Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 22
22 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. júni 1976 Hvernig geröist þetta, gófta mln... Elkem r'ramhald af bls. 1 verksmiBjunnar. T.d. má nefna að norðmennirnir nota aðra teg- und ofna en hafa verið i smiðum á ttaliu, sérstaklega fyrir verk- smiðjuna, og er sú fjárfesting þvi einskis nýt. Ekki er heldur hægt að notast við alla þá miklu teiknivinnu sem lögð hefur verið i hönnun verk- smiðjuhússins sjálfs, þvi það verður að smiðast eftir ofnum norðmanna. Fleiri atriði mætti telja upp sem ekki nýtast og liggja i þeim miklir fjármunir. Viðræðurnar við norska fyrir- tækið hófust að frumkvæði iðnað- arráðuneytisins strax eftir að ljóst var, að ekki væri möguleiki á þvi að fá Union Carbide til þess að halda áfram þátttöku. Næsti samningafundur verður haldinn eftir hálfan mánuð og gera má ráð fyrir þvi að þá verði tekin endanleg ákvörðun um það, hvort af samvinnu verður eða ekki. Sagði Gunnar að ennþá hefði ekk- ert komið i ljós, sem torveldað gæti hugsanlegt samkomulag, en ljóst væri þó að ekki yrði mögu- legt að nota sumarmánuði þessa árs til verulegra verklegra fram- kvæmda, vegna allrar þeirrar teikni- og skipulagsvinnu, sem verður að takast á við fyrst. —gsp- Jarðstöð Framhald af bls. 20. and-heimsvaldasinnaðri baráttu, að taka undir þessa kröfu, með þvi að vara stjórnvöld landsins við þessum mjög svó afdrifarik- um áformum og krefjast úrsagn- ar tslands úr INTELSAT sam- steypunni þar sem okkar þjóð á ekkert erindi. Kópavogi, 5. júni 1976 Heimildir 1. Edward W. Ploman: Jord, rymd och Kommunikationer. Bokförlaget PAN/Norstedts, Stockholm 1969. 2. H.Madigan, C.Eng, M.I.E.E.: Earth stations — operator’s viewpwnt. 3. Alan J. Brown: Challenges at Geneva. Telecommunications, SeDt. 1975 4. Wilbur L. Pritchard: Satellite Communications: A Review and Projection. Tele- communications, Sept. 1975. 5. Tom Baker: Business Tele- eommunications Management in Europe. Telecommunicat- ions, Sept. 1975. 6. Ken Sharpe: Telecom 75 — The „World Telecommunity”. Telecommunications, Sept. 1975. 7. Signatories to the operating agreement and their invest- ment shares determined as of 1 March 1976.Contribution of the Secretary General, INTEL- SAT. , 8. Paul Polishuk: Telecommuni- cations in Eastern Europe. Telecommunications Dec. 1974. 9. Samningurum alþjóðastofnun fjarskipta um gervihnetti „INTELSAT”. Alþingi Is- lands, samþykkt þann 27.1.75. 10. Tillaga til þingsályktunar,97. löggjafarþing, 186. mál. Flm: Ellert Schram og Þórarinn Þórarinsson. 11. Richard J. Barnet & Ronald E. Muller: Gobal Reach, The power of the multinational cor- parations. Simon & Schuster, New York, 1974. 12. Herbert Schiller: Det fria in- formationsflödet. Historien om hur USA lanserde en im- perialistisk doktrin. Koment- ar, Nr. 2 1976. 13. Hagtiðindi, Febrúar 1976, Elias Davíðsson Ný kvikmynd Framhald af 5. siðu. samkvæmisljón sækja hanastéls- hóf sem Otto Abetz, ambassador Hitlers i Frakklandi, bauð til. Syngjum hernumdir var tekin til sýningar i átta kvikmyndahús- um i Paris og gekk þar alltaf fyrir troðfullu húsi. En að viku liðinni" var sýningum samt hætt. Astæð- an: Einhverjir dólgar, sem kölluðu sig „Byltingarúrvalssveit Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru áminntir um að greiða framlag sitt fyrir árið 1976. Gíróseðlar hafa verið sendir út, en nýir styrktarmenn eru beðnir um að senda framlag sitt inn á hlaupareikning nr. 4790 i Alþýðubankanum eða greiða það til skrifstofu flokksins að Grettisgötu 3. Alþýðubandalagið hinna kristnu Vesturlanda”, gerðu sig liklega til ofbeldis- verka, ef sýningum yrði haldið áfram og kölluðu myndina „móðgun við minningu látinna.” Þar eð það er mikill siður allra- handa hægrisinnaðs óþjóðalýðs að kenna sig við kristindóm, mun enginn verulegur vafi leika á þvi af hvaða sauðahúsi umræddir bófar eru. Kvikmyndin var siðan sýnd á alþjóðlegu kvikmynda- hátiðinni i Cannes og vakti gifur- lega athygli. Viðkvæmt mál. Frönsku blöðin hafa hnakkrifist út af myndinni og hæla henni sum, en önnur rakka hana niður fyrir allar hellur. Þar sem þetta er ekki fyrsta myndin, sem frakkar gera um sambúð sina við þýska hernámsliðið á striðsárun- um, mætti ætla að menn væru farnir að venjast þessu. En það er öðru nær enda er hér um gifur- lega viðkvæmt mál að ræða. Sannleikurinn er nefnilega sá, að i Frakklandi — og i fleiri löndum sem þjóðverjar hernámu á