Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.08.1976, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. ágúst 1976 Fimintudagur 26. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Einbeitni og ákveðin handtök eru góöir eiginleikar I fiskiöna&i. Þessi stúlka virtist hafa hvort tveggja til aö bera. STALDRAÐ VIÐ A AKUREYRI Þaö var verið aö landa úr Kald- baki EA 301 þegar fréttamaöur Þjóðviljans rölti niöur að stasjón Útgerðarfélags Akureyringa. Togarinn hafði komið af Hala- miðum um nóttina eftir 11 daga útivist og hafði innanborðs um 197 tonn af þorski. „Fallegur fiskur, en nokkuð jafnsmærri en hjá næsta skipi á undan”, sagði Gisli Konráðsson framkvæmdastjóri ÚA þegar við spurðum hann um aflann. Fiskurinn er isaður i kassa um r Utgerðarfélag Akureyringa: MIKIL VINNA OGSTÖÐUG þegar verið var að mynda þær. Gisli Konráftsson sagfti okkur að þannig væri þetta alla daga. Undantekning ef virkjur dagur félli niður i vinnu. Einnig væri stundum unnið eftir kvöldmat, til klukkan 11, og einstaka laugar- dagar kæmu einnig inn i dæmið. Þannig væri óhætt að segja að atvinna hjá þeim 200 mönnum sem vinna i landi á vegum Útgerðarfélags Akureyringa væri mjög örugg. —hm. segir Gísli Konráðsson framkvœmda stjóri borð i Kaldbak og á hráefnið þvi að vera mjög gott. Það var verið að hifa lyftara um borð þegar okkur bar að og við fengum þá skýringu að hann væri notaður i lestinni til að færa fiskikassana til. Inni i frystihúsi ÚA var ys og þys, flökunarvélarnar spýttu út úr sér hráefninu sem siðan var ekið til stúiknanna við pökkunar- borðin. Þær skáru úr bein með fjallaháan stafla óskorinna þorsk- flaka kringum sig og litu vart upp Þessi var aö vinna viö hinn nýja togara dalvikinga, sem veriö er aö smiöa i Slippstööinni. Flökunarvélarnar sþýttu út úr sér hráefninu. Úr móttökunni. Hver kassi er veginn áöur en fiskinum er kastaö á færibandiö sem færir hann til frekari vinnslu. Guöinundur RE sigur hér áleiöis I dráttarbraut, en í baksýn sést togari sá sem er I smiöum fyrir Útgeröarfélag Dalvlkinga hf. Slippstöðin á Akureyri: TVEIR TOGARAR ERU í SMÍÐUM Slippstöðin á Akureyri er með meiriháttar fyrirtækjum hér á landi og i sérflokki sem skipa- smiðastöð. Þegar fréttamaður gekk þar um hlað var aflaskipið Guðmundur RE að siga upp i dráttarbraut i annað sinn á stuttum tima, en hann hefur dvalið um nokkra stund hjá Slippstöðinni. Aft sögn Ingólfs Sverrissonar hjá Slippstöðinni er Guðmundur með bilaða skrúfu, og var hún tekin af fyrir nokkru, en var settur I sjó aftur þar sem varahlutir voru ekki fyrir hendi i landinu. Nú eru þeir hins vegar komnir og þvi var Guðmundur á leið upp aftur og standa vonir til að hann geti farið að afla gjaldeyris fyrir þjóðina á ný bráðlega. Ekki veitir af. og unnið að lagfœringum og endurbótum í miklum mœli Pétur Jónsson RE 69 lá við bryggju á athafnasvæði stöð- varinnar og voru starfsmenn að koma fyrir vinnupöllum utan á honum þegar fréttamann bar að. Ingólfur sagði okkur að það sem verið væri að gera viö Pétur Jónsson væri ekkert smotteri, hér væri nánast verið að smiða nýtt skip. t fyrsta lagi á að lengja skipið, siðan að byggja ýfir þilfarið, eins og farið er aö gera i sifelit rikara mæli á fiskiskipum og loks á að setja á hann hliðarskrúfu. Auk þess er svo mikil vinna við vélina i honum. Við aðra bryggju þarna á svæðinu lá tilvonandi 436 tonna skuttogari sem