Þjóðviljinn - 23.06.1976, Page 5

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Page 5
Miðvikudagur 23. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Menntaskólinn á Isafirði Brautskráði 35 stúdenta Menntaskúlanum á Isafirði var slitið laugardaginn 5. júní s.l., og lauk þar með 6. starfsári skólans. Skólaslitaathöfnin fór fram I Al- þýðuhúsinu á ísafirði kl. 4 siödeg- is að viðstöddu miklu fjölmenni. Um kvöldið var efnt til stúdenta- fagnaðar I samkomusal skdlans á Torfnesi. Veisluna sátu um 150 manns, nýstúdentar og aöstand- endur þeirra, sumir langt að komnir, kennarar skólans og aðr- ir gestir. 35 stúdentar voru braut- skráöir að þessusinni. Hæstu ein- kunnir hlutu: Jónas Guðmunds- son frá Siglufiröi, af eölisfræði- kjörsviði með fullnaðareink- unnina 8,0, Stefán Jóhann Stef-< ánsson, frá ísafirði, af náttúru fræðikjörsviði með fullnaðareink- unnina 7,8 og Sigriöur Hrafnkels- dóttir frá Isafirði, af félagsfræða- kjörsviði með fullnaðareinkunn- ina 7,8. Skólameistari ræddi i upphafi helstu nýmæli, sem upp voru tek- in istarfi skólans á liðnu skdlaari. Þ.á.m. má nefna, aö kennslutim- um hefur verið fjölgað og námsefni aukið i efna- og eðlisfræði á raungreinakjör- sviði, og tekin upp I fyrsta sinn kennsla I stjörnufræði. A félags- fræðasviði hefur stærðfræði- kennsla verið aukin, sem og kennsla i islenskum og erlendum samtimabókmenntum. Þá má geta þess, að valgreinum, sem nemendum á 2. - 4. ári gefst kost- ur á að nema, hefur f jölgað veru- lega. Meðal nýrra valgreina, sem upp voru teknar á liönu skdlaári má nefna: heimspeki, sálarfræöi ogmannfræði, spænsku, viðbótar- nám í stærðfræöi og námskeiö fyrir leiðbeinendur I iþrótta- og æskulýðsstarfsemi (Grunnskóli ÍSl). Alls voru 20 valgreinar i boði, en 15 hlutu næga þáttöku. Menntaskólinn hefur náið sam- starf við aðra skóla á staðnum, tónlistarskólann, vélskóla og stýrimannaskóla, tækniskóla og húsmæöraskóla. Nemendur M.l. stunda sumar valgreinar sinar viö þessa skóla. Um 20 mennta- skólanemar stunda jöfnum hönd- um tónlistarnám viö tónlistrar- skólann. 5 daga kennsluvika var tekin upp i fyrsta sinn I vetur, og mun sú skipan haldast framvegis. Sólinn var settur 15. september 1975 og siöustu prófum stúdents- efna lauk mánudaginn 31. mai. Valgreinapróf hófust mánudag- inn 26. april. Dimission stúdents- efna fór fram föstudaginn 30. aprll. 1 fyrsta bekk lauk prófum 14. mai, I öðrum bekk 19. mal og þriöja bekk 21. maí. Endurtektar- próf þeirra nemenda á fyrsta til þriðja ári, er staðist höföu I fullnaðareinkunn, en ekki full- nægt lágmarksskilyrðum I hverri grein, stóðu yfir frá 24. til 29. mai. Alls var 161 nemandi við skól- ann I vetur I 9 bekkjardeildum, þ.e.79 stúlkur og 82 piltar. 57 stunduðu nám á félagsfræðakjör- sviði, en 54 á raungreinakjörsviöi af 111 nemendum á 1. - 3. ári. Is- firðingar voru 70 talsins, 32 komu annars staðar af Vestfjörðum, en 59 eru búsettir utan Vestfjarða. Alls störfuðu 17 kennarar við skólann á liðnu skólaári, þ.a. 12 fastráðnir, en 5 stundakennarar. Einn kennaranna gegnir jafn- framt starfi skólabókavarðar I 1/2 starfi. Allmiklar breytingar eru fyrirsjáanlegar á starfs- liði skólans næsta skólaár. 