Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Jón Múli
Arnason
skrifar
sinnum tveir
Ein af stærstu stundum i lifi'
hvers íslendings rennur upp
þegar honum er i frumbernsku
sýnt fram á me6 óyggjandi rök-
um að tvisvar tveir séu fjórir.
Þessi reikningskúnst dugar
flestum vel i lifinu og láta marg-
ir nægja til æviloka. Einstaka
afburöamenn vilja þó læra
rrieira i faginu, og nokkrir ná
svo langt aö engin rikisstjórn
getur án þeirra verið þegar þarf
aö reikna út þjóðarhag. Þá eru
þessir talnameistarar skipaöir i
æöstu embætti og sitja siðan
meö sveittan skallann frá
morgni til kvölds ár og síö og
alla tið og reikna, leggja saman,
draga frá, margfalda og deila,
og þjóökjörnir fulltrúar á Al-
þingi samþykkja niöurstööurn-
ar, — og gildir einu hvort situr
viö völd hægri stjórn eöa vinstri
stjórn. Almúginn sem veit aö
tvisvar tveir eru fjórir fylgist
undrandi meö útkomunum
hverju sinni, — hann kemst ekki
hjá því, — útreikningaforingj-
arnir nota hvert tækifæri sem
býöst aö flytja hástemmdar
ræöur um afrek sin á fundum og
mannamótum, — f ríkisfjöl-
miölum og visindalegum rit-
gjöröum i blööum og timaritum,
— og alltaf reynist öll spekin
jafnvitlaus, — og alltaf eru
spekingarnir hinir sömu.
ögn lægra settir I mannvirð-
ingastiganum eru svo þeir sem
reikna út mannabyggö á Is-
landi. Þeim finnst mest um vert
aö skipuleggja visindalega
„þéttbýliskjarna” meö reglu-
stikum og sirklum á teiknistof-
um sinum og rikisins, og gæta
þess vandlega aö lita aldrei upp
úr kortageröinni, aö eigi veröi
náttúra Islands eöa útsýni þeim
til trafala viö listaverkin. Eftir
áralangt streö og kúnstnerisk
heilabrot stendur svo allt klárt
aö lokum, — fullkominn arki-
tektúr sem bara á eftir aö risa
af grunni. Þá má rétt imynda
sér vonbrigöi aumingja mann-
anna þegar almúginn i „þétt-
býliskjarnanum” Reykjavik fer
i mótmælagöngu og neitar aö
láta smiöa steinsteypubákn fyr-
ir framan Esjuna. Þetta fólk
sem veit bara aö tvisvar sinnum
tveir eru fjórir fer nú aö veröa
dálitiö þreytt á seölabankahol-
unni i Arnarhólnum, — og væri
verðugt verkefni fyrir snjalla
arkitekta aö fara að drifa I þvi
aö flytja gatiö burt á einhvern
viðeigandi staö, — og beita viö
tilfæringarnar nútimatækni og
visindalegum aöferöum.
Nýlega var „árskýrin” reikn-
uö út og sagt frá henni i útvarp-
inu. Þótti þá ýmsum sem lærðu
um húsdýr á Isiandi um svipað
leyti og tvisvar tveir eru fjórir
aö nú væru stærðfræöingar
Landbúnaöarráöuneytisins
komnir út fyrir verksviö sitt, —
og væri nær aö halda áfram aö
teikna linurit um afurðir „árs-
kýrinnar” og markað fyrir þær i
verslunum Reykjavikur. Þar
hafa snillingarnir nefnilega
komist aö há-visindalegri niöur-
stööu, — „timamótamarkandi”
eins og þaö heitir á fegursta
máli „opinberra aðila”. Það á
bara aö loka mjólkurbúöunum.
Svona er þetta einfalt.
Haft var eftir einum æösta
embættismanni Mjólkursam-
sölunnar aö „gamalt fólk neytti
svo litillar mjólkur aö ekkert
geröi til þótt mjólkurbúöirnar
hyrfu úr gömlu hverfunum.” —
Skitt meö gamla fólkiö — og
gömlu hverfin. Og unga fólkið
sem þar hýrist innan um, — aö
maður tali nú ekki um krakkana
þess. Svona fólki hefur haldist
allt of lengi uppi aö njóta lifsins i
þessum borgarhverfum, — allt
frá Noröurmýri og vestur á
Seltjarnarnes. Þaö getur bara
reynt aö koma sér burt, — þetta
er einmitt ákjósanlegasti staöur
á öllu islandi fyrir glæsileg
verslunarhverfi, meö hugguleg-
um veitingahúsum, stjórnar-
ráösbyggingum og Seðlabönk-
nm, — og hverskyns verksmiöj-
um til aö prýöa umhverfið og
reka með stórtapi, eigendum
þeirra til skattfrjáls ágóöa.
