Þjóðviljinn - 11.08.1976, Page 2
■> sU)A — 1»JÓÐVILJINN Miðvikudagur ll. ágúst 1976
Skrifiö
eöa
hringiö.
Sími: 17500
Látum skynsemina ráða
Frá Mývatni
Vegna viötals við Þorgrim
Starra i Garði i blaðinu fyrir
skömmu vil ég gera nokkrar
athugasemdir.
Starra er ofarlega i huga
peningalyktin við Námafjall og
Kröflu. Kann hann vafalaust á
margri angan skil. Hann veit
lika, að allri atvinnu fylgir lykt.
Sumir finna ef til vill peninga-
lykt I f jósum bænda og aörir viö
NámafjaU og Kröflu. En ef
Starrl ekki veit má hann vita, að
við NámafjaU og Kröflu eru
aðeins venjulegir Islendíngar að
selja slna vinnu, sér og sinum til
llfsframfæris, rétt eins og
bændur gera. Og þrátt fyrir að
stóriðjan I Bjarnarflagi sé stór-
hættuleg i augum sumra
mývetninga er þaö óhrekjandi
staðreynd, að ef hennar nyti
ekki vib, mundi Mývatn smám
saman fyllast af kfsilleir. Hvafi
ætla verndararnir (náttúru-
verndararnir) þá að vernda?
Mér þykir ákaflega óviö-
felldiö hvað Starra og fleiri mý-
vetningum liggur laust á tungu
aö mengun af mannavöldum sé
aö ganga af Mývatni dauöu,
þrátt fyrir aö rannsóknir, sem
staöiö hafa yfir i nokkur ár, á
Mývatns-Laxárlifrikinu, gefi
enga visbendingu um þaö. Ég
þykist vita, aö þessi áróöur nái
vel eyrum almennings nú á
þessari mengunaröld.
Starri nefnir i viötalinu ryk-
mýiö og segir, aö ekki hafi
kviknaö mý í fjögur ár.
Forstöðumaöur Mývatns -
Laxárrannsóknanna fullyrti i
erindi i Norræna húsinu i
Reykjavik voriö 1975, aö stærstu
klakstöövar rykmýsins viö
Mývatn væru viö og útaf
landinu milli Garös og Kálfa-
strandar.. bar kemur einnig
upp meginhluti þess vatns, sem
siðar rennur um Laxá. Aö sögn
vlsindamanna er þaö aö meöal-
tali 50 ára gamalt jarövatn.
Hugsanlega hefur eitthvert
mengandi vatn komist þar
saman viö af mannavöldum
siöustu árin, en ef kenna á þvi
um dauöa rykmýsins i þessum
mikla vatnsflaumi má, aö mér
finnst, eins ætla aö þorskstofn-
inn viö Island liöi undir lok
vegna keitu úr einum koppi.
Tveir bæir eru þarna á bökk-
unum. Jafn fráleitt er aö
mengun frá þeim hafi þessi
viðtæku áhrif. Þar erum viö
Starri kunningi minn vonandi
sammála.
Ég vil vara menn viö aö
leggja eyrun viö sleggjudómum
i þessu máli sem öörum, láta
heldur umsagnir og skynsemi
manna, sem gerst ættu aö vita,
ráöa. Mývetningar sem aörir
dreifbýlismenn veröa aö gera
sér grein fyrir aö hin margum-
talaöa byggöastefna og jafn-
vægi I byggö landsins hlýtur aö
grundvallast á atvinnu og þaö
aukinni atvinnu á lands-
byggöinni.
Vissulega má ekki spilla
landinu,en ef ekki má nýta orku-
lindir og námur til framleiðslu-
og atvinnuaukingar útum hinar
dreiföu byggöir sýnist mér
niöurstaöan aöeins veröa þessi:
Höldum Reykjavik, en hendum
hinu draslinu.
Sigurður Ragnarsson
Þyrftum annað skip
— Héðan er bara allt gott að
frétta. Atvinna hefur verið næg
siðan fyrri partinn i vetur en þá
rikti hér nokkurt atvinnuleysi.
