Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Athyglisverðar ályktanir NAUST:
Átelja miðlun
Rarik
Aöalfundur NAUST — Náttúru-
verndarsamtaka Austurlands —
var haldinn á Hallormsstaö dag-
ana 21. og 22. ágúst sl. og séttu
hann 40 félagsmenn auk margra
gesta, er komu á einstaka liöi
fundarins.
Friðlýsingar.
Samtökin hafa sem áður beitt
sér fyrir friðlýsingarmálum og
skráningu náttúruminja og gert
tillögur til Náttútuverndarráðs
um þau efni. Sérstakt viðfangs-
efni I ár er friðlýsing tveggja
verðmætra votlendissvæða á
Austurlandi, þ.e. blánna i Hjalta-
staðaþinghá og Salthöfðamýra i
öræfum. Stærsta friðlýsingar-
málið sem nú er að komast i höfn
er hins vegar á Lónsöræfum, þar
sem um er að ræða viðlent svæði
með Stafafellsfjöllum (Innfjöll),
Kollumúla og Viðidal, og er feg-
urð þess og fjölbreytni rómuð.
Landnýtingarskipulag.
Vikið var að þvi i skýrslu
stjórnar, aö brýnt sé að þoka
fram vinnu að landnýtingar-
skipulagi, en þar er átt við alhliða .
úttekt og kortlagningu á land-
kostum og æskilegri nýtingu
lands. Náttúruminjaskráning er
eitt helsta framlag náttúruvernd-
armanna til sllkrar skipulags-
vinnu, en nú liggja hjá stjórnvöld-
um tillögur um náttúrufræðistof-
ur I landshlutunum, er gerðu
rannsóknir og gætu unnið að
flokkun lands fyrir skipulagsað-
ila. Eitt sveitarfélag á Austur-
landi hefur nú óskað eftir sliku al-
hliða skipulagi, en það er Bú-
landshreppur með Djúpavogi, en
þar eru i landi hreppsins margar
náttúruminjar, sem vernda þarf.
Samráð um mannvirkja-
gerð.
A vegum Náttúruverndarráðs
er nú haft samráö við fram-
kvæmdaaöila um meiriháttar
mannvirkjagerð lögum sam-
kvæmt, og rækja það fyrir hönd
ráðsins fulltrúar i landsfjórðung-
unum. Kom á fundinum fram
ánægja með árangur af þvi sam-
starfi á ýmsum sviðum á Austur-
landi, m.a. varðandi vegagerð, en
annað taliö hafa orðið útundan,
svo sem samráð um lagningu raf-
m/s Hekla
fer frá Reykjavik þriðjudag-
inn 31. þ.m. austur um land I
hringferð.
Vörumóttaka:
fimmtudag, föstudag og
mánudag til Austfjarðahafna,
Þórshafnar, Raufarhafnar,
Húsavikur og Akureyrar.
'.s ^rvt
ðggroöurj
Verndum
land
lina I vissum tilvikum og frágang
að lagningu lokinni.
Að undirbúningi orkumann-
virkja er nú staðið betur en áður
að þvi er umhverfisáhrif snertir:
var vitnað til hönnunar Bessa-
staðaárvirkjunar i þvi sambandi,
en þar stýrði Náttúrugripasafnið I
Neskaupstaö umhverfisrann-
sóknum með samningi við
RARIK. Hins vegar er nú verið að
glima við mistök frá fyrri tið við
hönnun Lagarfossvirkjunar, og
var um það mál fjallað sérstak-
lega á almennum fundi i tengsl-
um við aðalfundinn.
Starfslitlar nefndir.
NAUST hefur átt góð samskipti
við Náttúruverndarráð og marg-
ar sveitarstjórnir á félagssvæð-
inu. Hins vegar var kvartað und-
an deyfð i starfi flestra náttúru-
verndarnefnda, sem þó er ætlaö
talsvert hlutverk lögum sam-
kvæmt. Var stjórn samtakanna
falið að beita sér fyrir auknu
samstarfi við náttúruverndar-
nefndir á Austurlandi. Einnig var
rætt um æskilegar breytingar i
stjórnkerfi og á löggjöf umhverf-
ismála, þar sem m.a. ætti að
sameina þætti sem nú falla undir
ýmsa lagabálka og ráðuneyti, svo
sem heilbrigðislöggjöf, náttúru-
verndarlög og sundurleit ákvæöi
um mengunarvarnir. Hefur
NAUST oft áður ályktað um þessi
efni og þörfina á myndun um-
hverfisráöuneytis.
