Þjóðviljinn - 15.08.1976, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.08.1976, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. ágúst 1976 PIOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. l'tgofandi: t tgáfufélag Þjóöviljans Kramkvæmdastjóri: Kiöur Bergmann Kitsljórar: Kjartan Olafsson Svavar Gestsson Kréttastjóri: K.inar Karl llaraldsson Bmsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: 5kólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 línur) Prentun : Blaöaprent h.f. • GEIGVÆNLEG UMSKIPTI Eftir að Gunnar Thoroddsen varð hús- bóndi iðnaðarráðuneytisins hefur rikt al- ger stöðnun i málefnum iðnaðarins. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að efla stöðu iðnaðarins. Skýringin á þessu framferði ráðherrans er að sjálfsögðu sú að hann og flokkur hans hafa ofsa trú á svokölluðu einkaframtaki, þvi er ætlað að leysa allan vanda. Engu að siður hefur sú staðreynd legið ljós fyrir löngum að is- lenska „einkaframtakið” hvorki getur né vill leggja verulegt fjármagn i islenskan iðnað og verulega eflingu hans. Þess vegna er nauðsynlvgt að rikið komi til og leggi sig fram um að efla islensk iðnaðar- tækifæri með öllum tiltækum ráðum. Meðan Magnús Kjartansson sat i iðnað- arráðuneytinu varð gjörbreyting á afstöðu stjórnarvalda til islensks iðnaðar. Þá voru gerðar ráðstafanir til þess að efla ýmsar iðngreinar sérstaklega, gerð úttekt á stöðu iðngreina, tillögur um úrbætur og tillögur um heildarþróun iðnaðárins. Sá ávinningur sem náðist i valdatið vinstri- stjórnárinnar er þeim mun athyglisverð- ari þegar þess er gætt að verulegt skiln- ingsleysi var og er rikjandi á stöðu og möguleikum islensks framleiðsluiðnaðar meðal margra ráðamanna. Þegar stjórnarskiptin urðu áttu sér stað geigvænleg umskipti i þessum efnum. Hefur forustumönnum islenskra iðnrek- enda blöskrað svo sleifarlag og aðgerðar- leysi stjórnarvalda að þeir hafa séð sig knúna til þess að hirta ráðherrana fyrir aðgerðarleysi þeirra. í þeim efnum er skammt að minnast ræðu Daviðs Schevings Thorsteinssonar, formanns Félags isl. iðnrekenda, en hann sagði á ársfundi iðnrekenda sl. vor ma. á þessa leið: „Þegar ég byrjaði að semja þessa ræðu ‘ 'las ég yfir ræðu þá, sem ég flutti i fyrra,og þá fannst mér að best væri að flytja gömlu ræðuna aftur,þvi það er eins og timinn hafi staðið kyrr i þeim málum, sem að okkur varðar — ekkert hefur verið framkvæmt af þvi, sem ég lagði þá til að gert yrði, nema að reynt hefur verið að breyta tekjuskiptingu i sjávarútvegi og sjóða- kerfi hans hefur verið endurskoðað. Þetta er líka það eina — engar af hinum ýtariegu tillögum Félags isl. iðnrekenda frá þvi i desember 1974 hafa verið fram- kvæmdar siðan siðasta ársþing var haldið og heldur engar af þeim tillögum, sem við höfum komið með siðan, jafnvel þó Al- þýðusamband tslands hafi skrifað undir þær með okkur. Sama er að segja um til- lögur Iðnþróunarnefndarinnar sálugi^sem voru milli 40 og 50 taisins — engin einasta af veigameiri tillögum hennar hefur verið framkvæmd. Allar þessar tillögur eiga það sameiginlegt að þær stefndu að þvi að breyta stjórn efnahagsmála á íslandi.” Vafamál er að nokkur islenskur stjórn- málamaður hafi setið undir annarri eins skammarræðu og þeirri sem Davið Scheving hélt yfir Gunnari Thoroddsen á ársþingi iðnrekenda.En þrátt fyrir strang- ar umvandanir formannsins hefur ekkert heyrst af þvi að iðnaðarráðuneytið sé að lifna úr dáinu, Gunnarssvefninn ríkir þar enn i hverri smugu. Aðgerðarleysi hægristjórnarinnar i iðn- aðarmálum á sem fyrr segir rætur að rekja til stefnu hennar, oftrúar hennar á einkaframtakið, sem leysi allan vanda. Aðgerðarleysið á einnig rætur að rekja til þess að forustumenn Sjálfstæðisflokksins mæna einlægt á útlendinga til lausnar öllum vanda; Þeir hafa enga trú á getu islendinga til þess að lifa hér sjálfstæðu þjóðlifi. Lausn þeirra á öllum vanda er fólgin i þvi að tengja islendinga við hinar stóru erlendu samsteypur. Athafnaleysið i iðnaðarmálum kemur niður á komandi kynslóðum og gerir erfið- ara að sporna gegn ásókn erlendra auð- fursta i islenskar orkulindir. Til þess að efla islenskan iðnað þarf að vera i landinu rikisstjórn sem hefur trú á getu islensks iðnaðar, skilning