Afli sá, sem togarinn Ljósafeil
ber að landi, er aðal uppistaðan
I atvinnulifi staðarins. Hann
hefur fiskað vei I sumar en þaö
hefur hinsvegar sýnt sig, að el
afli bregsteða skipið stöðvast af
einhverjum ástæðum, lamast
hér allt atvinnulff um leið.
Svo fórust Ingóifi Arnarsyni á
Fáskrúðsfiröi orð, er blaðið
ræddi viö hann á föstudaginn
var.
— Til þess aö geta komiö í veg
fyrir þaö tfmabundna atvinnu-
leysi, sem ööru hvoru getur
orðiö af þessum ástæöum,
þyrftum viö aö fá hingaö annaö
skip sömu gerðar og Ljósafell
og yröi þá aflanum jafnað á
milli beggja frystihúsanna, en
annað þeirra, Pólarsild h.f., er
oft hráefnislaust langtimum
saman meöan frystihús kaup-
félagsins hefur jafnvel ekki
undan aö vinna úr þeim afla,
sem þvi berst. Menn vonast
hinsvegar til þess, aö hiö nýja
frystihús kaupfélagsins, sem
bráölega tekur til starfa bæti
hér úr, þvi vinnuaöstaöa i
gamla húsinu allsendis ófull-
nægjandi og afköstin því engan
veginn sem skyldi.
Þrjú önnur skip eru gerö
héðan út, Hilmir, sem er á
loönuveiöum, Sólborg, sem
stundaöi djúprækjuleit en er nú
byrjuömeö troll og fiskar sæmi-
lega og Þorri, sem veriö var aö
gera viö og mála 1 sumar, en
heldur nú bráölega á veiöar, aö
þvi er taliö er. Hér er þó nokkuö
- ís *
Fáskrúðsfjörður
Heyjar á engjum
— Hér er búin að vera vestan-
átt f viku en henni vUja jafnan
fylgja skúrir,— og þvi litiö hægt
aö gera f heyskap aö gagni.
Svo mælti Halldór Hafstað I
Útvik I Skagafirði f viðtali vifi
blabið á nánudaginn.
— Fyrri part sláttarins var
hér mjög góð heyskapartiö, en
notaöist sumum siöur en skyldi
þvi þá voru hestamannamót um
allar jaröir og skagfiröingar eru
nú, margir hverjir, veikir fyrir
þeim.
Hey h^fa ekki hrakist aö ráöi.
Ég heldj aö margir bændur séu
langt komnir meö sláttinn og til
eru þeir, sem búnir eru aö hiröa
túnin. Ég er t.d. búinn með
túnaslátt og fer nú fljótlga aö
bera niöur á engi. Engjahey-
skapur er nú raunar lltill oröinn.,
miöaö viö þaö, sem áöur var. Ég
er þó vanur þvi aö heyja eitt-
hvaö á engi og svo er um fleiri
hér i sveit. Má vel /era, aö
athugandi væri aö ieggja meiri
rækt en gert hefur veriö um sinn
þegar áburöurinn er oröinn svo
dýr, sem raun ber vitni.
Nokkuö er unniö hér aö
byggingum. Til dæmis veit ég
um aö hér I Staöarhreppi er
veriö aö byggja hlööur I Holts-
múla, Glæsibæ og Fossholi.
Fremur treg veiöi hefur veriö
i Sæmundará i sumar.
—mhg
um útgerö á smærri bátum. Afli
þeirra var fremur tregur
framan af sumri,en hefur veriö
sæmilegur upp á siðkastið.
Ýmsar framkvæmdir eru á
döfinni hjá bæjarfélaginu. Veriö
er aö undirbúa lagningu oliu-
malar á götur og er þaö mikiö
verk og tafsamt þvi lagnir i
götunum eru ýmist illa eöa ekki
merktar og af þvi leiöir, aö
vinnuvélar vilja slfta þær og
færa úr lagi. F er oft ærinn tim i i
viögeröir á þeim.
