Þjóðviljinn - 26.07.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.07.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. júll 1979. HALLVEIG THORLACIUS: Nokkur orð um manninn „með vindilinn í trantinum” I gær var veriö aö spila Rauð- sokkaplötuna i útvarpinu og mikiö finnst mér hún nú vel lukkuð hjá stelpunum. Ég var aö vanda upptendruö, eins og alltaf þegar ég heyri I þeim. „Tökum saman hönd i hönd....” Og ég hugsaöi meö mér, aö þaö væri nú eiginlega skömm aö þvi aö vera ekki meö i slagnum. Best að drifa sig nú niður i Sokk- holt einhvern daginn og vita hvort ekki vantar nýjan liðs- mann. En þessi hugljómun stóö nú þvi miöur ekki lengi. Mér varö þaö nefnilega á aö fara aö róta i gömlum Þjóöviljablööum og rakst þar á viötal á jafnréttis- siöunni, sem kippti mér óþyrmi- lega niöur á jöröina aftur. Það á bersýnilega eftir aö renna mikiö vatn til sjávar áöur en viö kon- urnar berum gæfu til aö snúa saman bökum og „tökum sam- an hönd i hönd”. Þetta var spjall viö Dóru Guömundsdótt- ur, sem birtist I Þjóöviljanum 7. júli. Nú hef ég ekki veriö dugleg aö sækja fundi Rauösokka- hreyfingarinnar og hef þvi ekki personuleg kynni af „skörungn- um Dóru Guðmundsdóttur” og ég efast ekki um, aö blaðiö fer rétt meö, þegar þaö segir aö hún sé „lifsreynd kona og hafi skoöanir á öllu milli himins og jaröar og fari ekkert sérlega dult meö þær”. En þótt Dóra sé sjálfsagt hin mætasta kona, þá kann ég afar illa viö tóninn, sem þarna kemur fram (hvort sem hann er frá henni einni, eöa blaöamaöurinn á þar einhverja sök). Hún segir m.a.: ”Ég er svo skúffuö yfir þeim flokki (þ.e. Alþýöubandalaginu) og raunar öllum flokkunum eins og þeir leggja sig, aö ég held aö ég myndi skila auöu ef yröu kosningar núna. Ég myndi ekki kjósa neitt. Mér finnst Alþýöu- bandalagiö hafa brugðist og svikiö nærri allt sem lofaö var og mér finnst hræöilegt aö horfa uppá flokksbroddana bókstaf- lega breytast I figúrur fyrir framan augun á sér. Tökum til dæmis hann Sigurjón. Að sjá hann í laxinum — jesús minn! Meö vindil I trantinum, bur- geisabros og veiöistöngina á lofti.” Ég býst viö aö íleiri lesendur Þjóöviljans en ég hafi rekiö upp stór augu, þegar þeir lásu þessa ófögru lýsingu á Sigurjóni Pét- urssyni og kannski hafa þeir verið fleiri en ég, sem litu sem snöggvast á fremstu siöuna til að fullvissa sig um, aö þetta væri ekki eitthvert allt annaö blaö. Auövitaö stendur Sigurjón alveg jafnréttur þótt svona della sé birt á prenti, og min vegna mætti hann vera með vindla i báöum munnvikjum næst þegar hann birtist á siðum blaösins. En mér er þaö hinsvegar til efs, aö jafnréttissiöa Þjóöviljans hafi sömu reisn i augum margra lesenda sinna og áöur. Og ég man ekki til þess aö þaö hafi nokkurn tima skeö áöur, aö Þjóðviljinn tæki undir sönginn, sem hinar galvösku nýmóöins ihaldskempur kyrja nú upp á hvern dag og reyna aö kenna is- lenskri alþýöu. Þessi söngur er útsettur á ýmsa vegu en inni- haldiö er alltaf þaö sama: Pólitikusar eru alfir eins, sama úr hvaöa flokki þeir koma og sama hvaö þeir vilja og gera, þeir hugsa ekki um neitt annaö en kýla vömbina og troða upp i sig nógu mörgum vindlum á kostnaö skattborgaranna. Með þessa einföldu mynd af raunveruleikanum I vegarnesti gengur margur kjósandinn inn I kjörklefann og kýs yfir sig stétt- aróvin sinn. Og þó aö þessi kenning sé barnaleg, er hún bæði lúmsk og hættuleg. Hættu- leg vegna þes aö hún beinir at- hyglinni frá ágreiningi um mál- efni inn i frumskóg, sem engum er ætlaö aö rata út úr. Þetta er sama brellan og vasaþjófurinn beitir, þegar hann beinir athygli fórnarlambsins i aöra átt i trausti þess aö maðurinn átti sig ekki