3 kennarar láta nú af störf- um: Þuriður Pétursdóttir, B.S., llffræðikennari, Jóhanna Sveinsdóttir, B.A., islenskukenn- ari og Guöjón Skúlason, cand oekon., kennari I hagfræði og við- skiptagreinum. Aúk þeirra láta 2 stundakennarar af störfum: Hjálmar Helgi Ragnarsson, tón- menntakennari og Sigrlður Duna Kristmundsdóttir, B.Sc., er kenndi mannfræði og bókmennt- ir. 3 kennarastööur hafa þvl veriö auglýstar lausar til umsóknar fyrir næsta skólaár. Félagsllf nemenda var meö blómlegasta móti s.l. vetur. 5 tbl. komu út af skólablaðinu „Emmi Jóns”. Hápunktur félagsllfsins var Sólrisuhátiðin, sem haldin var21. -28. mars, og var með sér- stökum glæsibrag að þessu sinni. Nokkrir nemenda skólans áttu einnig aðild að útgáfu vestfirsks tlmarits, „Hljóðabungu” sem er nýkomið út. Iþróttastarfsemi hef- ur ekki I annan thna verið jafn mikil. 17 nemendur hlutu sér- staka viðurkenningu frá Iþrótta- sambandi lslands er þeir útskrif- uðust af leiðbeinendanámskeiði sambandsins, sem kennt er við „Grunnskóla 1S1”. Af 161 nemanda sem hóf nám við skólann við upphaf skólaárs 1975, höfðu 11 (6,8%) helstúrlest- inni af ýmsum ástæðum áður en lokapróf hófust. Af 150 nemend- um, sem þreyttu próf, stóöust 128 Ifullnaðareinkunn (85,33%), en 30 nemendur urðu að þreyta endur- tektarpróf I einni eða fleiri grein- um og stóðust 21. Alls hafa þvl 132 nemendurstaðistpróf við skólann á þessu vori (88,67%) og þar með tryggt sér rétt til áframhaldandi náms. 17 af þeim 150 nemendum, sem próf þreyttu, stóðust ekki lágmarkskröfur (11,33%). Alls hafa þvl 28 nemendur ýmist horf- ið frá námi yfir veturinn eða fallið á lokaprófum (17,3%. A lokaári þreyttu 35 stúdents- efni stúdentspróf og stóðust þeir allir (þ.a. 1 utanskóla). Alls hefur skólinn útskrifað 94 stúdenta, 30 1974, 29 1975 og 35 1976 I hópi ný- stúdenta i ár voru 15 stúlkur og 20 piltar, 15 útskrifuðust af félags- fræðakjörsviði en 20 af raun- greinakjörsviöi, þ.a. 12 af náttúrusviði en 8 af eðlissviði, 15 voru frá Isafiröi, 9 annars staðar af Vestfjöröum og 11 utan Vest- fjarða. Af þeim 94 stúdentum, sem brautskráöst hafa frá skólanum á 3árum eru 37stúlkur, og 57 piltar, 45 eru af raungreinakjörsviði, (þ.a. 15 af eðlissviði og 20 af náttúrusviði) en 49 af félags- fræðakjörsviði. Af heildar- stúdentaf jöldanum þessi 3 ár eru 41frá Isafiröi, 29annars staðar af Vestfjöröum og 24 utan Vest- fjaröa. Dúxinn úr hópi nýstúdenta, Jónas Guðmundsson frá Siglu- firöi, hlaut verðlaun úr aldar- Nýreist heimavist Menntaskóians á tsafirði afmælissjóði Isafjarðarkaupstað- ar, sem námu 40 þúsund krónum. Jónas flutti ræðu við skólaslitin, þar sem hann kvaddi skólann, skólameistara og kennara f.h. bekkjarsystkina, þakkaöi fyrir dvöl staa í skólanum og árnaði honum allra heilla i framtiðinni. 