Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. ágúst 1976 Skrifiö eða hringið. Sími: 17500 — Það er nú gamall siður og góöur er menn mælast við, aö hefja samtalið á spjalli um veðrið, enda ekkert óeðlilegt þvl að flest eða öll eigum við mikið undir þvi komið, sagði Davið Kristjánsson á Þingeyri við blaðið á mánudaginn var. Er þá skemmst af þvi að segja að hér er búið að rigna látlaust siðan um miðjan júli, að eitt- hvað einum degi þó undan- teknum, en þá náðist iika mikiö hey hér um slóður. Fram að þeim tima var ágæt heyskapar- tið og þeir, sem byrjaðir vorti slátt áður og hafa auk þess út- búnað til verulegrar votheys- gerðar, eru vel á vegi staddir. Hinir mjög illa. Mest af þeirra heyjum er ýmist langhrakið og lamiö niður af rigningum og stormi eða þá óslegið og úr sér sprottið og þvi lélegt og hálf- ónýtt fóður. Héðan er gerður út einn tog- ari, einn linubátur og sex hand- færabátar. Aflabrögð þeirra hafa verið æði misjöfn I sumar. Togarinn hefur aflað sæmilega og nokkuð jafnt en mjög litið hefur fiskast á linu. Afli hand- færabátanna hefur einnig verið tregur og I ágústmánuð hafa veöur einnig oft hamlað veiöum. Heldur hefur þó lifnað yfir afla- brögðunum nú allra siðustu daga. Það bætir hinsvegar nokkuð aflatregöuna, að flestir bátanna eru með svonefndar raf magnsrúllur og meö þeim út búnaði geta'nú tveir menn annað þvi, sem þrjá og fjóra þurfti til áður, á meöan gamla lagiö var notað. \'inna fólks i landi bygg- ist mest á meðhöndlun aflans. Afli togarans og linubátsins fer til vinnslu i hraðfrystihúsi Dýr- firðinga en handfærabátarnir landa flestir hjá Fiskiöju Dýra- fjarðar og er afli þeirra ýmist saltaöur eða hertur. Það leiðir af sjálfu sér að þegar veiðarnar ganga þannig i hálfgerðum gusum að þá verður atvinnan nokkuö misjöfn. Þegar litill eða engnn fiskur berst til vinnslu þá fellur vinna að miklu eða öllu leyti niður. Hinn sprett- inn vill svo vinnuálagið verða óheyrilegt og vinnudagurinn alltof langur. Hér er nokkuð um aökomufólk i vinnu og fáeinar erlendar stúlkur hafa verið hér i fisk- vinnu s.l. tvo vetur og eru þær hér raunar einnig yfir sumarið. Búið er að sækja um atvinnu- leyfi fyrir tiu stúlkur, sem meiningin er aö ráða hér i haust. Nokkuð er hér um bygginga- framkvæmdir. Byrjað var á byggingu tveggja einbýlishúsa i sumar og standa einstaklingar að þeim byggingum. Þá er og lokið við að steypa grunna undir þrjú hús, sem sveitarfélagið ætlar að byggja samkvæmt lögum þar um, en hér vilja byggingar tefjast vegna vönt- unar á iðnaðarmönnum. Lik- lega horfir þó um aö úr þeim skorti rætist áður en langt liöur og gæti þá vinna haldist áfram við þessar byggingar. Að þvi er stefnt, að gera þessi hús fokheld á yfirstandandi ári og þaö að auki að steypa þrjá grunna undir þau næstu. Þá er og, á vegum hreppsins, unnið að undirbúningi á byggingu barna- skólahúss og læknisbústaðar. Áformað er einnig aö vinna hefjist bráölega við hafnar- framkvæmdir og er eitthvað af efni til þeirra komið hngað. 1 sumar hefur verið haldið áfram að undirbyggja þær götur I þorpinu, sem ekki hafa þegar verið malbikaðar en slit- lag mun á hinn bóginn ekki lagt á þær fyrr en á næsta ári. Ef við vikjum að fram- kvæmdum hér á vegum rikis- sins þá er nú búið að leggja há- spennulinu frá Mjólkárvirkjun og hér um til Isafjarðar. Svo er vinnuflokkur á vegum Istaks að vinna við svokallaða Hofsár- veitu. Er ætlunin að veita nú i haust vatni úr Hofsá i Arnarfirði i uppistöðulón Mjólkárvirkj- unar. Hefur þá náðst taumhald á öllum fallvötnum á vatna- svæði Mjólkár. Enn má nefna að vinnu- flokkur frá Landsimanum hefur verið að störfum hér í sumar. Væntanlega næst nú i haust sá áfangi aö tengja sjálfvirkum sima bæi hér norðanmeginn fjarðarins og Núpsskóla. Hér i Þingeyrarhreppi