Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJODVILJINN Fimmtudagur 17. júni 1976 STIKLUSTEINAR úr sjálfstæð- isbaráttu íslendinga á 19. og 20. Hér verða rifjaðir upp nokkrir atburðir úr baráttu islendinga gegn útlendu valdi og inn- lendu ihaldi fyrir efna- hagslegu- og stjórn- málalegu sjálfstæði. 1830 Júlibyltingin i Frakklandi skekur Evrópu. Danski einvalds- konungurinn neyðist til að lofa þegnum sinum svokölluðum stéttaþingum. Ungur stúdent i Kaupmanpahöfn, Baldvin Einarsson, héfur baráttu fyrir þvi að Island fái sérstakt stéttaþing sem ekki hefur verið gert ráð fyrir. 1835 Fjölnir Jónasar Hailgrims- sonar, Konráðs Gislasonar, Tómasar Sæmundssonar og Brynjólfs Péturssonar hefur göngu sina. 1837 Bændur á Suðurlandi senda bænaskrár til konungs um að tsland fái sérstakt ráðgjafarþing og er það fyrsta almenna stjórn- málahræringin um langan tima. 1841 Jón Sigurðsson byrjar að gefa út timarit sitt Ný félagsrit. 1845 AÍþingi er endurreist sém ráö- gefandi fulltrúaþing i Reykjavik. öld fái að koma saman til sérstaks stjórnlagaþings þar sem framtiðarskipun islensks stjórn- arfars yrði ráðin. Sérstök isiensk stjórnarskrifstofa er stofnuð i Kaupmannahöfn. Blöðin Norður- fari og Þjóðólfur hefja göngu sina. Þetta ár markar tfrnamót. Pólitisk vakning verður á Islandi og þjóðfrelsisbaráttan hefst af fullum krafti. 1849 Skagfirskir bændur hrópa niður amtmanninn á Möðruvöllum. Mátti þar heyra hróp eins og þessi: „Lifi þjóðfrelsið. Drepist kúgunarvaldið.” Islendingar fá komið þvi til leiðar að Island er ekki nefnt á nafn i stjórnarskrá dana sem samþykkt var 5. júni. 1850 Margs konar pólitiskur órói svo sem „pereatið” i Lærða skólan- um og hneykslið i dómkirkjunni. 1851 Þingvallafundur setur fram itrustu kröfur i þjóðfrelsisbarátt- unni. Þjóöfundurinn sem átti að vera stjórnlagaþing islendinga er leystur uppp undir dönsku her- valdi. 1854 Verslunin er gefin frjáls öllum þjóöum en ekki bundin við þegna Danaveldis eins og áður var. Prentfrelsi viðurkennt. 1869 Gráoufélagið og Félags- verslunin við Húnaflóa, öflugar tilraunir islendinga til að koma á innlendri verslun. Danskt hervald á Islandi Amerískt hervald á islandi 1848 Febrúarbyltingin i Paris hefur gifurleg áhrif á Danaveldi og verður til þess að konungurinn afsaiar sér einveldi. Jón Sigurðs- son skrifar Hugvekju til islend- inga með einkunnarorðunum: „Dagur er upp kominn. Dynja hana fjaðrar.” Þar kemur fram sú skoðun að islendingar ættu að hafa sitt löggjafarþing og sina ráðherra fyrir sig. Þeir Jón Guðmundsson og Hannes Stephensen safna undirskriftum 2500 islendinga um að islendingar 1871 Danir þvinga svokölluðum Stöðulögum upp á Islendinga. 1 fyrstu grein þeirra segir: „tsland er óaðskiljanlegur hluti Dana- veldis með sérstökum landsrétt- indum.” Þjóðvinafélagiö stofnað til að þjappa islendingum betur saman. 1872 Jón ólafsson birtir lslendinga- brag, magnað niðkvæði um dani, og varð að flýja land. Breskt hervald á islandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.