Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. júni 1976 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 7 18. þ.m. hefst í Reykja- vík hin samnorræna tón- listarhátíð Norrænir músikdagar, og stendur hún til 24. þ.m. Sú hátíð# sem nú stendur fyrir dyr- um, er hinn 23. í röðinni og sú þriðja sem haldin er í Reykjavík. Fyrir Norræn- um múslkdögum stendur Norræna tónskáldaráðið, en forseti þess er nú Atli Heimir Sveinsson. Á hátíð- inni verða að þessu sinni flutt sjö dönsk tónverk, ellefu sænsk, tíu norsk, tiu finnsk, ellefu islensk og átta kanadísk. Norræna tónskáldaráðið er samband tónskáldafélaganna á Norðurlöndum. bað var stofnað skömmu eftir siðari heimsstyrj- öld og var Jón Leifs tónskáld einn helsti hvatamaðurinn að stofnun þess. t ráðinu eiga sæti tiu full- trúar, tveir frá hverju landi. Nor- rænir músikdagar eru haldnir annað hvert ár, til skiptis i höfuð- borgum Norðurlanda og eru þeir þvi hér á landi á tiu ára fresti. bað land, sem heldur músikdag- ana hverju sinni hefur forsæti i ráðinu og er þvi forseti þess nú Atli Heimir Sveinsson, sem er formaður Tónskáldafélags ís- lands. Einn elsti þáttur nor- rænnar menningarsam- vinnu. Norrænir músikdagar eru einn elsti þáttur norrænnar menningarsamvinnu, en fyrsta norræna tónlistarhátiðin var haldin i Kaupmannahöfn 1888. 1954 voru Norrænir músikdagar haldnir hér i fyrsta sinn og var sá óþreytandi menningarfrömuður Ragnar Jónsson framkvæmda- stjóri þeirrar hátiðar. Næst voru Norrænir músikdagar haldnir hérlendis 1967 og var borkell Sigurbjörnsson þá framkvæmda- stjóri þeirra. Á Norrænum músikdögum hef- ur jafnan verið flutt sú samtima- tónlist, sem hæst hefur borið á Norðurlöndum á hverjum tima, þvi þeim er ætlað að vera spegil- mynd tónsköpunar nútimans. 1 hverju landi eru dómnefndir skip- aðar af tónskáldafélögunum, er velja úr innsendum verkum eftir vissum reglum. Siðan kemur saman samnorræn dómnefnd, skipuð einum fulltrúa frá hverju landi, og velur hún dagskrána endanlega. Formaður hinnar samnorrænu dómnefndar var i þetta sinn borkell Sigurbjörns- son. Á Norrænum músikdögum verða nú haldnir ellefu tónleikar, á sex stöðum i Reykjavik, en einir tónleikar verða haldnir á Bifröst i Borgarfirði. Alls verða flutt 59 tónverk eftir 57 núlifandi höf- unda, einn höfundur er látinn, einn á tvö verk á hátiöinni. Höf- undar eru á ýmsum aldri, korn- ung tónskáld ásamt með eldri höfundum og þekktari. Tónleikur eftir Gunnar Reyni og Sigurð Pálsson. bað nýmæli var upp tekið á seinustu Norrænum músikdög- um, sem haldnir voru i Kaup- mannahöfn 1974, að Norræni menningarsjóðurinn pantaði ný verk er frumflutt skyldu á hátið- inni. 1 það sinn voru pöntuð fimm verk, eitt frá hverju Norðuland- anna, er fjalla skyldu um „músik fyrir börn og um börn.” Með þessu var ætlunin að gera nokkra úttekt á stöðu nútimatónskálda og hlutverki þeirra innan hinna ýmsu þátta tónlistarlifsins. Fyrir hönd Islands samdi Jón Asgeirs- son verkið ,,A hinni rimlausu skeggöld”, sem barnakór danska útvarpsins flutti við það tækifæri. Nú hefur verið haldið áfram sömu stefnu, og fimm tónskáld hafa skrifað verk sérstaklega til frum- flutnings á Norrænu músikdögun- um. Að þessu sinni er þemað „múslk fyrir áhugafólk.” Þriðju Norrœnu músikdagarnir í Reykjavik Blóminn úr samtíma- tónlist á Norðurlöndum Atli Heimir Sveinsson bessi fimm tónverk eru: Reh- bah-beil, sem finnska tónskáldið Jukka Tiensu hefur samið fyrir