á nauðsyn hans og er um leið laus við kreppuofstæki einkafram- takssinnanna. Þá er unnt að taka upp iðn- þróunarstefnu eins og þá sem Magnús Kjartansson markaði fyrstur islenskra iðnaðarráðherra. —s.. Ný kenning um krabbamein: Krabbamein í brjósti tengt áfengisneyslu og lyfjanotkun Hugsast getur, að regluleg neysla áfengis og róandi lyfja geti ýtt undir þróun vissra tegunda krabbameins. Sá sem hefur komist aö þessari niöurstööu, dr. Roger Williams frá Heilsuverndarstofnuninni Betsheda I Maryland, talar aö vfsu mjög varlega og segir aö hér sé aðeins um kenningu, tilgátu aö ræöa. En röksemdir hans væru allavega taldar nógu alvarlegar til aö þær væru teknar upp i breska læknatfmaritiö Lancet. Og ef kenningin er rétt þá getur hún kannski komið I veg fyrir 20 þúsund tilfelli brjóstkrabba I Bandarikjunum einum. Þaö mun- ar um minna. Vont samhengi Williams haföi verið aö meta niöurstööur af meiriháttar krabbameinsrannsóknum sem náöu til 7518 tilfella. Þá veitti hann athygli samhengi, ekki mjög áberandi aö vfsu en sam- hengi engu aö síöur milli neyslu alkóhóls og svo nokkurra tegunda lyfja (einkum róandi lyfja gegn þunglyndi og ofnæmi) og ákveö- inna tegunda krabbameins. Til dæmis var krabbamein I brjósti 20-60% algengara hjá kon- um sem drukku reglulega bjór, vfn eöa snafs heldur en hjá bindindiskonum. Hjá mormón- um, sem eru bindindismenn sam- kvæmt sinni trú, var brjóstkrabbi sjaldgæfari en hjá meðalamri- könum. Auk þess kom I ljós sam- hengi milli áfengis, lyfja og tv®ggja annarra krabbameins- tegunda — I skjaldkirtli og húö. Homónabúskapur líkamans. Williams hefur boriö fram fremur einfalda skýringu á þessu óheppilega samhengi: áfengi, lyf, Blikkiðjan Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 VÍSINDIOG SAMFÉLAG Vfsindamaöurinn ber fram þá tilgátu, aö þaö séu þrir ákveönir hormónar sem undir áhrifum á- fengis og lyfja safnast I ofstórum mæli fyrir i á þrem svæöum: prolaktin i brjósti, thyreotropin i skjaldkirtil og hormón einn I húö- inni sem getur veriö hagstæöur þróun vissrar tegundar af ill- kynjuöum húökrabba. En tilraunir meö dýr hafa þegar bent til þess aö þaö sé sam- hengi milli brjóstkrabba og auk- ins starfs mjólkurkirtla. Aðrar athuganir benda I sömu átt. Til dæmis hefur læknir einn I New York komist aö þvf, aö I ófrískum konum, sem gengu meö brjóst- krabbamein, hafi meinsemdin þróast örar en hjá konum sem ekki voru þungaöar. Hugsanleg skýring á þessu, sem gæti stutt kenningu dr. Williams er sú aö prolaktinframleiösla óléttra er margfalt meiri en eölilegt er. Afdrifarík kenning A hinn bóginn hafa læknar tekiö eftir þvi, aö hjá sjúklingum, sem fengu lyf sem takmarka mjög prolaktinstreymi (t.d. L-dopa gegn Parkinsonveiki), aö æxli I brjóstum minnkuöu meö merki- legum hætti og þaö dró úr þeim sársauka sem þau höföu I för meö sér. Prolaktínhormóninn, segir dr. Williams örva frumur I brjósti til aö skipta sér og margfaldast. Þvi hraöar sem þessi þróun gerist þeim mun meiri hætta er á aö fruma veröi „illkynjuð”. Eitthvaö svipaö telur hann gerast I skjaldkirtli og i húö. Þaö veröur sem fyrst aö byrja á rannsóknum sem gætu gengiö úr skugga um þaö hvort kenning min er rétt eöa röng, segir dr. Williams. Astæöan fyrir þvl aö okkur ber aö hafa hraöan á er fyrst og fremst sú, aö þaö heföi mjög afdrifarikar afleiöingar ef hún rcyndist rétt. Visindamaöurinn hefur reiknaö þaö út, aö I Bandarikjunum ein- um geti áfengisneysla oröiö til aö ýta undir þróun 16.000 tilfella brjóstkrabba og 5.000 tilfelli eru tengd lyfjaneyslu. Þaö væri mikill ábyrgöarhluti, segir hann, aö prófa ekki til fulls kenningu sem svo niiklu skiptir máli. (byggt á Spiegel) Dr. Williams: viö veröum sem fyrst aö ganga úr skugga um þaö hvort kenning min er rétt. krabbamein. PiIIurnar og snafs- arnir örva aöalkirtil manns- likamans, heiladingulinn, til auk- inna starfa. Meö þvi aö hann stýrir hormónabúskap likamans, þá framleiöa einnig aörir kirtlar meira af hormónum en þörf er fyrir. Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk- ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkósióvakiu, Póllandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæö. Simi 28035.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.