Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. júni 1976 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 Ilnur) Prentun: Blaöaprent h.f. FORSETI LAGADEILDAR SEGIR: STJÓRNARSKRÁRRROT Þjóðviljinn hefur áður bent á þá stað- reynd að gildistaka Oslóarsamningsins án samþykktar á alþingi er skýlaust brot á 21. grein stjórnarskrárinnar, en þar segir orðrétt: „Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur riki. Þó getur hann enga slika samninga gert ef þeir hafa i sér fólgið af- sal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum rikisins, nema samþykki alþingis komi til.” Sigurður Lindal, prófessor, forseti laga- deildar Háskóla íslands hefur nú ritað blaðagrein þar sem hann gagnrýnir form- lega meðferð Oslóarsamningsins harðlega og telur að meðferðin sé stjórnarskrár- brot. En virðingarleysið fyrir settum regl- um þar á meðal ákvæðum stjórnarskrár- innar sé orðið þvilikt meðal valdhafa landsins að ekki þyki taka þvi að láta líta svo út að farið sé að lögum — hvað þá heldur meira. Sigurður segir: „Alþingi er að miklu leyti hætt að skipta máli sem stofnun í stjórnkerfi landsins og því á ekki að eyða tima i gagnslausar umræður. Svo þykir vist eitt stjórnarskrárbrot ekki ýkja blöskranlegt eftir allt sem á undan er gengið i vetur...” Forseti lagadeildar vitnar i grein sinni til tveggja sérfræðinga i þessum efnum,þeirra Bjarna heitins Benediktssonar og Ólafs Jóhannessonar sem báðir hafa verið prófessorar i stjórn- arfarsrétti við Háskóla Islands. Sigurður Lindal segir: „Báðum þessum fræði- mönnum ber saman um að óheimilt sé af islenskum rikisrétti að staðfesta slika samninga nema samþykki alþingis sé fengið, en fyrr taka þeir ekki gildi að is- lenskum lögum. Staðfesting eftir á er þvi brot á stjórnskipunarlögum.....” í grein sinni tekur Sigurður Lindal enn- fremur til meðferðar „röksemdir” Tim- ans gegn þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á meðferð samninganna, en i leið- ara Timans 4. júni var það talin hefð að þannig mætti fara með fiskveiðisamninga við aðrar þjóðir. Prófessorinn segir um þessar „röksemdir” Þórarins Þórarins- sonar: „...það getur ekki orðið neinn grundvöll- ur venjuréttar, þótt um sinn viðgangist að brjóta lög, og á það jafnt við um alþingi sem aðra. Alþingi hefur enga heimild til að teygja ákvæði stjórnarskrárinnar eins og hrátt skinn eftir þvi sem geðþótti býður hverju sinni. Dæmin, sem tekin eru i leið- aranum (Timans, innsk.s.) eru ekki um það hvernig venjuréttur myndast heldur hvernig smátt og smátt er verið að um- turna stjórnskipun landsins. En allur lýsir leiðarinn glögglega þeim anda, sem unnið er i: Ef landslög eru brotin hefur óðara myndast hefð, jafnvel helgur venjuréttur. Þetta felur einfaldlega i sér að stjórnar- herrar landsins hafa lögin i hendi sér og geta þokað þeim til hliðar nánast eftir geðþótta.” Og niðurstaðan: „Er aug- Ijóst að við slika stjórnarhætti verður al- þingi öldungis marklaus stofnun og lög- gjafarstarf ekki annað en ömurlegur skripaleikur.” Hér fer forseti lagadeildar Háskóla Is- lands með svo alvarlegar og afdráttar- lausar kærur á hendur stjórnvöldum að það er lágmarkskrafa að stjórnarherrarn- ir viðurkenni