14 nemendur hlutu sérstaka við- urkenningu við skólaslitin fyrir framúrskarandi árangur I ein- stökum námsgreinum. Skólameistari kvaddi útskrif- aða stúdenta með ræðu og sagði þar með Menntaskólanum á Isa- firði slitið. Kúrda-stríðið hafið á ný? London 21/6 REUTER 7 Tals- maður Lýðræðisflokks Kúrdistan (KDP) skýrði frá þvi I Lundúnum I dag aö kúrdar hefðu að nýju tekið upp vopnaða baráttu fyrir sjálfstjórn og að sveitir þeirrra hefðu fellt 90 iranska stjórnarher- menn að undanförnu. Kúrdar hafa ekki staðið I vopnaðri baráttu slðan I mars 1975 þegar stjórnir írans og íraks gerðu með sér samning sem ma. fól I sér að Iran hætti stuðningi við kúrda I Irak. Talsmaðurinn sagði að fimm sinnum hefði komi. til hernaðarátaka i norðurhluta Iraks siðan I maibyrjun en þá hafi alþýðufólk gripið til vopna til að verjast þvi að vera flutt nauðungarflutningum til Suður- Iraks. Talsmaður sendiráðs Iraks i Lundúnum visaði þessari frétt al- gerlega á bug. — Það hefur ekki veriðhleyptaf einu einasta skoti i Kúrdistan slðan I mars I fyrra, sagði hann I viðtali við frétta- mann Reuters. Samþykktir borgfirskra kvenna: A aðalfundi Sambands borg- firskra kvenna sem haldinn var I lok malmánaðar voru gerðar ályktanir um ýmis mál. Þó ein þeirra eigi við atburði sem þá voru aö gerast birtir Þjóðviljinn ályktanir sambandsins hér á eftir. Landhelgismál. „Aðalfundur Sambands borg- firskra kvenna, haldinn á Hvann- eyri dagana 28.-29. mai skorar á rikisstjórn tslands að fara að vilja þjóðarinnar og ganga ekki til samninga við breta um nokkrar fiskveiöar I Islenskri fiskveiðilögsögu. Fundurinn for- dæmir morðárásir breta, sem bandalagsþjóðar okkar I Nato. Fundurinn lýsir undrun sinni yfir afstöðu Bandarikjanna til varnar íslenskrar landhelgi, þar sem þeir hafa neitað okkur um skip til landhelgisgæslunnar, og um leið sannað okkur, að varnar- lið okkar er skipað islenskum sjó- mönnum um borð I íslenskum varðskipum við strendur lands- ins, en ekki á Miðnesheiði. Borgfirskar konur senda skip- verjum á islenskum varðskipum virðingar- og þakklætiskveöjur fyrir varöstöðu þeirra um land- helgi og sjálfstæði íslands.” Fæöingarorlof. Vegna þeirra staðreynda aö sveitakonur fá ekki fæðingar- orlof, var eftirfarandi tillaga borin fram og samþykkt: „45. aðalfundur Sambands borgfirskra kvenna haldipn að Hvanneyri 28.-29. mal 1976 beinir þeirri tillögu til ríkisstjórnar Islands að hraða flutningi frum- varps um 3 mánaða fæðingar- orlof til allra islenskra kvenna. Fundurinn telur að eðlilegast sé að fella fæðingarorlofið inni lög um almannatryggingar.” islensk sakamálamynd. „45. áðalfundur Sambands borgfirskra kvenna haldinn að Hvanneyri 28.