Hvaða máli skiptir þótt nokk-
ur hundruð konur hrekist úr
ævistarfi sinu i gömlu mjólkur-
búöunum. Þær eru búnar aö
sýna ágæti sitt á undanförnum
áratugum, og viöskiptavinir
þeirra búnir aö njóta ánægjunn-
ar af heimsóknum til þeirra
kvölds og morgna og um miðjan
dag alveg nógu lengi. Það er
heldur alls ekki vist aö verslun-
arviöskipti eigi að byggjast á
mannlegum samskiptum, —
hver er kominn til að segja aö
krakkarnir sem skreppa nokkr-
um sinnum á dag út í mjólkur-
búö eigi aö mæta þar hlýlegu
viömóti og vingjarnlegu hjali, —
er nokkur ástæöa til aö vinkonur
okkar i gömlu mjólkurbúöunum
haldi áfram aö þekkja okkur
lengur og rabba viö okkur um
daginn og veginn upp á gamlan
kunningsskap?
Samt er þaö svo aö almúginn i
Reykjavik, — sem að sjálfsögöu
er ekki eins læröur i reiknings-
listinni og embættismenn og
sjálfskipaöir leiðtogar i háum
embættum, — hefur þrátt fyrir
allt fengiö i vöggugjöf ýmsa
þekkingu sem ekki veröur
teiknuö meö sirklum, né dregin
upp á linurit hagfræöinga. Og
þegar lýkur undirskriftasöfnun
gegn lokun Mjólkurbúöanna i
Reykjavik, þá mega hinir háu
herrar sem alltaf vilja vera aö
stjórna okkur almúganum sjá
svart á hvitu, aö enn einu sinni
hafa þeir beöiö ósigur, — þaö er
eins vist og tvisvar tveir eru
fjórir.
JMA.
Svava Jakobsdóttir
Jökull Jakobsson
Birgir Sigurösson Kjartan Ragnarsson
Leikfélag Reykjavíkur:
Mörg íslensk
leikrit í vetur
Áfjölunum i lönó i vetur
konnir margra nýrra grasa
úr hinni íslensku leikrita-
flóru. Amk. 4 ný leikrit
verða sýnd eftir þau Svövu
Jakobsdóttur, Kjartan
Ragnarsson# Birgi
Sigurösson og Jökul
Jakobsson. Ennfremur
verður Shakespeare og
ungverskt leikrit á boðstól-
um.
Fyrsta frumsýningin á þessu
80. leikári Leikfélags Reykjavik-
ur er ádeiluverk eftir ungverska
höfundinn Ferent Molnát, nefnist
þaö Stórlaxar og er ádeila i létt-
um dúr á brask og bankamál.
Fellur það vafalaust i góöan jarö-
veg nú á dögum hinna miklu
svindlarahringa.
Verið er aö æfa Húsráðandann
eftir Svövu Jakobsdóttur og verö-
ur þaö leikrit frumsýnt i október.
Einnig veröur frumsýnt i vetur
leikritið Týnda teskeiðin eftir
Kjartan Ragnarsson, ádeiluverk
á islenskt þjóöfélag. Gerist nú
skammt stórra högga á milli hjá
Kjartani en annaö leikrit eftir
hann mun vera á dagskrá i Þjóö-
leikhúsinu.
Þá munu þeir Jökull Jakobsson
og Birgir Sigurösson vera aö
skrifa leikrit sem tekin verða til
sýninga i Iönó i vetur.
1 tilefni af 80 ára afmæli Leik-
félags Reykjavikur verður
Macbeth, hiö klassiska verk
Shakespeare, fært upp um jóla-
leytið.
Nú þessa dagana er hópur leik-
ara i Færeyjum og sýnir þar
Skjaldhamra eftir Jónas Arnason
i tilefni af 50 ára afmæli Sjón-
leikafélags Færeyja. —GFr.
Hjúkrunarfræðingar Iljúkrunarfræðingar óskast nú þegar að sjúkrahúsinu á Selfossi. Hlutavinna kemur einnig til greina. Upplýsingar gefur forstöðukona sjúkra- hússins i sima 99-1300. Sjúkrahússtjórn.
^BIómabuðin MÍRA
Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430
Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590
Blóm og gjafavörur i úrvali