Meginverkefni
A næsta starfsári voru ákveðin
fræðslustarfsemi með áfram-
haldandi útgáfu fréttabréfs,
vinna að náttúruminjaskráningu
og aðild aö kynningarviku um
náttúruvernd I Reykjavik á kom-
andi vetri undir merki Sambands
Islenskra náttúruverndarfélaga
(SIN), sem NAUST er aðili að.
Félagar i NAUST eru rösklega
200 talsins og styrktaraðilar um
40.
Stjórnarkjör.
Hjörleifur Guttormsson var
endurkjörinn formaður og með
honum I stjórn: Gisli Arason
Höfn, Háldan Haraldsson Norð-
firði, Július Ingvarsson Eskifirði
og Páll Sigbjörnsson Egilsstöð-
um. Varamenn i stjórn eru: Sig-
urður Hjaltason Höfn, Egill Guð-
laugsson Fáskrúðsfirði og Ari
Guðjónsson Djúpavogi.
Ályktanir.
Fundurinn samþykkti auk til-
lagna til stjórnar almennar álykt-
anir um votlendisvernd og gróð-
urvernd i grennd þéttbýlis.
Fylgja þær með ásamt ályktun
almenns fundar um Lagarfoss-
virkjun.
Um votlendisvernd
Aöalfundur NAUST 1976 hvetur
til þess að hraðað veröi úttekt og
rannsóknum á votlendi með
verndun þess og hagkvæma nýt-
ingu að markmiöi. A meðan verði
farið hægar en hingað til i fram-
ræslu mýra og alls ekki gengið
lengra en þörf krefur á hverjum
tima. Jafnframt verði unnið að
þvi aö friðlýsa þau votlendis-
svæði, sem verðmætust eru talin.
Telur fundurinn æskilegt að sam-
vinna takist með búnaðar- og
náttúruverndaraðilum um þessi
mál, svipaö og dæmi eru um úr
Austur-Skaftafellssýslu, og felur
stjórn NAUST að stuðla að þvl að
svo verði.
Fundurinn bendir á það fjöl-
skrúðuga smádýralif, sem dafnar
i votlendi og er þar undirstaða
fuglalifs. Er sérstök ástæöa til
þess fyrir þéttbýlisfólk aö við-
halda votlendi sem næst byggð-
Hjörleifur Guttormsson, formað-
ur NAUST.
inni sér til yndisauka og ættu
skipulagsaöilar og sveitarstjórnir
að gefa þvi gaum.
Fundurinn telur að lifkeöja
mýranna hafi ekki verið kynnt al-
menningi á aðgengilegan hátt og
úr þvi þurfi að bæta sem allra
fyrst.
Um gróðurvernd við þétt-
býli
Aðalfundur NAUST 1976 hvetur
sveitarstjórnir og aöra hlutaðeig-
andi til að stuðla að gróðurfriðun
og uppgræðslu lands sem viðast i
grennd þéttbýlis, meðal annars
með tilliti til útivistarnota.
Ályktun almenns fundar
um Lagarfossvirkjun
Almennur fundur um Lagar-
fossvirkjun, haldinn á vegum
Náttúruverndarsamtaka Austur-
lands á Hallormsstað 22. ágúst
1976, lýsir yfir fullum stuðningi
við stefnumörkun Náttúruvernd-
arráðs og Lagarfljótsnefndar
vegna miðlunar i þágu Lagar-
fossvirkjunar. Átelur fundurinn
þá miðlun, sem Rafmagnsveit-
urnar hafa staðið fyrir upp á sitt
eindæmi að undanförnu, en með
þeim aðgerðum virðist visvitandi
unnið gegn samkomulagi um
virkjunina, sem vonir hafa staðið
til aö tækist. Skorar fundurinn á
yfirmenn orkumála að tryggja
nauðsynlegan frið um virkjunina
á fyrirliggjandi grundvelli og lýs-
ir ánægju með að fram hafa kom-
ið viðbrögð i þá átt.
