Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. ágúst 1976
Alþjóðlega sjávarútvegs
sýmngin í Þrándheimi
fiskimál
^eftir Jóhann J. E. Kúld^,
Alþjóölega sjá varútvegs-
sýningin i Þrándheimi var opnuö
kl. 12 á hádegi 9. ágúst af
Ólafi Noregskonungi aö viöstöddu
miklu fjölmenni frá mörgum
löndum. Klukkan 11.20 hófust
tæöuhöld á torginu framan viö
Niðarhöllina og töluöu þar Knut
Vartdal fiskimálastjóri og Oddv-
ar Norli forsætisráöherra. Að
endaðri ræðu ráöherrans baö
hann konunginn aö opna sýning-
una sem hann geröi meö stuttri
ræöu, þar sem hann óskaöi
norsku þjóðinni til hamningju
með sýninguna og sýningergest-
um alls velfarnaðar. A milli
ræönanna spilaöi lúörasveit
norska hersins og endaði á þjóö-
söng norömanna. „Ja vi elsker
dette landet.”
Þetta er 6. alþjóðlega sjávarút-
vegssýningin sem haldin er i Nor-
egi eftir siðari heimsstyrjöldina.
Fyrsta sýningin var haldin i
Björgvin 1960, en siðan i Þránd-
heimi 1965, 1969, 1972 og 1974. A
sýninguna 1974 komu 43 þús. gest-
ir frá 48 þjóðum og þar af margir
frá þróunarlöndunum. A sýning-
unni nú, sem bar heitið Nor-Fish-
ing 1976. tóku þátt 210 fyrirtæki
sem höfðu sýningardeildir. Þessi
fyrirtæki voru frá Noregi, Svi-
þjóð, Danmörk, Finnlandi. Eng-
landi, Vestur-Þýskalandi,
Austurriki, Póllandi, íslandi,
Japan og Bandarikjunum. Yfir
500 framleiðendur tóku þátt i
sýningunni og voru þeir sumir frá
löndum er ekki höföu sérstakar
deildir, en sýndu i samvinnu við
aðra. Þessir framleiöendur voru
frá Skotlandi, Austur-Þýskalandi,
Belgiu, Holandi. Júgóslaviu,
Frakklandi Kanada, Sviss og
Nýja-Sjálandi. Alls náöi
sýningarsvæðiö yfir 6.264
fermetra og þar af voru 4.699
ferm. innan dyra, en 1.565 ferm. á
útisvæði i sambandi viö sýningar-
vagna. Sýningin 1974 náði alls yfir
4.836 ferm. svæöi og var sýningin
i ár þvi talsvert stærri.
Ýmsar upplýsingar
frá sýningunni
Samanborið viö sýninguna 1974
þá var mér tjáð af norskum
skipaverkfræöingi sem ég þekki
og sem var staddur á sýningunni,
að mestar framfarir heföu oröið i
framleiðslu margskonar tækja og
búnaöar i sambandi viö rafeinda-
tækni á sl. tveimur árum. Taldi
hann að norska fyrirtækið Simrad '
stæði þar i fremstu röö, sem for-
ustu fyrirtæki, i allskonar tækjum
fyrir fiskiskip og vöruflutninga-
skip.
Þróun í
veiðarfœragerð
Fjöldi fyrirtækja sýndu mags-
konar veiöarfæri. Þeir framleið-
endur sem ég ræddi viö sögöu að
engin ný efni til veiðarfærageröar
hefðu komið fram á sl. tveimur
árum, hinsvegar heföu oröið
framfarir i framleiöslu margra
gerviefna sem flestar gengu út á
þaö, að gera efnin mýkri og viö-
felldari viðkomu.
Norsk
fiskimjölsframleiðsla
Ég átti viðtöl viö forystumenn
norska fyrirtækisins Norsildmel'
og tjáðu þeir mér aö miklar
tæknilegar breytingar hefðu veriö
gerðar á norskum sildarverk-
smiðjum á siöustu árum, sem all-
ar heföu gengiö út á þaö, aö geta
framleitt próteinaauöugra og
verðmætara mjöl. Stærstu fram-
farirnar á þessu sviði sögöu þeir
vera á sviði þurrkunarinnar, og
ólafur Noregskonungur opnar sjávarútvegssýninguna.