striðs- árunum— var samvinna og stuðningur landsmanna við her- námsveldið miklu viðtækari en ráðamenn þessara þjóða hafa sið- ar viljað viðurkenna. Einhver skæð tunga orðaði það svo, að hefðu þjóðir eins og danir og frakkar hengt og skotið alla sina landráðamenn i striðslokin, hefði það nærfellt jafngilt útrýmingu þessara þjóða. Það er efalaust of mikið sagt, en vist er um hitt að margir fleiri i löndum eins og Danmörku og Frakklandi studdu þjóðverja en fáeinir ruglaðir inn- lendir nasistar og fasistar. Eink- um voru það atvinnurekendur, fjármálamenn og kaupsýslu- menn, sem góðfúslega löguðu sig eftir aðstæðunum og unnu greiðlega með Þýskalandi Hitlers og fyrir það. (Byggt á Time, - dþ.) Taraldseyja Framhald af 17. siðu. Þegar til Taraldseyjar kom, plöntuðu islensku gestirnir og stjórnarmenn norska Skóg- ræktarfélagsins sinni plöntunni hver, og var það fyrsta gróður- setning i garðinn. Með tilkomu þessa frærækar- garðs er brotið blað i sögu islenskrar skógræktar. Þær teg- undir og einstaklingar trjáa, sem reynst hafa best við islensk skil- yrði munu eftir 10 -15 ár bera fræ, sem nægja eiga til ræktunar þessara tegunda um langa fram- tið. En þess má geta að fræöflun af viðkomandi tegundum hefir bæði verið stopul og mjög kostn- aðarsöm, þar sem hingað til hefur oftast þurft að gera út leiðangra til að safna fræi, m.a. alla leiö vestur til Alaska. Innan skerja i Suður-Noregi eru vaxtarskilyrði trjáa mjög góð, Kjördœmisráðsfundur Fundur kjördæmisráðs á Norðurlandi vestra verður haldinn á Skagaströnd helgina 26-27. júni n.k. Fundurinn hefst kl. 3 á laugardag með um- ræðum um flokksstarfið i kjördæminu. Almennur fundur verður haldinn á Skaga- strönd kl. 5 þennan dag og framsögumenn verða Lúðvik Jósepsson og Ragnar Arnalds. Fund- urinn fjallar um stjórnmálaviðhorfið almennt og er hann öllum opinn. Dagskrá kvöldsins verður tilkynnt siðar, en ekki er gert ráð fyrir frekari fundum þann dag. A sunnudagsmorgni starfa nefndir, en fundir kjördæmisráðs verður fram haldið kl. 1.30 og stefnt að þvi að honum ljúki um kaffileytið. — Stjórn kjördæmisráðs. þannig að trén geta borið fræ á hverju ári. Þar verður frætekjan margfallt meiri og árvissari held- ur en i fræræktargarði, sem kom- ið væri upp hér á landi. Þess ber að geta, að hugmynd- ina að islenskum fræræktargarði i Noregi átti Thoralf Austin for- stöðumaður Rannsóknarstofnun- arinnar i skógrækt i Noregi, en hann kom hingað til lands i fyrsta sinn árið 1962. Siðan hefur Austin komið hér aftur og er velkunnug- ur islenskum skógræktarmálum. (Frá Skógrækt rikisins) Rödd Framhaid af bls. 2 lengur þess virði að beita Islendingar, heldur pinulitilir islendingar! Þannig er ritmálið hrakið og hrjáð, rétt eins og við séum ekki lengur menn til að „brjóta heilann” um einföldustu hluti. — En hvað sem þessu liður: Burt með herinn! 5/6 ’76 Björn Jakobsson Lúðvik suðvesturhimni Tón-leikur eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Sigurð Pálsson. Frumsýning sunnudag kl. 13 2. sýning sunnudag kl. 17 3. sýning mánudag kl. 21 4. sýning fimmtudag kl. 21 5. sýning föstudag kl. 21 6. sýning sunnudag kl. 21 Aðeins þessar 6 sýningar Miðasala daglega i Lindarbæ kl. 17-19. Sýningardaga kl. 17- 21. Simi 21-9-71. Sonur minn, stjúpsonur, bróðir og fósturbróðir, Reynir K. Þórðarson, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. júni kl. 13.30. Ragnhildur Einarsdóttir, Þórður Sigurbjörnsson, Systur og fósturbróðir. ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmá LEIKFÉLAG 2(2 2(2 REYKJAVlKUR “ WP Leikfélag Akureyrar sýnir: GLERDÝRIN föstudag kl. 20,30. — Siðasta sinn. SKJALDHAMRAR laugardag. — Uppselt. SAGAN AF DATANUM sunnudag kl. 20,30. — Græn áskriftarkort gilda. Siðustu sýningar L.R. á leik- árinu. Leikvika lands- byggðarinnar ^ Leikfélag Olafsfjarð- ar sýnir: TOBACCO ROAD mánudag kl. 20,30. Þriðjudag kl. 20,30. Miðasalan i Iðnó er lokuð i dag. Opið föstudag kl. 14 til 20,30. Simi 1-66-20. #ÞJÓflUlKHÚS»! INUK á aðalsviðinu föstudag kl. 20 laugardag kl. 20 Siðustu sýningar á leikárinu. Miðasala lokuð I dag en opnar 13,15 á morgun. Simi 1-1200. Alþýðubandalagið Vestur-Barðastrandarsýslu Almennur stjórnmálafundur i félagsheimilinu á Patreksfirði föstudaginn 18. júni n.k. kl. 21. Málshefjendur: Lúðvik Jósepsson, alþingismaður og Kjartan Ólafsson, ritstjóri Frjálsar umræður Aiþýðubandalagið i Vestur- Barðastrandarsýslu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.