfum i 30 ár sett okkur i meiri hættu en flestar aörar þjóöir heims. Við höfum eins og dr. Luns sagði, og þótti og þykir enn vera við hæfi, veriö I fremstu vigllnu. En þegar bersögU þessa bless- aða vinar okkar, sem enginn þorir að véfengja gerir almenn- iúingi ljóst, að við erum og höfum vveriö óbreyttir málaUðar Banda- rikja og breta, menn sem hætta lífi slnu og túveru þjóðarinnar fyrir smávægilega ölmusu- peninga, þáfærlsl. kauphaUar- maöur loksins hljómgrunn fyrir þær kenningar sinar, að við eigum að selja okkur dýrt, eins og málaliðar hafa alltaf gert i fortiö og niitlð. Og nú hrópar almenn- ingur, lýðurinn svikni á íslandi: Meiri peninga! Meiri peninga! Hvað getum viö gert? Fyrst og fremst veröum viö að berjast gegn þessari nýju hættu. SpUl- ingin blasir við okkur hvert sem litið er. Glæpir og svik meðal rót- lausrar alþýöu og spUltra stjórn- málamanna, óhóf og eyösla, aUt verðgUdismat farið úr skoröum. Ef við fáum einn meiri blóö- peninga frá Ameriku verður það algjört dauöamein þessarar þjóöar. Enn er von. Við eigum að gera aUt sem i okkar valdi stendur til þess að losna við herinn og aUt sem honum fylgir. Við eigum að taka upp vinsamlega hlutleysisstefnu áfriðartimum oghalda henni eins lengi og unnt er. Ef strið skellur á hljótum við, ef ekki er hægt að sitja hjá, að taka afstöðu og verða þeim að gagni, sem hugur okkar stendur meir til,eins og við gerðum I siðasta striði. Meöan timi er til eigum við að vera I hópi þeirra rikja, sem bera klæöi á vopnin, styöja raunverulega slöku.iarstefnu. Hlutleysi er friðavstefna. Þátttaka i hernaðarbandalagi og herstöð i landinu er ekki aðeins ógnun við isl. menningu, heldur við tUveru þjóðarinnar. Rúnar Ármann Arthúrsson, blaðamaður, Reykjavík — Beinast liggur auövitað við aö svara þessari spurningu á þá leiö, að sjálfstæði islensku þjóöarinnar sé mest hætta búin innan frá, vegna þess hve hið þjóöfélagslega umrót frá iokum seinna striðs hefur ruglað i rim- inu geggjuðu kynslóðina, sem lifði umskiptin, og eftirkomendur hennar, og gert úr obbanum af is- lendingum unnendur hluta, sem setja stundarhagsmuni ofar öllu öðru og lifa fyrir það eitt að tryggja aö eigin búksorgum sé fullnægt eöa riflega það. Dæmið er samt ekki svona sorglega einfalt, þótt ýmsum hætti til að setja það upp á enn einfaldari hátt, og kenna utanað- komandi og útlendum spillingar- áhrifum um aö fella gengi is- lensks þjóðarstolts að þvi marki að sjálfstæöið sé i flestra augum einskis virði. Vissulega er ósæm- andi sjálfstæðri þjóð að hýsa er- lendan hér á sinu landi, jafnvel þó um vopnlausa smáþjóð sé að ræða. En þaö ætti þó ekki, eitt út af fyrir sig, að rýra sjálfstæðis- vitund hennar nema siður væri. Vera bandarisks herliðs I land- inu og aöild okkar að NATO er að minu mati einungis staðfesting þess hve sjálfstæðinu er mikil hætta búin, en ekki forsenda þess, að þaö eigi fyrir islendingum að liggja að glata að fullu og öllu sjálfstæöi sinu. Sjálf forsendan fyrir þeirri ógnun sem sjálfstæði Islands er oúin, liggur fyrst og fremst I þeim móthverfum sem einkenna þaö efnahagskerfi, sem stjórnmálamenn okkar tima hafa ákveðið aö henti okkur best sem stendur. Viö höfum um langan tima fengið smjörþefinn af þvi, hvernig erlendir aðilar, sem telja sig okkur voldugri, lita auðlindir okkar, þrátt fyrir það, að öllum megi vera það ljóst að afkoma okkar byggist á þvi fyrst og fremst, að þær nytjar sem við höfum af fiskum hafsins verði i engu skertar. Nýlega hefur svo hólminn sjálfur, sem