verift er aft smiða fyrir Útgerðarfélag Dal- vikinga hf. Þessi togari er fyrir venjulegar togveiöar einvörð- ungu, en inni i húsi voru starfs- menn að vinna við smfði 490 tonna skuttogara fyrir Þórð Óskarsson á Akranesi og verður sá fyrir togveiði, nótaveiði og flotvörpu. „Hann verður I öllum aðalatriðum eins og Guðmundur Jónsson sem frægastur er orftinn togara fyrir fullkomleika sakir,” sagði Ingólfur Sverrisson. —hm, Þeir voru að setja vinnupalla utan á Pétur Jónsson RE, þegar fréttamann bar að, og stendur til að gera hann að nýju og stærra skipi. Leikfélag Akureyrar: 60 ára á næsta leikári Hús Leikfélags Akureyrar við Hafnarstræti. Verkefni ekki ákveðin, en leikrit eftir Aristofanes sennilega afmœlis- verkefni Leikfélag Akureyrar hefur und- ir starfsemi sina skemmtilegt hús við Hafnarstrætið innanvert. Það stendur hátt eins og sæmir húsi af þessu sniði, gamalt timburhús með turni og fallegum tréskurði. Þegar inn kom var verið að vinna viö lagfæringar á húsinu norð- vestanverðu og veitti vist ekki af. „Þetta var oröið grautfúið.” sagöi Jón Kristinsson formaöur Leikfélags Akureyrar, þegar við spurðum hann um þessar fram- kvæmdir. „Viö höfum unnið við lagfæringar á húsinu svona smátt og smátt, eftir þvi sem fjárveitingar hafa leyft undanfar- in ár. Nú ætlum viö m.a. að flytja karlasnyrtinguna upp og stækka kvennasnyrtinguna. Auk þess verða svo einhverjar breytingar niðri og á uppganginum. Ekki sagðist Jón halda aö Leik- félag Akureyrar myndi nokkru sinni byggja yfir sig, bæjarfélagið yrði að sjá um slika hluti. Hins vegar væri það augljóst að þetta hús væri þess eftlis, að einn góðan vefturdag gæti Leikfélagið f'.ullt eins staöið uppi leikhússlaust „Þetta hús getur auðvitað dugað okkur til margra ára til viðbótar. Þyrfti að visu að stækkast til suö- urs, þannig aö byggft yrftu búningsherbergi i þá áttina. Þá myndi sviöið stækka og gera svií setningu auðveldari á méiriháttar verkum. En mig langar ekkert i einhvern steinkumbalda i stað þessa húss.” sagöi Jón. Að sögn Jóns er viöfangsefna- skráin ekki fullmótuð fyrir næsta leikár, en telja mætti nokkuð vist, aö i aprílmánuði yrði sýnt leikrit- ið Skýin eftir Áristofanes. Það yrðiaðlikindum afmælisverk LA, en það veröur einmitt 60 ára þann 19. april. Leikritið er þýtt af Karli Guömundssyni leikara. Ekki vildi Jón þó slá þvi föstu að þetta yrði afmælisve»-k, en taldi það liklegt. Eyvindur Erlendsson leikhús- stjóri var eins og Jón tregur til að gefa uppýsingar um verkefnaval- ið, þar sem ýmsir möguleikar væru þar á skrá en enginn fast- ákveðinn enn sem komið væri. „Hins vegar er nokkuð ljóst, að við verðum eins og venjulega með 5 leikrit og þar af eitt barnaleik- rit” sagði Eyvindur. Við höldum svo áfram námskeiðahaldi sem við höfum verið með undangengin ár og hafa gefift okkur góða raun með nýjum starfskröftum, sem þarna hafa fengiö sina fyrstu reynslu af leiklist og haldið áfram námi. Nú, svo á að fara að æfa farsa, sem guðmávita hvað heitir eða eftir hvern er. Ég er satt að segja ekki búinn að kynna mér það, enda hef ég verið sunnan heiða i allt sumar.” Fastráðið fólk við Leikfélag Akureyrar eru 5 leikarar, leik- hússtjóri, ljósamaður og leik- sviðsstjóri. en þaðsiðasta er laust til umsóknar, þar sem Erlingur Viggósson sem gegndi starfinu sl. vetur hefur látið af störfum. —hm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.