fyrr en búiö er aö ræna hann. En Dóra Guömundsdóttir haföi fleira til málanna aö leggja. Hún heldur áfram aö leggja út af mynd, sem tekin var á þjóöhátlðardaginn i rign- ingarsudda. „Og vesalings konan hans. Sú má nú pressa og stifa eftir myndunum af honum aö dæma. Og svo sér maöur hana I humátt á eftir honum, þegar hann kveikir á jólatrénu og sinnir öörum „róttækum umbótastörf- um”. Ég hef sattaösegja aldrei þolaö snobbara af neinu tagi.” Nei, það er greinilegt aö Dóra Guðmundsdóttir er ekki snobb- ari. Og þó? Ég get ekki neitað þvi, aö sá grunur læddist aö mér aö hún sé kannski haldin annars konar snobbi, sem ekki er alveg óþekkt. Kannski væri hún ánægöari með störf Sigurjóns Péturssonar i borgarstjórn, ef hann gengi á uppreimuðum strigaskóm og gatslitinni lopa- peysu. Ég hef a.m.k. oft hitt fólk, sem er upptekið af ómerkilegustu ytri táknum og vill láta telja sig óstjórnlega róttækt fyrir bragðiö. Þetta er stundum kallaö aö snobba niö- ur fyrir sig, en ég held aö þaö sé ekki réttnefni. Þetta er oft bara snobb fyrir ákveöinni tisku, nokkurs konar tiskusjúkdómur, sem er tiltölulega meinlaus, en engu aö siöur heldur hvimleiö- ur. Hvaö varöar meöaumkvum Dóru i garö konu Sigurjóns Pét- urssonar þá er ég ekki dómbær á þaö hvort hún er einlæg eöa ekki. Það má vera aö föt Sigur- jóns (sem mér sýndust reyndar fremur illa pressuö af myndinni aö dæma, hvort sem það er nú rigningunni aö kenna eöa því, aö kona hans hafi öðrum hnöppum aö hneppa en pressa fötin hans, enda skiptir það vist minnstu máli) hafi vakiö upp gamla martröö, sem hún lýsir siðar i viötalinu: „Maður var alltaf aö pressa og pressaði allt, jafnvel sokkana þvi þá entust þeir lengur”. Kannski heldur hún að Ragna Brynjarsdóttir sé i þessari sömu vondu aöstööu og hún var forö- um. En ég get huggaö Dóru meö þvi, aö eftir þvi sem ég veit best er hún sjúkraliði og vinnur á Landakoti, og best gæti ég trú- að aö Sigurjón pressaöi buxurn- ar sinar sjálfur. Og þvi skyldi hún nú ekki mega skreppa niöur i bæ meö manninum sinum 17. júni eins og hver annar þegn ftins is- lenska lýöveldis? Varla sér hún hann of oft eftir aö hann fór að vasast i aö stjórna borginni fram á rauöar nætur. Og mér finnst þaö satt aö segja furöu- legt, aö kona, sem er búin aö starfa i Rauösokkahreyfingunni lengi skuli lúta svo lágt aö tala um kynsystur sina eins og hún væri partur af sinum manni. Er þaö ekki þetta sem viö erum all- ar að berjast gegn? Væri ekki nær fyrir Dóru Guömundsdóttur sem sanna Rauösokku aö dæma Rögnu eft- ir stöfum hennar á Landakoti? Og störf Sigurjóns Péturssonar i borgarstjórn eftir einhverju ööru en þvi hvernig hann litur út á myndum i blöðunum, þó aö þaö sé auövitað lang fljótlegast. Meö von um, að tónninn i bar- áttusöng Rauðsokka yfirgnæfi þann hvimleiöa nöldurtón, sem birtist á jafnréttissiöu Þjóövilj- ans þann 7. júll. Hallveig Thorlacius. '■ 4 mc ,ár r i % tjt IJMSIÓN: Berglind Gunnarsdóttír Dagny Kristjánsdóttir Einar Olafsson Kristján Jónsson Silja Aóalsteinsdóttir Aö sjá hann í laxinum — Jesús minn! msm Viðtal vió Dóru Guðmundsdóttur |»r • tkOrunf nokkurn - Dðru CuAmundadMtur Dðratrlhtpi ddri raufttokkt HOn cr llla rtjnd ktnt o( btfur ikoAtnr t Uu ralll hlminaog Jtrhtr 0( Irr tkkrrl Mr1t(t dull Ht þtr v» j.f—-------------- -- hrl«tktmmlilt(l krtld mt« n.»ur frrir frtmi Oöni t(hkrli af hrl nm mrtftð - —^-------------- nr hr Mr I tfhr Ddrt htfur yfirptun flokki o( rtuntr ollum tamtn þð ab illa (in|> tt nt flokkunum nnk o( þt» k((ja aamhtndi viB htnn Mtr fmntl 1« t« M hckl t« t( myndl tkila þtft tbhtrjar tinktnm • þtaw auftu tf yr«u kstnui(ar oilna þjaftfrlagi aft þaft htfur m(irri (.