Mikill styr stendur nú um þaö
milli Vegagerðarinnar og
hreppsnefndar Búöahrepps um
hvaöa gata skuli teljast aöal-
leiðin gegnum þorpiö. Vega-
geröin vill telja þaö Búöaveg,
sem útilokaö er þó aö breikka
nema I tæpa 4 m., viö illan leik
þó. Hreppsnefndin aftur á móti
heldur sig viö Skólaveg, sem
hannaöur er miöiö breiöari.
Sýnist okkur aö heimamenn
ættu ekki siöur að vera dóm-
bærir á þetta mál en fulltrúar
Vegageröarinnar. Óvlst er enn
um úrslit þessarar glimu.
Hér er gott fyrirtæki, sem
nefnist Trésmiöja Austurlands.
Hjá henni vinna 20 til 25 menn,
trésmiöjan hefur nú nýlokið viö
smiöi á 12 smál. eikarbáti. Þá
hefur hún einnig meö höndum
byggingu Ibúöarblokkar á Eski-
firði, auk ýmissa smærri verk-
efna.
Ungur maöur hér er aö fást
viö tilraunir með laxeldi I sjó.
Hafa þær gengið sæmilega
miöaö viö þaö, aö þetta er algjör
nýjung og engin reynsla til aö
byggja á. Eru menn bjartsýnir
á góöan árangur af þessari
starfsemi. Hinsvegar þykir
mönnum aö opinberir aöilar
veiti þessari viöleitni minni
athygli en vænta mætti.þvi vel
gæti ný og álitleg atvinnugrein
veriö hér I buröarliðnum.
Veriö er aö byggja hér hús
yfir barnaskólann, og i undir-
búningi er bygging heilsugæslu-
stöövar. Þá eru og allmörg
Ibúöarhús aö risa hér.
—mhg
• •
Ornefna-
brengl
Það mun nokkuð almennt álit,
að maöur sá er dylst bak viö
Svarthöföanafnið i Visi sé Ind-
riði G. Þorsteinsson, rithöf-
undur og fyrrverandi ritstjóri
Timans. Vel má vera að svo sé
en þó er ég ekki með öllu sáttur
við þó hugmynd. Koma þar til
ýmsar óstæður og m.a. sú, að i
Svarthöföagrein 1 Visi nú nýlega
og að þvi er mig minnir tveimur
fremur en einni, er talaö um
Giljareiti f öxnadalsheiði.
Nú væri Indriði aö visu siöur
en svo I neitt slæmum félags-
skap þarna i „reitunum” þvi ég
man ekki betur en Þórir
Bergsson, rithöfundur,
(Þorsteinn Jónsson), ágætur
skagfirðingur, skrifaöi fyrir
mörgum árum sögu, sem hann
nefndi Slys I Giljareitum og vist
er þaö ekki ótitt aö heyra þetta
landssvæði nefnt svo, bæöi i
ræöu og riti.
Hinsvegar er ég hissa á þvi, ef
svo margvis maöur sem Indriöi,
skagf iröingur aö ætt og
uppruna, þótt lengstum hafi aliö
manninn annarsstaöar, fer
rangt meö alþekkt örnefni i
Skagafiröi. Ég hef þaö nefnilega
fyrir satt og mun gera á meðan
því veröur ekki hnekkt meö
rökum, aö á öxnadalsheiöi séu
engir Giljareitir heldur
Gilja reitur. Er á þvi nokkur
munur, eins og jafnan á réttu og
röngu. Gilin á heiðinni eru fleiri
en eitt,en reiturinn, landssvæöi
þaö, sem gilin skerast gegnum,
er einn.
Þetta vil ég biöja Svarthöföa
og aöra aö athuga þvi örnefna-
brengl er hálfgert óþurftarverk,
auk þess sem gömlum
örnefnum veröur naumast
breytt til bóta, jafnvel þótt orö-
hagir menn eigi hlut aö máli.
—mhg