Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 11
MiOvikudagur 23. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 DCP Islandsmet hjá Ingunni á Rvíkurleikunum í gœr en að öðru leyti bar mótið greinileg merki þess að fjöldi manns er við œfingar i útlöndum Ingunn Einarsdóttir setti nýtt islandsmet í 100 m. grindahlaupi á Laugar- dalsvelli í gærkvöldi er hún hljóp á tímanum 14.3 sekúndum, en gamla metið var einu sekúndubroti lak- ara. Ingunn setti það sjálf árið 1974. Að öðru leyti var þetta fyrra kvöld Reykja- víkur leikanna ósköp dapurlegt á að horfa. Yfir 10 af bestu frjálsíþrótta- mönnum landsins eru er- lendis við æfingar og tóku því ekki þátt í mótinu, og það munar um minna þeg- ar veruleg breidd í iþrótt- inni er ekki fyrir hendi. Aö visu geröu menn góöa hluti þarna innan um. Sérstaklega má nefna góöan árangur Stefáns Halldórssonar úr IR i spjótkasti, en hann kastaöi 54.64 metra og bætti sig um hvorki meira né minna en fimm metra. Ágúst Þorsteinsson hljóp I gærkvöldi i fyrsta sinn 5000 m. hlaup og varö fyrstur islensku keppendanna á timanum 16.08.2 min., en annar varö Ágúst Gunnarsson sem einnig náöi góðum árangri ef tekiö er miö af fyrri hlaupum. Hinn kornungi hlaupari úr FH, Óskar Guðmundsson, varö i ööru sæti i 800 metrunum á timanum 2.07.4 min. sem er prýöilegur árangur af ekki eldri frjáls- iþróttamanni. Þar meö eru afrekin i gær- kvöldi upptalin. Eins og áöur segir galt mótið þess hve margir eru erlendis, en hitt var ekki til aö hjálpa upp á sakirnar aö mæting- in varö jafn léleg og raun bar vitni. 1 hverri greininni á fætur annarri mættu til leiks e.t.v. tveir keppendur af fjórum til fimm skráðum, og t.d. má nefna aö i siöustu grein kvöldsins, 4x100 m. boöhlaupi, mætti ein sveit af fjór- um. Svo er kvartaö yfir þvi aö áhorfendur séu fáir á frjáls- iþróttamótum! Orslit i einstökum greinum (þrir efstu menn, ef fjöldi kepp- enda var svo mikill): Tíu islenskir 100 m. grindahlaup kvenna: Ingunn Einarsdóttir 1R 14.3 sek. Erna Guðmundsdóttir KR 15.2 sek. Kúluvarp karla: Hreinn Halldórsson KR 18.61 m. Guöni Halldórsson 17.59 m. Hástökk karla: Jón Sævar Þórðarson 1.90 m. Elias Sveinsson KR 1.85 m. Stefán Halldórsson IR 1.75 m. 200 m. hlaup kvenna: Ingunn Einarsdóttir IR 25.2 sek. Maria Guöjohnsen 26.4 sek. Anna Haraldsdóttir FH 31.0 sek. Langstökk karla: Friörik Þór Óskarsson 6.65 m. Pétur Pétursson HSS 6.56 m. 200 m. hlaup karla: Bjarni Stefánsson 22.4 sek. Magnús Jónasson Á 23.7 Sumarliöi Óskarsson IR 24.1 800 m. hlaup kvenna: Anna Haraldsdóttir FH 2.32.4 min. Lilja Steingrimsdóttir USVS 2.34.7 min. Spjótkast karla: Stefán Halldórsson 1R 54.64 m. Stefán Jóhannsson A 52.18 m. Sigurbjörn Lárusson ÍR 49.72 m. Kúluvarp kvenna: Gunnþórunn Geirsdóttir Breiöa- bliki 10.71 m. Sigrún Sveinsdóttir A 9.11 m. Katrin Atladóttir KR 7.91 m. 4xx 100 m. boðhlaup karla: Sveit IR 45.6 sek. 800 m. hlaup karla: Einar Óskarsson Breiðabliki 2.06.9 min. Óskar Guömundsson FH 2.07.4 min. Jörundur Jónsson IR 2.15.5. min. 5000 m. hlaup: Willi Foreck (v-þýskur gestur) 15.19.8 min. Agúst Þorsteinsson UMSB 16.08.2 min. Agúst Gunnarsson Breiöabliki 16.25.8 min. I kvöld halda Reykjavikur- leikarnir áfram á Laugardals- velli og veröur byrjaö kl. 19.30. —gsp Ingunn tekur við verðlaunum fyrir islandsmetið I grinda- hlaupinu i gærkvöldi. Þrír leikir í 1. deild í kvöld Þrir leikir fara fram I 1. deildarkeppninni i kvöld og hefjast þeir allir klukkan 20.00. A Akranesi mæta heimamenn liöi keflvikinga. I Kópavogi leika Breiöablik og Fram og I Hafnar- firöi mætast FH og KR. Efstu liöin. Valur og Vikingur eru ekki á dagskránni i kvöld og heldur ekki botnlið þróttara þannig aö frekar eru þessir leikir hlutlausir á aö lita. f r j álsíþróttamenn verða á skoska meistar amótinu! „JÉg lœt mér nœgja að taka stefnuna á nœstu OL-leika” — sagði Ingunn Einarsdóttir að loknu hlaupinu i gœr Fjöldi islensku keppendanna á skoska meistaramótinu sem fer fram um næstu helgi verður ekki mikið minni heldur en á Reykja- vikurleikunum i gærkvöldi! Sam- tals munu tiu Islendingar verða