Þjóðviljinn - 20.07.1976, Page 16

Þjóðviljinn - 20.07.1976, Page 16
UOWIUINN Dómsrannsókn á skipakaupum íslendinga erlendis Þriöjudagur 20. júli 1976. Vélverkuð koknunna- skreið til Nígeríu? ,,í Garðinum eru til afkasta- miklar þurrkfiskverkunarvélar, sem væntanlega veröur gerö til- raun með að vinna i kolmunna i skrcið nú i vikulokin”, sagði Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur i samtaii við blaðið I gær. Sagði hann, að togarinn Run- ólfur, sem nú stundar tilrauna- veiðar á kolmunna i flotvörpu undir leiðsögn Sveins Svein- björnssonar, fiskifræöings, hefði fengið 70tonn af kolmunna, sem landað yrði á Hornafirði og i Neskaupstað. Tilrauna- vinnsla hefur farið fram i Nes- kaupstað á kolmunna, og var hann flakaður i gömlum sildar- flökunarvélum og gafst vel. Var siðan búinn til marningur úr flökunum og verður hann send- ur á markað erlendis. Jakob sagði, að ætlunin væri sú, að á miðvikudag og fimmtu- dag aflaði Runólfur kolmunna, sem landað yrði i borlákshöfn, en gerð yrði tilraun með að vinna i skreið i þurrfiskverkun- arvélum, eins og að framan get- ur. Kolmunnaskreiðin yrði sið- an send til kynningar á Nigeriu- markað. —úþ Alþýðubanda- lagsfélag stofnað á Flateyri Sl. sunnudag þann 11. júli var stofnað nýtt alþýðubandalags- félag á Flateyri.en þar hefur ekki áður starfað flokksfélag Alþýðu- bandalagsins. Félagið heitir Alþýðubandalagið önundarfirði og starfssvæði þess nær yfir önundarfjörð. 1 stjórn voru kjörnir Guðvarður Kjartansson, sem er formaður, og auk hans Helgi Sveinn Sigurðsson og Guðmundur A. Oddsson. Varamenn i stjórn voru kjörin Ragna Eyjólfsdóttir og Sigurður Hafberg. Endurskoðandi félagsins var kjörinn Sigmar ólafsson. Á fundinum voru eínnig kjörnir fulltrúar hins nýja alþýðubanda- lagsfélags á kjörfæmisráðste&iu Alþýðubandalagsins á Vest- fjörðum sem haldin verður að Núpi i Dýrafirði dagana 4.-5. september nk. Reytingsafli „Það hefur verið reytingsveiði, en ekki þó meira,” sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur um loðnuveiðarnar um helgina. Sagði hann að norð-austan strekkingur hefði verið á mið- unum og loðnan stygg. Einn og einn bátur hefði fengið sæmi- legan afla, aðrir minna. Lo'ðnan var misjöfn. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson fann stóra og góða loðnu um 50 milur austur af veiði- svæði bátanna, en er þeir komu að var loðnan farin niður. Sú loðna er stærri og jafnari en sú, sem fengist hefur allra siðustu daga. —úþ. Skipstjórinn dæmdur í eins mánaðar fangelsi Sakadómur Sna?fells- og Hnappadalss. hefur kveðið upp dóm yfir skipstjóranum á Lárusi Sveinssyni SH 126 frá Ólafsvik. Var skipstjórinn dæmdur 1 þriggja mánaða fangelsi, 1 milj. kr. sekt og 4 mánaða varðhald ef sektin verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Afli og veiðarfæri var gert upptækt til landhelgissjóðs Islands. Skipstjórinn var staðinn að ó- löglegum veiðum sl. þriðjudag norðvestur af Garðskaga 2,9 sjó- milur innan svæðis sem friðað er frá 2. til 25. júli vegna sildar- hrygningar. Það var landhelgis- flugvélin Sif sem kom að bátnum á togveiðum á þessu svæði. Jón Magnússon fulltrúi saka- Framhald á bls. 14 Skákmótið í Manila Torresl 1/2 y. yfir Karpoff Eugene Torre frá Filipseyjum hefur komið mjög á óvart á fjög- urra manna skákmóti sem nú stendur yfir á Manila. Hann er I efsta sæti með 3 1/2 vinning eftir fjórar umferðir. Heimsmeistar- inn Karpof er 11/2 vinning á eftir með 2 vinninga i 3. sæti er Browne frá Bandarikjunum meö 1 1/2 v. og i neðsta sæti er Lubojevic frá Júgóslavíu með 1 vinning. Torre vann Lubojevic i 4. um- ferð, en áður hafði hann sigrað Karpov. Aðeinstværumferðir eru eftir i mótinu og er óhætt að full- yrða að þessi frammistaða Torres eru ein mestu skáktiöindi á þessu ári, þar sem keppinaut- arnireru iallra fremstu röð skák- manna i heiminum. Millisvœðamótið í Sviss Byme, Smysloff og Híibner í efsta sæti Staðan að loknum sex umferð- um á millisvæðamótinu I skák 1 Bienne i Sviss er þannig: Byrne (Bandarikjunum), Smysloff (Sovétrikjunum) og Húbner (V-Þýskalandi) eru með 4,5 v., Larsen (Danm.), Portisch (Ung- verjalandi), Czom (Ungverjal.), Smejkal (Tékkósl.). og Matanovvic (Júgósl.) erumeö3,5 v. Liberzon (Israel) og Sosonko (Hollandi) 3 v. Geller (Sov.), Tal (Sov.), Gulko (Sov.) og Sanguieti (Argentinu) 2,5 v. Anderson (Sviþ.) og Castro (Colombiu) 2 v. Lombard (Sviss) 1/2 v. Diaz (Kúbu) rekur lestina mð engan vinning. Þeir Anderssonog Geller eiga ólokna biðskák. Petrosjan fyrrverandi heims- meistari er meðal þátttakenda i mótinu, en þess er ekki getíð i fréttfrá Reuther hve marga vinn- inga hann hefur hlotið; þó er vitað að hann gerði jafntefli við Portisch I 5. umferð. 