Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 23. júni 1976 ÞJÓÐViLJINN — SÍÐA 9 Sameinuðu þjóðirnar vilja láta setja reglur gegn misnotkun tölvubúnaðar. — Mynd Kurt WaMheim aðalritari SÞ, en aðilaskýrsiunni er vitnað til greinargerðar hans. i gegn íslenskum sósíatístum Aðstandendur bera kistuna með VL-undirskriftunum I Alþingishúsið. aðeins merkinu orðanna. Hann sagðist hafa komist að þeirri nið- urstöðu, að við hjá Vörðu landi myndum hafa gert skrá sem nota mætti til þess að tengja við aðrar skrár og á þann hátt sem vara- samt gæti verið. Við hefðum vafalaust notað svo gott tækifæri til þess að reyna að fá upplýsing- ar um ýmis atriði..Siðan sagði hann til viðbótar, aö hann gejigi út frá þvi sem visu, þegar ég spurði hann hvort hann tryði þvi aö við hefðum afhent upplýsingar óviðkomandi aðilum, þá sagöist hann ganga út frá þvi sem visu að við hefðum afhent þessar skrár þeim aðilum, sem við teldum hliðholla þessum málstaðán þess að hann tiigreindi það nánar. Ég undirstrika það að hér er um að ræða mann sem er mjög kunnur tölvutækni....” Vitnaö í Kurt Waidheim Loks vil ég minna á það varð- andi tölvumál þessi að um allan heim er nú unnið að betrumbót eða setningu löggjafar um tölvu- mál og vernd einstaklingsins fyr- ir persónunjósnum tölvukerfa. Ekki er ástæða til að rekja þær hugmyndir sem uppi eru erlendis um þessi mál, enda yrði það langt mál. En til þess að gefa að- eins hugmynd um það hversu al- varlegum augum — ef mér leyfist að nota það orðalag — litið er á slik mál erlendis skal hér vitnað til skýrslu Waldheims aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Niðurstað- an I skýrslu aðalritarans var þessi: Aðildarlönd SÞ eru hvött til þess að setja viðeigandi lög varð- andi persónugagnakerfi með tölvum. Þessi lög skulu gilda bæði fyrir opinbera aði’a og einkaað- ila. í skýrslunni er gert ráð fyrir að löggjöf landanna skuli inni- halda eftirtalin lágmarksatriði i þessum efnum: Aðeins skal safna þeim upplýs- ingum, sem nauðsynlegar eru til starfrækslu viðeigandi gagna- vinnslukerfa. Tilkynna skal ein- stakl. að verið sé að safna og véltaka uppl. um þá. Samþykki einstaklinganna verður að fá ef geyma á þessar upplýsingar nema þar sem lög kveða skýrt á um að þess sé ekki þörf. Slikar undantekningar mega þó ekki brjóta i bága við mannréttindayf- irlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Forðast skal að skrá eða geyma sögusagnir eða munnlegar frá- sagnir.Ekki skal safna né geyma upplýsingar um stjórnmálaskoð- anir, trú, kynþ.mál né einkalif manna. Það skal vera réttur hvers einstaklings að fá afrit af þeim upplýsingum, sem um hann eru skráöar, i þvi formi sem hann getur skilið. Það skal og vera réttur hans að véfengja réttmæti og nákvæmni upplýsinganna og að bæta skýringum við þær. —Og þannig mætti lengi telja upp úr skýrslu aðalritarans. Hún beinir þeim tilmælum til alþingis islendinga að það setji lög um þessi mál, en þá yröu yfirvöld til athlægis um langa framtið ef þau hlypu eftir hugsýki VL-manna og dæmdu Þjóðviljann fyrir að hafa gagnrýnt meðferö VL- inga á tölvugögnum. Markmið bandaríkja- stjórnar Ég hef nú fariö i löngu máli vfir þau atriði sem mér er stefnt fyrir vegna Þjóðviljans. Ég hef rökstutt að þar er hvergi um það að ræða að farið sé offari i orðavali eins og oft vill verða þeg- ar um slik hitamál er að ræða. Ég hef rökstutt það af hverju ýmis- legt var sagt i þessum skrifum um undirskriftasöfnun stefnenda. Ég hef sýnt fram á að af okkar hálfu var aðeins um að ræða al- menna pólitiska umræðu sem að visu snertir mjög mikið hitamál. Stefnendur hafa viðurkennt það i yfirheyrslum hér — enda annað útilokað — að hér sé um pólitisk mál að ræða. Bandarisk herseta á 25 ára af- mæli þessa dagana. Hún hefur jafnan verið mikið og viðkvæmt hita- og deilumál hér á landi, hið sama er að segja um aðild tslands að Atlanshafsbandalaginu. Mark- mið bandarikjamanna með aðild- inni