Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVIL.ÍINN MiOvikudagur 23. júni 1976 Skrifiö eða hringið. Sími: 17500 Ekki tómur amlóðaháttur Stundum heyrast þær raddir, aö miklir amlóöar séum viö Is- lendingar, aö geta ekki sjálfir ræktaö ofan í okkur nógar kart- öflur. Nóg sé nú annaö meö gjaldeyrinn aö gera en þaö, aö verja honum til kaupa á vörum, sem viö eigum aö geta ræktaö sjálfir. 1 fljótu bragöi kann þessi skoö- un aö sýnast eölileg. Haft er eft- ir Tryggva heitnum Þórhalls- syni, aö ísland væri besta land i heimi. Ekki er ég svo vel aö mér, aö ég treysti mér til aö dæma um réttmæti þeirrar full- yröingar. Þó hygg ég, aö fyrir henni megi færa mörg veiga- mikil rök og kannski ekki siöur nú en þegar þessi orö voru töluö. En þegar viö tölum um kartöfl- urnar megum viö ekki gleyma þvi, hvar á hnettinum forsjón- inni hefurþóknast aö hasla okk- ur völl. Noröurskautsbaugurinn liggur um nyrstu byggö Islands. Sumrin eru stutt. Frostnætur geta komiö i hverjum mánuöi ársins. Og ein frostnótt getur ráöiö úrslitum um kartöfluupp- skeru þess árs. 1 siöasta tbl. búnaöarblaösins Freys birtist grein um kartöflu- rækt, eftir Eövald Malmquist yf- irmatsmann garöávaxta. Þar koma fram athyglisveröar upp- lýsingar, sem mér finnst eiga erindi viö fleiri en lesendur Freys, sem sennilega eru fyrst og fremst bændur og búaliö, og þvi vil ég biöja Bæjarpóstinn fyrir þetta bréfkorn. Eövald Malmquist segir m.a.: „Þaö er ekki aöeins lágt hita- stig yfir sprettutlmann, sem gerir islenska kartöflurækt erf- iöa. Næturfrostin um hásprettu-: timann eru enn hættusamari og gera ræktunina ennþá óörugg- ari viöast hvar. Þessum staöreyndum til frek- ari skýringar, þá hefur Veöur- stofa íslands gefiö mér upp frostdægur yfir sprettutimann sl. 20 ár á nokkrum veöurathug- unarstöövun (1955-1975). En þær eru: Siöumúli I Borgarfiröi, Akureyri, Hallormsstaöur, Hornafjöröur og Hella á Rang- árvöllum, sem liggur nokkuö miösvæöis I aöal-kartöfluræktar sveitum sunnanlands. Ef viö tökum þá fyrst mai- mánuö veröur útkoman þessi: Siöumúli meö 162 frostnætur, Akureyri 151, Hallormsstaöur 196, Hornafjöröur 90 og Hella 122. Frostnætur I júni veröa 14 I Siöumúla, 12 á Akureyri, 27 á Hallormsstaö, 3 i Hornafiröi og 9 á Hellu. 1 júli er einu sinni frost á þess- um 20 árum á greindum stööum en þaö er á Hallormsstaö sum- ariö 1965, þá eru tvær frostnætur / ■ 'I ÍíllÉpiÍíiÍÍ** mm ; u ■- -!SS§Í|ggl§« Mkl rT/H4 ■ Frá Djúpavogi Seint sækist með hraðfrystihúsið — Atvinna hefur veriö hér allgóö f vor. Fimm bátar eru geröir út á togveiöar og afli þeirra dágóöur. Þannig hófst spjail okkar Más Karissonar á Djúpavogi er blaöiö náöi tali af honum laust fyrir siöustu helgi. — A sl. ári var á fjárlögum fjárveiting til hafnargeröar á Djúpavogi. Nú er hún þurrkuö út en i sumar er áætlaö aö steypa þekju á hafnarsvæðið. Framkvæmdir viö nýja frystihúsiö hafa stöðvast vegna vanefnda lánastofnana. Finnst okkur viö vera beittir óréttlæti, þar sem önnur frystihús, sem bygging var hafin á á sama tima, eru komin I gang. Tölu- vert af þvi hráefni, sem borist hefur á land, hefur farið I gúanó, þar sem öll aðstaða til frysting- ar er vægast sagt til skammar. Verður ekki annað séð en aö markmiö stjórnvalda nú, sé aö kippa með öllu fótunum undan þeirri uppbyggingu, sem hér •var hafin i tiö vinstri stjórnar- innar. Skynsamlegast væri fyrir alla þingmenn Austurlands aö koma hingaö til Djúpavogs til þess aö fá smá nasaþef af þvi hvaö er aö gerast I atvinnumái- um hér. Slðan gætu þeir þá kannski stungiö saman nefjum um, hvaö gera beri til úrlausn- ar. Byrjað veröur á byggingu 7 ibúðarhúsa i sumar og veitir ekki af þvi húsnæðisskortur er hér tilfinnanlegur. Þá er og unn- ið aö stækkun á skólahúsnæöi. Fyrirhugaö er, aö fyrri áfangi þeirrar byggingar verði tekinn i notkun i haust. Veriö er aö ganga frá sundlaug við skólann og kemur hún væntanlega i notkun i sumar. Áætlaö er, aö leggja ollumöl á 500-600 metra vegarkafla i þorpinu og er það álika vegalengd og áöur var búiö aö oliubera. Aöalfundur Kaupfélags Beru- fjaröar var haldinn hér á Djúpavogi 31. mai, sl. Heildar- velta félagsins á árinu var kr. 471.193 þús. og er þaö 45% aukn- ing