villur sins vegar i þessu efni opinberlega og játi yfirsjónir sinar. Umgengni þeirra við lagabókstafinn hvetur ekki til löghlýðni eða virðingar af öðrum landsmönnum: þegar yfirvöldin umgangast sjálfa stjórnarskrána eins og forseti lagadeildar hefur lýst er vart unnt að gera ráð fyrir mikilli virðingu við laga- bókstafinn af öðrum samfélagshópum. Geðþóttastjóm eins og sú sem Sigurður Lindal hefur lýst betur en nokkur annar býður heim stórfelldum hættum — þó einkum þeim að óprúttin stjórnarvöld geti notað sér fordæmið frá Oslóarsamningun- um til þess að þverbrjóta öll önnur ákvæði stjórnarskrárinnar. Þannig byggjum við i landi þar sem væru engin lög i reynd, að- eins að nafninu til, þar sem vilji stjórn- valdsins réði, ekki löggjöf sett á fulltrúa- samkomu þjóðarinnar. Rikisstjórnin hefur með meðferð Osló- arsamningsins fótum troðið grundvallar- lögbók þjóðarinnar. Og ákæra um það efni hefur nú birst — frá forseta lagadeildar Háskóla Islands. — s. MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JÚNt 1976 Tóku próf í riti Fylkingarinnar: „Einitilg; iðþeg; angurinn að koma okkur í skilning um, við kæmum út á vinnu markaðinn væri gert Utið úr okkur og kjör okkar væru ferleg” ar • VERKALÝOSBARATTAN. 1. h*Iti. útgalandi Fylkingin. baréttuumtök •óatalisU, nalniat bók. aam á liBngm vatri var notuB til kannalu I aamfólagsfraallt I framhakladaildum gagnfruBastigaina I Vlghólaskóla I Kópavogi. ir mótmultu notkun þaaaarar kannalubókar viB skólaatjórann og nokkrir foraldrar namanda biru fram » afnla viB skólanafndarmann I Kópavogi og var móliB takiB til umraaBu i skólanafndarfundi. i pBu var móllB aont til mannUmiiariBunaytisina MannUmilaréBharra. Vilhjilmur 'jst, aB uun viBula viB aBila mélsins, vari Ijóst aB mél þatta haf Bi af i. RiBharra sagBi hins vagar. aB þaB vari s sam kannsiubók I filagsfrasBilagum lamaleg . . Þannig hefur myndast Andrés Kristjénsson. fraaBslustjóri skriffinnskuvaldi, sam um margt er f Kópavogi. sagBi, að máliö hefOi Ifkt voldi verkalýösaOalsins innan ekki veriO tekiO til umraaOu éj' ASi . En borgarastéttin verOur ekki nefndarfundum eftir afljj knúin til þess meO góOu. ÞaO verOur ins hefOu veri0j| taepast gert nema meO verkfallsaO gerOum f einhverri mynd. þótt ólóg- Hvað býr að baki? Stór bóla af litlu tilefni Morgunblaöiö er nú aö reyna aö blása út stóra bólu vegna smámáls i Vighólaskóla i Kópa- vogi. Kennari einn hefur notast þar viö kennslugagn i sam- félagsfræöum sem Fylkingin, baráttusamtök sósialista, er út- gefandiaö. Sá sem þennan pistil skrifar var kennari i nokkur ár i skóla fyrir vestan þar sem sam- félagsfræöakennsla var f há- vegum höfö'. Þar var notast viö allt tiltækt efni, nemendur látnir lesa gamla og nýja áróöurspésa frá stjórnmálaflokkunum is- lensku þám. Sjálfstæöisflokkn- um og ennfremur fræöigreinar eftir hugmyndafræöinga á borö viö Karl Marx á annan veginn og Adam Smith á hinn veginn. Enda voru þessir krakkar örugglega betur i stakk búnir til aö vega og meta þjóöfélagiö og stjórnmálin en margir aörir. Vera má aö kennarinn i Kópa- vogi hafi fariö eitthvaö út af braut hlutlægrar umræðu I kennslu sinni en þaö hendir alla einhvern timann og er vart til þess falliö aö