1 dag hefst útsending skattseðla, álagningarseðla og innheimtuseðla i einu lagi. Verða seðlarnir send- ir út næstu dagana en á föstudaginn veröur skattskráin gerð opinber. Geysilegt verk er við frágang skattseðlanna og framtöl og skattaútreikning. Hér vinnur starfsmaðurskattstofunnari Reykjavfkvið að leggja siðustu hönd á verkið á skattstofunni i gær, hún heitir Astrós Arnadóttir, og var hún ásamt mörgum öðrum að ganga frá seölunum. Margir hafa vafalaust reiknað út skattana sina I meginatriðum þegar talið var fram og framtölunum skilað i vetur, en æði margir verða nú sem fyrr undrandi á skattinum sinum. Forsendur skattlagningar- innar eru littbreyttar I öllum meginatriðum,nema að þvi er varðar eignaskattinn eins og frá hefur verið greint. Ennfremur var nokkrum minni háttar iiöum breytt við álagninguna i ár, eins og viðhaldi eigin húsnæðis, sem að þessu sinni færist á frádráttarlið að fullu,cn var i fyrra prósenta af fasteignamatinu. Helmings verð- mœtaaukning með fullvinnslu grásleppuhrogna ,,Ég held að við gætum full- unnið öll grásleppuhrogn hér heima og aukið þar með út- flutningsverðmæti þeirra um amk. helming frá þvi sem nú er,” sagði Jón ögmundsson, matvælaverkfræðingur, en hann starfar hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. Jón sagði að fullvinnsla á grá- sleppuhrognum yfir i það að verða kaviar væri mjög einföld og breytingakostnaður væri sáralitill á verksmiðjum hér. Verksmiðjurnar gætu siðan not- að dauða timann, sem nú mynd- ast hjá þeim ár hvert og stendur kannski hálft árið hjá sumum, til þess að fullvinna grásleppu- hrognin. 1 sambandi við umbúðir sagði hann að nota mætti hart plast utan um kaviarinn i stað glers, og til væru verksmiðjur hér heima sem unnið gætu slikar umbúðir. Þá sagði Jón, að kaviar unninn úr grásleppuhrognum væri allur litaður, ýmist ráuð- ur eða svartur, og vissi hann ekki til að litaður kaviar væri bannaður á markaðssvæði okk- ar. Um það hvort aðrar þjóðir gætu aukið hráefnisöflun sina ef við ykjum fullvinnslu, sagði Jón, að það væri rétt hugsan- legt, en þó aldrei i þeim mæli að við réðum ekki yfir markaðnum samt sem áður. — úþ Er kaupverð skipa falsað í stórum stíl? — Það fer fram dómsrannsókn á þvi hvort kaupverð cr rétt eða ekki, sagði Björn Tryggvason að- stoðar Seðlabankastjóri er blaða- maður spuröi hann að þvi hvort rétt væri, að hafin væri rann- sókn á þvi hvort keypt væri til landsins skip á þann hátt að gefið væri upp hærra verð við innkaup en hið raunverulega verð væri. Björn sagðist vilja taka fram, að þótt þessi rannsókn væri til- komin vegna kaupa á ákveðnu skipi, Grjótjötni, væri grunur manna, að rangt innkaupsverð hefði verið gefið upp við innkaup annarra skipa einnig, en þó væri sá grunur ekki bundinn neinum einum ákveðnum innkaupum, heldur væri unnið að þvi af Seðla- bankanum að kynna sér þessi innk. almennt. Sagði Björn enn- fremur að vegna betri samskipta og nánari við erlendar stofnanir væri auðveldara að rannsaka þessi mál nú en verið hefði. Eins og kunnugt er þurfa inn- lendir kaupendur skipa erlendis frá að leggja fram eigið fé, sem nemur yfirleitt 20% af kaupverði skipa. Grunur leikur nú á, að kaupverð erlendis hafi ekki verið svo hátt, sem látið er i veðri vaka, og upp gefið hærra til þess að mæta 20% eiginfjárframlaginu og ná þannig út i gjaldeyri i lánum hér og erlendis nær öllu raun- verulega kaupverðinu eða öllu. Þá leikur grunur á.að annars konar falsanir hafi átt sér stað i sambandi við skipakaup islend- inga erlendis frá, svo sem i sam- bandi við kaup á rekstrarvörum til útgerðar nýrra skipa. Af annarri rannsókn Seðla- bankans á viðskiptum islendinga erlendis má nefna, að ýtarleg rannsókn á fasteignakaupum þeirra fer nú fram á vegum bank- ans. —úþ I I I I BARUM BREGST EKKI Fólksbíladekk Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.