Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Fimmtudagur 26. ágúst 1976 Járnblendi- verksmiðjan: Samningar á lokastig innan mánaðar t frétt frá iönaðarráöuneytinu segir aö viöræöur fulltrúa Elkem- Spiegerverket og ráöuneytisins sl. mánudagskvöld og almennar samningsviöræöur sem fram fóru i fyrradag hafi leitt til jákvæörar niöurstööu. Segir I fréttinni aö fulltrúar viöræöuhöpanna hafi komist aö samkomulagi um þau meginatriöi sem veriö hafi til um- ræöu á fyrri fundum, og þess sé aö vænta aö gerö aöalsamninga og tæknisamninga veröi komin á lokastig aö rúmum mánuöi liðn- um. Þá sé von til þess aö af- greiöslu mála, sem enn eru óútkljáö i samningunum veröi hægt aö ljúka á skömmum tima. Sérfræðingar beggja aöila munu næstudaga fjalla um tækni leg atriöi varöandi samningana og fyrirtækiö. Fyrir nokkru var sótt um lán til byggingar verksmiöjunnar hjá Norræna fjárfestingarbankanum i Helsingfors. Lánsumsóknin var rædd i dag viö bankastjóra Nor- ræna fjárfestingarbankans, hr. B. Lindström. Endanleg afstaöa bankastjórnarinnar mun liggja fyrir siðar i haust. í byrjun þessa mánaöar var hafin bygging vinnubúða aö Grundartanga fyrir 64 menn. Verða þær fullbúnar i lok októbér n.k. þvi næst er áformað aö hefja framkvæmdir viö undirstööur verksmiöjunnar. Samkvæmt þeim áætlunum, sem nú liggja fyrir, mun verk- smiðjan hefja framleiðslu meö einum bræösluofni á miðju ári 1978, en siöari ofn veröur tekinn i notkun um áramótin 1979-1980. Formenn viðræðunefndanna eru sem áöur dr. Rolf Nordheim, framkvæmdastjóri hjá Elkem- Spigerverket a/s og dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri. Jónas Haralz Eins og vegfarendur hafa tek- ið eftir hefur ekkert veriö unnið viö byggingu geödeildar Land- spitalans viö Egilsgötu um tölu- vert skeiö. Þar sem Þjóöviljinn haföi ekki heyrt þess getiö aö þröfin fyrir þessa deild heföi minnkað svo stórlega aö ástæöa væri til aö stöðva framkvæmdir, ræddi hann i gær viö Jónas Har- alz bankastjóra, en hann er for- maður nefndar, sem heitir ,,yf- irstjórn mannvirkjageröar á Landspitalalóö". Hann var fyrst spuröur, hvort siðasti verktaki sem var Armannsfell hf heföi skilað af sér sinu verki. — Já, hann er búinn að þvl, en viö höfum hins vegar ekki fallist á aö skil hans séu eins og þau eiga að vera. Teljum aö frá- gangur og snyrting áfangans sé Jónas Haralz um geðdeild Landsspítalans: Tekur vnörg ár enn að fullgera fyrsta áfangann ekki eins og verktaki á aö skila honum. — Verður framkvæmdum haldiö áfram bráðlega? — Næsti áfangi veröur frá- gangur aö innan í þeirri bygg- ingu sem nú hefur verið reist, þaö er að segja viö einangrun og hitalögn. Viö geröum itrekaöar beiönir til fjárveitingarvaldsins i fyrra til aö fá fé til aö hraða þessum byggingum, en fengum ekki, þar sem taliö var að við myndum eiga afgang af fjár- veitingum til annarra verka sem ekki yrði hægt að halda áfram með af tæknilegum ástæöum. Það reyndist rétt aö þvi leyti aö viö gátum millifært fé frá byggingu tannlækna- og læknadeildar sem ekki var hægt að halda áfram meö vegna skipulagsástæðna eftir aö jarö- vinnslu var lokiö. En þaö er ljóst aö þaö mun taka mörg ár aö fullgera þennan áfanga, sem er 75% af allri byggingunni. Þessi fjóröungur sem þá verður eftir er langt i framtiöinni og við hugsum alls ekki um hann. — Viö höfum sótt um til fjár- veitingarvaldsins um fé til þess sem viö teljum hentugan og praktiskan áfanga, þ.e.a.s. að viö getum tekið þessa deild i notkun i áföngum, likt og gert var við fæöingardeildina. Fyrst göngudeildina, eina sjúkradeild o.s.frv. 1 þessum áfanga eru 60 rúm af 120 fyrirhuguðum, þannig að helmingur rúmanna er i þeim þriöjungi deildarinnar sem eftir sögn Jónasar Haralz er i bláma fjarlægðarinnar. Jónas tók hins vegar fram, að i þessum áfanga væri einnig öll sameiginleg aö- staöa eins og göngudeild, endur- hæfingardeild, geymslupláss o.