-29. mai 1976 lýsir ábyrgð á hendur menntamála- ráðs og menningarsjóði að veita þann 13. april s.l., eina miljón úr menningarsjóði til töku Islenskrar sakamálamyndar, þrátt fyrir það viti til varnaðar, sem hin illræmda 17 miljóna kvikmynd sjónvarpsins um Lén- harð fógeta hefði átt að vera þeim. Einnig telur fundurinn, aö glæpastarfsemi sé oröin ærin hér á landi, þó aö sjónvarpið haldi ekki sýnikennslu á moröum og hverskyns ööru ofbeldi og glæpum, óaflátanlega að börnum og fullorönum eins og það hefur gert hingaö til.” Jafnréttisnefndir. „45. aðalfundur Sambands borgfirskra kvenna, haldinn á Hvanneyri dagana 28.-29 maí 1976, skorar á sveitastjórnir I Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að koma á fót jafnréttisnefndum I svipuðu formi og þegar hafa hafiö störf á fjórum þéttbýlisstöðum hér á landi. Meðal þeirra verk- efna, sem nefndunum skulu falin eru: 1. Að gera úttekt á stöðu kon- unnar I sveitarfélögum. 2 Að vinna að skrá um óskir kvenna I sveitarfélögunum, um stjórnun og rekstur þeirra. 3. Að vinna að jafnri þátttöku kvenna og karla I opinberum málum. 4. Að beita sér fyrir þvi, að fræðsla um stöðu kynjanna veröi liður i námsefni skólanna. 5. Að hafa með höndum fræðslu og upplýsingarstarfsemi meðal almennings um jafnréttismál. 6. Aö öðru leyti skulu nefndirnar hafa frjálsar hendur i starfi slnu.” Aöalfundur Sambands borg- firskra kvenna 1976 samþykkir að stuðla að þvi eftir bestu getu, að aðildarfélög sambandsins styðji hjálparstarf I þróunarlöndunum á vegum Alþjóðasambands sveitakvenna (A.C.W.W.) Fundurinn er á þeirri skoðun, að taka beri upp frjáls framlög kvenfélaga til þessa starfs fremur en að binda framlögin við vissa krónutölu frá hverri félags- konu. Fundurinn beinir þvl til kven- félaganna að kynna sér þetta hjálparstarf og leggja þvl lið eftir getu. Upplýsingar um störf Alþjóðasambandsins má m.a. fá i „Húsfreyjunni”, l.tbl. 1976. Stjórn sambandsins veitir fjár- framlögum viðtöku á aðalfundum sambandsins. Hvatning. Stjórn Sambands borgfirskra kvenna vill vekja athygli á, aö skipulagi búnaðarfélaga hefur nýlega verið breytt á þann veg, að bændakonur hafa rétt til að ganga I búnaðarfélag sveitar sinnar. Skulu þær njóta allra sömu réttinda og karlar i félaginu. — Ef bæði hjónin eru i búnaðarfélaginu, hefur heimilið tvö atkvæði. Stjórn S.B.K. hvetur konur eindregið til að notfæra sér þennan rétt og láta til sin taka á þessum vettvangi. I Sambandi borgfirskra kvenna eru 17 kvenfélög með 882 félögum alls. Sambandið er eignaaðili að Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar, sem á hús skáldsins á Kirkjubóli. A siðast- liðnu ári dvöldu nokkrir lista- menn I húsinu. Einnig var það opið fyrir almenning um tima og voru þá til sýnis útskornir munir eftir Guðmund, handrit hans o.fl. Sambandið stóð aö verölauna- veitingum fyrir góða umgengni utanhúss, ásamt fleiri aðilum. Þrjár orlofsnefndir starfa á sambandssvæði S.B.K. Nú I ár verður orlofsdvöl að Laugar- vatni. Stjórn Sambands borgfirskra kvenna skipa: Magdalena Ingimundardóttir, formaður Heiðarbraut 61, Akra- nesi. Brynhildur Eyjólfsdóttir, Kristjana Höskuldsdóttir, Þórunn Eiriksdóttir og Guðrún Jóns- dóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.