Þá vekur fundurinn athygli
orkuyfirvalda og alþingismanna
Austurlands á þeirri alvarlegu
stöðu, sem orkumál fjórðungsins
eru i að óbreyttu ástandi, og hvet-
ur eindregið tii að úr verði bætt til
bráðabirgða meö auknu varaafli
fyrir næsta vetur svo firra megi
stórvandræðum.
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45 Baldur Pálmason les
söguna „Sumardaga á Völl-
um” eftir Guðrúnu Sveins-
dóttur (4). Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög milli atriða.
Viðsjóinnkl. 10.25: Ingólfur
Stefánsson sér um þáttinn.
Tónleikar. Morguntónieikar
kl. 11.00: Zdenék Bruder-
hans og Pavel Stépán leika
Sónötu nr. 8 I G-dúr fyrir
flautu og pianó eftir Haydn/
Nicanor Zabaleta og kamm-
ersveit undir stjórn Paul
Kuentz leika Konsert fyrir
hörpu og hljómsveit nr. 1 i
C-dúr eftir Ernst Eichner/
Italski kvartettinn leikur
Strengjakvartett i B-dúr
(K589) eftir Mozart.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktinni.
Sigrún Sigurðardóttir kynn-
ir óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Leikir i
fjörunni” eftir Jón óskar.
Höfundurinn byrjar lestur-
inn.
15.00 Miðdegistónleikar
Sinfóniuhljómsveitin i San
Francisco leikur „Protée”,
sinfóniska svitu nr. 2 eftir
Milhaud; Pierre Monteus
stjórnar. Sinfóniuhljóm-
sveit Lundúna leikur Sin-
fóniu nr. 4 I f-moll eftir
Vaughan Williams; André
Previn stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Litli barnatiminn.Sigrún
Björnsdóttir hefur umsjón
með höndum.
17.00 Tónleikar.
17.30 Færeyska kirkjan, saga
og sagnir; — annar hluti.
Halldór Stefánsson tók sam-
an og flytur ásamt öðrum.
Einnig flutt dæmi um fær-
eyska kirkjutónlist.
18.00 Tónléikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 í sjónmálLSkafti Harðar-
son og Steingrimur Ari Ara-
so sjá um þáttinn.
20.00 Gestir i útvarpssal: Aage
Kvaibein og Iiarald Bratlie
leika saman á selló og
pianó: a. Sellósónata i G-
dúr eftir Sammartini. b.
Sellósónata i d-moll eftir
Debussy.
20.20 Leikrit: „Æðikollurinn”
eftir Ludvig Holberg (áður
útv 13. febrúar 1965). Þýð-
andi: Dr. Jakob Benedikts-
son. Leikstjóri: Klemenz
Jónsson. Persónur og leik-
endur: Vilgeschrei: Valur
Gislason. Leonóra dóttir
hans: Bryndis Pétursdóttir.
Krókarefur: Bessi Bjarna-
son. Pernilla: Herdis Þor-
valdsdóttir. Magðalóna
ráðskona: Inga Þórðardótt-
ir. Leandir: Baldvin Hali-
dórsson. Leónard bróðir
Vilgeschreis: Jón Aöils.
Korfits: Gestur Pálsson. Ei-
rikur Maðsson: Rúrik
Haraldsson: Pétur Eiriks-
son: Gisli Halldórsson. Aðr-
ir leikendur: Jóhanna Norð-
fjörð, Guðmundur Pálsson.
Flosi Ólafsson, Helgi Skúla-
son, Þorgrimur Einarsson,
Ævar R. Kvaran, Valdemar
Helgason, Karl Guðmunds-
son og Benedikt Arnason.
22.00 Fréttir,
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an; Ævisaga Sigurðar
Ingjaidssonar frá Bala-
skarðiJndriði G. Þorsteins-
son rithöfundur les (2).
22.40 A sumarkvöidi. Guð-
mundur Jónsson kynnir tón-
list um drauma.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
ISLANDSAFTEN I NORDENS HUS
Torsdag den 26, august
Filmforevisning
Kl. 20:30 Vulkanudbruddet p& Heimaey —
film af Osvaldur Knudsen
Kl. 22:00 Varme kilder pá Island — film af
Osvaldur Knudsen
I udstillingslokalerne:
Hafliði Hallgrimsson
tegninger.
Velkommen
— malerier —
NORRÆNA
HÚSIÐ