Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 23. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 DÝRALÍF — Nei, skeiðvöllurinn er I hinni áttinni. — Komdu þér út úr búrinu, ræfillinn þinn. — Það er synd hvað hann þjáist af gigt. Hafrannsóknar- stofnunin: Vorleiðangri lokið Siðan 1952 hefur Hafrannsókna- stofnunin kannað almennt ástand sjávar hér við land að vorlagi. Upphaflega voru slikir vorleið- angrar farnir i þann mund er sildveiðar hófust norðanlands, en þótt þær hafi lagst niður vegna hvarfs norsk-islenska sildar- stofnsins, hefur þótt ástæða til að halda þessum athugunum áfram. Einum slikum vorleiðangri er nú lokið á rannsóknaskipinu „Bjarna Sæmundssyni”. Athug- anir voru gerðar á rúmlega 130 stöðvum i hafinu umhverfis Island frá 25. mái — 16. júni og beindust aðallega að hita sjávar, seltu og straumum, magni og dreifingu næringarefna, plöntu- svifi, dýrasvifi og fiski. Athuganir leiðangursmanna sýndu m.a. eftirfarandi: ís var almennt mjög langt frá landi, og var isbrúnin nú um 90 sjómilur frá Horni en var i fyrra um 14 sjó- milur frá Horni um sama leyti og teygði sig þá inn i utanverðan Húnaflóa. Þessa miklu fjarlægð issins nú má m.a. rekja til lang- vinnar austanáttar norðan tslands undanfarnar vikur. Selta sjávar var yfirleitt tiltölu- lega lág, og virðast áhrif Atlants- sjávar við ísland hafa verið með minna móti. Aberandi var, hve sjór norðan Islands var seltulftill. Vegna almennt hlýrrar veðráttu undanfarnar vikur var hiti i yfirborðslögum sjávar þó nálægt meðallagi áranna 1950-60, og sums staöar jafnvel yfir meðallagi. Þessi heiti yfirborðs- sjór náði þó aöeins niöur á 10-20 metra dýpi, og nær upphitun sjávarins nú styttra niöur en venjulegt er. Hin svokallaða kalda tunga 1 hafinu milli Islands og Jan Mayen virtist liggja norðar en undanfarin ár. Athuganir á næringarefnum, súrefni og plöntugróðri sýndu m.a. að vestur af landinu er mjög næringarrikur sjór, sem teygir sig austur með norðurströndinni. I þessum sjó er mikill þörunga- gróöur. Undan Austurlandi hafa plöntur sjávarins hins vegar að mestu urið upp næringarefnin og er hámark plöntugróðursins þar liðiö hjá. Rauðátumagn má almennt telja nálægt meöallagi og sums staðar nokkru meira en á sarna tima i fyrra, sérstaklega undan suðurströnd landsins. Atuhámörk voru auk þessút af Breiöafirði og eins i kalda sjónum djúpt undan norðaustanlandi. Vestanlands og norðan var aðallega um uppvax- andi rauðátu að ræða, og vegna hinna hagstæðu gróðurskilyröa á vestursvæðinu, sem fyrr er getið, má búast viö auknu rauðátu- magni á þessum svæðum. Leiðangurstjóri I þessum leiöangri var Ingvar Hall- grimsson fiskifræöingur. Skrúðgarða- bókin komin Þessa daga er að koma i versl- anir önnur útgáfa Skrúðgarða- bókarinnar, en óhætt er að segja að margir garðeigendur hafi beðið eftir henni með óþreyju. Bókin er mjög aukin og endur- bætt. Gætir þar stækkunar á öllum köflum, en þó lang mest á kaflanum um fjölærar jurtir, sem i sjálfu sér er algjör nýsmiði. Þetta gildir einnig um gras- flötina. Einnig er alveg nýr kafli um heimilisgróðurhús og ræktun i þeim. Skrúðgarðabókin er fyrst og fremst samin fyrir byrjendur á sviði garðræktar, en þess er að vænta að allir lengra komnir garðunnendur geti einnig haft not fyrir hana. Skrúðgarðabókin fæst hjá Garðyrkjufélagi tslands og i bókabúðum. (Fréttatilkynning frá Garðyrkju- félagi Islands) #s|ónvarp | 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40. A Suöurslóð. Breskur framhaldsmyndaflokkur byggöur á sögu eftir Wini- fredHoltby. 