( myndl ckki kjoaa ntd Mtr llmt Ul tft tala rA ncinn !••» fmntl Alþy«ubtndtlt(« htft vanlar mUircn ttmbtnd trugbtl o( rvikift nnrri alll atm E( mt IB mtft tft lakt þtft toftft rtr o( mtr fmntl þtft fram tft cin tlofnim htr I bt tr hra«ilr(l tft horft uppt Ookkj tldcila frabtr undantrknm( t >na bOkattflr(t brtyltal I \ tllr i hormun(inni o( þtft pr Ht 1-aft tr tnnart tkt( otnlhr(l aft tja hrtrraft fftlk (rtur gengift itn opmhtrt tttfti tlnt og þar tem t( vmn Srtl mtr þt Um ift hltjt og tt(fti ..Svona hL arhftkit bcfti akikim bftlvtftar tkrpnur grta ut vcnft" Þt ttgfti maftur m rmnur mr« mtr tft Irigfti 'ftfta vcrtu rkki aft moftga ABl tr ryftiltgt t tvona opm rum tioftum. dllu itolift o( igmgni tr jtfn tvafttltg hjt ftum kynjum itlgrrt jafnrab n o( hit ftllum tldurthftoum Leiöréttingar yid dagskrárgrein 1 meinlausri dagskrárgrein eftir mig i Þjv. i gær úir svo og grúir af villum eftir staur- fingra, — annars ágætismenn, aö ég sé mér ekki annaö fært en leiðrétta aö nokkru. Falliö hefur niöur smáorðiö á i yfir- fyrirsögn, þannig aö þaö á ekki að koma (sbr. troöa) só- sialismanum gegnum bæjar- stjórnir og rikisvald heldur komahonum á meöeinhverj- um ráöum. Þá segir aö ráö- herrarnir séu góöir „sam- starfsmenn” (sem þeir sjálf- sagt eru) en á aö vera starfs- menn. Næst er klúöraö setningu I ummælum um verklýösforystuna. Þar falla einhverjar linur niöur, svo setiiingin veröur óskiljanleg. Þetta er málsgrein sem hljóöar svo rétt i handriti: , ,Þa ö eru verklýðsbroddar, fá- ir og einangraöir bæöi frá meövituöum verklyö og al- mennum flokksfélögum, sem bakka þessa pólitik upp meö hinum hluta fiokksforystunn- ar.” 1 greininni i gær var þessi setning svo klipin og klúðruö, aö ekki var nokkur leiö aö skilja. Og samt eru villurnar engan veginn upp taldar. Þannig veröa stafa- vixl, ótimabær brottföll og fleiri brengl i greinarkorni minu. Forakta (sem auövitaö er ekki gott orö) veröur for- taka, siöur veröa siur og byröar alþýöunnar veröa byrgöar I þessu klossaöa prentverki Nú nenni ég ekki aö tina til fleira, en vil minna hlutaðeig- andiá aöekkinægir aö smyrja gangverk þannig aö andskota- laust skrölti, þaö skal meira til. — Ég vona aö endingu aö innihald greinarinnar hafi þrátt fyrir allt komiö þannig til skila, aöekki veröi misskil- iö. óskar Guömundsson Áskriftarsími Þjóðviljans 8-13-33 Sumarsýning Norræna hússins Breyttur opnunartími Ákveöiö hefur veriö aö hafa Sumarsýningu Norræna hússins opna frá kl. 14 til kl.22 á þriöju- dags-og fimmtudagskvöldum, en aöra daga er sýningunni lokaö kl. 19, sem er venjulegur lokunartimi hússins. A þriöjudags- og fimmtudags- kvöldum er ennfremur dagskrá i samkomusal hússins, — á þriöju- dagskvöldum er Einsöngvarafé- lagiö meö söngvökur sinar þar, og á fimmtudagskvöidum er „Opiö hús” á vegum Norræna hússins meö dagskrá sem einkum er ætl- uö norrænum feröamönnum. 011- um er þó heimill aðgangur og er hann ókeypis. N.k. fimmtudag veröur kynn- ing á islenskri tónlist og syngur Guörún Tómasdóttir þá islensk lög við undirleik Olafs Vignis Al- bertssonar. Siöar um kvöldiö veröur k vikmyndasýning. Fimmtudaginn 2. ágúst veröur enn tónlistarkvöld og syngur Sig- urður Björnsson þá islensk, nor- ræn og önnur sönglög. I tengslum viö norrænt æsku- lýösmót sem nú stendur yfir hér á Islandi flytur sænskur kór, skip- aöur sextán ungmennum ásamt hljóöfæraleikurum létt lög I Nor- ræna húsinu miövikudagskvöldiö 25. júll. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og er aögangur ókeypis. I anddyri Norræna hússins stendur nú yfir ljósmyndasýning frá Finnlandi og Noregi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.