nemendahljómsveit Tónlistar- skólans i Reykjavik, stjórnandi Marteinn Friðriksson, Arstids- stycken eftir sviann Lennart Hed- wall, samið fyrir Kór Mennta- skólans i Hamrahlið, stjórnandi borgerður Ingólfsdóttir, Samesiidat cSv, samið af norð- manninum John Persen fyrir Karlakór Reykjavikur, stjórn- andi Páll P. Pálsson, Salmen 1976 samið af danska tónskáldinu Helmer Nörgárd fyrir Kirkjukór Háteigssóknar, stjórnandi Mart- einn Friðriksson og Undir suð- vesturhimni, tónleikur með tón- list og söngtextum eftir Gunnar Reyni' Sveinsson, samið fyrir nemendur i Leiklistarskóla Is- lands. Er þetta langviðamesta verkið sem flutt verður á hátið- inni þar sem inn i það er fléttað leikverki, svo að i rauninni er á ferðinni bæði tónleikar og leik- sýning. Af þvi hefur verið ákveð- ið að flokka verkið sem „tón- leik.” Leikverkið er eftir Sigurð Pálsson og hefur hann auk þess samið einn söngtexta og annar er eftir Bólu-Hjálmar, en hinir eftir Gunnar Reyni sem áður segir. Flutningur Undir suðvesturhimni tekur tvo tima, vettvangur verks- ins er Reykjavik, lifið þar, draumar og atvik, sem gerast i dag eða fara kannski að gerast, eins og Atli Heimir orðaði það á blaðamannafundi. Leikstjóri er Sigurður Pálsson og tónstjóri Gunnar Reynir Sveinsson. Lappneskt tónskáld og kanadamenn John Persen er sami eða lappi og er verk hans, Samesiidat, byggt á samskri alþýðusönglist, svokölluðu jojki. betta er i fyrsta sinn sem erlend tónskáld semja sérstaklega fyrir islenska áhuga- hópa. bessi fimm verk verða flutt á tónleikum 19. og 20. júni og 21. júni verður umræða um þau með þátttöku flytjenda og höfunda. Annað nýmæli, sem var tekið upp i Kaupmannahöfn 1974 var að bjóða einu landi utan Norður- landa að taka þátt i hátiðinni. bá var pólskum tónlistarmönnum boðið og heppnaðist það mjög vel, enda hefur pólsk nútimatónlist hlotið miklar vinsældir erlendis. Að þessu sinni munu kanada- menn taka þátt i Norræn- um músikdögum. Kemur hingað um það bil 20 manna hópur frá New Music Ensamble i Toronto undir forustu flautusnillingsins Robert Aitkin flautuleikari Roberts Aitkin, sem er islending- um þegar að góðu kunnur, hefur oft haldið hér tónleika og ieikið einleik með Sinfóniuhljómsveit Islands. Einnig hefur Robert Ait- kin leikið verk eftir islensk tón- skáld, þar á meðal Flautukonsert Atla Heimis Sveinssonar, sem hann fékk tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir á þessu ári. New Music Ensamble heldur tvenna tónleika dagana 20: og 2L júni á Kjarvalsstöðum og flytur bæði norræn og kanadisk verk, þar á meðal Sólstöður eftir bor- kel Sigurbjörnsson, og er þar um frumflutning verksins að ræða. Meðal annarra verka, sem kanadamennirnir flytja, verður Det hemmelige evangeliet eftir Olav Anton Thommesen, eitt efni- legasta tónskáld norðmanna, byggt á gömlum bibliutexta, sem -ekki mun hafa komið fyr.ir al- menningssjónir. Ein umfangsmesta tónlistarhátið hér á landi. Norrænu músikdagarnir eru ein umfangsmesta tónlistarhátið, sem haldin hefur verið á Islandi. Hátt á fimmta hundrað tónlistar- manna, bæði áhuga- og atvinnu- fólk, kemur fram á hátiðinni. Sin- fóniuhljómsv'. itslands mun halda tvenna tónleika undir stjórn Karstens Andersen og Páls P. Pálssonar, og með henni munu koma fram fimm einleikarar, allt mjög þekktir snillingar á sinu sviði, básúnuleikarinn Christer Torgé frá Sviþjóð, flautuleikarinn Gunilla von Bahr, söngkonan Ilona Maros, harmonikkuleikar- inn