fá einnig nokkrir sveitabæir sjálfvirkan sima, svo og Þingeyrarflug- völlur. Þá er og verið að leggja talsimastreng, sem á aö bera aukin fjölda simtala inn á aðal simakerfi landsins. Af vegaframkvæmdum má nefna, að Vegageröin vann i sumar að þvi, aö undirbyggja veg hér innan við þorpið. Þá var og lagfæröur vegurinn milli Þingeyrar og Haukadals. Spretta á garðávöxtum litur sæmilega ú.t þrátt fyrir allar rigningarnar og berjaspretta er með betra móti. Og ef það kæmi nú fyrir aö einhver sólarglæta sæist áður en frost leggjast að, má búast hér við miklum og góðum berjum. _mhc. Sr. Árni Sigurðsson segir frá Hólahátíð og Hólafélagi Hólahátiðin svonefnda var haldin að Hólum i Hjaltadai sunnudaginn 15. ágúst s.l. og var allvel sótt. Sr. Ami Sigurös- son, sóknarprestur á Blönduósi, leit hér inn á blaðið og inntum við hann frétta af þvi, sem fram fór á Hólum þennan dag. Fer frásögn sr. Arna hér á eftir: — Hátiðin hófst með guðþjón- ustu i Hóladómkirkju kl. 2 e.h. Prédikun flutti sr. Boili Gústafsson i Laufási en fyrir altari þjónuðu sr. Pétur Þ. Ingjaldsson á Skagaströnd, sr. Stefán Snævarr á Dalvik, sr. Pétur Sigurgeirsson, vigslu- biskup á Akureyri og sr. Sigurður Guðmundsson, pró- fastur á Grenjaðarstaö. Kirkju- kór Sauðárkróks annaöist kirkjusöng, undir stjórn Jóns Björnssonar. söngstjóra frá Hafsteinsstöðum. Kristján Jóhannsson á Akureyri söng einsöng við undirleik Áskels Jónssonar. Að lokinni guðþjónustunni var vigður hinn nýi garður, sem hlaðinn hefur veriö umhverfis kirkuna. Kl. 4.30 hófst svo samkoma I Hóladómkirkju. Þar flutti for- maður Hólafélagsins, sr. Arni Sigurðsson, ávarp, Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, lék einleik á orgel. Haraldur Sigurðsson, bólavörður flutti erindi um bókaútgáfu Guöbrands Þorláks- sonar, Hólabiskups, Kristján Jóhannsson, söng einsöng og kirkjukór Sauðárkróks söng undir stjórn Jóns Björnssonar. Samdægurs var svo haldinn á Hólum aðalfundur Hólafélags- ins. Þar kom það fram að stærsta verkeínið, sem félagið hefði haft með höndum á árinu væri gerð grjótgarðsins umhverfis dóm- kirkjuna en hleðslu hans ann- aðist Einar Þorgeirsson, garð- yrkjumaður I Kópavogi undir umstjón Aðalsteins Steindórs- sonar i Hveragerði, eftirlits- manns með kirkjugörðum. Grjótið i garðinn var fengið i landareign Ásgrims bónda Ásgrimssonar á Mallandi á Skaga. Félagið gekkst fyrir fundið 24. sept. á s.l. ári þar sem stjórn fé- lagsins, ásamt kirkjumálaráð- herra, vigslubiskupi og skóla- stjtíranum á Hólum ræddu um kirkjulega uppbyggingu á staðnum. Þar upplýsti ráð- herrann, að hann mundi á kom- andi alþingi flýtja frumvarp til laga um biskupsembætti þjóð- kirkjunnar, (sem og varð), og að Hólafélagið fengi framvegis á fjárlögum 2 milj. kr. til upp- byggingar á Hólum. Kvað for- maður það I fyrsta sinn, sem Hólum væri gert jafn háttundir höfði með fjárframlög frá rikinu og Skálholti. Ákveðið hefur verið að gera heildarskipulag af Hólastað og hefur Guðmundur Þórarinsson, verkfræðingur verið ráðinn til þess. Eftirfarandi tillögur voru fluttar og samþykktar á fund- inu: „Aðalfundur . Hólafélagsins, haldinn að Hólum i Hjaltadal 15. ágúst 1976, fagnar frumvarpi til laga um biskupsembætti hinnar islensku þjóðkirkju, sem fram var borið sem stjórnarfrum- varp á siðasta alþingi og væntir fundurinn þess, að það verði endurflutt á næsta þingi og skorar á alþingi að samþykkja það”. Aðalfundur Hólafélagsins, o.s.frv. fagnar þeim áhuga, sem fram hefur komið um eflingu bændaskólans á Hólum. Jafn- framt skorar fundurinn á alla Norðlendinga að standa einhuga um að Hólar i Hjaltadal veröi sem fyrst miðstöð kristni og kirkju i Norðlendingafjórð- ungi”. —mhg. A varðbergi. Fréttir frá Þingeyri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.