gera aö stórmáli i blööum. Raunar er þaö viröingarvert hjá kennara aö rýna svolitiö ofan I þjóöfélagiö og reyna aö skilgreina þaö. Hér áöur fyrr var notaö sem kennslugagn i samfélags- fræöum ónýtur bæklingur sem nefnist Islenska þjóöfélagiö eftir Pál S. Pálsson meö yfir- borðsupptalningu á stofnunum þjóðfélagsins. Að minnst væri þar á grundvallarhugtök eins og kapitalisma og sósialisma var af og frá. En hvaö býr þá aö baki skrif- um Morgunblaösins? A laugar- daginn var ekki nóg meö aö birt væri striðsæsingafrétt á útsiöu og heilsiðugrein inn i blaðinu heldur var allur leiöarinn lagöuriþetta mál. 1 gær var svo haldiö áfrarn ofsóknarskrif- um. Þaö læöist aö manni sá grunur aö hér sé upphaf aö öör- um tiöindum og meiri. Undan- farin ár hefur veriö lagt kapp á aö Qæma kennara meö róttækar skoöanir úr skólum i Þýska- landi, Danmörku og viðar og hafa hægri blööin þar hamast gegnþessu fólki.Nú ersvo kom- iö I Þýskalandi aö nýútskrifaöir kennarar fá ekki vinnu ef þeir hafa veriö bendlaöir viö vinstri pólitlk. Þaö skyldi þó ekki vera aö Morgunblaöiö væri búiö aö meötaka li'nuna þaöan? Að svœfa þjóðfélags- vitundina Auövitaö er þaö skiljanlegt aö Mogginn vill sem minnsta sam- félagskennslu I þjóöfélaginu. Hann er málgagn hinna fáu og riku sem hagnast á hinum mörgu og snauðu. Þvi er þaö nauösynlegt aö halda uppi mikl- um áróðri tii aö svæfa þjóð- félagsvitund fjöidans. Eins og bent var á I Þjóðviljanum um daginn er blaöakostur auövaldsins 100 þús. eintök á dag, ef marka má þeirra eigin tölur, á móti 10 þús. eintökum af Þjóöviljanum. Góö grund- vallarkennsla i samfélags- fræöum I skólakerfi landsins hlýtur þvi aö slæva nokkuö áróöursmátt auövaldspressunn- ar. í ljósi þessa veröa niöurlags- orö I leiöara Morgunblaösins á laugardaginn auöskilin hverjum manni: „Jafnframt þvi, sem þeir aöilar, sem hér hafa komiö viö sögu, hljóta aö veröa aö standa reikningsskil geröa sinna, vakn- ar sú spurning, hvort hugsan- legt sé, aö um frekarí misnotk- un aöstööu af þessu tagi geti veriö aö ræöa i skólakerfi okkar Kennsla I svonefndum þjóö- félagsfræöum eða samfélags- fræöum, en hér er raunar um svipað eða sama námsefni að ræða, sem gengur undir mis- munandi heitum, hefur rutt sér til rúms á flestum skólastigum á undanförnum árum. Ljóst er aö þetta námsefni gefur tækifæri til misnotkunar aöstööu i þvi skyniaö hafa áhrif á þjóöfélags- skoöanir nemenda, ýmist meö vali kennslugagna eins og i þessu tilviki eöa I munnlegri kennslu. Eru fleiri tilvik af svipuöu tagi og þvi, sem hér hefur verið gert aö umtalsefni? Dæmiö úr Vighólaskóla gefur tilefni til aö þaö veröi rannsakaö ofan í kjölinn. Þaö er auövitað algjörlega óþolandi ef einstakir kennarar gera tilraun til þess að hafa áhrif á þjóöfélagsskoðanir nemenda meö einum eöa öörum hætti.” Morgunblaöiö krefst þess sem sagt að hætt veröi aö rýna ofan i þjóöfélagið i skólum landsins. Þaö á að taka upp tslenska þjóö- félagið eftir Pál. S. Pálsson sem aðalkennslugagn á ný. —GFr :röur Páll S. Pálsson hafinn til gs og virðingar á ný I sam- lagsfræðikennslu i skólum ídsins? Fyrirsögn aöheilsiöugrein Moggans á laugardag. Eitur íbeinum hans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.