skáldin hafa kunnað aö kalla mörgum nettari nöfnum verið metinn af dr. Kissinger og hans nótum, sem þó nokkurra naglbita virði, sem grunnfast flugmóöurskip. Aö losa sig viö 200.000 háværar hræður af skerinu, ef með þyrfti og „nauðsynbæri til”, væri sjálfsagt ekkert tiltökumál fyrir forráða- menn stórvelda og „unnendur vestrænna lýöræöishátta,” þegar svo stæði á að slikt væri rétt- lætanlegt. Islensk menning gæti jafnvel orðið enn verðmætari á „vestrænan mælikvaröa,” ef ekki væru lengur neinir islendingar. Sjálfur er ég þó bjartsýnn á að min kynslóö og þær sem á eftir koma eigi eftir að snúa við blaðinu, þegar menn átta sig á þvi fyrir alvöru um hvað er að tefla og hvað við eigum i rauninni gott tækifæri á þvi að skapa einmitt hér, I köldu og hrjóstrugu landi, paradis á jörðu. Þaö sem stendur okkur helst fyrir þrifum i dag er sú sérhyggja sem alin er upp i fólki i þvi skyni að fá það til að falla inn i það þjóöfélagsmynstur sem okkur hefur veriö ákveöið. „Enginn er annars bróöir i leik” er jafnan viðkvæöið, þegar ungu fólki er att út i lifið, fest á klafa ótimabærra fjárfestinga og skuldabyröa og talið trú um að þar með sé það orðið samsekt 1 öllu verðbólgubraskinu sem við- gengst i þjóðfélaginu, nú sé um að gera aö reyna að græöa lika. En i rauninni hefur fólk verið hneppt I ánauð, einstaklingsforræði frá þvi tekið, en i staðinn settar falsk- ar formúlur upp uin það hvernig best og fljótast megi höndla lit's- hamingjuna með sem minnstum tilkostnaði. t stað sannrar llfs- fyllingar sem meöal annars felst i ánægju yfir auknu manngildi er sett fölsk viömiöun, svokölluð „eignagleöi” skal nú bæta upp missi alls þess manneskjulega i allifinu. Afleiðingin er auðvitað tómleiki og fásinna um það hvað hendir okkur sem þjóö. Þvi ekki að selja meðan hægt er allt sem falt getur kaliast: komandi kyn- slóðir geta svo séð um sig sjálfar, þennan hugsanagang þekkjum við of vel, hann er stærsta ógnun in við sjálfstæði islensku þjóðar- innar. Kjánaskap á borð við fyrir- bærið „varið land” ætlaði ég raunar ekki að nefna hér, en vil aöeins benda á svona i leiöinni að „varnir vestrænnar lýðræðis- hefðar,” merkja i munni „varins landsmenna”, óbreytt ástand hvað varðar rányrkju utan lands sem innan svo lengi sem meiri- hlutinn er nógu vitlaus til að láta fara illa með sig. Jafnvel þótt hann átti sig skal óbreytt ástand rikja, þess vegna þurfum við bandariskan her til að berja á óróaseggjum (og skemmta rúss- um ef þeir koma lika). Það sem er brýnast til varnar er auðvitað það að reyna að vekja fólk til vitundar um sannari lifs- gildi og til samkenndar um annað en það að græöa á verðbólgunni. Alþýðan er og hefur löngum verið sá aðili sem spilað er með á leik- vangi stjórnmáianna. Islensk al- þýða hlýtur þó aö vera farin að átta sig meir en áður á samhenginu milli þess aö hafa auöugan heildsala i forsætisráð- herrastól og þess hve hundflatir islenskir ráðamenn lágu i land- helgisviöræöunum fyrir þrýstingi NATO og Efnahagsbandalagsins, sem fyrir hönd alþjóðaauðvalds- ins höfðu umboö til að hóta þvi undir rós, að eyöileggja gróða- möguleika Islenskra auðherra um leið og þeir gátu minnt á, að þaö væri nánast lúxus fyrir 200.000 hræöur á útskeri, að ætla sér aö lifa sem sjálfstæð þjóð. Sjálfstæði islensku þjóöarinnar verður aðeins þannig bjargaö, að islendingum lærist að hætta að klifra upp eftir hryggsúiunum hver á öörum. Það er staöreynd, sem betur á eftir að sýna sig, að við höfum i rauninni ekki ráð á auðvaldsskiplagi