þ.h. Hins vegar væri augijóst að geðdeildin heföi enga þörf fyrir alla þessa aöstööu og þvi heföi oröiö aö samkomulagi aö Landspitalinn nyti þessarar að- stöðu einnig fyrir sjúklinga á öörum deildum. Henni yröi skipt milli deildanna hluta úr degi. Jónas Haralz sagöi að lokum aö sá dráttur sem oröið heföi á byggingunni væri ekki af fjár- hagslegum ástæöum heldur tæknilegum. Eins hefði veriö erfitt aö fá fullgengiö frá útboöi næsta áfanga, en það væri nú sem næst tilbúiö og yröi boðið út á næstunni. — hm. Samkvæmt samningi viö kaupmenn veröa þeir skuldbundnir til aö selja allar mjólkurvörur, en ekki aöeins mjólk. Breytingar á mjólkur- sölu: Mj ólkursamsölunni ekki um að kenna segja forráðamenn hennar og visa allri ábyrgð á hendur löggjafans Forráðamenn Mjólkur- samsölunnar kölluðu í gær blaðamenn á sinn fund, til að gera grein fyrir sjónar- miðum samsölunnar í sambandi við lokun mjólk- urbúða í Reykjavík og endalok smásöluverslun- ar hennar. A fundinum kom í Ijós sú skoðun for- ráðamanna samsölunnar, að mjög ranglega væri vegið að fyrirtækinu vegna fyrirhugaðra breytinga á sölufyrirkomulegi mjólk- ur. Mjólkursamsalan hefði og væri alls ekki aöili aö þessari breyt- ingu, heldur væri hér um aö ræöa breytingar, sem fariö heföu i gegnum alþingi eftir áralangan þrýsting kaupmanna og siöan frumvarp landbúnaöarráöherra áriö 1973, sem samþykkt heföi veriö á alþingi mótspyrnulitiö. MS stæöi þvi frammi fyrir gerö- um iöggjafans og gæti ekki annaö en fariö aö lögum. Hins vegar heföi hún gert sitt besta til aö tryggja I fyrsta lagi áframhald- andi örugga þjónustu og i ööru lagi örugga atvinnu þeirra starfs- stúlkna sem nú vinna hjá fyrir- tækinu en missa þá vinnu óhjá- kvæmilega við breytingarnar. Stefán Björnsson forstjóri Mjólkursamsölunnar sagöi á fundinum, aö i gegnum árin heföi samsalan oröiö fyrir miklum árásum — og ósanngjörnum aö hans áliti — fyrir einokunarversl- un og slælega þjónustu. Meö þess- um árásum heföu „vissir aöilar” verið aö undirbyggja jaröveginn til aö hafa almenningsálitiö meö sér þegar aö þvi kæmi aö samsal- an sleppti smásöluverslun sinni. Alvara heföi hins vegar ekki færst i þetta fyrr en máliö var fært inn á alþingi, en hins vegar heföi al- menningur ekki tjáö sig um máliö né fjölmiðlar sýnt þvi áhuga fyrr en nú, aö fyrir dyrum stendur lok- un mjólkurbúðanna. Forráöa- menn MS heföu verið svo barna- legir aö halda aö fólk yröi himin- lifandi þegar nú ætti loks aö af- nema einokun og þaö mikla ófrelsi sem rikti á sviöi mjólkur- sölu, ef marka mætti áróöur kaupmanna. Nú brygöi hins veg- ar svo viö, aö neytendur hafi upp- hafiö herferö gegn lokun mjólkur- búöa, og mætti draga þann lær- dóm af þvi, aö þeir treystu ekki smákaupmönnum til slikrar vörudreifingar. — Það er gefiö mál, sagði Stefán, — að stúlkurnar missa at- vinnu sina hjá okkur. Þetta var okkur ljóst frá upphafi og það fyrsta sem við ræddum um við kaupmenn, þegar máliö komst á þaö stig, var sá vandi. Viö höföum til hliðsjónar þann hátt sem hafö- ur var á i Sviþjóö þegar samsvarandi breyting var gerö þar, þ.e.a.s. aö kaupmenn yröu skuldbundnir til að ráöa allar stúlkurnar úr mjólkurbúöunum. Kaupmenn hér treystu sér hins vegar ekki til þess, en vildu koma upp vinnumiðlun, þar sem mjólk- urbúðastúlkurnar heföu algjöran forgang að vinnu sem losnaöi i verslunum i eitt ár frá lokun búö- anna. Það er aö sönnu ljóst, aö mikill hluti þessara stúlkna er fullorðinn og erfitt veröur aö fá vinnu fyrir þær, en viö getum ekkert annaö gert en aö þrýsta á um vinnu fyrir þær hjá þeim kaupmönnum sem mjólkina taka til sölu, — og vona aö þær fái hana. Stefán lagði á það áherslu, að Mjólkursamsalan væri ekki að svikja neytendur i þessu máli. Þessar breytingar væru ekki und- an hennar rótum runnar, heldur kaupmanna, og hún gæti ekki annað en fariö eftir þeim lögum sem sett eru. Varðandi þá undirskriftasöfnun sem nú fer fram gegn lokun mjólkurbúða, sagði Stefán, aö enginn slikur listi heföi borist samsölunni, enda væri það út i hött, að stila þá á hana. Allar breytingar væru á valdi löggjaf- ans. Þvi ættu slikir listar að vera áskoranir á alþingi eöa ráöherra, en samsalan gæti engin áhrif haft á málin. Sumir virtust halda að unnt væri aö halda uppi tvöföldu sölukerfi mjólkur, i mjólkurbúö- um og smásöluverslunum, en slikt væri hrein fjarstæða. Dreif- ingarkostnaður myndi tvöfaldast og sú hækkun hlyti óhjákvæmi- lega aö lenda á neytendum. — hm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.