Greinarf lokkur sá sem ég mun birta hér í þætti mínum
Fiskímálum er samhljóða skýrslu þeirri sem ég er að
ganga frá til Fiskimálasjóðs, svo og annarra framá-
manna í íslenskum sjávarútvegi sem stuðluðu að ferð
minni til Þrándheims á nýafstaðna sjávarútvegssýningu
þar.
1. GREIN
eru margar af vérksmiöjunum
komnar með gufuþurrkara, I stað
eldþurrkara áður. Þá sögöu þeir
mér að þeim hefði tekist aö lækka
framleiöslukostnað mjölsins meö
þvi að flytja þaö laust niðurkælt
yfir I geyma úr stáli eöa steypu
og geyma þannig en flytja þaö siö
an laust i skipum til markaös-
landa, þar sem mjölinu er að nýju
dælt upp i geyma. Sögðu þeir
marga stóra kaupendur heldur
vilja fá mjöliö þannig heldur en
sekkjaö. Þá hefur lika verið tekin
upp kögglun á mjöli I norskum
verksmiðjum i talsverðum mæli.
Ýmsar norskar sildarverk-
smiöjur hafa verið lagöar niður,
hafi eigendur þeirra ekki treyst
sér til að leggja út i nauðsynlegar
breytingar, þar sem talið var úti-
lokað að þær gætu veriö sam-
keppnisfærar við hinar tækni-
væddu verksmiðjur. I þannig til-
fellum hefur eigendum slikra
verksmiðja verið greiddar skaða-
bætur i gegnum Norsildmel.
Danska fyrirtækið Atlas i félagi
við norska fyrirtækið Stord, þessi
tvö fyrirtæki semeiginlega eru
talin standa framarlega i smiði
véla og tækja fyrir fiskimjöls og
lýsisframleiðslu. Þí má einnig i
þessu sambandi nefna norska
fyrirtækið A.S. Myrens Yerksted I
Oslo.
Nokkrum norskum sildar- og
fiskimjölsverksmiðjum hefur ver-
ið breytt til að geta framleitt
manneldismjöl, og er þar einung-
is framleitt úr alveg nýju hráefni.
Tilslíkra verksmiðja eru nú gerð-
ar i Noregi mjög strangar kröfur
um alla hreinlætis-aðstöðu, og
hefur rikið sett reglugerð þvi við-
vikjandi. Hinsvegar hefur gengiö
of treglega ennþá að opna
nægjanlega frjálsan markað fyrir
slikt mjöl, og hefur þvi sala á
norska manneldismjölinu aðall-
ega farið fram i gegnum hjálpar-
starfsemi til nauðstaddra þjóða,
þar sem mikil vöntun er á pró-
teini i fæðu. Þær þjóðir sem hafa
fengiö norskt manneldismjöl hafa
viljað fá það með sterku fiski-
bragði og sterkri lykt, en ekki
bragð- og lyktarlaust. En þannig
segja þeir hjá Norsildmel að
tæknilega sé nú hægt að fram-
leiða slikt mjöl, ef markaöur væri
fyrir það.
Norsk
fre ðfisksfra mleiðs la
og fullvinnsla
Norska fyrirtækið Frionor sem
er sölufyrirtæki norskra
frystihúsa, byggt upp á
likan hátt og Sölumiðstöð Hrað-
frystihúsanna á Islandi, en með
talsvert viðara svið, sérstak-
lega I framleiðslurannsóknum og
tilraunastarfsemi ýmiskonar
hafði mjög glæsilega vöruútstill-
ingu á sýningunni þar sem gefnar
voru viðtækar upplýsingar um
starfsem þessa fyrirtækis.
Samanborið við sjávarútvegs-
sýninguna 1974 þar sem þetta
fyrirtæki sýndi einnig, þá virðist
hafa orðið mikil framför á sviði
umbúðatækni, þannig að allar
umbúðir utan um frosinn fisk
verða nú skrautlegri útlits með
hverju ári sem liður. Þetta gildir
jafnt um frosnar fiskafuröir seld-
ar á innanlandsmarkaði, sem um
þann fisk er fer á erlendan
markað,enda eru sömu gæða-
kröfur gerðar i báðum tilfellum
og hvoruveggja heyrir undir
gæðamat rikisins. A innanlands-
markaði selur Frionor nú 26
tegundir af fiskafurðum i frosnu
ástandi. Meðal þessara afurða er
reykt og söltuð sild, reyktur mak-
rill og léttsaltaður fiskur. Allar
eru þessar vörur i glæsilegum
neytendaumbúðum.