að Nató og hersetunni var að brjóta niður þá þjóðlegu reisn, þá viðtæku samkennd sjálfstæðrar þjóðar sem smaug i hjarta hvers ærlegs islendings lýðveldishátið- arárið 1944. Hér erég ekki að fara með getsakir á hendur banda- rikjamönnum, hér er ég að vitna til skjalfestra heimilda um til- gang bandarikjamanna með her- setunni. Þetta markmið banda- rikjam. þjónaði hernaðarleg- um hagsmunum þeirra. Á sama tima var til á tslandi hópur manna sem lést trúa þvi að is- lenskir sósialistar ætluðu að hrifsa hér til sin völdin og þessir menn gerðu samsæri meö banda- riskum hershöfðingjum og ráð- herrum um það aö ala þjóðina Framhald á bls. 14. ,,... mjög margir þessara manna eru hættir aö heilsa mér, t.d. fjöldi manna uppi i Háskóla islands.” —Mynd Jónatan Þórmundsson, prófessor. ,,..ég átti nokkurn þátt i undir- búningi eöa skipulagningu....” —Mynd: Magnús Þórðarson. bæjarþingi Reykjavikur frá 25.4.1974, en þar segir mættur Þorsteinn Sæmundsson frá þvi er hann spurði Odd Benediktsson um tölvumálin. 1 endurriti bæjar- þingsins segirsvo orðrétt á bls. 8: „Þar (i reikningsstofu Háskólans) eru margir menn sem eru mjög fróðir um tölvuvinnslu og menn sem ég þekki vel og ég gerði mér erindi til eins þessara mann, dr. Odds Benediktssonar, sem ég hef þekkt i mörg ár og er mjög fróður um allt er að tölvuvinnslu lýtur. Við höfum haft samvinnu i þvi sam- bandi, en hann hefur starfað lengi á þvi sviði. Ég hafði aldrei rætt við Odd um þetta mál. Og ég spyr hann hvort hann vilji segja mér sem hlutlaus aðili, þannig lagað hef ég aldrei rætt við hann áöur um þetta, um hvort hann vilji segja mér, nú hafi hann fylgst með þessum skrifum, hvaða skoðun hann hafi mótað sér eftir þennan lestur. Og svar Odds var mjög afdráttarlaust. Hann sagði i fyrsta lagi, að hann hefði komist að þeirri niöurstöðu, ég get að sjálfsögðu ekki fariö með hans orðalag eftir svo langan tima en eyrnamarkið á Votergeitspólum Varins lands. Hér er mjög alvarlegt mál á ferðinni þar sem vegið er heiftar- lega að friðhelgi einkalifsmanna. Þeir sem skrifuðu undir lista VL-13 hafa áreiðanlega ekki gert ráð fyrir að þannig yrði farið með nöfn þeirra.. Þjóðviljinn skorar á stjórnvöld að krefjast þess að fá öll gögn Varins lands, bæði frum- gögn sem unnin gögn, þannig að tryggt verði að engin stjórnmála- samtök eða einstaklingar hafi undir höndum pólitiska njósna- skrá yfir islendinga né stofn i að slikri skrá.” t þessum leiðara er i fyrsta lagi beint almennum spurningum til lesenda blaðsins. Varla er hægt að dæma menn fyrir það að spyrja spurninga né heldur að dæma spurningar dauðar og ó- merkar — eða hvað? t annan stað er tekin hér einföld pólitisk sam- liking af Votergeitspólum Nixons. Varla er það refsivert — varla hafa stefnendur umboð fyrir æru Nixons Bandarikjaforseta enn þann dag i dag — eöa hvað? t annan stað er bent á að Sjálf- stæðisflokkurinn geti jafnvel fengið aðgang að þessum skrám. Ekki er óeðlilegt að þessi varnaðarorð séu höfð i frammi, þegar þess er gætt, sem áður hefur verið sannað, að tengsl voru milli Sjálfstæðisflokksins og undirskriftasöfnunarinnar. Er ó- eðlilegt að benda á slika hættu? Varla held ég að það verði sagt með neinum rökum. En hvar eru skrárnar nú? For- vigismenn Varins lands hafa neitað að gefa það upp hvar spól- urnar séu niðurkomnar. Þeir hafa viðurkennt að þær hafi ekki allar verið eyðilagðar. Einn þeirra hefur meira að segja sagt að enn sé til sú skrá sem notuð var til samanburðar. Þangað til stefn- endur þessara réttarhalda hafa lagt þessar umræddu spólur fram i réttinum hér eöa til stjórnvalda eiga áðurtilvitnuð varnaðarorð fyllsta rétt á sér. Ég hef enga á- stæðu til þess að trúa Þór Vilhjálmssyni frekar en minum eigin ályktunum um það hvað lik- iegast er að hann og félagar hans vildu gera við umræddar spólur. Ég vil i tengslum við þessi tölvumál vitna til endurrits úr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.