frá fyrra ári. Vörusala haföi aukist um 51%. Kaupfélags- stjóri er Hjörtur Guömundsson. Eitt aöalmál fundarins var bygging hraöfrystihúss á Djúpavogi og um þaövar samþ. svohlj. tillaga: „Aöaliundur Kf. Berufjaröar á Djúpavogij... samþ. aö skora á hæstv. rikisstjórn, aö hún, nú þegar, hlutist til um, að Búlandstindur h/f fái aö fullu fjármagnsfyrirgreiöslu til áframhaldandi byggingar hraö- frystihúss á Djúpavogi, sem nú hefur stöövast, vegna vanefnda lánastofnana. Bendir fundurinn á önnur byggöarlög á Austfjörö- um i þvi sambandi, sem þegar hafa fengið fullnægjandi fyrir- greiöslu þess opinbera til aö koma sínum hraöfrystihúsum I vinnsluhæft ástand. Lýsir fund- urinn jafnframt furöu sinni á slæmri lánafyrirgreiöslu til hraöfrystihússins á Djúpavogi, sem nú hefur leitt til þess, aö mjög alvarlegt ástand er yfir- vofandi I atvinnu- og byggöa- málum á félagssvæöi Kaup- félags Berufjaröar. Búiö er aö binda mikiö rekstursfjármagn kaupfélagsins I byggingunni, sem bitnar nú þegar mjög á öllum atvinnurekstri, en kemur ekki aö neinu gagni á þessu stigi, sem húsiö er nú. Ariö 1972 var gamla frystihúsiö dæmt úr leik og þvi lokaö af Fiskmati rikisins. Var þá, samkvæmt hraöfrystihúsaáætlun, hafist handa við byggingu á nýju hraö- frystihúsi, er skyldi verða lokiö á árinu 1975. I kjölfar þessara ákvaröana fylgdi mikil gróska I Ibúöabyggingum, þar sem slik framkvæmd er undirstaða alls atvinnulifs byggðanna, bæði vegna sjávarútvegs og frysting- ar landbúnaðarafuröa. Leggur fundurinn þvi þunga áherslu á áframhaldandi framkvæmdir viö nýbyggingunai án tafar, svo hægt verði aö hefja vinnslu I húsnu á komandi hausti og foröa meö þvi þremur sveitarféiögum frá alverlegu atvinnuleysi og fjárhagstjóni, sem nú blasir viö, ef fram heldur sem horfir”. —mhg um hásprettutimann þar.” Agústmánuöur kemur „þann- ig út: Sfðumúli er meö 6 frost- nætur, Akureyri 4, Hallorms- staöur 14, Hella 8, en Horna- fjöröur sleppur alveg á þessum 20 árum. Aö endingu skulum viö lita yf- irsept. ÞáerSiöumúli meö frost 84 sinnum, Akureyri 71, Hall- ormsstaöur 79, Hornaf jöröur 17 og Hella 86 sinnum.” Þetta yfirlit ætti aö sýna, aö fleira er þaö en amlóöaháttur- inn einn, sem veldur þvi, aö okkur reynist tiöum erfitt aö vera sjálfum okkur nógir meö ræktun kartaflna. Kartöfluframieiöandi. Af félags- lífi s-þing- eyinga Jónas Siguröarson, Lundar- brekku, sendir Landshorninu eftirfarandi llnur: Héraðssamband Suöur-Þing- eyinga er i þann veginn aö gefa út minnispening I tilefni af sex- tiu ára afmæli sambandsins 1974 og 50 ára afmæli Lauga- skóla á sl. ári, en HSÞ var helsti frumkvööull aö stofnun Lauga- skóla og átti hann fyrstu árin. Einnig er HSÞ aö fara af staö meö blaðabingó; bingóspjöld veröa seld hér I sýslunni af ung- mennafélögunum, en útdregin númer veröa birt i Akureyrar- blöðunum. Ungmennafélögin á sambandssvæöinu fá i sinn hlut hluta þess hagnaöar, sem afl- ast. Félagsllf var mikiö I Þingeyj- arsýslu á sl. vetri, enda tiöarfar með eindæmum hagstætt. Umf. Gaman og alvara i Ljósavatns- hreppi setti á sviö Mann og konu, eftir Jón Thoroddsen, undir stjórn Gunnars Eyjólfs- sonar, og UMF Efling i Reykja- dal Kertalog Jökuls Jakobsson- ar, undir stjórn Ingunnar Jens- dóttur. Bæði þessi leikrit voru sýnd oft, viö frábærar undir- tektir. Heföbundnar samkomur, svo sem þorrablót, spilakvöld o.fl. voru haldnar I hverri sveit. Svo- nefndur Gömlu-dansa-klúbbur hélt danskvöld flestar vikur i vetur i Báröardal og Ljósa- vatnshreppi. Spurningakeppni milli sveitarstjórna var háö og báru aöaldælingar þar sigur Ur býtum. Ymis félagasamtök i sýslunni sáu um sumarvöku þingeyinga um sumarmálin. Sumarvakan var aö mestu haldin á Húsavlk, svo sem málverkasýning, kvöldvaka meö blönduöu efiii, leiksýningar ofl. Einnig voru haldnar leiksýningar og dans- leikir I sumum samkomuhúsum sýslunnar. Þetta erifyrsta sinn, sem slik vaka er haldin hér i sýslu og fannst mönnum þetta frámtakgóö nýlunda ogákveöiö aö halda áfram á komandi vori, og freista þessþá.aöná viötæk- ari samstööu um framkvæmd- ina og dreifa dagskránni meira um héraöiö. Meökærri kveöju, Jónas Siguröarson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.