A meðan ég dvaldi i Þránd-
heimi þá heimsótti ég sem blaða-
maður fullvinnsluverksmiðju þá
sem Frionor rekur fyrir markað I
Evrópu og Astraliu. Þar
sem ég átti gamalt heim-
boð i þessa verksmiðju,
frá einum allra stærsta fram-
leiðanda þessara sölusam-
taka, þá þótti mér tilvalið að
bjóða Jóhanni Guðmundssyni
forstj. Framleiðslueftirlits
sjávarafurða með mér, þar sem
hann var þá staddur I Þránd-
heimi. Per Flavad forstjóri .
verksmiðjunnar var lika svo vin-
samlegur að sýna okkur verk-
smiðjuna og þá starfsemi er þar
fer fram. Þá svaraði hann einnig
skilmerkilega öllum spurningum
sem ég lagði fyrir hann við-
vikjandi framleiðslunni.
Þarna vinna 150 manns árið um
kring á dagvakt. Hráefnið er
unnið úr frosnum fiskblokkum'
frá fiskiverum við Lofot og á
Finnmörku, en á þessum strandr
svæðum Noregs eru flest af
frystihúsum þessara sölusam-
taka.
Unnið hefur verið úr 8-9 þús.
smálestum af blokk fyrir elrenda
markaði á ári siðustu árin. Þetta
er frosinn fiskur unninn i 70-80
mismnandí pakkningar.
Mikil meirihlúti framleiðslunn-
ar eru fullunnar steiktar fiskaf-
urðir I mismunandi formi. Sumt
er hinsvegar unnið i neytendaum-
búðir og þá fullunnið undir
steikingu. Unnið er við margar
framleiðslulinur samtimis. Við
eina framleiðslulinuna var verið
að pakka frosnum fisksneiðum
hverri fyrir sig á Bretlandsmark-1
að. Sneiðarnar gengu I gegnum
sjálfvirka pökkunarvél sem
lokaði hverja sneið inni i vacum-
dregnum plastumbúðum. Ég
spurði forstjórann hvort verk-
smiðaan fengi gott verð fyrir
afurðirnar. Hann sagði að verðið
mætti kallast ágætt núna, svo
bætti hann við. En þó mætti það
vera ennþá hærra vegna þess
hvaðnorsk vinnulaun væru há.Ég
spurði þá um kaup verkafólksins I
verksmiðjunni og sagði hann það
ver 52 þús.n.kr. á ári fyrir þyngri
og vandasamari störfin miðað við
40 vinnustundir á viku, eða i is-
lenskum peningum kl. 1.816.000
En fyrir léttari störfin n.kr. 48
þús. á ári, eða I islenskum krón-
um samkvæmt gengi 1584.000.
Þegar við gengum framhjá
kaffisalnum þá sat þar hópur af
fólki inni þó allt væri i fullum
gangi frammi I verksmiðjunni.
Ég spurði hverju þetta sætti og
sagði forstjórinn að fólkið fengi
fri i 5 minútur i hverjum klukku-
tima eins og væri venju að gefa
við vinnu i norsku frystihúsum.
Fullvinnsluverksmiðja Frionor
framleiðir einnig þrjár tegundir
af fiskisúpum, og er hráefni sem
notað er frosin grálúða. Þessi
framleiðsla var ekki i gangi
þegar við komum i verksmiðjuna.
TriIIukarlarnir voru að dytta að fleytum slnum I smábátahöfninni við
Slippstöðina, þegar fréttamaður Þjóöviljans átti leið þar framhjá um
daginn. Þarna eru margar fagrar fleytur, en eftir þvl sem trillukarlarnir
nyrðra segja, er það piáss sem þeim er ætlað þarna allsendis ófulinsgj-
andi og telja þeir hina brýnustu þörf á að hún sé lagfærð hin snarasta.
—hin.