Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. júni 1976 að svara Móaflatarmálið: Bæj arstj órnarinnar — segir Garðar Sigurgeirsson bœjarstjóri í Garðabœ — Mér finnst að þetta bréf sem þið birtuð sé stílað til bæjarstjórnar- innar, og ég tel það hennar hlutverk að svara þessu bréfi og tel víst að það verði tekið fyrir á bæjarst jórnarf undi á fimmtudag, sagðí Garðar Sigurgeirsson, bæjarstjóri f Garðabæ, er við spurðum hann hvort hann vildi svara þeim ásckunum, sem koma fram í bréfi tveggja bæjarbúa í Garðabæ, vegna slysagildru sem er i hálfbyggðum húsum að Móaflöt 29-37 í Garðabæ. Eins og lesendur Þjóðviljans sáu í bréfinu er þarna um gifur- lega hættulega slysagildru að ræða, og sl. föstudag varð þar stórsíys. Það sem vekur mesta athygli i þessu máli er sú stað- reynd að byggingaaðili að Móaflöt 29-37 hefur þverbrotið allar byggingarreglur i Garða- bæ og komist upp með það árum saman þvi að húsin hafa verið i smiðum i ein 8 ár. En það sem þó er alvarlegast i málinu er það aö viðkomandi byggingaaöili er bæjarstjórnar- fulltrúi.og þeim mun alvarlegri er sú staðreynd að honum liöst að brjóta byggingareglurnar i bænum. Eins og Garöar bæjarstjóri segir, hlýtur, bæjarstjórnin að taka þetta mál fyrir á fundi sinum á morgun, og verður fróðlegt að heyra svarið. —S.dór. „H^gf^lldasta ár í hálfrar aldar sögu” — segir Búnaðarbankinn í ársskýrslu um árið 1975 HLUTFALLSLEG AUKNING INNLÁNA 1965—1975 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1976 „Ariö 1975 var hagfelldasta ár i nær hálfrar aldar sögu Búnaöar- banka íslands. Gildir einu hvort litiö er á innlánsaukningu, ágæta lausafjárstööu allt áriö eöa betri rekstrarafkomu en nokkru sinni fyrr.” Þannig hefst ársskýrsla Búnaðarbankans fyrir árið 1975, en skýrslan barst blaðinu í gær. Ennfremur segir i inngangi skýrslunnar: „Innlán nema tæpum 10 miljörðum króna og jukust þau um 32% á árinu, þriðja áriö i röð, sem innlánsaukning fer yfir 30%. Innlánsaukning hjá viðskipta- bönkunum i heild varð 29% á liðnu ári, en heildarinnlán bank- anna voru þá 41.9 miljarðar. Hlutdeild Búnaöarbankans i innlánum viðskiptabankanna sjö hefur aukist á siöustu 10 árum úr tæpum 18% i liðlega 23% um siðustu áramót.” 1 inngangi skýrslunnar er enn- fremur minnt á að hlutdeild bankakerfisins i peningakerfinu hafi rýrnað siðustu árin. Peningamagn og sparifé banka- kerfisins hafi veriö 42% af þjóðar- framleiðslu 1971, en um siðustu áramót hafi hlutfall bankakerf- isins veriö komið niður i 30%. Enn segir i skýrslunni: „Heildarútlán bankans voru tæpir 9 miljaröar og var aukning þeirra 32%.” Þá segir: ,,Það er athyglisvert og reyndar áhyggjuefni, hvernig ráðstöfunarréttur viðskipta- bankanna hefur minnkað yfir þvi fjármagni, sem innlánseigendur treysta bönkunum fyrir til ávöxt- unar og varðveislu. Nú er svo komiö að 23% af innlánum er ráðstafað á bundinn reikning i Seðlabanka Islands, og hefur þetta hlutfall verið að smáhækka undanfarin ár.” Segir I skýrslunni að um 57% af lánsaukningu bankans hafi veríð til hans sjálfstæðu ráöstöfunar. Laugardaginn 12. júni var haldin ráöstefna á vegum Sambands lslenskra barna- kennara og Félags skóiasafn- varöa um skóiasöfn og mið- stöðvar tengdar þeim. Aöal- fyrirlesari var Kurt Ilartvig Petersen námskeiðsstjóri i skólasafnsfræöum viö danska Kennaraháskólann. Einnig flutti Jónas Páisson skóia- stjóri erindi um nauðsyn skólasafns i skólastarfi og Kristján Gunnarsson fræöslu- stjóri talaöi um skólasöfn i Reykjavik. Fundarstjóri var Helgi Jónasson fræöslustjóri i Reykjanesumdæmi. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar sambljóöa: Fundurinn skorar á viökom- andi yfirvöld 1. Aö komiö veröi upp einni miðstöö fyrir öll skóla- og bókasöfn á landinu, sem annist ýmsa sameiginlega þjónustu og sjái m.a. um flokkun, skráningu og frá- gang bóka og annarra safn- gagna. 2. Aö komið veröi upp kennslugagnamiöstöð viö fræðsluskrifstofur um- dæmanna sem annist m.a. kennslufræðilega ráögjöf viö uppbyggingu, rekstur og Komið verði upp miðstöð fyrir öll skóla- bókasöfn skipulag skólasafna. Þar verði einnig dýrari kennslu- gögn og tæki, sem skólarnir geti haft aögang aö. 3. Fundurinn leggur áherslu á aö starf skólasafnvaröar er fyrst og fremst kennslustarf og þvi skorar fundurinn ein- dregið á Kennaraháskólann að taka upp kennslu I þeirri grein. Bæöi sem skyldu- grein og sem valgrein aö auki fyrir þá sem hyggjast starfa á skólasöfnum. Ennfremur var áhersla á, aö viöhönnun skólabygginga veröi tekiö tillit til skólasafna. Metferð hjá Útivist Samtals fóru 387 manns I sól- stöðuferð Otivistar út I Viðey á mánudagskvöld. Fararstjórar voru Sigurður Lindal og örlygur Hálfdánarson. Ferðalangar voru mjög ánægöir og ákveðið hefur verið að efna til annarrar Viðeyjarferðar. Ferðaiangar á vegum Otivistar eru nú orðnir á þriöja þúsund frá áramótum. Meira Hörpu-lakk selt til Sovétríkja Nýlega gerði Málningarverk- smiðjan Harpa h/f samning um sölu á 300 smálestum af hvitu lakki til Rússlands, sem afgreiðast eiga i september n.k. Fyrr á árinu hafði Harpa selt þangað 820 smálestir. Alls er þvi hér um 1120 tonn að ræða að verð- mæti á þriöja hundrað miljónir króna. Auk þess sem kaupendur greiða yfir 20miljónir til íslensku Allt óbreytt við Kröflu Aö sögn Páls Einarssonar jaröeölisfræöings hafa engar breytingar átt sér staö á Kröflusvæöinu, sem benda til þess aö goshætta hafi minnkaö, en heldur ekki aö hún hafi aukist. Mjög vel er fylgst meö þróun mála fyrir noröan og eru sérfræðingar þar dag- lega, en sem kunnugt er af fréttum bendir margt til þess aö búast megi viö gosi á Mý vatnssvæöinu innan skamms tima, ef ekki veröa aftur breytingar I jákvæöa átt. —S.dór skipafélaganna i flutningsgjöld. Hjá Hörpu hafa verið gerðar ýmsar hagræðingar- og skipulags- breytingar að undanförnu, m.a. hefur söludeild verksmiðjunnar verið fiutt úr Einholti 8 aö Skúla- götu 42. Aukning á innanlands markaðinum er veruleg, og ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá verksmiðjunni. Sýning í Alþýðu- bankanum I afgreiðslusal og biðstofu Alþýöubankans — 1. og 2. hæð — aö Laugavegi 31 i Reykjavfk, hefur verið opnuö sýning á vönduðum ljósmyndum af litlum skúlp- túrverkum, höggnum úr tré. Höfundur þeirra hefur hlotið nafnið Döderhultaren af þvi aö hann fæddist og ólst upp i Döderhult-sókn í Kalmarléni i Sviþjóð. Hið rétt nafn lista- mannsins er annars: Axel Robert Petersen og eins og áöur sagði fæddist hann i Döderhultsókn áriö 1868, en andaöist i Oskarshamn 1925- 50-70% afsláttur á hlj ómplötumarkaði A föstudaginn var opnaöur markaöur fyrir islenskar hljómplötur f húsnæði Vöru- markaösins viö Armúla. Þar er á boöstólum allt útgáfuefni siöustu ára frá Fálkanum og Hijómum en þessar útgáfur hafa veriö meö þeim afkastamestu hér á landi undanfarin ár. Þarna kennir margra grasa, gamlar plötur meö Hauki Morthcns, Kvennakór Slysavarnafélagsins, ræöur ólafs Thors, upplestur Einars ólafs Sveinssonar á Njáluskrifum sinum og vitaskuld Hljómar, Lónll BIú Bojs, Arni Johnsen, Trúbrot, Gylfi Ægisson ofl. Markaöur þessi verður opinn I 2—3 vikur en allar plötur sem þar fást eru seldar á vægu veröi, stór- ar plötur kosta yfirleitt 1.200 kr. og litlar 100 kr. —ÞH (Mynd Eik)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.