Þjóðviljinn - 20.07.1976, Side 1
DJODVIUINN
Þriðiudagur 20. júli 1976. —41. árg. —157. tbl.
Efnahagslegur hernaður
— sjá þýðingu á banda-
rískum skýrslum
á síðum 12 og 13.
Hækkanirnar eru fjarri
samanburðargrundvelli
Haraldur Steinþórsson, varaform.
BSRB um úrskurð kjaranefndar
Þjóðviljinn hafði i gær sam-
band við Harald Steinþórsson
varaformann BSRB um dóm
kjaranefndar vegna einstakra
starfsmannafélaga sem ekki náð-
ust samningar við. Hér er um að
ræða 14 félög innan BSRB og á-
kaflega mismunandi niðurstöður
eftir félögum. Hjá þeim sem
hækka ekki fyrr en um áramót er
um að ræða lágmarkshækkun ASl
en hún var 1%. Hinir fá örlitið
meira, sagði Haraldur.
bað virðast vera þrjár megin-
reglur i hækkunum. Sum starfs-
heiti hækka um launaflokk strax,
siðan aftur um næstu áramót.
Önnur hækka ekkert núna, en
hækka um næstu áramót,og þriðji
möguleikinn er að hækka um
starfsheiti strax og ekkert um
næstu áramót,
Þau starfsheiti sem fá hækkun
strax eru t.d. tækni- og verk-
stjórnarstörf, sem eru samt sem
áður langt fyrir neðan það sem er
á frjálsum markaði.
Hvergi kemur fram i niðurstöð-
unum hvað þetta þýðir i kaup-
hækkunum. Þau störf sem hækka
um einn flokk t.d. á miðju ári
hækka um 3,6% i launum frá þeim
tima eða um 1,8% á ársgrund-
velli. Það aö hækka um einn flokk
þýðir meðalhækkun Alþýðusam-
bandsins. Við fáum hana miklu
seinna, þannig að þetta eina pró-
sent hjá ASl ætti að jafngilda
1,8%. Hækkanirnar eru langt frá
að vera nægilegar miðað við þær
samanburðartölur sem lagðar
voru fyrir kjaranefnd. —GFr
Haraldur Steinþórsson.
Meirihl. bœjarstjórnar i Kópavogi:
F elldi kauphœkkun—
Samþykkti lystireisu
Tillaga bæjarfultrúa Alþýðu-
bandalagsins i Kópavogi um að
unglingavinnufólk fengi kaup-
hækkun sem næmi þvi, að það
hefði á að giska 200 krónur um
timann i stað 130 og 140 krónur
var felld með 6 atkvæðum fram-
sóknar- og sjálfstæðismanna
gegn 5 atkvæðum minnihluta
bæjarstjórnar. bess i stað sam-
þykkti meirihlutinn 10% kaup-
hækkun til unglinganna.
Þessi kauphækkun er rétt
svipuð þvi, sem almennt gerðist
um kauphækkanir um siðustu
mánaðamót. Samt sem áður
viðurkenndu allir bæjarfulltrú-
ar að unglingarnir hefðu unnið
gott verk og ættu skilið kaup-
hækkun.
Að sögn Olafs Jónssonar, bæj-
arfulltrúa Alþýðubandalagsins,
var samþykkt á sama fundi að
senda fjóra fulltrúa i tóm-
stundaráði i lystireisu til Skot
lands og má áætla að kostnaður-
inn af þeirri reisu verði svip-
aður og sá kostnaður hefði orðið
ef gengið hefði verið að kröfum
unglinganna um launahækkun.
Gunnar Guðbjartsson, form.
Stéttarsambands bœnda,
um visitölubindinguna:
Misræmi aukið
meðal bænda
,,£g tel alls ekki útilokað að á-
kvörðunin um visitölubindingu
á lánum til útihúsa og ræktunar
að einum fjórða muni stöðva
framkv. til svcita að mestu.
Öruggt er að hún mun auka enn
misræmi milli bænda. Þeir
menn sem þurfa að leggja i dýr
ar framkvæmdir og standa und-
ir þessum dýru lánum eru enn
Gunnar Guöbjartsson.
verrstaddir cn áður, samanbor-
ið við þá sem þegar hafa tekið
lán, eða hafa byggt upp jaröir
sínar.”
Þetta sagði Gunnar Guð-
bjartss., formaður Stéttarsam-
bands bænda i gær, þegar Þjóð-
viljinn leitaði álits hans á nýjum
lánareglum Stofnlánadeildar
landbúnaðarins.
,,Ég hef verið þeirrar skoðun-
ar að ekki væri hægt að fram-
kvæma visitölubindingu á þenn-
an hátt i landbúnaði. Nær hefði
verið að koma á sérstöku verð-
jöfnunargjaldi á búvöru, sem
notað yrði til þess að greiða nið-
ur verðtrygginguna, þannig að
allir sætu við sama borð.
— Þessi lánakjarabreyting
kemur ekki inn i verðlagsgrund-
völl búvara fyrr en eftir eitt ár,
ef hún hefur þá áhrif þar. Þetta
bitnar aðeins á hluta bænda-
stéttarinnar og þvi óvist að það
fáist viðurkennt i grundvellin-
um. Eitt og hálft prósent verð-
jöfnunargjald myndi hinsvegar
nægja til þess að greiða niður
verðtrygginguna og ætti ekki að
vera svo tilfinnanlegt.
— Ég treysti mér ekki til þess
að segja i fljótu bragði hvað
visitölubindingin bitnar á stór-
um hluta bændast. Það
má hinsvegar búast við þvi.að
Framhald á bls. 14.
Friðrik vann Kortsnoj —
spennan helst í mótinu
— Sjá 5. siðu.
Kári Jónasson og Póra Ingvadóttir úr stjórn Starfsmannafélags ríkisútvarpsins fyrir miðju, Margrét R.
Bjarnason lil hægri.
Illuti útvarpsmanna á Starfsmannafélagsfundinum i gær.
YFIRVINNUBANNI
r
AFLETT
Á fjölmennum fundi i gær sam-
þykkti Starfsmannafélag rikisút-
varpsins að aflétta yfirvinnu-
banninu, sem verið hefur i gildi
frá 4. júni. Banninu var aflétt
samkvæmt ákvörðun fundarins á
miðnætti i nótt. Fréttaaukar og
beinar útsendingar verða þvi með
venjulegum hætti i dag.
A fundinum kom fram megn ó-
ánægja með úrskurð kjaranefnd-
ar, og samþykktu útvarpsmenn
harðorða ályktun þar sem segir
að starfsmannafélagið áskilji sér
allan rétt til frekari aðgerða til
þess að knýja fram réttmætar
kjarabætur.
Frekari aðgerðir eru að sögn
útvarpsmanna til athugunar hjá
stjórn Starfsmannafélagsins, og
er ekki gott að segja upp á hverju
íélagið kann að taka.