Mogens Ellegárd og fiðluleik- arinn Einar G. Sveinbjörnsson, konsertmeistari i Malmö. Auk Sinfóniuhljónsveitarinnar koma fram tvær hljómsveitir aðrar: Kammersveit Reykja- vikur og Nemendahljómsveit Tónlistarskólans. Alls munu sjö kórar koma fram á hátiðinni, þessir: Karlakór Reykjavikur undir stjórn Páis P. Pálssonar, Kór Menntaskólans við Hamra- hlið undir stjórn borgerðar Ing- ólfsdóttur, Kirkjukór Háteigs- sóknar undir stjórn Marteins Hunger Friðrikssonar, Kirkjukór Langholtssóknar undir sjórn Jóns Stefánssonar, Kór Tónlistarskól- ans i Reykjavik undir stjórn Marteins Friðrikssonar, Kór Söngskólans i Reykjavik undir sjórn Garðars Cortes og Passiu- kór Akureyrar undir stjórn Roars Kvam. Er þetta i fyrsta sinn sem islenskir tónlistarmenn utan Reykjavikur taka þátt i Norræn- um músikdögum. Ellefu íslensk verk Sem fyrr segir eru islensku verkin, sem flutt verða, ellefu að tölu og verða sérstakir aukatón- leikar með islenskri tónlist ein- göngu. beir verða haldnir á Bif- röst i Borgarfirði miðvikudaginn 23. júni. Islensku verkin eru þessi: Icall it - fyrir altrödd og kammersveit, eftir Atla Heimi Sveinsson, Einleitung und funf Galgenlieder - fyrir sópran og kammersveit, eftir Herbert Á. Agústsson,Undir suðvésturhimni eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Sólstöður - fyrir þrjá söngvara, flautu, marimba og kontrabassa, eftir borkel Sigurbjörnsson, Trió fyrir fiðlu, selló og pianó eftir Elias Daviðsson, brjú sönglög við ljóð Hannesar Péturssonar eftir Skúla Halldórsson, Dúó fyrir óbó og klarinett eftir Fjölni Stefáns- son, Strengjakvartett eftir Jónas Tómasson, Kristallar - fyrir kammersveit, eftir Pál P. Páls- son, Experiment - fyrir elektrónisk hljóð, eftir Hjálmar Ragnarsson og Langnætti - fyrir hljómsveit, eftir Jón Nordal. Hefur vakið athygli út- lendinga á islensku tónlist- arlifi. Sigurjón Jóhannsson hefur gert sem merki hátiðarinnar plakat, og er þar um að ræða mynd af einskonar kentár, sem teiknuð er á gamalt nótnablað. Hefur mynd þessi þegar vakið athygli; til dæmis hefur danskt blað um tón- listarmál, Dansk musiktidskrift, þegar birt hana sem forsiðu- mynd. Atli Heimir Sveinsson gat þess sérstaklega á blaðamanna- fundi að Norrænir músikdagar hefðu þegar skipt miklu máli fyrir islenskt tónlistarlif. bvi að hátið þessi hefði orðið til þess að útlendingar fóru fyrst að festa augun á okkar músiklifi. Helstir þeirra aðila, sem lagt hafa fram fé og fyrirgreiðslu vegna Norrænna músikdaga að þessu sinni eru: Norræni Menningarsjóðurinn, Reykja- vikurborg, menntamálaráðu- neytiö, Tónlistarfélagið, Tón- skáldasjóður Rikisútvarpsins, Rikisútvarpið, STEF, Tónskálda- félag Islands, Sinfóniuhljómsveit tslands, Islensk tónverkamiðstöð, Akureyrarbær, Norræna húsið. kanadiska utanrikisráðuneytið og tónskáldafélögin á Norður- löndum. Rétt er að geta þess að á vegum Norrænu múslkdaganna verða tvær sýningar á Undir suðvestur- himni, báðar sunnudaginn 20. júni, klukkan 13 og 17. En Nemendaleikhúsið mun auk þess hafa fjórar sýningar, og verða þær: Mánudaginn 21.,fimmtudag- inn 24., föstudaginn 25. og sunnu- daginn 27. júni. Og hefjast klukkan 21 alla dagana. Allar þær sýningar verða i Lindarbæ. -dþ. AÐ LÆKKA Sykur 1 kg. 125.— í 50 kg. sekkjum 115.— SÍÐASTIR TIL AÐ HÆKKA Dilkakjöt á gamla verðinu Opið til 10 föstudaga og 9-12 laugardaga bi m SKEIFUNNI 15IISIMI 86566

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.