á meðal þátttakenda I Skotlandi á þessu móti og vcrður þvi ekki annað sagt en að menn leggi mikið upp úr þvi þessa dagana að flýja islenska æfingaraðstööu og leita fanga á erlendri grund. Nú þegar eru sjö islendingar i Skotlandi og eru það hlaupararnir Sigfús Jónsson, Agúst Asgeirs- son, Jón Diðriksson, Gunnar Páll Jóakimsson, Sigurður P. Sig- mundsson, Einar P. Guðmunds- son, og Gunnar Þ. Sigurðsson. I viðbót við þessa hlaupagarpa bætast siðan þeir Friðrik Þór Óskarsson Hafsteinn Óskarsson og Bjarni Stefánsson áður en ótiö hefst. Þar fyrir utan eru þau Óskar Jakobsson og Lilja Guömunds- dóttir úti i Sviþjóö viö æfingar og sumir frjálsiþróttamenn ný- komnir heim eftir dvöl er- lendis...Sannarlega talandi dæmi um aðstööuna sem þessu fólki er búin hér heima. __ — Nei, ég verð að láta mér nægja að stefna að næstu Olympiuleikum, sagði Ingunn Einarsdóttir i gærkvöldi þegar hún var spurð að þvi hvort ein- hver möguleiki væri á Ol - lágmarki frá henni á þessu sumri. — Ég varð að afskrifa þessa Ol - leika um leið og ég var skorin upp ibakisnemma á sl. ári. Ég missti það ár nær aiveg úr og ákvað þá strax aö reyna ekkert að komast til Montreal i sumar. Ég vildi heldur jafna mig fullkomlega og stila af alvöru upp á leikana i Sovétrlkjunum. , — Þú ert ekkert hrædd við aldurinn? — Nei, ég þarf nú ekki aö vera það sem betur fer. Ég verö 24 ára gömul þegar að mér kemur og betri aldur er varla hægt að hugsa sér. Þótt ég sé kannski „gömul” nú þegar hérna heima, miöaö viö flestar stelpurnar, er ég hálfgert kornabarn ennþá i samanburöi viö toppfólkiö úti I heimi. Ég þarf bara aö gera þaö upp viö mig sem fyrst hvaöa greinum ég ætla aö einbeita mér aö og vinna siöan markvisst meö stefnuna á Moskvu áriö 1980. — Hvaða greinar heldurðu að það verði? — Þaö er nú erfitt aö átta sig á þvi eins og stendur. Að öllu óbreyttu myndi ég leggja alla áherslu á stuttu hlaupin en sleppa 400 metrunum algjörlega, en á móti kemur þessi orörómur sem gengur um að til standi að leggja niöur fimmtarþrautina og taka upp áttþraut i staðinn. Ef af þvi veröur skal ekki standa á mér að slást i hópinn og taka þátt i henni, hún viröist a.m.k. ansi freistandi. —gsp- Stórglœsilegt 1500m. hlaup: r Nýtt Islandsmet og Olympíulágmarkið fékk ekki varist! Oly mpiulágmarkið I 1500 m. hlaupi kvenna fékk ekki með nokkru móti varist er Lilja Guðmundsdóttir hljóp vega- lengdina stórglæsilega á móti i Stokkhólmi á laugardaginn. Hún setti nýtt tslandsmet og var heilum fjórum sekúndum innan við Ol-Iágmarkið. Timi hennar var 4.26.2 min. en lág- markið er 4.30,0, þannig að farseðill Lilju til Montrela er tryggður svo um munar. Lilja á einnig góðan möguleika áð ná lagmarkinu I 800 m. hlaupi og þvi er nú Ijóst að Þórdis Gisladóttir úr ÍR verður ekki eina konan sem kcppir i frjáls- um iþróttum fyrir tsland- Lilja hefur undanfarið dvalist við æfingar iSviþjóð og framfarir hennar hafa verið gifurlegar. Fyrir löngu var ljóst aö hverju stefndi og upp- skera mikils erfiðis við æfingar hefur svo sannarlega orðið rikuleg. Fimm heimsmet á bandaríska úrtökumótinu Fimm heimsmet voru sett á bandaríska úrtöku- mótinu i sundi, þar sem keppt var um hverjir keppa fyrir USA á Olympiuleikunum. Greini lega verður baráttan á milli bandaríkjamanna og a-þjóðverja afar hörð í sundinu, en flestir muna vafalaust eftir heims- metaregninu á a-þýska meistara mótinu um daginn. Brian Goodell setti nýtt met i 400 m skriösundi og synti á timanum 3.53.08 min. John Naber settiheimsmet i 200 m baksundi á 2.00.64 min. Brian Goodell setti sitt annað heimsmet i 1500 m skriösundi á timanum 15.06.66 min. Shirley Babashoff setti heimsmet i 800 m skriösundi á 8.39.64 min og hún setti einnig fjögur bandarisk met á þessu móti. Þykir hún einna liklegust til þess aö veita a-þýsku stúlkunum einhverja keppni. Eitt heimsmet til viðbótar var sett er Goodell setti metiö sitt i 1500 metrunum. Þaö var félagi hans i sama sundinu sem fékk löglegan tima á 800 metrunum og synti á 8.01.54 minútum. -gsp- i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.