11. þáttur. Eng- inn veit sina ævina..Svo virðist sem jólahaldiö ætli aö veröa fátæklegt hjá Holly-fjölskyldunni, en þá kemur Huggins færandi hendi. Tengdamóðir Mitchells kemur I heimsókn og tekur dóttur sina heim meö sér. Carne óðalsbóndi er ekki heill heilsu, og gamli verkstjórinn hans, Castle, liggur fyrir dauðanum. Huggins reynir að fá Carne til að styðja „Fenja-áætlun- ina”, en Carne rekur hann á dyr. Holly hefur loks tekist að ná I frú Brimsley, og allt bendir til, að Lydia komist aftur i skólann. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Helmuth Froschauer stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Mynd- in af Dorian Gray” eftir Os- car Wilde Valdimar Lárus- son les þýðingu Sigurðar Einarssonar (19). 15.00 Miödegistónieikar Augustin Anievas leikur á pianó Tilbrigði og fúgu op. 24 eftir Brahms um stef eftir Handel. Alfred Prinz og Fil- harmoniusveit Vinarborgar leika Klarinettukonsert (K622) eftir Mozart, Karl Munchinger stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregíiir). 16.20 Tónleikar 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 „Eitthvaö til að lifa fyr- ir” eftir Victor E. Frankl Hólmfriður Gunnarsdóttir les þýðingu sina á bók eftir austurriskan geðlækni (7). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 21.30 Heimsstyrjöldin siðari. Sprengjan. 1 ágústmánuði- 1945 var kjamorkusprengj- um varpaö á tvær japansk- ar borgir, Hiroshima og Nagasaki, og þá gáfust Jap- anir upp. Þýöandi og þulur Jdn O. Edwaid. 22.25 Dagskrárlok. útvarp 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Valbergsdóttir heldur áfram sögunni „Leynigarðinum ” eftir Francis Hodgson Burnett (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Kirkju- tónlist kl. 10.25: Jóhannes Ernst Köhler leikur á orgel verk eftir Bach og sjálfan sig. Morguntónleikar kl. 11.00: Sinfóniuhljómsveitin I Hartford leikur tvær ballettsvitur nr. 1 og 2 eftir Christoph Willibald Gluck, Fritz Mahler stjórn- ar/Felicja Blumenthal og Kammersveitin I Vinarborg leika Píanókonsert I a-molí op. 214 eftir Carl Czerny, 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá- kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 islensk plöntunöfn Stein- dór Steindórsson fyrrum skólameistari flytur erindi. 20.00 Einsöngur: Magnús Jónsson syngur lög eftir Skúla Halldórsson Höfundurinn leikur undir á pianó. 20.20 Sumarvaka a. „Heim- þrá”, saga eftir Þorgils gjailanda. Kristján Halldórsson i Saurbæ, Skeggjastaðahreppi, segir söguna utanbókar. b. Kveð- ið I grlni Valborg Bentsdótt- ir fer með léttar stökur. c. Um eyðibýli Agúst Vigfús- son les stutta frásöguþætti eftir Jóhannes Asgeirsson. d. Kórsöngur Karlakór Reykjavikur syngur lög eft- ir Sigvalda Kaldalóns. Söngstjóri: Páll P. Pálsson. 21.30 tJtvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis Sigurður A. Magnússon les þýöingu Kristins Björnssonar (43). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöidsag- an: „Hækkandi stjarna” eftir Jón Trausta Sigriöur Schiöth les sögulok (7). 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Blikkiðjan Asgarði 7, Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk- ur, skáidsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakíu, Póllandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi 28035. I --------- ------------------------------

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.