Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 16
Sumarferð Alþýðubanda- Miðvikudagur 23. júni 1976 lagsins 27. júní Glœsilegt ferða- happdrœtti Júgóslavíuferð í aðalvinning Margt manna fylgdist með réttarhöldunum f gær og mátti þar þekkja ýmsar þekktar kven- réttindakonur. t neðra horninu til hægri má sjá frá vinstri þau Gunniaug Þdrðarson og Ragnhildi Smith, sem stefnir Alþingi. Þar næst eru ddmararnir Hákon Guðmundsson, Már Pétursson og Adda Bára Sigfúsddttir en neðst til hægri er verjandi fjármálaráðuneytisins og Alþingis, Þorsteinn Geirsson. (Ljdsm.: eik) Prófmál um launajöfnuð kvenna og karla: SJÖ KONUR STEFNA ALÞINGI Spá Þjóðhagsstofnunar Kaupmáttur kauptaxta 3% lægri en í fyrra Síðustu spár um verð- breytingar á árinu benda til þess að vísitala fram- færslukostnaðar hækki um nálægt 28% frá upphafi til (oka ársins eða svipað og kauptaxtarnir. Hins vegar verður f ramf ærsluvisi- talan nær 30% hærri að meðaltali í ár en í fyrra. Samkvæmt þeim tekju- og verðlagsspám sem fyrir liggja virðist kaupmáttur kauptaxta allra launamanna munu verða um 3% minni i ár en i fyrra og þvi svipaður að meöaltali á árinu og i byrjun ársins, en um 1— 1/2% hærri hjá verkafölki. Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna, miðað við visitölu vöru og þjön- ustu er talinn verða um 3% lakari I ár en á sl. ári, en miðað við verð- lag einkaneyslu yrði rýrnunin heldur minni. Þannig er komist að orði I spá Þjóðhagsstofunar sem birt er i sérprentun og barst Þjóðviljan- um i gær. Margt athyglisvert kemur fram i riti þessu sem gerð verða nánari skil i blaöinu siðar. I gær var munnlegur málflutningur i fyrsta málinu af sjö sem fyrrum þingritarar höfða gegn Alþingi fyrir Borgardómi í Reykjavík. Málshöfðunin er tilkomin vegna mismun- unar í launum vegna kyn- ferðis viðvélritun á ræðum þingmanna, en eini karl- maðurinn í þvi starfi hefur haft mun hærra kaup heldur en konurnar. Ragn- hildur Smith er stefnandi í fyrsta málinu sem tekið var fyrir i gær. Þess skal getið að allir stefn- endur i málinu hafa hætt störfum hjá Alþingi vegna óánægju með kaup og kjör. Það hittist vo á að Ragnhildur Smith starfar nú sem réttarritari i Borgardómi og varð þvi að setja setudómara i máli hennar. Það er Már Pétursson, en meðdómarar hans eru þau Hákon Guðmundsson, fyrrum yfir- borgárdómari, og Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur. Lögmaður Ragnhildar er Gunnlaugur Þórðarson en Þor- steinn Geirsson ver máliö fyrir hönd fjármálaráðuneytis og for- seta Albingis. I stefnu er sakarefninu lýst svo: „Stefnandi hefur starfað sem þingskrifari hjá Alþingi undan- farin ár, i igripum 1966-1972 en sem fastur starfsmaður frá 1. janúar 1973, en aðeins eítir hádegi og launin miðuð við 4/7 fastra laun i þeim launaflokki, sem þingskrifarar taka laun. Við ráðningu var stefnanda tjáð, að laun samkvæmt 13. launaflokki (efsta þrepi) ætti við um starf hennar. Það kom hins vegar á daginn, að stefndi, Alþingi, greiddi hærri laun til karlmanns, sem var þingskrifari og vann sambærilegt verk, eða samkvæmt 18. launaflokki. Var stefnandi minnug ákvæöa laga um launajöfnuð karla og kvenna nr. 69/1961 og einnig kunnugt um frumvarp um jafnlaunaráð, sem Alþingi fjallaði um og er lög nr. 37/1973, og vildi ekki sætta sig við misrétti þetta. Hins vegar náðist ekki nema óveruleg leiðrétting i janúar 1974 og hvarf stefndi úr starfi, fyrst og fremst vegna óánægju, i april sama ár.” Við þingritunina er yfirmaður Clafur Siggeirsson.en sonur hans, Jón ólafsson er umgetinn þing- skrifari. Hvorugur þeirra hefur treyst sér til að bera vitni fyrir rétti vegna veikinda Má það undarlegt heita. Hins vegar hefur