hér á landi. Þegar framleiösluatvinnu- vegirnir veröa komnir i sameign allra landsmanna og einka- eignarréttur á ibúöarhúsnæöi og jarðnæði hefur verið upphafinn, þá fyrst geta islendingar talið sig menn til aö standa vörð um eigið sjálfstæði, takast á við vofur heimsauðvaldsins og berjast við hlið heimsalþýöunnar, til fullnaðarsigurs yfir alþjóðlegu sem þjóðlegu misrétti. Ég lýk þessu svari minu meö tilvitnun sem sótt er i frumsam- inn danslagatexta, sem kunnur islenskur poppsöngvari neitaði að syngja inn á plötu fyrir skömmu, af þvi að hann þoiir ekki 1. des. kjaftæði eins og hann sagöi: Far vel þú undurfagra island, nú ameriskur draumur skriður um þin sker, við lesum það seinna i skýrslum alþjóðabankans, hvernig sjálfstæðisbaráttan brást og þvi fór ver. Ingibjörg Bergþórsdóttir, Fljótstungu Hvítársíðu Sjálfstæði tslands stafar tvi- mælalaust mest hætta af vissri tegund islendinga, — ef islendinga skyldi kalla. Nú eigum við hendur að verja gegn þrem stórveldum i senn. Tvö þeirra hjálpast að við að eyða lifsbjörg okkar og kippa þannig stoöunum undan efnahagslegu sjálfstæði okkar. Það auðveldar eftirleikinn fyrir það þriðja, sem raunar er búið að ná hér fótfestu fyrir tilverknað áðurnefndra is- lendinga. Það vill svo til, að innan NATO eru allar þær þjóðir, sem hafa sýnt okkur ágengni fyrr og siöar, þar á meöal þessi áður- töldu stórveldi, danir, norðmenn og jafnvel tyrkir lika. Aðurnefnd manntegund fékk þvi framgengt, að þetta bandalag tók okkur i bóndábeygju áriö 1949, hefur hún þó aldrei lagst lægra en þjóðhátiðarárið 1974. í þorska- striðinu, sem nú var að ljúka með innfærslu landhelginnar úr 200 i 20 milur, kom best i ljós, hvernig fyrirbrigðið flaðrar þeim mun ákafar upp um ráðamenn NATO sem það kúgar okkur fólsiegar. Tegund þessi ræður yfir öflugum blaöakosti, sem hún beitir óspart. i þágu allra, sem þóknast aö troða á okkur. Það var ómetanlegur stuðningur, sem bretar fengu frá henni i tvisýnu striði, er hún gaf hvað eftir annaö yfirlýsingar um að fyrr myndu islendingar dauöir liggja en ganga úr NATO eða hóta aö senda herinn á Miðnesheiöi til fööurhúsanna. tslendingum er lifsspursmál að losna við þessa menn úr valda- stólum áður en þeir gera meira illt af sér. Hér þarf að efla nýja þjóðernisvakningu. lsland á að skipa hærri sess í hugum okkar en allt annað. Ærlegir islendingar mega ekki lengur gera þann óvinafagnað að sundrast I marga flokka, heldur veröa þeir allir að taka höndum saman, hvar i flokki sem þeir hafa hingað til staðið og mynda sem öflugast bandalag allra þjóðhollra islendinga til að bjarga þvi sem bjargaö veröur. Islandssagan hefur kennt okkur, að islendingar hafa aldrei samiö um landsréttindi sin viö sér stærri þjóðir, nema sér i óhag.og þaö svo mjög, að tekið hefur aldir að vinna upp tjónið. Einar okkar Ágústsson hefði betur rifjaö þetta upp, áöur en hann dreif sig tii Oslð og „tók þar skriftir stórar” eins og Sturla Sig- hvatsson hafði áður gert, — að visu hjá páfanum i Róm en ekki himneskum ráöamönnum NATO. tslandssagan segir svo frá ferða- lagi Sturlu: „Var hann leiddur berfættur milli allra kirkna i Róm og lam- inn fyrir flestum höfuökirkjum. En fólk allt stóö fyrir dyrum úti og undraöist, hvi svo friöur maður var svo hörmulega leik- inn.” Hans heilagleiki, Jósep Luns, fór hreint ekki skár með sinn píslarvott — eins og hann Einar er þó laglegur maöur og góöur að koma fyrir sig orði. HVAÐ ER BRÝNAST TIL VARNAR?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.