Friðjón Sigurðsson skrifstofu- stjóri Alþingis borið vitni um það að téðum Jóni hafi veriö falin ýmis aukastörf sem réttlæti hærri laun hans t.d. sérstök verkefni fyrir alþingismenn og að velja ræður alþingismanna sem eiga að geymast til frambúðar. Orö Frið- jóns hafa þó ýmist verið hrakin sem staðleysa eða þá að konurnar önnuðust sambærileg verkefni. Margt furðulegt kom fram i vitnaleiðslunum, svo sem að Ólafur Siggeirsson hefur látið Jón son sinn fá bestan tækjabúnað og sett hann i sérherbergi eftir að ræöuritunin fluttist I Skjaldbreið viö Kirkjustræti. Ennfremur var hann sifellt að láta konurnar skipta um ritvélar en Jón hélt stöðugt sinni nýju vél. Engu likara var en ólafur væri að Framhald á bls. 14. 1 sumarferð Alþýðubandalags- ins á sunnudaginn kemur veröa seldir happdrættismiðar og eru margir veglegir vinningar. Hæsti vinningurinn er þriggja vikna ferð fyrir tvo til Portoroz i Júgóslaviu og uppihald þar. Ferðin er farin á vegum ferða- skrifstofunnar Landsýnar. Portoroz er þekktasti baðstrandarstaður Slóveniu, við Piran-flóa sem liggur inn úr Adriahafi, girtur hæðum á þrjá vegu með ljósri baðströnd. Hæðirnar eru ræktaðar vinviði og suðrænum gróðri. Af hafi er nota- leg hafgola. Innifalið i ferðinni er herbergi með sturtu og svölum að garði og hálft fæði. Frá Portoroz er skammt að fara til Feneyja og ttaliu og ýmissa annarra merkisstaða. Happdrætti Sumarferðar Al- þýðubandalagsins er óvenju- glæsilegt miðað við það hversu fáir miöar verða seldir. Vinnings- möguleikar eru þvi mjög miklir. Dregið verður á áfangastað i Skriðufellsskógi i Þjórsárdal. Fólk er hvatt til að láta skrá sig sem allra fyrst I sumarferðina á skrifstofu Alþýðubandalagsins á Grettisgötu 3 — slmi 28655 og æskilegt er aö miðar verði sóttir fljótt. Kranabill i gegnum svalir og inn i svefnherbergi Eg þakka bara fyrir að það var ekki sólskin úti — því að þá hefðum við vafalaust verið úti á svölum þegar þetta gerðist, sagði húsfreyjan á bœnum lenti á huröinni sem er fyrir miðri mynd. — Jú, okkur brá svo sannar- lega, sagöi húsfreyjan I samtali viö Þjv. — Viö vorum sem betur fer hvorugt i svefnherberginu þegar þetta geröist, og svo sannarlega þakkar maöur fyrir aö ekki skyldi hafa veriö sólskin i dag. Þá hefum viö vafalaust flatmagaö úti á svölum og vær- um varla núna til frásagnar um atburöinn. —gsp BARUM BfíEGST EKK/ ■ vorubíla l I hjólbarðar I ■ Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. ■ TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ ■ Á ISLANDI H/E AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606 Móðir og þriggja ára sonur aö Reynigrund 47 I Kópavogi fengu óvænta og miöur skemmtilega heimsókn klukkan rúmlega eitt í gær, þegar mannlaus kranabill rann niður halla, braut niöur grindverk og sföan svalir húss- ins og stöðvaðist meö afturend- ann nánast inni I svefnherbergi. ökumaöur bifreiöarinnar var ásamt vinnufélögum sínum i matarhiéi er atburöurinn átti sér stað og telja þeir ekki á þessu aöra skýringu en þá, aö einhver hafi átt viö stjórntæki bifreiöarinnar án þess aö nokk- ur sæi til meö þessum afleiöing- um. Hallinn sem kranabifreiöin rann eftir er afar litill en dugöi þó til þess aö þunginn braut niöur svalir tveggja íbúöa sem liggja saman og stórskemmdi neðri hæð annarrar þeirrar.Eins og sjá má á myndinni var svefn- herbergiö óhrjálegt eftir heim- sóknina, en horn kranabflsins Viölagasjóöshús eru ekki sérhönnuö til þess aö þola ákeyrslur stórra kranabifreiöa og þannig leit svefnherbergiö út eftir óhappiö. Eigandi barnarúmsins var sem betur fer ekki á „sfnum staö”. Mynd: eik. pwdvhhnn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.